Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 9
 „Heimilið og fjölskyldan ’84“ Eitthvaðfyrir alla Leiðin að hjörtum mann- anna liggur svo sannarlega í gegnum magann og ieiðin að pyngjum foreldranna í gegn- um börnin. Þessi ágætu mál- tæki eru í fullu gildi í Laugar- dalshölinni þessa dagana en þar stendur nú yfir 6ta heimil- issýningin sem Kaupstefnan hf gengst fyrir á þessum stað. Öll hefur sýningin fagmann- legt yfirbragð, - menn láta auglýsingateiknara og aðra hönnuði sjá um gerð básanna og lokka mannskapinn til að stoppa með því að bjóða upp á alls kyns góðgæti og vinnings- von. Stórar vörusýningar af þessu tagi hafa þegar unniö sér vissan sess í skemmtanalífi borgarinnar. Þó sumum lítist ekki allt of vel á fyrirbærið er þessi tilbreyting greinilega vel þegin, ekki hvað síst fyrir þá sök að þarna getur öll Sovétmenn og Tékkar eru með sér- staka bása á sýningunni og er sá so- véski m.a. skreyttur stórri mynd af Chernenko forseta ríkisins, eins og hér má sjá. Ljósm.-Atli. fjölskyldan gert eitthvað sam: eiginlega. Fullorðna fólkið skoðar vörurnar, fær upplýsingar og sýnikennslu, smakkar á kaffi, mjólkurdrykkjum, sælgæti, mat- vælum, alls konar kökum og gos- drykkjum á hverju horni og tívo- líið, hattarnir fínu, skrautlegir límmiðar og vonin um fiðring í maga eða vinning dregur krakk- ana að sér. Það er í rauninni ekki skrítið þó kaupahéðnar af öllum toga leggi mikið á sig því þessi markaður er ótrúlega stór. Um helgina komu þarna 16 þúsund manns og þegar sýningunni lýkur er búist við að milli 50 og 70 þúsund manns hafi lagt leið sína þangað. Það er þessi stóri markaður sem dregur að sér félagasamtök eins og Neytenda- samtökin og auralítil blöð eins og Þjóðviljann þó ýmsum finrist furðulegt að sjá þessa aðila í hópi kaupahéðna. Þessi staðreynd tryggir líka að þarna fái allir eitthvað við sitt hæfi! Á síðunum hér á eftir má sjá svipmyndir af sýningunni „Heimilið og fjölskyldan 1984“ en henni lýkur 9. september. -ÁI UMSJÓN: JÓNA PÁLSDÓTTIR Mlðvlkudagur 29. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.