Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 19
Vilhjálmur Angantýsson F. 15 nóvember 1906 - D. 16. ágúst 1984 „„Dáinn, horfinn“ - Harma- fregni Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson). í dag er kvaddur frá Fossvogs- kirkju minn kæri tengdafaðir Arngrímur Vilhjálmur Angan- týsson, en hann lést í Landspítal- anum þann 16. ágúst s.l. eftir stutta legu. Vilhjálmur var af vestfirskum ættum, Arnardalsætt, fæddur að Snæfjöllum á Snæfjallaströnd. Foreldrar hans voru hjónin Guð- björg Einarsdóttir, fædd 23. apríl 1865 í Þernuvík, látin í Reykjavík árið 1945 og Angantýr Arngríms- son sjómaður, fæddur árið 1863, en hann drukknaði árið 1915. Vilhjálmur var yngstur tíu barna þeirra hjóna og af þeim eru nú aðeins þrír bræður hans á lífi, Jó- hann búsettur á Akureyri, Guð- mundur vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík og Guðjón vistmaður á Asi í Hveragerði. Foreldrar hans flytjast, þegar Vilhjálmur er á barnsaldri til Bolungarvíkur og þar elst hann upp í stórum systkinahóp til níu ára aldurs, en þá skipast veður í lofti, er fjöl- skyldufaðirinn ferst í sjóslysi við lendingu í Bolungarvík, steinsnar frá landi. Var það mikið áfall fyrir fjölskylduna, ekki síst yngs- ta soninn vart kominn af barns- aldri. Eldri systkinin eru þá upp- komin og hafa fest ráð sitt, en ekkjan stendur uppi ein með þau yngri. Vilhjálmur fer þá til Sveinbjarnar bróður síns og konu hans Ónnu Jónsdóttur, ættaðri frá Hrafnsstaðakoti í Svarfaðar- dai. Hjá þeim dvelur hann næstu árin og einnig um tíma hjá for- eldrum Önnu, þeim Jóni Jónssyni og Margréti Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem þá bjuggu í Hrafnsstaðakoti. Minntist tengdafaðir minn oft þeirra ára með ánægju, enda var alla tíð kært með honum og fjölskyld- unni frá Hrafnsstaðakoti. Guð- björg móðir Vilhjálms flyst ásamt yngri börnum sínum til Akur- eyrar á þeim tíma er Vilhjálmur dvelur þar, en flytur skömmu síð- ar til Reykjavíkur og lést þar í hárri elli. Rofnaði því aldrei sam- band þeirra mæðgina. Ungur hóf Vilhjálmur að stunda sjóinn, fyrst með Sveinbirni bróður sínum norðan- lands og síðar víðar um land eins og títt var á árunum milli stríða, og varð sjómennskan hans aðal- starf allt til loka síðari heimsstyrj- aldarinnar. Á þessum árum allt til fullorðinsára átti hann ávallt athvarf hjá Sveinbirni og Önnu. Var hann þeim ævinlega þakk- látur fyrir þá góðvild og hlýju, sem þau sýndu honum uppvaxt- arárin. Árið 1934 verða þáttaskil í lífi Vilhjálms, er hann kvænist heit- konu sinni Aðalbjörgu Júlíus- dóttur frá Seyðisfirði. Ættir hennar standa á Austfjörðum og í Þingeyjarsýslum. Þau gengu í hjónaband í Reykjavík 22. sept- ember 1934. Það var mikill heilla- dagur í lífi þeirra beggja og hafði sambúð þeirra staðið í nær fimmtíu ár, er Vilhjálmur lést. Aldrei bar þar skugga á og voru þau einstaklega samhent í öllum hlutum. Þau bjuggu allan sinn búskap hér í Reykjavík, við lítil efni í fyrstu enda krepputímar. Vilhjálmur stundaði sjóinn og varð því oft að vera langdvölum fjarri heimilinu og veit ég, að það var honum ekki að skapi, því að hann var mikill heimilismaður. Árið 1946 hóf Vilhjálmur störf hjá Reykjavíkurborg og starfaði þar óslitið til sjötugs aldurs. Á árunum eftir 1950 lét Reykjavík- urborg skipuleggja íbúðarhverfi sunnan Sogavegar, smáíbúðar- hverfið. Þau hjónin sóttu um lóð þar og fengu úthlutað lóð við Ak- urgerði 46. Ekki voru efnin mikil, en af bjartsýni og áræði hófust þau handa við byggingarfram- kvæmdirnar. Og með mikilli vinnu beggja og með því að nota hverja stund, sem gafst til að vinna við húsið luku þau bygging- unni á stuttum tíma og fluttu með börnum sínum í hið nýja hús árið 1954. Þau hjón eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi. Þau eru í aldurs- röð: Unnur, fædd 1935, gift Sig- urhirti Pálmasyni verkfræðingi, búsett í Reykjavík. Angantýr, bakarameistari fæddur 1938, kvæntur Ásu Björnsdóttur, bú- sett í Kópavogi. Elsa fædd 1942, gift Leifi Péturssyni, vélvirkja, búsett í Arlington VA. Banda- ríkjunum. Hafsteinn, verslunar- maður, fæddur 1944, kvæntur Höllu Sigurðardóttur, búsett á ísafirði. Guðrún, fædd 1947, gift Karli B. Guðmundssyni sím- virkja, búsett í Hafnarfirði. Barnabörnin eru 14 talsins og 2 barnabarnabörn. Vilhjálmur var mikill heimilisfaðir og bar hag af- komenda sinna ætíð mjög fyrir brjósti. Aldrei var hann glaðari en þá, þegar fjölskyldan var sam- an komin á hátíðastundum. Og til síðasta dags fylgdist hann með störfum, námi og áhugamálum unga fólksins í fjölskyldunni. Vilhjálmur var liðlega vaxinn, rétt meðalmaður á hæð, dökkur á hár eins og hann átti kyn til, mikið snyrtimenni í öllum hlutum. Hann var glaðlyndur og átti auðvelt með að umgangast fólk, þrátt fyrir að hann væri hlé- drægur maður að eðlisfari. Skap- laus var hann þó ekki, en hann kunni vel að stilla skap sitt. Hann var bóngóður maður og var ávallt boðinn og búinn til að gera öðr- um greiða. Þess naut ég og fjöl- skylda mín í ríkum mæli. Skólaganga hans varð ekki löng á nútímavísu, en lífsins skóli reyndist honum drjúgur eins og fleirum, sem ólust upp á fyrri hluta þessarar aldar. Hann las mikið, þegar næði gafst til, bæði ýmsan þjóðlegan fróðleik og ís- lendingasögurnar, og þjóðmál- um fylgdist hann vel með og hafði sínar ákveðnu skoðanir á þeim. Þar var hlutur lítilmagnans hon- um efst í huga og að jöfnuður og réttlæti ríkti í skiptum manna. Þau hjón höfðu mikla ánægju af að ferðast í frítímum sínum. Fyrr á árum hér innanlands og þá oft til skyldmenna sinna norðan og austanlands eða þau brugðu sér á síld á Raufarhöfn á þeim árum, þegar sfldin veiddist þar. Eftir að Elsa dóttir þeirra og Leifur maður hennar fluttu til Bandaríkjanna fóru þau margar ferðir í heimsókn til þeirra og ferðuðust þá víða um Bandaríkin með þeim og börnum þeirra. Þessara heimsókna nutu þau bæði í ríkum mæli. Ég veit að ein slík ferð var fyrirhuguð í haust, þó tengdafaðir minn ræddi ekki mikið um það. Það var eins og honum byði í grun, að heilsa hans leyfði ekki svo langa ferð. Sú ferð varð aldrei farin, held- ur önnur lengri. Sú ferð, sem liggur fyrir öllum að fara fyrr eða síðar. Við leiðarlok er margs að minnast, þegar ástríkur eigin- maður, faðir og tengdafaðir, afi og langafi er kvaddur. „Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans °g fljúgðu á vœngjum morgun- roðans meira að starfa guðs um geim." (Jónas Hallgrímsson). Sigurhjörtur Pálmason. Kveðja frá afa- og Iangafabörnum í dag fylgjum við til grafar afa okkar, Vilhjálmi Angantýssyni. Okkur afabörnin hans langar til að þakka honum alla hans um- hyggju sem hann alltaf sýndi okk- ur. Þó við barnabörnin séum orð- in 14 og langafabörnin 2, þá fylgdist hann alltaf af áhuga með því sem við höfðum fyrir stafni og hvernig okkur vegnaði í námi eða starfi. Afi átti mjög auðvelt með að tala við okkur unga fólkið, um okkar líf og áhugamál; var þá eins og maður væri að tala við jafn- aldra sinn, því hann var bæði létt- ur og smellinn í tali. En nú er afi farinn, og allar góðu stundirnar sem við áttum með honum í fleiri ár eru nú aðeins minningin ein. Minning sem við geymum hvert og eitt. Og nú getur hann haldið áfram að fylgjast með og hugsa um okk- ur, þaðan sem við eigum öll eftir að hittast. Við biðjum öll afa okkar bless- unar guðs og biðjum guð að styrkja ömmu okkar í sorg henn- ar. „Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð“. (Olöf Sigurðardóttir). HVERJIR FORNA - íÞÁGU HVERRA? Almennir fundir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi Eystra DALVIK fimmtudaginn 30.8 kl. 20.30 framsögumenn: Svavar Gestsson Vilborg Harðardóttir FREYVANGUR fímmtudaginn 30.8 kl. 20.30 framsögumenn: Steingrímur J. Sigfússon Ragnar Arnalds RAUFARHÖFN fímmtudaginn 30.8 kl. 20.30 framsögumenn: Hjörleifur Guttormsson Svanfríður Jónasdóttir HÚSAVÍK AKUREYRI sunnudaginn 2.9 kl. 20.30 Svavar Gestsson Helgi Guðmundsson Svanfríður Jónasdóttir sunnudaginn 2.9 kl. 15.30 Helgi Guðmundsson Svavar Gestsson Steingrímur J. Sigfússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.