Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 6
•agfc, Tilkynning S til innflytjenda Fjármálaráðuneytið hefur með reglum nr. 367/1984 heimilað að taka megi upp einfaldari tollmeðferð á innfluttum vörum. Samkv. 2. gr. reglnanna skal inn- flytjandi sem óskar eftir einfaldari tollmeðferð uppfylla eftirtalin skilyrði: a) Innflytjandi stundi atvinnurekstur og hafi til þess tilskilin leyfi, svo sem verslunarleyfi, sbr. lög nr. 41/1968, eða iðnaðarleyfi, sbr. lög nr. 42/1978. b) Innflytjandi hafi tilkynnt Hagstofu íslands um at- vinnustarfsemi sína og hafi verið færður á fyrir- tækjaskrá, sbr. lög nr. 62/1969. c) Innflytjandi hafi tilkynnt skattstjóra um starfsemi sína, enda sé hann ekki sérstaklega undanþeginn söluskattsskyldu, sbr. lög nr. 10/1960. d) Innflytjandi hafi flutt inn vörur á næstliðnu 12 mán- aða tímabili fyrir 16 mkr. að tollverði eða tollaf- greiðslur verið minnst 200 að tölu á sama tíma. Viðmiðunartölur þessar skulu lækka um helming frá og með 1. janúar 1985. e) Innflytjandi hafi að mati tollstjóra sýnt fram á við gerð og frágang aðflutningsskjala að hann hafi til að bera fullnægjandi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda um tollmeðferð innfluttra vara. Innflytjandi sem uppfyllir framangreind skilyrði skal sækja skriflega á þar til gerðu eyðublaði um einfaldari tollmeðferð til tollstjóra þar sem lögheimili hans er samkvæmt fyrirtækjaskrá. í umsókn skal tilgreina eftirtalin atriði: a) Nafn, aðsetur og starfsnúmer. Starfsnúmer inn- flytjanda skal vera nafnnúmer hans eða auðkenn- isnúmer í fyrirtækjaskrá, sbr. b-lið 2. gr. b) Númer söluskattsskírteinis og vörusvið þess. c) Innflutningsverðmæti á síðastliðnum 12 mánuðum og fjölda tollafgreiðslna á sama tíma. d) Hverjir hafi umboð til þess að undirrita aðflutnings- skýrslurfyrir hönd innflytjanda, riti hann ekki sjálfur undir þær, svo og rithandarsýnishorn. e) Aðrar þær upplýsingar sem eyðublaðið gefur tilefni til. Eyðublaðið ásamt sérprentun af reglunum fæst í fjár- málaráðuneytinu og hjá embættinu. Um frekari fram- kvæmd hinnar einfaldari tollmeðferðar, sem komið getur til framkvæmda 1. október n.k., vísast til reglna nr. 367/1984. Er innflytjendum bent á að kynna sér reglur þessar og senda umsóknir til embættisins. 22. ágúst 1984 Tollstjórinn í Reykjavík Vegna úthlutunar úr framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1985 Með skírskotun til 27. gr. laga no. 41/1984 um málefni fatlaðra. Vegna úthlutunar úr framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1985, óskar svæðisstjórn Reykjavíkur eftir umsóknum frá félagasamtökum í Reykjavík sem áforma fram- kvæmdir í þágu fatlaðra á næsta ári. Umsóknir berist fyrir 7. sept. n.k. ásamt ýtarlegum upplýsingum um framkvæmda- og kostnaðaráætlan- ir. Svæðisstjórn Reykjavíkur um málefni fatlaðra Hátúni 10, 105 Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Námskeið um sársauka og verki verður haldið dag- ana 17.-18. september n.k. og endurtekið 20.-21. sama mánaðar í samkomusal BSRB, Grettisgötu 89, 4. hæð. Námskeiðið er frá kl. 09.00 til 16.00 báða dagana. Námskeiðsgjald er kr. 600.00 Fyrirlesari er dr. Beatrice Sofaer frá Edinborg. Hún hefur stundað rannsóknir á þessu sviði og varið dokt- orsgráðu um „Áhrif markvissrar fræðslu um verki eftir aðgerð." Upplýsingar og skráning á skrifstofu Hjúkrunarfélags íslands símar 15316 og 21177 og í Hjúkrunarskóla íslands, símar 16077 og 18112. Hjúkrunarfélag íslands Félag háskólamenntaðra hjúkrunartræðinga MENNING Sjóminjasafn reist í Hrísey „Þegar „nýja síldarstöðin" var rifin fyrir nokkrum árum vaknaði áhuginn á að koma í veg fyrir frekari niðurrif á þessum gömlu húsum og hún þróaðist í hug- mynd að sjóminjasafni með að- setur í gömlu húsaröðinni sem eftir stendur. Þessi húsaröð, sem fyrirhugað var að rífa, er eins og sköpuð fyrir sjóminjasafn og gæti upplýsinga- miðstöð, minjagripasala og aðal- hús byggðarsafnsins verið í gömlu Möllers-versluninni. Þarna er hákarlahjallur, línu- og beitingaskúrar, og verbúðir, allt frá árabátatímanum til mótor- bátaútgerðar og fram til okkar daga. Slík hús eru nú sem óðast að hverfa og ég tel að þarna sé einstök aðstaða til að endur- byggja gamla útgerðarstöð, sem auk þess hefðir mikið aðdráttar- afl fyrir ferðamenn". Einar Vilhjálmsson, áhuga- maður urri sjóminjasafn í Hrísey segir svo frá hugmyndum sínum, en hann lánaði okkur þessar myndir sem hér eru birtar. Hann sagði ennfremur að því miður hefðu gamlar verslunarbækur verið eyðilagðar fyrir nokkrum árum og sífellt hefði verið gengið á þessi gömlu verðmæti, en nú væru menn að vakna til meðvit- undar um nauðsyn þess að varð- veita þau og nýta í safn, er gæti sýnt þróunarsögu sjávarútvegsins í þessum landshluta. þs Þetta er „nýja síldarstöðin", skemman sem því miður var rifin fyrir nokkrum árum. Hér sjáum við síðustu leifar af eldri byggð í Hrísey, sem hreppsnefndin hafði fyrirhugað að rífa. Möllersbúðin er fremst á myndinni, þá verbúðir, beituskúrar og hákarlahjallur fjærst. Mynd Einar Vilhjálmsson. Myndlist Samsýning í Listamiðstöðinni Hreggviður Hermannsson og inni við Lækjartorg. Þeir sýna 25. ágúst til 2. september frá 1-10 Páll S. Pálsson opnuðu á Iaugar- myndir unnar með bleki, vatns- um helgar og 1-7 virka daga. dag samsýningu í Listamiðstöð- litum og olíu. Sýningin er opin Hreggviður við nokkur verka sinna. Ljósm. Atli. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. ágúst 1994

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.