Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 7
MENNING LEIKLIST Af heimsslitamálum Jan Bergquist sýnir Jhe Last Talk Show" í Félagsstofnun stúdenta Sænski leikarinn Jan Bergquist æfir sig með eina leikmuninn sem hann notar í sýningunni, heyrnartækið. Ljósm. Atli. Sænski leikarinn Jan Bergqu- ist kom hingað til lands á vegum Friðarráðstefnu norðurhafa og flutti einmenningsverk eftir sjálf- an sig sem hann kallar „En knapp timme" á sænsku en „The Last Talk Show“ á ensku, einu sinni á hvoru máli. Ég var við- staddur fyrri sýninguna, á ensku, og var þar slangur af ráðstefnu- gestum en varla gat heitið að sæ- ist þar sála utan úr bæ og þótti mér undarlegt að fólk skyldi ekki sýna þessum ágæta leikara meiri áhuga, eða nenna menn ekki lengur að sinna friðarmálum og leiklist á íslandi? Þessi einmenningur Bergquists var ágætisskemmtan og fróðlegur eftir því. Hann er byggður upp sem æfing fyrir sjónvarpsþátt um kjarnorkuvígbúnað, þar sem stjórnandi þáttarins útskýrir gang hans og leikur alla viðmælendur sína sjálfur. Þarna koma fram ýmsir sérfræðingar og flytja mál sitt og eru flestir að verja núver- andi stefnu í kjarnorkuvopna- málum, en Bergquist notar háð með mjög markvissum hætti til að gera málflutning þeirra fárán- legan. Til dæmis að taka hlustum við á kjarneðlisfræðing mótmæla harðlega þeim fullyrðingum að til séu kjarnorkuvopn í heiminum til að drepa allt mannfólkið um það bil hundrað sinnum. Nei, nei, nei, segir hann, þetta eru fárán- legar ýkjur vondra manna - það eru ekki til vopn nema til að drepa það tuttugu sinnum. Bergquist kemur víða við, hann fjallar um eðli og verkanir kjarnorkuvopna, um kostnað af hemaðarbrölti, um vígbúnaðar- kapphlaupið, um villandi upplýs- ingar um manninn sem voru sendar útí geiminn fyrir skemmstu - á mynd af karli og konu á heimsfrægri málmplötu var konan sýnd án kynfæra, sem hlýtur að rugla geimverur þær sem plötuna finna meira en lítið í ríminu. Taldi Bergquist sennileg- ast að þær mundu álykta sem svo að þarna væri verið að sýna þróun mannsins; fyrst hefði hann haft rófu, en hún hefði síðan dottið af. Bergquist bregður sér einnig í Iíki geimveru sem heimsækir jörðina og gefur síðan skýrslu um þá einkennilegu dýrategund sem hér er ríkjandi og óskiljanlegt hátterni hennar. Þetta er aðferð sem þekkt er úr vísindaskáldskap og getur gefið góða raun, en var einna daufasti þátturinn í þessari sýningu. Mun smellnara var samtal við Napóleon sem hafði verið vakinn upp úr djúpfryst- ingu og fékk nú útlistun á her- stjórnarlist nútímans með þeim afleiðingum að hann flýtti sér of- aní frostið aftur. Sýning einsog þessi getur áreiðanlega vakið fólk til umhugsunar um þá alvarlegustu hættu sem að mannkyninu steðj- ar um þessar mundir, og hún er auk þess prýðileg skemmtun. Það var þess vegna grátlegt að síð- astliðið föstudagskvöld skyldu engir vera viðstaddir utan lítill hópur manna sem hugsað hafa þegar meira um þessi mál en aðrir og þurftu því þeim mun minna á þessari vakningu að halda. Jan Bergquist er snjall leikari og kann vel að beita látbragði, sem hann stillir þó í gott hóf. Hann fór létt með að halda at- hygli áhorfenda glaðvakandi þennan klukkutíma. Hafi hann kæra þökk fyrir komuna og góða skemmtan. Sverrir Hólmarsson. Söngnámskeið á Hvolsvelli - nýjung í tónlistarlífinu „Mikill áhugi, ekki síður hjá karlmönnunum", segir Elín Ósk, sem er á förum til Mílanó, en kennir á söngnámskeiði á Hvolsvelli þessa dagana. „Þetta er í fyrsta sinn sem hald- ið er námskeið af þessu tagi á vegum TónHstarskóla Rangæ- inga og mér sýnist aðsóknin ætla að verða ágæt“, sagði Elín Ósk Óskarsdóttir, söngvari, sem hóf í gær kennslu í söng á 10 daga námskeiði austur á Hvolsvelli. Elín, sem er ættuð að austan, sagðist vera á förum til söngnáms til Mflanó í haust ásamt unnusta sínum, Kjartani Ólafssyni, en hann kennir einnig á nám- skeiðinu á Hvolsvelli. „Tímarnir verða bæði á daginn og á kvöldin, einkatímar og hóp- tímar. Það er mikill áhugi fyrir þessu og þá ekki síður hjá karl- mönnunum. Við munum einnig kenna tónfræði og leiðbeina varðandi kórstarf", sagði hún. Um 240 nemendur verða í Tónlistarskóla Rangæinga í vetur (til áramóta) en skólinn hefur starfað í 26 ár. Þeir sem hafa áhuga á söng- námskeiðinu geta hringt í síma 99-8161, en kennslan fer fram í húsnæði skólans á Hvolsvelli. þs Karen í Borg Karen Agnete Þórarinsson opnar á morgun fyrstu einkasýningu sína hérlendis og verður hún í Gallerí Borg. Hún hefur sýnt margsinnis hér á landi með eiginmanni sínum, Sveini Þórarinssyni og einnig hefur hún sýnt á samsýningum. Er nú langt síðan hún hefur sýnt og er þessi sýning hennar hér því merkur listviðburður. Miövikudagur 29. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.