Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.08.1984, Blaðsíða 8
Kindakjötið FRETTIR Engin Birgðir 1. ágúst 1 en á sama ann 1. ágúst sl. voru til í landinu samtals 2.322 tonn af dilkakjöti og um 256 tonn af kjöti af fullorðnu. Heildarsala á kinda- kjöti innanlands frá 1. sept. í fyrra til 1. ágúst í ár var samtals 9.522 tonn. A þessu tímabili voru flutt út 3.739 tonn og er 1.680 tonnum meira en sömu mánuði á síðasta verðlagsári. Ekki er gert ráð fyrir að efnt útsala 300 tonnum minni tíma í fyrra verði til útsölu á dilkakjöti nú svo sem gert var í fyrra. Reikna má með nokkurri verðhækkun á dilkakjöti nú þegar slátrun hefst en það kjöt, sem til er í landinu verður selt áfram á því verði, sem það kostar nú. Birgðir af kindakjöti 1. ágúst sl. voru 1.300 tonnum minni en á sama tíma í fyrra. - mhg. Sjóslys Geislavirk úrgangsefni við strendur Belgíu Franskt flutningaskip, sem var á leið til Riga við Eystrasalt með geislavirk úrgangsefni, lenti í árekstri við ferju undan strönd- um Belgíu og sökk nú um helgina. Talsmenn útgerðarfélagsins hafa haldið því fram að engin mengun- arhætta sé af þessum farmi, en Grænfriðungar eru á öndverðum meiði og telja að mikill voði sé á ferðum. Talið er að erfitt verði að ná farminum upp aftur. Verið var að flytja úrgangsefn- ið, sem er úraníum hexaflúoríð, til endurvinnslu í Sovétríkjunum og var það geymt í tunnum, sem síðan voru í gámum, en óvíst er hvort umbúðirnar voru nægilega vandaðar til að þola þær aðstæð- ur sem eru á sjávarbotni. Græn- friðungar halda því fram að svo sé ekki, og telja þeir að ef hinn minnsti leki kemur að gámunum, kunni það að leiða til spreng- ingar, sem verði til þess að allt úrgangsefnið leki út. Mengun af völdum úraníum hexaflúoríðs muni orsaka mjög alvarlegt tjón á umhverfi. Grænfriðungar draga í efa að auðvelt verði að ná gámun- um upp, þótt þeir séu aðeins á 15 m dýpi; björgunarfyrirtæki verði treg til að reyna slíkt vegna þess hve mikil hætta fylgdi slíkum til- raunum. Frönsk stjórnvöld hafa farið þess á leit við útgerðarfélagið að reynt verði hið fyrsta að fjarlægja eiturefnin. Togarar Heimildir Aþriðjudaginn var ákveðið í sjávarútvegsráðu- neytinu að rýmka heimildir til botnvörpuveiða útaf Breiðafirði, Vestfjörðum og Héraðsflóa í því rýmkaðar skyni að auka veiðar á skarkola og steinbít. Hefja má veiðar á þessum svæðum 1. september en reglugerð ráðuneytisins gildir til áramóta. Útflutningur Norðmanna vex Norðmenn seldu 2200 tonnum um tíma. Laxútflutningurinn (112% aukning), Frakklands mcira af laxi á erlenda mark- nam 9.750 tonnum frá 1. janúar 1800 tonn, Vestur-Þýskalands aði fyrstu sex mánuði ársins held- til 31. júní. H00 tonn og Danmerkur 1100 ur en á sama tíma í fyrra. Útflutn- Útflutningur á laxi skiptist tonn. Það sem eftir er skiptist ingur á urriða minnkaði hinsveg- þannig á helstu markaði: Til niðuráSvíþjóð,Holland,Belgíu, ar um 15% og var350tonn áþess- Bandaríkjanna fóru 3000 tonn Sviss, Spán og Japan. J.J.E.Kúld. NÝ LEIÐ ^ til sparnaðar Byggingavöruverslunin lækjarkot sf. býður viðskiptavinum sínum að ganga í SP AR-klúbbinn sem veitir eftirtalin rétt- indi í viðskiptum við verslunina: 1. Staðgreiðsla minus 5% afsláttur, ef versiad er fyrir 0-2.000 krónur. 2. Staðgreiðsla mínus 10% afsláttur ef verslaö er fyrir 2.000 krónureöa irieira. 3. Safnnóta: Staögre'ðsla mínus 5% afslattur strax, mínus aukaafsiáttur 5% óegar notan er útfylit, eöa fram- kvæmd lokiö. 4. Kredit-kort. 5. Hefðbundinn mánaðarreíkningur. Úttekt greiöist fyrir 20. næsta manaöar á eftir úttektarmánuði. 6. Sérstakirgreiðslusamningarvegna stórra úttekta, allt aö 5 mánaöa greiðslufrestur (skuidabref). 7. verksmiðjuverd. Hjá okkur ersama verö á málningu og í verksmiöjunum, og auk ofangreindra greiðslukjara, veitum við sama magnafsiátt og_verksmiðjurnar. KLÚBBSKÍRTEINI LICCJA FRAMMI í VERSLUNINNI 111 LEIÐIN LIGGUR í li=E LÆIf JARIfOT LÆKJARGATA 32 POSTH.53 HAFNARFIRDI SIMI50449 Fljótt, fljótt Alþjóðlegt hraðboðafyrirtæki tyllir niður tánum Hvað sem er, hvert sem er, á svipstundu en lágmarksgjaldið er nœstum 3000 kall Sumum nægir ekki hraði póst- þjónustunnar og það öryggi sem hún veitir. Þessum standa nú til boða viðskipti við íslandsdeild bandarísks hraðboðafyrirtækis sem teygir anga sína um rúmlega 110 ríki. Nafn íslenska dóttur- fyrirtækisins er DHL Hraðflutn- ingar. Starfsmenn fyrirtækisins sækja það sem senda á, bréf, skjöl eða smápakka, til sendanda og fylgja sendingunni eftir til móttaka eins hratt og örugglega og kostur gefst á. Á blaðamannafundi fyrir skömmu sagði Hafsteinn Vil- helmsson framkvæmdastjóri að hámarkstími sendinjgar til Banda- ríkjanna væri tveir dagar, til Norðurlands einn, og þrír til ann- arra Evrópulanda. Deildir fyrir- tækisins um heiminn hafa á að skipa um 9000 starfsmönnum sem fara um á bílum, þyrlum og flugvélum í eigu kompanísins, þarsem slíkt þykir henta betur en venjulegar áætlunarferðir. Dótturfyrirtækið á íslandi hef- ur tryggt sér ákveðið rými með Flugleiðavélum til Kaupmanna- hafnar og New York óháð öðrum farangri, og taka starfsmenn ytra við sendingunum á flugvöllum og koma þeim áfram. Flutningur sem fyrirtækið ann- ast er fyrst og fremst ýmiskonar bissnesdót, samningar, við- skiptakröfur, útboðsgögn, verklýsingar, vörureikningar, bankapappírar, varahlutir, og helstu viðskiptavinir ýmis fyrir- tæki, bankar osfrv. Lágmarksgjald fyrir hverja sendingu er 2640 króna þjónustu- gjald plús 180 krónur fyrir hvert hálft kíló og er því nokkuð dýrt drottinsorðið, en framkvæmda- stjóri íslandsdeildarinnar kvað rekstur ganga bærilega síðan far- ið var í gang í vor. _ m Das Kapital í Safari Hliómsveitin Das Kapital heldur tónleika í Safari annað kvöld (fimmtudagskvöld) og kynnir þar efni af væntanlegri hljómplötu. Hljómsveitina skipa Bubbi Morthens (gítar, söngur), Mike Pollock (gítar, söngur), Jakob Magnússon (bassi), óuðmundur Gunnarsson (trommur) og aðstoðarmaður, Björgvin Gíslason (gítar). Hljóm- sveitin mun í vetur leika á skólaböllum og fást upplýsingar um starf- semi hennar í síma 19620.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.