Þjóðviljinn - 30.11.1984, Qupperneq 2
FRETTIR
Loðnuviðbótin
Bílslys
Lítill drengur fórst
Það hörmulega slys varð á Móðir barnsins sem ók bifreið-
gatnamótum Þoríókshafnar- jnnj 0g þnggja ára sonur hennar
vegar og Ölfusvegar að fólksbif- voru flutt á Borgarspítalann en
reið rakst á langferðabifreið með þau eru ekki alvarlega slösuð.
þeim afleiðingum að tveggja ára Talið er að sólin hafi biindað öku-
gamall drengur sem var farþegi í mann fólksbifreiðarinnar.
fólksbflnum beið bana. -Ig.
Eykur þjóðar-
framleiðslu
Frystitogarar
um 4 prosent
Iþjóðhagsspá fyrir þetta ár
spáði Þjóðhagsstofnun um 5.5
prósent framleiðsluaukningu frá
árinu á undan. Vegna fyrirsjáan-
legs samdráttar í þorskveiði þar
sem ekki næðist að veiða að fullu
upp í leyfiiegankvótahafði stofn-
unin reiknað með að framleiðslu-
aukningin yrði 1-1.5 prósent
minni en áður var ráðgert.
Aukning loðnukvótans fyrr í
haust og aftur núna hefur hins
vegar gjörbreytt þessari mynd.
Rósmundur Guðnason starfs-
maður Þjóðhagsstofnunar sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær að
hinn aukni loðnukvóti myndi
þýða um 4 prósent framleiðslu-
aukningu á árinu. í heildina tekið
yrði ársframleiðsluaukningin því
um 7.5 prósent. Það er nærri 2
prósent meiri en reiknað var með
í þjóðhagsspá að teknu tilliti til
samdráttar í þorskveiði. -Ig.
Gróðafyrirtæki
Það kom fram I ræðu formanns
LÍÚ á aðalfundi sambandsinr
fyrir skömmu að mjög góð
reynsla væri komin á frystitogar-
TORGIÐ
Flokksböndin brustu þegar
Karl Steinar féll fyrir Valdísi á
ASÍ-þinginu. En sokkaböndin
héldu.
ana, sem vinna aflann um borð.
Sagði Kristján að reynslan gæfi
ástæðu til bjartsýni og hugleiði nú
nokkrir aðilar að láta breyta tog-
urum sínum með það fyrir augum
að vinna aflann um borð.
Síðan sagði Kristján:
„Nokkur reynsla er nú komin á
útgerð togara sem vinna aflann
um borð. Gefur sú reynsla á-
stæðu til bjartsýni um þessa út-
gerð og hugleiða nú nokkrir aðil-
ar að láta breyta skipum sínum í
þeim tilgangi að vinna aflann um
borð.
Ekki verður um það að ræða að
stórum hluta flotans verði breytt
á þennan veg, en framleiðsla
þessara skipa er mjög eftirsótt
vegna ferskleika fisksins þegar
hann er frystur. Ljóst er að nýting
véla og tækja er miklu betri um
borð í þessum skipum, því þau
nýtast 24 stundir á sólarhring 7
daga vikunnar í stað þess að þau
nýtast oft ekki nema 8 stundir 5
daga vikunnar í landi. Nýting
véla og tækja í frystihúsum okkar
stenst ekki samanburð við notk-
unartíma í samkeppnislöndunum
eins og Kanada þar sem vart
þekkist annað en að vinna á tví-
skiptum 8 tíma vöktum í frysti-
húsum.“ -S.dór
Stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson bassi (t.h.) og Jónas Ingimundarson píanóleikari efna til
tónleika í Háskólabíói á morgun kl. 14.30. Kristinn hefur að undanförnu verið við söngnám vestra í
Bandaríkjunum og nýkomin er plata meö honum hér heima. Hinn heimsþekkti söngvari William Parker
mun hafa sagt er hann heyrði í Kristni fyrir nokkrum árum: Fyrir þessa rödd er enginn salur nógu stór
nema Camegie Hall. Þess skal að lokum getið að um jólin mun Kristinn syngja nautabanann í Carmen í
nokkrum sýningum hjá íslensku óperunni. -GFr
Unglingar
98% hlusta á rástvö
19% unglinga lesa Þjóðviljann, 94% Moggann
Tveir þriðju reykvískra ung-
linga horfa á sjónvarp á hverju
kvöldi, en sjónvarpsglápið
minnkar með aldrinum, öfugt við
dagblaðalestur. Nánast allir frá
13 til 17 ára hlusta reglulega á rás
tvö, helmingur á kanann. Þetta
eru fáeinir fróðleikspunktar úr
könnun Adolfs H. Emilssonar á
Qölmiðlaneyslu unglinga f
Reykjavfk.
í janúar á þessu ári lagði Adolf
spumingar fyrir úrtak nemenda í
reykvískum skólum og em niður-
stöður þessarar könnunar nú
orðnar lokaprófsverkefni í fjöl-
miðlafræðum við háskólann í
Gautaborg. „íslenskur æskulýð-
ur neytir fjölmiðlaefnis í ríkum
mæli, að minnsta kosti til jafr.s
við sænskan, ef ekki gott betur“
segir meðal annars í ritgerð
Adolfs, og þar er einnig upplýst
að hingað til hafa sænskir ung-
lingar verið haldnir mestir fjöl-
miðlaneytendur á heimsbyggð-
inni að bandarískum sjónvarps-
sjúklingum einum undan-
skildum.
Meðal niðurstaðna í fróðlegri
ritgerð Adolfs má nefna að
reykvískir unglingar em tíðir
Laxeldi
Hreisturios á sjókvíalaxi
Lloyds sendi sérfrœöing að skoða laxinn íHöfnum. Óvíst hvað veldur
reisturlos á laxí sem alinn er
upp í sjókvíum við Hafnir á
Reykjanesi hefur valdið eigend-
um stöðvarinnar talsverðu tjóni
og því hefur slátrun á laxinum
hafist fyrr í ár en venjulega.
Hreisturlos kom einnig upp í
fyrra og bætti breska tryggingafé-
lagið Lloyds þá tjónið vegna þess
eldisflsks sem ekki var hægt að
selja. Óvíst er hvað veldur.
Jón Gunnlaugsson einn
eigenda Sjóeldis í Höfnum sagði í
samtali við Þjóðviljann að þetta
lýsti sér þannig að 2-3 flögur losn-
uðu af fiskinum. Þegar frá liði
kæmi sár þar sem losið hefði ver-
ið og því hefði verið ákveðið að
hefja slátmn í fyrra lagi þetta
árið. „Það er ekki nema einstaka
fiskur sem hefur lent í þessu og
það er engin baktería í þessu.
Þetta er alveg meinlaust en það er
einhver frumorsök að þessu sem
við vitum ekki ennþá hver er.“
Tryggingafélagið Lloyds sendi
hingað fyrir skömmu breskan
sérfærðing í fiskisjúkdómum til
að kynna sér hreisturlosið í
Höfnum en einnig hefur Sigurður
Helgason fisksjúkdómafræðing-
ur á Keldum haft þetta mál til
rannsóknar.
„Ég hef ekkert heyrt frá þeim í
Lloyds og við höfum ekki haft
samband við þá síðan þeir sendu
hingað þennan sérfræðing. Ég
hef enga trú á öðru en þeir bæti
þetta tjón, annars hefðu þeir
varla samþykkt að tryggja hjá
okkur áfram eftir síðustu bóta-
greiðslu" sagði Jón Gunnlaugs-
son. .
-lg-
gestir kvikmyndahúsa, um 90%
fara á bíó a.m.k. einu sinni í mán-
uði og yfir fimmtungur minnst
vikulega. Myndbandatæki eru á
þriðja hverju heimili, og 22% að-
spurðra horfa á vídeó þrisvar í
viku eða oftar. Höfundur telur
myndbandagláp unglinga í
Reykjavík þó ekki mjög mikið.
Strákar glápa meira en stelpur.
Dæmigerður myndbandaung-
lingur býr í Breiðholti.á heima-
móður og föður sem ekki hefur
mikla menntun.
Morgunblaðið og DV hafa
yfirburði á unglingamarkaði sem
annars staðar, lesin af yfir 90%
spurðra, Tíminn og Þjóðviljinn af
um 20%. Teiknimyndir eru vin-
sælastar, poppsíður líka. fþrótta-
síður les um helmingur oft eða
alltaf, en menning og pólitík fara
heldur halloka, og um þau kyk-
vendi lesa aðeins um 15%. Áhugi
á menningar- og stjómmálum
eykst mjög með aldrinum.
Og í janúar var David Bowie
vinsælasta poppstjama reyk-
vískra unglinga samkvæmt könn-
un Adolfs. Næstir: Duran Duran,
Paul Young, Culture Club,
Bubbi Morthens og Michael
Jackson, í þessari röð. Niður-
stöður ritgerðarinnar eru mjög
traustlegar - en þessi vinsælda-
listi er ömgglega orðinn úreltur: í
heimi unglinga er tíminn fugl sem
flýgur hratt.
-m