Þjóðviljinn - 30.11.1984, Side 5
Lofsvert framtak
Bœklingur um aðbúnað og kjör fiskvinnslu-
fólks kom út í gœr. Dreift af VMSÍ og ASÍ
y *
Igær var dreift á þingi ASI mjög merkum bækling um heilsufar,
vinnutiihögun, aðbúnað og félagslegar aðstæður fiskvinnslufólks. I
bæklingnum er að finna stórkostlega merkilegar upplýsingar um sjúk-
dóma og slys sem tengjast greininni, einsog greint er frá á forsíðu
Þjóðviljans í dag.
Höfundar bæklingsins eru Gylfi Páll Hersir og Sigurlaug
Gunnlaugsdóttir, en hann er unninn upp úr könnun sem Vinnuvernd-
arhópurinn svokallaði gerði og kostuð var af Norrænu Ráðherranefnd-
inni. Útgáfa bæklingsins er fjármögnuð af ASÍ og VMSÍ.
„Hann er prentaður í um 5000 eintökum, og verður vonandi dreift á
öli verkalýðsfélög í landinu", sagði Gylfi Páll Hersir í stuttu spjalli í
gær.
Von er á öðrum bækling um kjör og aðbúnað starfsfólks í fata- og
vefjariðnaði.
Bæklingurinn er læsilegur og fallega upp settur, troðinn af merki-
legum upplýsingum og ætti að gagnast verkalýðshreyfingunni vel.
ASÍ og VMSÍeiga hrós skilið fyrir að sjá til þess að hann kemst fyrir
almenningssjónir. _qc
y Miðstjórnarkjör
Oskar Vigfússon efstur
Karl Steinar felldur af varamannalista
Talsverð spenna ríkti um úrslit
miðstjórnarkjörs, sérstaklega
eftir að ákveðið var að birta ekki
úrslit fyrr en morguninn eftir
kjörið. í gærmorgun kom svo í
Uós, að engin óvænt úrslit höfðu
orðið, tillaga kjörnefndar fór í
gegn. Eftirtaldir voru kjörnir í
miðstjórnina og innan sviga er
vægi atkvæða sem þeir hlutu:
Óskar Vigfússon (53. 825),
Kristín Hjálmarsdóttir (53.800),
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir og
Guðjón Jónsson voru jöfn
(53.300), Hansína Stefánsdóttir
(52.950) , Benedikt Davíðsson
(52.475), Ragna Bergmann
(51.925), Jón A. Eggertsson
(50.825), Jón Helgason (50.650),
Guðmundur Þ. Jónsson (50.625),
Þóra Hjaltadóttir (49.550), Guð-
mundur Hallvarðsson (48.325),
Guðmundur J. Guðmundsson
(47.550), Karvel Pálmason
(46.950) , Magnús Geirsson
(46.625), Guðrún Thorarensen
(45.800), Þórður Ólafsson
(43.750) og Hilmar Jónasson
(42.750) .
Sem varamenn voru kjörin
Bjami Jakobsson, Guðmundur
M. Jónsson, Halldór Björnsson,
Hrafnkell Jónsson, Ingibjörg
Óskarsdóttir, Karítas Pálsdóttir,
Sigrún Clausen, Úlfhiidur
Rögnvaldsdóttir og Valdís Krist-
insdóttir.
Helstu fregnir úr því kjöri vom
að Karl Steinar Guðnason féll af
lista kjörstjórnar.
-ÖS
Konur
Tímamótaþing
Kristín Hjálmarsdóttir frá Akureyri fékk nœstflest at-
kvœði í miðstjórnarkjöri ASÍ
Maður verður að telja þetta
ágæta byrjun á að efla hlut
kvenna innan ASI, en ég vil taka
það skýrt fram að ég tel það ekk-
ert lokatakmark 'að fá 7 konur
inní 21 manna miðstjórn sam-
bandsins, síður en svo, sagði
Kristín Hjálmarsdóttir formaður
Iðju á Akureyri, en hún var ein
sjö kvenna sem kjörin var í mið-
stjórn ASI.
Þykir þér sem hlutur kvenna
hafi verið fyrir borð borinn í
verkalýðshreyfingunni?
„Að sumu leyti þykir mér það,
en mér sýnist nú hilla undir það
að því sé að ljúka, allavega vil ég
vona að svo sé“.
Eru það einhver mál öðrum
fremur, sem þú munt leggja
áherslu á innan miðstjórnar ASÍ?
„Já, ég ber mjög fyrir brjósti
hag ófaglærðs verkafólks og ég
mun leggja sérstaka áherslu á að
það eigi kost á starfsmenntun.
Segja má að því máli hafi lítið
sem ekkert verið sinnt. Það ættu í
raun allir að sjá nauðsyn þess að
gefa fólki í iðnaði kost á starfs-
menntun, svo ég tali nú ekki um
ef við ætlum að byggja upp nú-
tíma iðnað hér á landi. Menn
mega ekki gleyma því að iðnaður
er mjög sérhæft starf og nauðsyn
Krístín Hjálmarsdóttir
ber að mennta starfsfólk í
greininni. Slík menntun myndi að
mínum dómi auðvelda okkur að
lyfta upp launum fólks, sem í dag
hefur hvað lægst laun í landinu.
Auk þess myndi þetta auka virð-
ingu fólks fyrir störfum í iðnaði".
Svo við snúum okkur aðeins
aftur að miðstjórnarkjörinu,
heldur þú að svo margar konur
hefðu náð kjöri efekki hefði verið
fjölgað í miðstjórn?
„Nei, ég tel það mjög hæpið.
Þó vil ég taka það fram að ég finn
fyrir auknum samtakamætti
kvenna hér á þessu þingi,
samtakamætti sem nær útfyrir hin
flokkspólitísku bönd. Að þessu
leytinu tel ég þetta ASÍ þing vera
tímamótaþing“.
Heldur þú að konur eigi
auðveldara með að hrista af sér
flokksbönd á þingi eins og þessu,
en karlar?
„Ég hygg það. Konur eru ekki
eins grónar í pólitísku starfi og
karlar og eiga þess vegna léttara
með að hrista af sér flokksböndin
þegar þeim þykir nauðsyn bera
til.“
Kom þér kjör þitt á óvart og hve
mörg atkvoeði þú fékkst við mið-
stjórnarkjörið?
„Já, það kom mér á óvart að fá
næst flest atkvæðin og eiginlega
kom mér kjör mitt á óvart. Hins-
vegar má benda á að það lá ljóst
fyrir eftir að ákveðið var að fjölga
í miðstjóm að einn af þeim sem
við bættist væri úr hópi iðnverka-
fólks, annað hefði ekki verið
sanngjarnt. Nei, ég kvíði því
engu að taka til starfa í miðstjórn
ASÍ, ég er vön félagsmálastarfi
og ekkert óvön því að starfa með
körlum. Það samstarf hefur alltaf
gengið vel.“
- S.dór
Ég hlakka til
Hansína Stefánsdóttir frá Selfossi:
Hlutur kvenna verði í samrœmi við hlutfall þeirra á vinnumarkaði
egar tilkynnt voru úrslit í mið-
stjórnarkjöri á þingi ASÍ kom
í Ijós að sjö konur höfðu náð kjöri
en aðeins tvær konur áttu sæti í
síðustu miðstjórn sambandsins.
Ein þessara kvenna er Hansína
Stefánsdóttir frá Selfossi. Við
spurðum Hansínu hvort henni
þætti hlut kvenna borgið innan
ASÍ með þessari fjölgun.
„Ég veit ekki hvort hlutur
kvenna er nógu stór, en hann hef-
ur vissulega stækkað og þetta
hlýtur bara að vera áfangi í þeirri
þróun að hlutur kvenna verði í
samræmi við þátttöku þeirra í at-
vinnulífinu“.
Vildir þú að konur vœrufleirí í
miðstjórninni nú?
„Það er erfitt að svara því,
enda hlýtur það alltaf að fara eftir
einstaklingum sem eru í framboði
og því fólki sem velst til starfa
hverju sinni, hvort sem það eru
konur eða karlar".
Nú er þetta ífyrsta sinn, sem þú
situr ASl þing, hvernig líst þér á?
„Mér líst í sjálfu sér vel á þessa
samkomu, jafnvel mun betur en
ég átti von á miðað við þær sögu-
sagnir sem ég hafði heyrt af ASÍ-
þingum. Það er vissulega fjöl-
mennt, en ég held að það sé ekki
of fjölmennt, ég teldi lakara að
fækka þeim.“
Þú situr nú þitt fyrsta þing og
ferð beint inní miðstjórn, kom
það þér ekki á óvart?
„Að sumu leyti. Ég átti ekki
von á því þegar ég lagði af stað til
þings, og ég átti heldur ekki von á
því að ég nyti þess trausts sem
komið hefur í ljós, eftir að þingið
var hafið. Ég er hinsvegar afar
þakklát fyrir þetta traust sem mér
er sýnt og vona að ég standi mig. “
Finnst þér gaman að félags-
málastörfum?
„Alveg sérstaklega, maður er í
miklu sambandi við fjölda manns
alla daga og það er afar gaman að
geta leyst úr vandamálum fólks,
Hansína Stefánsdóttir
sem til manns leitar.“
Þannig að þú kvíðir því ekki að
setjast í miðstjórn ASI?
„Þvert á móti, ég hlakka til og
tel víst að það verði ánægjulegt
sem þar bíður manns". _ S.dór
Fcstudagur 30. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5