Þjóðviljinn - 30.11.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1984, Síða 6
Frá menntamálaráðuneytinu Verkmenntaskólann á Akureyri vantar kenn ara frá naestu áramótum til að kenna faggreinar rafiðna. Um- sækjendur þurfa að hafa sérmenntun í viðkomandi kennslugreinum. Umsóknir skal senda til ráðuneytis- ins fyrir 15. desember næstkomandi. Nánari uppiýs- ingar veitir Aðalgeir Pálsson í Verkmenntaskóla Akur- eyrar, sími 96-26812. Menntamálaráðuneytið. A, Tilkynning ^2 J'rr'lí7n»-1 'jzí.'f til skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reiknaðir að kvöldi miðvikudaginn 5. desember nk. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið, 27. nóvember 1984. Akraneskaupstaður Tæknideild Lóðaúthiutun Þeim sem hyggjast hefja byggingaframkvæmdir á ár- inu 1985 og ekki hafa fengið úthiutað lóð, er hér með gefinn kostur á að sækja um lóðir. Uthlutun er fyrirhuguð á eftirtöldum svæðum: Einbýlis- og raðhús á Jörundarholti. Verslanir og þjónustustofnanir í Jörundarholti. Iðnaðarhús á Smiðjuvöllum, Kalmansvöllum og í Höfðaseli. Fiskiðnaðarhús á Breið. Verslanir, þjónustustofnanir og íbúðir í Miðbæ. Hús fyrir búfénað á Æðarodda. Nánari upplýsingar eru veittar á tæknideild Akranes- kaupstaðar, Kirkjubraut 28, Akranesi, sími 93-1211. Lóðaumsóknum skal skila á tæknideild á sérstökum eyðublöðum sem þar fást fyrir 15. desember 1984. Bæjartæknifræðingur Læknar Munið fundinn um lífeyris- og trygginamál sem haldinn verður laugardaginn 1. des. nk. kl. 10 f.h. í Domus Medica sbr. augl. í Fréttabréfi lækna nr. 10, 1984. Stjórn Læknafélags íslands. 81333 Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? Góö orö ^ duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli _ m| UMFEROAR RÁO FRIÐARMÁL Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd ísland með í undirbúningi Um 200fulltrúar stjórnmálaflokka ogfriðarsamtaka sátu ráðstefnu í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Svavar Gestsson varfulltrúi Alþýðubandalagsins Paul Schluter forsætisráðherra Danmerkur og formaður danska Ihaldsflokksins ávarpar ráðstefnuna um kjamorku- vopnalaus Norðurlönd. Við hlið hans situr Guðmundur G. Þórarinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á ráðstefnunni. Um síðustu helgi var haldin í Kaupmannahöfn ráðstefna um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd, og sóttu hana um 200 fulltrúar stjórnmálaflokka, stéttarfélaga, æskulýðsfélaga, kristilegra félaga og friðar- samtaka frá öllum Norðurlönd- unum auk fjölda sérfræðinga á sviði vígbúnaðar og afvopnun- armála. Fyrir íslands hönd sátu ráðstefnuna 4 fulltrúar, þau Svavar Gestsson formað- ur Alþýðubandalagsins, Elín Ólafsdóttir og Helga Jóhanns- dóttir frá Samtökum um kvennalista og Guðmundur G. Þórarinsson fulltrúi Fram- sóknarflokksins. Til þessarar ráðstefnu var boð- að af fulltrúum fjögurra Norður- landanna. Áhrifamikil öfl hafa reynt að halda íslandi utan við þessa umræðu á þeirri forsendu að þátttaka íslands í hinu kjam- orkuvopnalausa svæði myndi flækja málin of mikið, sagði Svavar Gestsson í samtali við Þjóðviljann. Okkur var þó boðið að taka þátt í ráðstefnunni fyrir siðasakir. Við lögðum hins vegar áherslu á að það væri ekki hlut- verk aðstandenda þessarar ráð- stefnu að kljúfa Norðurlöndin í þessu efni. Tókst okkur að vekja skiining ráðstefnugesta á þessu, og varð niðurstaðan sú að Island skyldi vera með sem fullgildur þátttakandi í öllum undirbúningi þessa máls á næstu mánuðum. Niðurstaða ffyrir 9. agust Meðal þess sem ákveðið var á ráðstefnunni var að efnt skyldi til norræns þingmannafundar um málið þegar á þessum vetri. Þetta er reyndar tiilaga sem við Al- þýðubandalagsmenn lögðum fram í Norðurlandaráði fyrir 4 árum síðan, en hún var þá felld meðal annars af jafnaðar- mönnum. Þá var frá því gengið á ráð- stefnunni að fsland yrði fullgildur aðili að samtökunum Traktat Nu sem eru samtök áhugamanna um afvopnun á Norðurlöndunum, en samtök þessi hafa sett fram það markmið að Norðurlöndin verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum fýrir 9. ágúst 1985, þegar 40 ár verða liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjamorkusprengjunni á Hírósíma. Þá vom þrjár nefndir skipaðar um þessi mál, allar með aðild ís- lands. Það er í fyrsta Iagi norræn þingmannanefnd, þá norræn lögfræðinganefnd og að lokum sérstök samstarfsnefnd Norður- landanna um baráttuna fyrir því að Norðurlönd verði lýst kjam- orkúvopnalaust svæði. Norræn samstaða Svavar benti á að krafan um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd væri fyrsta utanríkispólitíska hugmyndin sem tekist hefur víð- tæk samstaða um á breiðum gmndvelli á öllum Norðurlönd- unum frá stríðslokum fyrir 40 ámm síðan. Krafan um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd felur ekki í sér að löndin segi sig úr NATO. Sagði Svavar að NATO- sáttmálinn gæfi sérhverju að- ildarríki sjálfsákvörðunarrétt um það hvort kjarnorkuvopn yrðu staðsett eða notuð á yfirráða- svæði þess, og því ætti mismun- andi afstaða Norðurlandanna til NATO ekki að þurfa að standa í vegi fyrir sameiginlegri afstöðu í þessu máli. Svavar sagði að íslensku full- trúamir á ráðstefnunni myndu nú kynna málið innan sinna samtaka og síðan yrði unnið að því að skapa meirihluta á Alþingi ís- lendinga fyrir skref í þessa átt. Upphafið að endalokum NAT0? Ráðstefnan í Kaupmannahöfn var sótt af fulltrúum flestra stjórnmálaflokka á Norðurlönd- unum. Meðal annars átti danski íhaldsflokkurinn tvo fulltrúa og Poul Schlúter forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnuna. Fulltrúi Radikale venstre, sem er frjáls- lyndur borgaralegur flokkur, lýsti því yfir að gæti NATO ekki sætt sig við það, að Danmörk og Noregur gengu inn í kjamorku- vopnalaust svæði, þá væri banda- lagið einfaldlega orðið úrelt. „Mikill meirihluti Dana er hlynntur aðildinni að NATO. Mikill meirihluti Dana er líka hlyntur aðildinni að kjamorku- vopnalausu svæði. Þess vegna getur þetta tvennt vel farið sam- an“, sagði þingmaðurinn. Anker Jörgensen fyrrverandi forsætis- ráðherra Dana sat einnig ráð- stefnuna. Hann sagðist vona að Carrington lávarður, aðalritari NATO, breytti þeirri skoðun sinni að stofnun kjarnorku- vopnalaus svæða yrði upphafið að endalokum NATO. Anker Jörgensen taldi að Danmörk ætti að segja sig úr áætlunamefnd NATO um kjamorkuvígbúnað. Reiulf Steen frá norska Verka- mannaflokknum sagði að þótt kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd gætu augljóslega ekki tekið þátt í tæknilegum áætlunum NATO um kjarnorkuvopn, þá væri mikilvægt fyrir ríki eins og Noreg og Danmörk að beita áhrifum sínum innan bandalagsins. Sérstaða íslands Guðmundur G. Þórarinsson benti á að yrðu Norðurlöndin lýst kjarnorkuvopnalaus að íslandi undanskildu myndi það skapa aukna spennu og aukinn kjam- orkuvopnabúnað í hafinu í kring um ísland. Hann sagði að hug- myndir um að fjarlægja kjarn- orkuvopn frá meginlandinu og koma þeim fyrir í Norðurhöfum gætu ekki vakið hrifningu meðal Islendinga, og hann taldi að þótt aðild íslands að svæðinu myndi skipta því upp landfræðilega og skapa önnur tæknileg vandamál, þá væm þau á engan hátt óyfir- stíganleg. Guðmudur benti á að ísland hefði sérstöðu, því sí- auknar kjamorkuvopnabirgðir í hafinu ógnuðu lífsafkomu fslend- inga, jafnvel þótt ekki kæmi til þess að þau yrðu notuð. Þannig væri aukin hætta á árekstrum og slysum, og geislavirkur úrgangur sem færi í hafið af þeim sökum gæti á svipstundu svipt íslendinga 75% af útflutningstekjum þeirra, sem væri fiskur úr hafinu. ólg. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.