Þjóðviljinn - 30.11.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 30.11.1984, Síða 7
> * •, ', 1 , Hjörleifur Guttormsson * c*. Tf v ' v- \ V' ' ■^- A "*Xv- \ ' ' x ■ ^ '\v' - *xs'Tz~:X’2áS v;^ •\7'*Vrr-T '• - v v-->^ i-^wy • \y Hvernig þeir Miiller og Meyer fundu hjáleiguna úr há loftunum. Um sinnaskipti Framsóknarflokksins, skatt- gjafir ríkisstjórnarinnar og syndakvittun Alusuisse til handi Nauðungarsamningum hefur áður verið rift af hálfu íslendinga. Pað gerðist um 1960 að þota á ieið milli heimsálfa flaug yfir ísland. Meðal farþega voru tveir virðulegir forstjórar Alusuisse, doktorarnir Miiller og Meyer, þá nálægt miðjum aldri. Flugið yfir heimskautið var tilbreytingar- laust út að líta, en allt í einu rofaði til og langt fyrir neðan sást fjöllótt land snævi þakið og það glytti í freyðandi brim við strendur. Me- yer varð litið niður og hann hnippti í Muller: ,J>að hlýtur að vera hægt að reisa raforkuver í landi sem er þakið svona miklum snjó og ís,“ sagði hann. Þannig fundu þeir ísland, að sögn dr. Celio, eins af stjórnarmönnum i Alusuisse sem átti viðtal við Morgunblaðið 29. maí 1983, þremur dögum eftir síðustu ríkis- stjórnarskipti á íslandi. „Orkan, hún var kveikjan að hugmyndinni,“ segir þessi svissneski auðkýfingur, og hann bætti því við, að nú borgaði sig ekki lengur að reisa smærri ál- verksmiðjur en með 100-150 þús- und tonna framleiðslu á ári. Isal- verksmiðjan væri að vísu lítU, en það væri í lagi, því að hún hefði þegar borgað sig. Höfuðstöðvarnar og hjáleigan Þegar þeir Miiller og Meyer komu heim úr hnattfluginu fyrir 25 árum tók við hefðbundinn undirbúningur að landnámi í höfuðstöðvum fjölþjóðafyrirtæk- isins, söfnun upplýsinga um ís- land og þjóð, stjómarfar, svo- nefnda áhrifamenn, áform í at- vinnumálum hjá innfæddum, þýðing á lögum og reglum yfir á skiljanleg tungumál. Árið var ekki liðið frá uppgötv- un þeirra Muller og Meyers, þeg- ar þessir oddvitar hluthafanna í Alusuisse stigu hér á land í fyrsta en ekki síðasta sinn. Á móti þeim tóku íslenskir ráðherrar og þeir voru m.a. kynntir fyrir nýskipuð- um seðlabankastjóra landsins dr. Jóhannesi Nordal, sem bráðlega varð tengiliður nr. eitt við Alusu- isse sem formaður fyrstu stóriðj- unefndar. Sinnaskipti Það hefur mikil breyting orðið á landslagi stjómmálanna á þess- um tveimur áratugum og augljós- ust og afdrifaríkust hefur hún orðið í Framsóknarflokknum. Það endurspeglast m.a. í þessu stórmáli sem hér er til umræðu í kvöld. Flokkurinn sem greiddi óskiptur atkvæði gegn álsamning- unum ásamt Alþýðubandalaginu 1966 stendur nú nær óskiptur með Sjálfstæðisflokknum við af- greiðslu þessa fmmvarps, þrátt fyrir þá staðreynd að sum af ákvæðum þessa samnings em auðsæileg afturför frá hinum gamla samningi. Á það alveg sér- staklega við um breytingar sem hér em gerðar á skattaákvæðum samninganna að kröfu Alusuisse og sem allar em auðhringnum til vemlegra hagsbóta. Viðhorfsbreyting Framsókn- arforystunnar í álmálinu átti sér langan aðdraganda. Hún gróf um sig í tíð ríkisstjómar Geirs Hall- grímssonar 1974-78, þegar flokk- urinn samþykkti endurskoðun á álsamningunum, sem undirbúin hafði verið af þeim Jóhannesi Nordal og Steingrími Hermanns- syni. Þá tókst ekki betur til en svo, að auðhringurinn fékk til baka í lækkuðum sköttum til ríkissjóðs ekki lægri upphæð en hann greiddi í hækkuðu raforkuverði til Landsvirkjunar, þannig að hlutur íslands vænkaðist ekkert við þá endurskoðun. Brestimir í Framsóknar- flokknum opinbemðust síðan með afar skýmm hætti í tíð ríkis- stjórnar dr. Gunnars Thorodd- sen, enda var þá Steingrímur Hermannsson orðinn valdamest- ur í flokknum og tók við for- mennsku hans. Flestir lands- menn fylgdust með því í sjón- varpi, þegar Guðmundur G. Þór- arinsson, þá alþingismaður, sagði sig úr álviðræðunefnd í desember 1982, en þar áttu allir þingflokkar fulltrúa og aðgang að öllum upp- lýsingum um málið. Með þeim at- burði náði Alusuisse því marki, sem auðhringurinn hafði unnið að skipulega frá því að nefndin var skipuð, að sundra formlega þessum sameiginlega vettvangi stjórnar- og stjómarandstöðu. Syndakvittun Við stjómarskiptin síðustu stóð á auðhringnum 10 milljón dollara innheimtukrafa frá fjár- málaráðuneytinu vegna vantalins hagnaðar á ámnum 1976-1980, sem talinn var nema að lágmarki um 36 milljón bandaríkjadala eða um 1400 milljónum íslenskra króna að mati alþjóðlegra endur- skoðenda. Auðhringurinn átti engra kosta völ annarra en greiða kröfuna og viðurkenna þannig réttmæti hennar eða leita á náðir gerðadóms samkvæmt samning- um frá 1966. Alusuisse valdi síðari kostinn og þá auðvitað í þeirri von að geta samið sig frá dómi, eins og auðhringnum hefur nú tekist og fengið sérstaka synd- akvittun frá Sverri Hermannssyni og ríkisstjórninni í ábót. Það er á alira vitorði að Alusu- isse stóð á síðasta sumri frammi fyrir gertapaðri stöðu fyrir dóm- nefndinni í New York vegna „hækkunar í hafi“. Þá tefldi auðhringurinn fram svokölluðu sáttatilboði, gaf í skyn að Alusu- isse væri reiðubúið að leita heildarlausnar m.a. með eitthvað hærra raforkuverði en um hafði verið rætt fram að þeim tíma og breytingum á skattaákvæðum og skattkerfi gegn því að fyrirtækið yrði sýknað af öllum kröfum af hendi ríkisstjómar íslands vegna skattsvika og annarra atriða á liðnum árum. í síðasta lagi á þessari stundu átti ríkisstjórninni að vera það ljóst, að hún var hér með lykilinn að því að knýja fram viðunandi lyktir í endurskoðun álsamning- anna. Að deila Kaflar úr rœðu Hjörleifs á þingi i gœr og drottna Alusuisse hefur hins vegar náð fram markmiðum sínum gagnvart ríkisstjóminni með auðveldari hætti en nokkum gat órað fyrir. Alþingi stendur hér frammi fyrir bindandi samningi, sem það getur aðeins samþykkt eða synjað, og settar eru eins konar dagsektir á alþingismenn við meðferð málsins hér í þing- inu. Alusuisse hefur fengið sig hvítþvegið af öllum ávirðingum í samskiptum við íslendinga til þessa dags, án þess að heildstætt samkomulag liggi fyrir, m.a. er eftir að ganga frá stómm þætti eins og nýju skattakerfi og ósamið er um skilmála varðandi stækkun álversins í Straumsvík. Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að gera tilboð um stækkun bræðslunnar um helming og þannig veitt Alusuisse forgang að raforku frá Landsvirkjun, ef auðhringurinn telur sér henta. Sú staðreynd, að Alusuisse hefur með svo afgerandi hætti tekist að skipta upp samninga- málunum gagnvart ríkisstjórn- inni er alvarlegasta og augljós- asta brotalömin á samningsstöðu íslands. Þegar svo í ljós kemur innihald þess hluta pakkans, sem er afhjúpaður með þessu frum- varpi, blasir við árangur auðhringsins af viðleitni sinni til að deila og drottna í íslensku efnahags- og stjómmálalífi á und- anförnum árum. Aðvaranir Eysteins Jónssonar, Lúðvíks Jós- epssonar og annarra forystu- manna stjómarandstöðunnar þar að lútandi fyrir tveimur áratugum hafa því miður ekki reynst á- stæðulausar. Á sama tíma og Framsóknar- forystan beygir sig hér formlega fyrir Alusuisse og fylgir íhaldinu, eru aðrir sem rísa upp gegn þess- um afleita og niðurlægjndi samn- ingi. Samningum hefur áður ver- ið rift af Alþingi íslendinga, þeg- ar illa er til þeirra stofnað og nauðung fylgir samningsgerð- inni. Um það efni hefur þing- flokkur Alþýðubandalagsins nú gert sérstaka samþykkt. (Stytting, fyrirsögn og millifyrir- sagnir eru Þjóðviljans.) Föstudagur 30. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.