Þjóðviljinn - 30.11.1984, Síða 13

Þjóðviljinn - 30.11.1984, Síða 13
U-SÍÐAN Skonsurnar r i fyrsta sæti! skemmtiatriði. Vegleg peninga- verðlaun eru veitt fyrir þrjú bestu atriðin, sem eru valin af dóm- nefnd skipaðri eldri nemendum og nokkrum kennurum, alls 8-9 manns. Miðvikudaginn 21. nóv. sl. var svo haldin Valóvision 1984. Margir voru mættir á staðinn því þetta er einn af stærstu viðburð- um í félagslífi Valhýsinga. Að þessu sinni voru 8 atriði á dagskrá, sjö eftirhermur og eitt frumsamið. Fram komu Eiríkur Fjalar, Tveir negrastrákar, Ban- anatríóið, The Goodies, Skon- surnar, Dial Disco Band, Dolli og Doddi og Guðjón Guðjónsson og Co. Eftir að flutningi laganna var lokið dró dómnefndin sig í hlé. Mikil spenna ríkti í húsinu. En að lokum, úrslitin voru ráðin. Full- trúi dómnefndar tilkynnti að Skonsurnar (6 stelpur úr 8. bekk) hefðu hlotið 1. verðlaun, 1000 kr. í öðru sæti varð Bananatríóið með lagið „Vertu ekki að plata mig“ og í þriðja sæti urðu þrír félagar með hugljúfa spánska ballöðu, Benidorm. í lokin endurtóku Skonsurnar The Dial Disco Band (Bjössi, Rúnar og Leifur) urðu í þriðja sæti með spönsku ballöðuna Benidorm. Hér sjáum við þá Bjössa og Rúnartaka sóló af mikilli innlifun Mynd: Svala. í Valhúsaskóla á Seltjarnar- sem nemendur velja sér lag til að nesi er árlega haldin svokölluð herma eftir. Ef vel tekst til geta Valóvision, en það er keppni þar þetta orðið hin bestu „Kondu meeð, ég bið, kondu meeeð". Bananatríóið varð í 2. sæti með þetta vinsæla lag. F.v. Jón Oddur, Ragnheiður, Palli og Þóra. Mynd: Svala. The Goodies fluttu lagið Funky gibbons en komust ekki í fyrstu þrjú sætin. The Goodies skipuðu þeir Eddi, Krissi, Gaui og Pétur, en á myndinni sjáum við f.v. Edda, Pétur og Krissa. Mynd: Svala. svo atriði sitt við mikinn fögnuð Því miður eru engar myndir af viðstaddra. Síðan héldu allir út á Skonsunum en vonandi bæta hin- dansgólfið. ar það upp. - Aþ. „Ég vona að þú segir ekki nei við mig...“ Ragnheiður og Þóra. Mynd: Svala. Náum hrekkjusvíninu Keppni Ritgerðasamkeppni Keppnifyrírskólafólk um íslenskan iðnað og málefni honum tengd Fyrr á þessu ári efndi Landssamband iðnaðarmanna til ritgerðarsamkeppni skólafólks um íslenskan iðnað og málefni honum tengd. Skilafrestur var 1. desember, en nú hefur verið ákveðið vegna röskunar verk- fallanna á skólastarfið að lengja hann til 15. feb. 1985. Tilgangurinn með samkeppni þessari er að vekja ungt fólk, sem senn kemur út á vinnumarkaðinn og fyllir hóp neytenda, til umhugsunar um gildi íslensks iðnaðar og iðnþróunar fyrir ís- lenskt þjóðlíf. Þátttaka í keppn- inni er heimil öllum skólanem- um, jafnt nemendum í grunn- skólum sem framhaldsskólum. Við mat á gildi ritsmíðanna verð- ur að sjálfsögðu tekið tillit til aldurs og menntunarbrauta þátt- takenda, þannig að allir eiga jafna möguleika. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu ritsmíðarnar. 1. verðlaun kr. 25.000, önnur verðlaun kr. 15.000 og þriðju verðlaun kr. 10.000. Að auki verða veittar 10 viðurkenningar fyrir ritgerðir sem dómnefndin telur athygli verðar. Og sem fyrr segir þá verð- ur skilafrestur framlengdur til 15. febrúar 1985. Áþ. Sem dæmi um efni í ritgerð sem framkvæmdastjórnin nefnir af handahófi er „Nýiðnaður, orkumál og stóriðja". En á myndinni sjáum við hiðglæsilega álver „okkar" (slendinga. Föstudagur 30. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.