Þjóðviljinn - 30.11.1984, Blaðsíða 16
Aðalsíi’ni: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
uúðviuinn
Föstudagur 30. nóvember 1984 238. tölublað 49. árgangur
Raufarhöfn
Náðu í
bjórinn
aftur
Lögreglan á Raufarhöfn hafði í
nógu að snúast um síðustu helgi.
Skipverjar á loðnubát sem
þangað kom til löndunar höfðu
háreysti í frammi og er Iögreglan
kannaði málið kom í ljós að um
borð í skipinu sem var nýkomið
úr siglingu voru rúmlega 30 kass-
ar af bjór.
Lögreglan gerði bjórinn upp-
tækan og kom honum í geymslu á
lögreglustöðinni. Daginn eftir
þegar löggæslumenn mættu til
vinnu sinnar sáu þeir að búið var
að brjótast inn í stöðina og hluti
bjórkassanna horfinn og loðnu-
báturinn sigldur sinn sjó.
Beinist grunur manna nyrðra
að skipverjum en óhægt er um vik
að sanna þann grun.
-lg-
Flotinn
Stærri loðnukvóti?
r
Eg er ekki trúaður á að til enn
:
■frekari stækkunar komi í loðn-
ukvótanum, en það er þó ekki úti-
lokað. Við munum fara út í
leiðangur eftir áramótin og sjáum
hvað kemur útúr því, sagði
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur er Þjóðviljinn ræddi við
hann í gær.
Hjálmar sagði að oft hefði
kvótinn verið rýmkaður nokkuð
eftir hinn árlega rannsóknarleið-
angur eftir áramótin. Nú væru
minni líkur til að svo verði að
þessu sinni, vegna þess að eigin-
lega er búið að rýmka kvótann
það mikið í haust, sagði Hjálmar.
Hann sagði að það væri ekki úti-
lokað að þeim hefði yfirsést
eitthvað af loðnu í þeim leiðöng-
rum sem farnir hafa verið í haust.
Það væri þá á vestursvæðinu ef
svo væri.
Aðspurður um hvort það kæmi
ekki á óvart að þetta mikla loðnu-
magn nú væri loðna sem væri af-
Hjálmar Vilhjálmsson: Mögulegt, en fráleitt öruggt
vegn
rakstur einhvers minnsta hrygn-
ingarstofns loðnunnar sem vitað
væri um, 160 þús. lesta:
Nei, í sjálfu sér ekki, vegna
þess að klakið tókst með afbrigð-
um vel, vegna hagstæðra skilyrða
í hafinu. Eg hef að vísu sagt að
hrygningarstofninn mætti varla
vera minni en 400 þús. lestir, en
samt tel ég að 160 þúsund lestir
séu ekki fyrir neðan það mark
sem getur gefið góðan afrakstur,
ef skilyrði í hafinu eru góð, sagði
Hjálmar.
-S.dór
Súgandi
Allir nema einn sátu hjá
Menn vildu sýna hug sinn til hinna nýgerðu samninga og
stjórnarinnar segir formaður félagsins
r
A fundi verkalýðsfélagsins Súg-
n and
ida í Súgandafirði í fyrra-
kvöld greiddi aðeins einn fundar-
manna atkvæði með nýgerðum
kjarasamningum ASÍ og VSÍ, all-
ir aðrir fundarmenn sátu hjá.
„Það var mikill urgur í
mönnum vegna aðgerða
stjórnvalda og hvernig vegið hef-
ur verið að verkalýðshreyfing-
unni. Snemma á fundinum kom
fram tillaga um að menn sætu hjá
við atkvæðagreiðsluna og sýndu
þannig hug sinn til þessa samn-
ings og aðgerða ríkisstjórnarinn-
ar“, sagði Sveinbjörn Jónsson
formaður verkalýðsfélasins Súg-
anda í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Á fundinum var einnig sam-
þykkt einróma að segja upp
launaliðum sjómannasamninga.
-*g-
WKi
Branduglan er óðum að hressast og að verða til í flugið. Mynd-E.ÖI.
Grútarmengun
Uglan
frískast
Leitaði skjóls
á loðnuskipi
Það eru fleiri sjaldgæflr fuglar í
þvotti og hreinsun á Náttúru-
fræðistofnun en haförninn sem
kom þangað í fyrradag. Fyrr i
mánuðinum var komið þangað
með branduglu sem hafði leitað
ásjár hjá skipverjum á Eldborg-
inni er þeir voru á loðnuveiðum
norður í höfum. Uglan hafði lent í
grút og átti í erflðleikum með
flugið.
„Ég held hún sé nær alveg búin
að ná sér. Fiðrið var ansi illa farið
þegar við fengum hana en hún
hefur verið þvegin nokkrum sinn-
um og þetta hefur náðst ágætlega
úr henni“, sagði Ævar Petersen
er hann kynnti blaðamenn fyrir
uglunni. Hún hefur látið vel af
þeim sem hafa annast hana und-
anfarna daga og eins vandist hún
fljótt skipverjum á Eldborginni,
en er vör um sig þegar ókunnir
koma í heimsókn.
Branduglan fær að fara til sín
heim af hjúkrunardeild Náttúr-
ufræðistofnunar nú næstu daga,
þannig að ekki þýðir að senda
henni kveðju í óskalögum sjúkl-
inga héðan í frá! -Ig.
vaxtareikningur
VÖRNGEGN VEFÐBÓLGU
Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra
reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að
Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. / C
Betrí kjör bjóðast varia. #Samvinnubankím