Þjóðviljinn - 02.12.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Qupperneq 7
BOKMENNTIR lega og sálfræðilega. í fyrsta lagi veldur tregðan sem býr í allri hugsun og sköpun oft stirðnun: skáldið sem skrifaði niður múra sína hrekkur upp innan nýrra veggja og uppgötvar að það er farið að edurtaka sjálft sig. Nú er það svo að hverjum þykir sinn fugl fagur og hætt við að sumir húði hann gulli og leggist í fórnir. Ófáir höfundar hafa skrifað bók eftir bók sem í raun eru lítið ann- að en risavaxinn eftirmáli. Þeir hafa lokast inni í ákveðinni „boð- skiptahefð" og skrifa í sífellu upp sama textann. Ástæðan er oft fólgin í undanslætti: það er óþægilegt að lifa í sífelldu upp- gjöri og lítt lífvænlegt að skaða væntingar lesenda sinna. í öðru lagi má ekki gleyma því að ný- sköpun er líkust vin á eyðimörk svo tekin sé hæpin líking. Upp- skriftirnareruævinlega fyrirferð- armestar á bókamarkaði enda hafa þær greiðastan aðgang að út- gefendum, fjölmiðlum og lesend- um. Margir freistast til að afla sér brautargengis með því að þókn- ast þessum öflum. Það er skiljan- legt því sá höfundur teflir kjörum sínum og áliti í tvísýnu sem velur öngvegi. Haldi hann fast við sköpunarfrelsi sitt og andstöðu er honum jafnvel gert illmögulegt að koma verkum sínum á fram- færi. Margir hafa skákað í þesu skjólinu á liðnum árum - og höfðu til þess fullan rétt enda hæfileikar sumra ekki til annars skornir. Hins vegar voru flest verk þeirra lítið annað en sníkju gróður á fjöldahreyfingum eða bókmenntastofnunum og eiga fátt skylt við listsköpun. Af- leiðinginsú að um tíma virtist pól- itísk tillitssemi ráða bókmennta- mati, listgildi og stflmetnaði að mestu varpað fyrir róða, rætt um bækur sem innlegg í baráttu en ekki bókmenntir og þar fram eftir götum. Stundum er því haldið fram að nýraunsæismenn 8unda áratugar- ins hafi rofið einangrun skáld- skaparins - en leiddi „frelsun“ þeirra ekki til ánauðar? í það minnsta hefðu þeir mátt minnast þess að gildra er refi gestahús. Vafalaust álitu þeir það kost að vera „andlit í hópnum“ en gleymdu því þá að einsemdin er dýrasta eign listamannsins sem og annarra manna, að sérhverj- um er lífsnauðsyn á að varðveita sitt upprunalega andlit. Á dögunum heyrði ég ágætt ljóðskáld tekið á beinið fyrir að yrkja um flugnasveim í miðju verkfalli og því bent á að iðja eitthvað þarfara. Það átti ekki orð en hélt á braut dapurt í bragði og kvað óh-ljóð við raust. Hangir nú ljóðlaust á verkfallsvakt yfir sjálfu sér. Undarleg þessi flugna- andúð. Brandes gamli virðist ganga ljósum logum enn þann dag í dag og menn eiga sér þann draum æðstan að moka flórinn úr mannfélagsfjósinu, sem er „góðra gjalda vert“ líti þeir svo á að fjósamennska sé bókmenntir. Þetta nytjasjónarmið lýsir að mínu mati öryggisleysi ef ekki sjálfsfyrirlitningu hjá viðkom- andi listamönnum. Þeim skýst að listin réttlætist af sjálfri sér líkt og lífið sjálft, að hún er ómaksins virði. Tanndráttur Ástráðs Að listin sé ómaksins virði. Þessi staðhæfing sker ekki á tengsl bókmennta og veruleika eins og einhverjum kynni að detta í hug. Hún vekur hins vegar athygli á að listksöpun er annað en handverk, félagsráðgjöf eða annars flokks sagnfræði. í grein sinni „Baráttan um raunsæið“ í síðasta hefti Tímaritsins bendir Ástráður Eysteinsson á að margir háskólakennarar hafa dregið víg- tennurnar úr módernismanum með því að álykta að hann „eigi alls enga skírskotun til ytri veru- leika“ í stað þess að taka sér fyrir hendur „hið ögrandi verkefni að ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 kanna röskuð tengsl verks og ver- aldar“ (TMM 4/1984, s. 435). Ástráður virðist telja að greinar sem ég hef skrifað í Storð séu dæmi um slíkan tanndrátt. Vitnar hann í því sambandi til klausu þar sem ég staðhæfi að gott skáldverk sé sjálfstæður málheimur og gildi þess háð því að hve miklu leyti það er sjálfu sér samkvæmt og heilt. Að sjálfsögðu merkir þessi málsgrein ekki að skáldverkið hafi alls enga skírskotun til ytri veruleika. Hún bendir hins vegar á að tungumálið er ekki aðeins tæki skáldskapar heldur skáld- skapurinn sjálfur. Skapandi skáld textar ekki veruleikann heldur skrifar það texta sem býr yfir eigin lífi og lýtur sérstökum listrænum lögum. Takist því upp öðlast textinn gildi sjálfs sín vegna en ekki einhvers annars, hann verður að listaverki en ekki athugasemd við ytri atburði. Svo er annað mál að allur skáld- skapur rís úr og vísar til reynslu- heims utan bókmenntanna, reynsluheims sem við höfum flokkað niður og skipulagt í gegn- um tungumálið. Skáldverk er hvorki eftirlíking né einangruð og hlutlaus skrift heldur túlkun eða myndhverfing lífsreynslu. Það verður til við ákveðnar sögu- legar aðstæður og hlýtur að tengj- ast þeim að einhverju leyti. Þetta viðhorf gegnsýrir greinarnar í Storð þótt Ástráður hefi ekki tekið eftir því. Þar er bent á díal- ektískt samspil skáldskapar og samfélags, texta og textahefðar. I þeim efnum er ekkert einhlítt. Asnastrik og nýraunsœi Skapandi rithöfundar hafa ávallt skrifað gegn storknun orðs og mannlífs. Sigfús Daðason sagði eitt sinn að vantraust á formi, vantraust á máli, vantraust á orðum væri vinnuaðferð nú- tímaskálda. Hann átti við ljóðlist en ég held að ummæli hans lagi sig ekki síður að prósaskáldskap. Við flokkum niður og skiljum veruleikann í gegnum tungumál sem er langt í frá gegnsætt eða hlutlaust. Það er hlaðið gildum og viðhorfum sem ekki eru okk- ar. í tungumálinu taka þau á sig mynd sjálfsagðra forma og breiða með því móti yfir hlutdrægni sína. Flestum okkar sést yfir að venjuleg málnotkun er ekki að- eins miðlun heldur og túlkun. Tengsl okkar við tungumálið eru að jafnaði sjálfvirk og gagnrýnis- laus. Það hefur okkur á valdi sínu. í framsæknum skáldskap er hins vegar reynt að snúa þesu við og ná valdi á tungumálinu, kollvarpa forræði þess yfir hugs- un okkar og tjáningu. Viðleitnin er pólitísk því sé viðtekinni boð- skiptahefð raskað er veruleika- túlkun hennar um leið dregin í efa. Uppgjörið við tungumálið tekur ekki síst til bók- menntaarfsins. Honum hefur stundum verið líkt við musteri þar sem höfundi er boðið að ganga á stall, taka vígslu og verða hluti af „stofnun“. Sérhver nú- tímarithöfundur hlýtur að stað- næmastáðuren inn er gengið og draga helgisiðina í efa. Að sjálf- sögðu getur hann aldrei leyst sig undan hefðinni til fulls, arfinum, því „algert frelsi" þýddi ekkert annað en þögn, sjálfsmorð. Hið ferska upphaf tungumálsins er löngu týnt og allur skáldskapur að meira eða minna leyti túlkun á eldri skáldskap. En nýsköpun er þó möguleg því sjálf glíman við hefðina felur í sér uppgjör eða val. Hún er leið skálds til sjálfs sín og persónulegrar tjáningar. Oll nýsköpun í bókmenntum hefur orðið og verður til í slíkri and- stöðu við forræði textahefða og samfélags. Andstaða er lífsskil- yrði hennar. Ég hef áður tekið Gerplu sem dæmi um andstöðuverk af þessu tagi. í því glímir Halldór Laxness við arf sem honum og flestum ts- lendingum var í blóð borinn. Hann afhjúpar viðtekin gildi og helgisagnir með því að snúa forn- um stfl gegn sjálfum sér. Ögrun verksins býr í stflnum sem er boð- skapur þess. Halldór hræðist ekki að trufla lesendur með sérstæðri málnotkun því hann veit að tungu málið er undirstaða heims- myndar þeirra og sjálfsmyndar. Gerpla er raunsæisverk en um leið sýnir hún glöggt þá viðleitni sem býr í módernískum skáld- skap. Höfundar á borð við Thor Vilhjálmsson og Steinar Sigur- jónsson hafa líkt og Halldór gefið okkur innsýn í heim sem við ann- ars teljum sjálfgefinn, gert líkt og hann uppreisn gegn boðskipta- hefðum sem fjötrað hafa sjálfs- skilning okkar og vihorf - með því ekki síst að raska hefbundnu bókmenntamáli. Þessir þrír höf- undar hafa alla tíð varðveitt and- stöðu sína - sjálfa sig - og á þann hátt auðgað menninguna. Nýraunsæishöfundar hafa ver- ið gagnrýndir fyrir að raska hvorki venjubundnum tengslum okkar við veruleikann né tungu málið. Þessi gagnrýni hefur ekki beinst gegn raunsæi út af fyrir sig heldur klysjuðum textum sem hafst hafa við í skjóli þess, textum sem einkennast af stfllegri afsið- un: miðlunin sjálf skiptir þá engu máli en boðskapurinn öllu. Um tíma var þessum textum haldið á lofti sem fyrirmynd í bók- menntaumræðunni. Sú tíð virðist nú liðin og þeir hinir sömu og hömpuðu þeim mest kveina í dag sáran yfir því að aðrir heimti nýja stefnu. Þeir hafa að því leyti rétt fyrir sér að aðrir vilja skáldskap. Þeim hugnast ekki að krotað sé með einu asnastriki yfir allt það markverðasta sem gerst hefur í bókmenntum á þessari öld. Þeir vilja að höfundar nýti það besta úr bókmenntaarfinum án þess að láta hann skrifa fyrir sig, sömu- leiðis að ímyndunaraflið, sem er undirstaða allrar sköpunar, fái að njóta sín: að þúsundogeitt blóm blómstri. Nú á tímum þurfum við - máske fremur en nokkurn tíma fyrr- skáldskap sem þorir að vera til. Matthías Viðar Sæmundsson / BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegur 103 106 Reyklavfk Slmi 26055 8 8 O 1 E E 8 Umsóknir um íbúöakaup Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir um- sóknum um 63 nýjar íbúðir í Ártúnsholti. íbúðir þessar eru tveggja til fjögurra herbergja og verða væntanlega afhentar síðla árs 1985 og fyrri hluta árs 1986. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um eldri íbúðir, sem koma til endursölu síðari hluta árs 1985 og fyrri hluta árs 1986. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 9 -12 og 13 - 16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 4. janúar 1985. Vakin er athygli á að eldri umsóknir eru fallnar úr gildi. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.