Þjóðviljinn - 02.12.1984, Síða 8

Þjóðviljinn - 02.12.1984, Síða 8
SUNNUDAGSPISTILL „Frjálst“ félagshyggjuútvarp Hvaö er nú það? Við höfum áhuga. Hvað með ykkur? Hafið samband. Árni 3 34 58 Atli 68 68 78 Jón 68 76 98 Iðntæknistofnun I ■ íslands auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar. Framkvæmdastjóra (verkefnisstjóra). Leitað er að manni með fjölbreytta reynslu og há- skólapróf í verkfræði, raunvísindum eða viðskipta- fræði. Starfiðerveitt tilfjögurra ára, samkvæmt lögum um Iðntæknistofnun íslands. Verkefnisstjóra fyrlr framleiðniátak. Leitað er að manni með alhliða reynslu, sem er tilbú- inn til að takast á við fjölbreytt verkefni. Starfið er veitt í eitt ár með hugsanlegri framlengingu um eitt ár. Nánari uppiýsingar veita Ingjaldur Hannibalsson og Sigurður Guðmundsson í síma 687000. Hiutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita einstökum greinum hans og iðnfyrirtækjum sér- hæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórnunarmála, og stuðia að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til iðn- aðar. Laus staða Staða sérfræðings í jarðfræði eða landafræði við jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans er laus til umsóknar. Ráðið verð- ur í stöðuna til 1 -3 ára. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsóknastarfa en kennsla hans við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs verkfræði- og raunvísindadeildar og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu6,101 Reykjavík, fyrirl.janúarn.k.. Skulu umsækjendurgeta þess í umsókn hvenær þeir muni geta hafið störf. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið 26. nóvember 1984 Lóðaúthlutun Tvær einbýlishúsalóðir nr. 37 og 37a við Kársnes- braut í Kópavogi eru lausar til úthlutunar. Umsóknar- eyðublöð ásamt skilmálum fást á skrifstofu Bæjar- verkfræðings Fannborg 2, virka daga milli kl. 9.30 og 15. Umsóknarfrestur er til 17. des. n.k. Bæjarverkfræðingur. í>að hefur verið uppi haft nokkuð svartagallsraus á opin- berum vettvangi að undanfömu út af bókaútgáfu. Það hefur verið viðurkennt að bóksala hefur dregist saman, einkum á undan- fömum tveim ámm eða svo. Og það em margar ástæður til færð- ar: aðrir hlutir em fyrirferðar- miklir orðnir á gjafamarkaðin- um, myndbandabylgjan hefur steypst yfir okkur með allmiklu offorsi og þar fram eftir götum. En þegar jól nálgast fer landið að rísa aftur. í samtölum við Þjóðviljann á dögunum var kom- ið furðu mikið bjartsýnishljóð í fólk sem með einum eða öðrum hætti kemur við sögu bókaút- gáfu. Bókin heldur velli þrátt fyrir allt, sagði forstjóri bóka- verslunar. Nú em menn farnir að tala saman í alvöru, sagði for- maður rithöfunda. Vonandi er þetta tímabundið ástand, sagði ágætt ljóðskáld. Og þar fram eftir götum. Og sá sem gengur fram hjá bókabúð, hann sér þessa bjartsýni spýtast út úr prent- smiðjunum og á búðarborðin. Afþreyingin Sumt af þessari bjartsýni er reyndar furðulegt. Þegar við hér á Þjóðviljanum vomm að leita álits aðstandenda bóka á dögunum virtist þeim koma saman um það að líklega væri samdráttur í sölu einna mestur á svonefndu afþreyingar- sviði. Að harðsoðnar hasarbækur og léttbleikar ástarsögur væm á mestu undanhaldi. Og þurfti eng- inn reyndar að furða sig á því sem hefur í huga, hvers eðlis sú sam- keppni einkum er sem myndbönd veita bókum. En samt, en samt er bætt við miklu magni af þessum bókum, eins þótt svo gæti sýnst sem landið og bókasöfn þess, heima og opinber, væru sneisa- full af þeim hundruðum þýddra afþreyingarbóka sem hafa streymt á markað á undanförnum árum og manni sýnist að breytist ekki ýkja mikið. Nema hvað í þeirri hugljúfri ástarsögu, sem fyrir fimmtán-tuttugu árum bannaði allan dónaskap fyrir gift- ingu, hefur nú um skeið verið leyft að skötuhjú séu nokkuð fjölþreifin hvort við annað áður en lýkur. Geri ÞAÐ sem sagt. En þá með þeim formála, að þar með sé öllu útstáelsi lokið og það sem elskendurnir hafa áður upplifað sé aðeins hjóm hjá þeim stór- merkjum sem ástin nú veldur. Hasarsögurnar virðast einatt enn ónæmari fyrir breytingum. Nema ef vera kynni að höfundar þurfi smám saman að grípa til æ hrikalegri og lygilegri ráða til að halda athyglinni. skáldsögum, sem standa nálægt afþreyingarbókinni þýddu. Sú bjartsýni hefur furðu lengi verið við lýði. Hún kemur meðal ann- ars fram í því, að það er á íslandi sem talið er óhætt að búa til skemmtisögu þar sem sáralítið gerist. Þar sem vanrækt er að flétta saman þann ramma sögu- þráð, sem leggur á sig óvæntar lykkjur og hefur einatt verið ta- linn mikil lífsnauðsyn slíkum bókum. Stundum er maður sem fyrir einhverskonar tilviljunar sakir lendir í að lesa þetta hreint undrandi: til hvers er fólk að þessu? Og engu líkara en að sú gamla góða formúla: „yrki ég mér til hugarhægðar, en hvorki mér til lofs né frægðar“, eigi ein- na best við um það tiltölulega saklausa fólk sem fæst við að búa til íslenskrar skemmtisögur. Hver maður sín bók Ein er sú bjartsýni íslensk sem hvergi lætur bilbug á sér finna í bókagerð, en hún byggist á þeirri forsendu að hver maður, að minnsta kosti hver íslendingur, sé efni I bók. Og eins og allir kannast við, hafa menn mikið og lengi dæst yfir æfiminningafarg- aninu, endurminningasvelgnum og þar fram eftir götum. Ég hefi fyrir mína parta tilhneigingu til að andmæla slíkum kvörtunum. Mér finnst það þvert á móti góð og þjóðleg sérviska að trúa því að hver maður sé efni í að minnsta kosti eina bók. Hver maður er eiginlega sjaldgæft eintak bókar, bundinn í skinn. Hitt er svo ann- að mál, að ævisögur og endur- minningar eru samheiti sem segja svo sem ósköp lítið. Við eigum íslendingar allmargar bækur af þessum flokki sem eru meðal þess besta sem út kemur - og það er einmitt eitt einkenni íslenskrar bókmenningar, að allmargir eru þeir rithöfunar sem einmitt vinna sína sigra á þessu sviði. Svo vita það iíka allir sem nenna,að í þess- um sama flokki er til kynstur af bókum sem mjög er kastað hönd- um til, fljótaskriftarbækur sem sólunda kannski góðu söguefni fyrir lítið. Skáldskapur Aftur á móti sýnist manni af bókalistum að nokkur bölsýni ríki í útgáfunni að því er varðar íslensk skáldverk sem eiga sér nokkurn metnað. Svo er að sjá sem þau séu sýnu færri en verið hefur. Þetta getur nú verið tilvilj- un - kannski eru óvenju margir höfundar nú um stundir liggjandi undir sköpunarfeldi og rísa svo upp undan honum rammefldir innan tíðar. En á hinn bóginn fer ekki hjá því, að menn taki eftir því, að þeir þýðingarsjóðir, sem komið hefur verið á fót að undan- fömu, hafa mjög eflt útgáfu á minnisverðum fagurbók- menntum erlendum, bæði nýjum og sígildum. Cervantes og Dosto- éfskí, Tunström og Heinesen, Singer og Umberto Eco eru með- al þeirra höfunda sem setja svip á þetta útgáfuár og er það vel. Það er ekki langt síðan bækur af þess- um gæðaflokki voru ótrúlega fáar í stórri prentsúpu. Segi menn svo, að opinberir styrkir til bókaút- gáfu séu til skaða og leiðinda. Frá Vísindasjóði Umsóknarfrestur um styrki ársins 1985 rennur út 1. febrúar 1985. Athugið breytingu á umsóknarfresti frá því sem verið hefur undanfarin ár. Upplýsingar um styrkina veita Þorleifur Jónsson bókavörður á Lands- bókasafni fyrir Hugvísindadeild og Sveinn Ingvarsson konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir Raun- vísindadeild. Vísindasjóður. Sóknarfélagar - Vilborgarsjóður Tíðindaleysið Það er lfka uppi allmikil bjartsýni í útgáfu á íslenskum 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þeir Sóknarfélagar sem eiga rétt á styrk úr Vilborgar- sjóði eru beðnir um að hafa samband við skrifstofuna fyrir 12. desember n.k. Starfsmannafélagið Sókn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.