Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skamrntur af G-blettinum Bókmenntir Kyneðli og kynmök „Um G-blettinn og aðrar nýjar uppgötvanir varðandi mann- legt kyneðli.“ Höf: Aliec Kahne, Beverly Wipple og John Delbert Ferry. Þýð: Gissur Ó. Erlingsson. Loksins er komin jólabók á markaöinn, sem gæti ef til vill varpað Ijósi á hina síauknu óhamingju kvenna í samfélaginu, bók sem gefur skýringu á hinu fjölmarga í fari nútímakonunnar, sem hingaötil hefur þótt ill- eða óskýranlegt. Bók sem gefurtil kynna, aö konur í hópum séu annað hvort búnar aö týna, eöa hafi aldrei fundið, þaö sem er líklega lykillinn að lífshamingjunni; sjálfan G-blettinn. Hér er mikil vá fyrir dyrum. Líkt og frumstæöar þjóðir glötuðu sjálfstæði sínu, heill og hamingju, þeg- ar tunga og menning þeirra týndist, þá virðist nútíma- konan nú á góðum vegi að týna á sér G-blettinum í eitt skipti fyrir öll og ekki ráð nema í tíma sé tekið. Þess vegna er þessi bók sannkölluð jólaperla í bókaflóðinu, bók sem getur fært þúsundum lífsham- ingju, gæfu og gengi. Bókin sem segir um það, hvernig eigi að finna G-blettinn á nútímakonunni. Bókin sem getur orðið til þess að týndur fjársjóður finnist aftur, eðalsteinn sem grafinn hefur verið í iðrum jarðar líti dagsins Ijós og veiti með Ijóma sín- um, þeim sem hann handfjatla, ómældan unað, því Ijóst er að þegar G-bletturinn hefur einu sinni fund- ist, þá blasir við heill og hamingja, gæfa og gengi, bú og barnalán, farsæld í sambúð bæði til munns og handa, borðs og ekki síst til sængur. Það besta við þessa bók er ef til vill það, að hún er ótvíræð hvatning til allra, bæði karla og kvenna að hefja þegar skipulega leit að G-blettinum og gætu menn og konur haft hina helgu bók að leiðarljósi þegar leitað er, því hvað segir ekki Matteus 7.7: „Leitð og þér munuð finna; knýið á og fyrir yður mun upplokið verða; því sérhver öðlast er biður og sá finnur er leitar og fyrir þeim mun upplokið er á knýr.“ Ungum var oss kennt að aflvaki mannlegrar hugs- unar væri hin óaflátanlega leit mannsins „die ewige Suche" og vissulega hefur reynslan sýnt að oft hefur það boðað óhamingju, hörmungar, dauða og tortím- ingu, þegar menn hafa fundið það, sem þeir leituðu hvað ákafast. En það er trúa mín, studd af innihaldi þessarar bókar, að slík verði ekki raunin þegar eigin- menn, sambýlismenn, ástvinir, unnustar, friðlar og fljótamenn fara nú, eftir lestur þessarar bókar, í hrönnum, að finna G-blettina á eiginkonum sínum, ráðskonum, einkariturum, fjarskyldum frænkum og skyndikonum. Það er ef til vill best við þessa bók, að til hægðar- auka fyrir leitarmenn er leitarsvæðið kortlagt og því hægt að leita skipulega að G-blettinum. Þetta er bæði hagnýtt og skemmtilegt. Satt að segja man ég ekki að hafa séð svona greinargóð kort af leitar- svæði síðan ég sem barn eða unglingur las Námur Salómons konungs og Gulleyjuna, en í báðum þess- um bókum var afar greinargóð lýsing á því hvar fjársjóðinn væri að finna ásamt korti og afstöðu- myndum. En hér er þó komið að því eina, sem ef til vill mætti segja þessari annars frábæru og heillandi bók til hnjóðs. Ég hef grun um að leiðarlýsingin í sjálfri bókinni sé ekki nægilegafullnægjandi. í bókinni kemurfram að það er oft mjög erfitt fyrir konuna sjálfa að finna G-blettinn (sem ætti þó að vera tiltölulega auðvelt þar sem hann, skv. bókinni, liggur innanvert á fremri vegg skeiðarinnar). Með aðstoð kortsins á maki hinsvegar auðvelt með að finna blettinn. Það er Ijóst að með aðstoð kortsins getur konan farið villur vegar í leit að blettinum og lent jafnvel í ógöngum. Athuga verður að ef horft er á leitarsvæðið í spegli, verður líka að horfa á kortið í spegli. Ákjósanlegra hefði tvímælalaust verið, að rétt leið að G-blettinum hefði verið betur vörðuð í skrifuðum texta bókarinnar, því allir vita að í sjálfsleit er betra að styðjast við ritað mál en myndir. En ef einhver efast um ágæti bókarinnar um leitina að G-blettinum þá má benda á þessa vísu, sem Jón Pétursson kvað, morguninn eftir að hann hafði sannprófað gildi leiðbeininganna: Öðru vísi mér áður brá allt er gott að sinni. Búinn að finna blettinn á bústýrunni minni. Þoldi jafnvel Jónas... Jónas Bjarnason hjá Rannsóknarstofnun Fiskiðn- aðarins er umdeildur maður þó sjálfur hafi hann aldrei ef- ast um eigið ágæti. Það gust- ar á stundum af honum og einsog gerist um litríka karakt- éra þá tekur hann stundum á sig stóra sjóa. Þetta kom glöggt fram í augýsingu sem birtist í síðustu viku í vikuritinu Fiskifréttir. Þar auglýsir Hall- dór Halldórsson útvegsfræð- ingur eftir vinnu með svofelld- um orðum: „Undirritaður, sem hefur víðtæka menntun og reynslu á sviði sjávarútvegs heima og erlendis, bæði til sjós og lands, óskareftirstarfi. Bestu meðmæli sem ég hef er að ég hef haldið það út í tvö ár að vera aðstoðarmaður Jónasar Bjarnasonar við handbók fiskvinnslunnar." Umbúðirnar brunnu! Eins og áður hefur verið sagt frá hafði frystihús Jökuls á Raufarhöfn, sem kviknaði í á dögunum verið SH frystihús til margra ára en hafði nýverið breytt tit og er nú SÍS frysti- hús. Fifystihúsið sat uppi með mikinn umbúðalager merktan SH, en þurfti nú að skipta yfir i SlS-umbúðir. Hins vegar vildi svo til, að hinn dýri SH um- búðalager var geymdur á loft- inu beint fyrir ofan herbergið þar sem eldurinn kom upp á dögunum og brann allur um- búðalagerinn. Fyrirtækið fær væntanlegar fullar trygginga- bætur fyrir lagerinn og getur nú keypt nýjar umbúðir af SÍSI! ■ Kvótakerfið í ASÍ Þegar fjölgað var í miðstjórn ASI á dögunum var kvótakerfi stjórnmálaflokkanna eigi að síður viðhaldið. Sjálfstæðis- flokkurinn lenti þá í nokkrum vanda, því hann átti erfitt með að finna konu í sætið. Upphaf- lega var rætt um Ingibjörgu Guðmunsdóttur, úr VR, en á því var sá hængur að fyrir í miðstjórninni voru tveirfulltrú- ar úr VR, þeir Björn Þórhalls- son varaforseti og Ásmundur Stefánsson forseti sam- bandsins. Að lokum var brugðið á það fangaráð, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði leitað með Ijósi loganda að heppilegum kvenmanni, að fá til framans Guðrúnu Thorar- ensen, af Suðurlandi. Guðrúnu hvaða? spurðu þingfulltrúar undrandi. Það var að vonum því téð Guðrún var ekki einu sinni kosin af sínu félagi til að vera fulltrúi á þinginu... ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. desember 1984 Handapat stjórnarinnar Þegar Steingrímur Her- mannsson mætti á ríkisstjórn- arfund sl. þriðjudag með reifaða hönd eftir vélsagaró- happið, var þessi vísa ort: Fallvölt stjórn á fundi sat, friðsælt var þar inni og helmingi minna handapat heldur en nokkru sinni. ■ Þorsteins- vandamálið í Sjálfstæðisflokknum eru nú þrír formenn, sagði mið- stjórnarmaður í flokknum á dögunum. Geir Hallgrímsson er formaður ráðherra, Ólafur G. Einarsson formaður þing- flokksins og svo er Þorsteinn Pálsson formaður þeirra sem kaupa happdrættismiða flokksinsl! ■ Orkustofnun og stjórnar- formaðurinn Margt er enn á Huldu Sverris- dóttur kringum niðurskurðinn hjá Orkustofnun sem kynntur var með pompi og pragt á dögunum. Ekkert hefur ennþá frést um hvað á að skera niður og hverja á að reka. Margir halda fram að könnun Hag- vangs hafi verið með þeim hætti að niðurstöðutölurnar um fækkunhafi verið pantað- ar fyrirfram og hafi hallærið á stofnuninni því hafist á borði iðnaðarráðherra. Aðrir benda á að dragi Orkustofnun sam- an seglin hljóti einkafyrirtæki verkfræðinga að maka krók- inn í staðinn. Feimnisleg við- brögð forráðamanna Orku- stofnunar stafi ekki síst af því að nokkrir þeirra séu á kafi í einkabransanum og vonist eftir betri tíð með blóm í eigin haga. Stjórnarformaðurinn Jónas Elíasson prófessor á þannig 1/5 íverkfræðistofunni Vatnaskilum, sem sérhæfir sig í rannsóknum í straum- og vatnafræði, og fjölskyldufyrir- tæki Jónasar, Straumur hf„ á annan fimmtung í Vatna- skilum. Á blaðamannafundi um Orkustofnunarniðurskurð sagðist Jónas Elíasson „eftir atvikum ánægður" með til- lögur Hagvangs. ■ Sérkennileg blanda? Á sextugsafmæli Rauða krossins á dögunum var efnt til samsætis í gömu Rúg- brauðsgerðinni í Reykjavík, þarsem fjöldi fyrirmanna þjóð- félagsins samfagnaði. Við þetta tækifæri var sýnd kvik- mynd af myndbandi um hörm- ungarnar í Afríku, hungur og örbirgð. Á eftir var skálað í kampavíni og etið konfekt. Ekki er vitað hvort íslensku fyrirmönnunum varö bumbult af þessari sérkennilegu blöndu velferðar og skelfing- ar. Þegar þessu samsæti lauk fóru fyrirmenn Rauða kross- ins eftir að hafa séð kvik- myndina um hungursneyðina á Hótel Sögu þarsem snædd- ar voru dýrindis steikur. Ekki hefur heldur heyrst af líðan þeirra þar... ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.