Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA Island oa bomban Upplýsingar William Arkins um aö bandaríska herstjórnin hafi ákveöiö að senda hingað til lands 48 kjarnorkusprengjur ef til ófriðar drægi hefur að vonum vakið mikinn úlfaþyt og breytt öllum viðhorfum í herstöðva- umræðunni. Séu upplýsingar Arkins réttar hljóta íslensk stjórnvöld að endurskoða samskipti sín við Bandaríkin og taka frumkvæðið í stefnu- mótun í íslenskum öryggismálum. Séu upplýsingarnar réttar erum við nefnilega komin í sigtið sem mikilvægt skotmark fyrir kjarnorkueldflaug- ar Sovétmanna ef til kjarnorkustríðs dregur. LEIÐARI 48 kjarnorkusprengiur Fréttimar um leynilega áætlun Bandaríkja- stjórnar um að flytja til íslands 48 kjarnorku- sprengjur ef til ófriðar kemur vöktu yfirleitt mik- inn óhug meðal manna. Frá því eru þó til undantekningar svosem fram kemur hjá afa okkar íslendinga í málefnum öryggis og varna, Magnúsi Bjarnfreðssyni gullpennasíðdegisblaðanna. Hann spyr: „Trúir því virkilega einhver í alvöru að ef til kjarn- orkustyrjaldar kemur, þá verði einhver ís- lensk ríkisstjórn spurð að því hvaða vopn megi vera hérlendis? Trúir því virkilega ein- hver að hún verði spurð að því hvort hér megi vera her?“ Og Magnús bætir hneykslað- ur við: „Mikil lifandi skelfingar börn mega menn vera ef þeir trúa því“. Sem betur fer á vonleysi og sinnuleysi af þessum toga ekki mikinn hljómgrunn á Vestur- löndum. Þvert á móti hafa einstaklingar og samtök tekið höndum saman um upplýsinga- miðlun og aðhald við stjórnvöld í vígbúnaðarm- álum. Smáþjóðirnar reyna eða ættu að reyna svo fremi að þau telji sig ekki annexíu stórveld- isins, að taka sem flestar ákvarðanir er varða varnarmál þeirra í eigin hendur. Þannig vilja ríkin geta sagt til um það sjálf hvenær ófriður telst skollinn á og hvenær eru friðartímar. Á íslandi er þetta snúnara í sögulegu samhengi, þarsem þeir stjórnmálaflokkar sem vilja her og styðja Nató-aðild hafa lýst þeirri skoðun sinni að hér skyldi aldrei vera her á friðartímum. Og framkomin þingsályktunartillaga frá full- trúum allra flokka á alþingi um að hér skuli aldrei vera geymd kjarnorkuvopn og að kanna beri aðild Islands að kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum er til vitnis um að hægt sé að ná víðtækri þjóðarsátt um ákveðin grundvallarat- riði í varnar- og öryggismálum jDjóðarinnar. í nágrannalöndum okkar er mjög algengt að virkir friðarsinnar séu hlynntir Nató-aðild þjóð- arsinna um leið og þeir eru afar gagnrýnir gagnvart stefnu Nató í einstökum málum. A íslandi hefur hins vegar brugðið svo við fram á okkar tíma að t.d. talsmenn Framsóknar- flokksins, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins hafa hrokkið í kút þegar efasemdir um ein- hver stefnumál Nató og Bandaríkjastjórnar koma fram. Morgunblaðið á stóran þátt í því að pína málin uppí annaðhvort eða, svart og hvítt. Máske hafa herstöðvaandstæðingar átt sinn þátt í þessari einföldu niðurhólfun líka. Ýmislegt bendir til þess að þetta sé að breytast. Nató-sinnar á íslandi eru farnir að krefjast upplýsinga og móta afstöðu sína til ein- stakra mála í Ijósi þeirra. Þeir eru ekkert endi- lega hlynntir vígúnaðarstefnu hemaðarbanda- lagsins. Og einsog skoðanakannanir gefa ræki- lega til kynna lætur almenningur sér fátt finnast um ofstæki Morgunblaðsins í málefnum hersins og Nató - og lætur í Ijósi mjög gagnrýna afstöðu til hernaðaruppbyggingarinnar hér á landi og annars staðar. Hins vegar er nú Ijóst, að það þarf að verða stefnubreyting, bæði í upplýsingamiðlun og um- ræðu. Nýjustu upplýsingar benda til þess að eðli herbúnaðar Bandaríkjamanna hafi verið að breytast á síðustu misserum. Haraldur Ólafs- son þingmaður Framsóknarflokksins spyr í við- tali við Þjóðviljann um helgina: „Hvaða þýðingu hafa 11 eldsneytisgeymar í Helguvík? Hvers vegna þarf að byggja nýja niðurgrafna stjórn- stöð fyrir herinn í Keflavík? Hvers vegna er nauðsyn að byggja hér fleiri ratsjárstöðvar?" Við þessu verðum við íslendingar að fá ítarleg svör. Og Þjóðviljinn tekur undir með Haraldi: „Meginatriðið er að brýn nauðsyn er nú á því að endurskoða hlutverk herstöðvarinnar í Keflavík og þarmeð öryggismál íslands í heild sinni“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.