Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 20
Eysteinn í baráttu og starfí. Ævisaga Eysteins Jónssonar fyrrum ráðherra og formanns Framsóknar- fíokksins II hluti. Vilhjálmur Hjálmarsson skráði, Vaka 1984 „Margir af okkar kjósendum tortryggja okkur vegna hægri til- hneiginga", segir Hermann Jón- asson á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins í septembermán- uði 1942. Eysteinn Jónsson leggur aðrar áherslur og helsta nýlunda sögunnar er e.t.v. sú, að Hermann hafi haft sérstöðu í mörg ár sem „vinstri" Framsókn- armaður í forystu flokksins, til vinstri við Eystein. Það er heldur ekki annað að skilja heldur en stöðugt ósamkomulag hafi verið á milli leiðtoganna beggja Eysteins og Hermanns um vel- flest stórmál sem upp komu í ís- lenskum stjórnmálum og þar með í Framsóknarflokknum á 4. áratugnum. Hins vegar er sú át- akasaga vansögð og ósögð í þess- ari bók sem vekur fleiri spurning- ar um stjórnmálamanninn Eystein heidur en svör. Hitt fer ekki á milli mála að hinn el- skulegi bókarhöfundur er ekkert nema tryggðin og aðdáunin á Eysteini, þar er hvergi efast og sjaldnast spurt. Afstaða Eysteins í fortíðinni er varin af kappi og skörungurinn sjálfur leiddur til vitnis annað hvort með ræðum Hermann Jónasson. Synti oft á móti straumnum. Eysteinn Jónsson. Alltaf með meirihlutanum, um eru knappar og fábreyttar. Og hin ósagða saga og brota- gjarnar lýsingar af málafylgju og persónuleikum manna á borð við Hermann Jónasson vekur með lesendum forvitni. Mér fannst Hermann vaxa við þennan lestur, þrátt fyrir að maður fengi á til- finninguna sömuleiðis að höf- undum bókarinnar væri ekkert alltof hlýtt til hans. Er ekki kom- inn tími til að skrifa sögu Her- manns, sem var í forsæti mestu félagshyggjustjórnar á íslandi (Framsóknar og Alþýðuflokks 1934-37)? Athyglisvert er að lesa um hug- myndir Hermanns um að fá „stofnaðan nýjan jafnaðar- mannaflokk sem aðhyllist m.a. úrrœði samvinnuskipulagsins“ (1948) sem síðar hefur oft komið uppá í ýmsum myndum. Minnt er á óformlegar viðræður Her- manns við þá Hannibal og Finn- boga Rút Valdimarsson um þetta efni. Finnbogi Rútur kom oft síð- ar við sögu flokksstofnana og ríkisstjórnarmyndana og nafn hans er sveipað dul og spennu óskráðrar sögu. Vilhjálmur Þór kemur lítilega við Eysteinssögu Vilhjálms Hjálmarssoanr; m.a. getið um hugmyndir um utanþingsstjórn undir hans forsæti 1949 að beiðni Sveins Björnssonar reglubróður hans í Frímúrarareglunni. Allar Framsóknar í basli menn frá fornri tíð ellegar þá með við- tali á þessu ári um að hann hafi nú alveg haft rétt fyrir sér í gamla daga. A hinn bóginn fá menn sem hann var á öndverðum meiði við, eins og t.d. Hermann Jónasson heldur snautlega afgreiðslu. Þannig finnst mér eins og bóka- rhöfundur sjálfur hafi haft helsti lítið fyrir því að skýra afstöðu Hermanns til ýmissa mála. En einhver annar mun væntanlega skrifa ævisögu Hermanns ef að líkum lætur í þeirri tíð stjórnmálamannasagna sem við nú lifum. Svo virðist sem Hermann hafi þrátt fyrir formennsku sína í flokknum frá 1944 látið í minni pokann fyrir Eysteini sem átt hafi meira saman við Sjálfstæðismenn og ævintýramenn eins og Vil- hjálm Þór að sælda heldur en við krata og aðra „vinstri" menn. Að þessu leytinu til kemur annað bindi sögunnar enn frekar á óvart en hið fyrra. ,y\ð hafa her frá öðru ríki í landinu er böl. Og því mun mað- ur neita meðan maður ekki veit með vissu að ekki sé nema um tvennt að velja, að annað hvort setjist hér upp austur- eða vestur- veldin", segir Hermann Jónasson 1946 á miðstjórnarfundi. En við sama tækifæri segir Eysteinn „að ekki myndi verða hjá komist að taka upp viðrœður við Banda- ríkjamenn". Og það var gerður Keflavíkursamningur við Banda- ríkin. Eysteinn með, Hermann á móti. Um næstu ríkisstjórn, ríkis- stjórn Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar er mikill ágreiningur innan Framsóknarflokksins. „Her- mann Jónasson var í raun andvíg- ur þátttöku Framsóknarflokksins ístjórnarmyndun að þessu sinni“. Og haft er eftir Hermanni að í þingflokki Framsóknar hafi „ekki verið mikið hlustað á rökgegn því (aðfara íríkisstjórn) íseinni tíð“. I Stefáníu er Eysteinn innan stjórnar, Hermann utan. 1948 kemst Marshall-aðstoðin á dagskrá og var andstaða gegn henni af hálfu Sósíalistaflokksins - og innan Framsóknarflokksins. Hermann Jónasson skrifar for- sætisráðherra bréf þar sem hann segir að ekki hafi náðst saman lögmætur miðstjórnarfundur í Framsóknarflokknum um þetta mál. Daginn eftir er samningur um Marshall-aðstoð undirritað- ur, að sjálfsögðu án þess að utan- ríkismálanefnd alþingis hafi verið kölluð saman. Ráðherrar Fram- sóknarflokksins stóðu að samn- ingum þrátt fyrir andstöðu for- manns flokksins. Enn var Ey- steinn með, Hermann á móti. Þegar Natóaðild bar á góma 1949 voru miðstjórnarmenn Framsóknar sammála um þetta allir sem einn: „Á íslandi skyldi aldrei vera her á friðartímum. ís- lendingar einir hlytu að meta það hvenœr væru friðartímar. íslend- ingaryrðu áfram vopnlausþjóð“. Aðalfundur miðstjórnar ályktar „íslendinga af augljósum ástœð- um eigi geta bundist íslík samtök, nema tryggt sé að þeir þurfi ekki að hafa hér her né leyfa neins kon- ar hernaðarlegar bækistöðvar er- lendra þjóða í landi sínu né land- helgi nema ráðist hafa verið á landið“. Síðan fer Eysteinn með Bjarna Benediktssyni og Emil Jónssyni (ranglega er Stefán Jó- hann nefndur förunautur) vestur um haf. Eysteinn segir þá þre- menninga hafa fengið viðurkenn- ingu á því viðhorfi að Natóaðild hefði ekki í för með sér að „er- lendur her eða herseta yrði á ís- landi á friðartímum". í með- förum þingflokksins þrátt fyrir áðurnefnda miðstjómarsam- þykkt varð meirihluti fyrir Nató- aðild. Eysteinn með, Hermann á móti. Við atkvæðagreiðslu á al- þingi skýrði Hermann hjásetu sína þannig að með henni „get ég neitað og neita að taka ábyrgð á samningi þessum eins og frá hon- um verður gengið". Hann vísaði og til meðferðar málsins, eins og venjulega þegar mikilsverð mál voru í meðförum ríkisstjórnar var enginn fundur haldinn (í heilt ár) í utanríkisnefnd þingsins. Og Natóaðildin hafði einungis verið til opinberrar umfjöllunar í örfá- ar vikur. Þegar kom til skjala samstarfs- stjórna Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks frá 1950-55 fer minna fyrir deilum innan flokks- forystunnar en engu að síður neita Hermann Jónasson að taka þátt í ríkisstjórn Ólafs Thors 1953 þegar Eysteinn tekur þar sæti. Hvers vegna? Það er skrítið að lesa gagnrýnislausa frásögn af samkomulagi helmingaskipta- stjórnarinnar t.d. um stofnun fs- lenskra Aðalverktaka 1955. Það er hins vegar holl lesning að lesa þingsályktunatillögu alþingis frá 28. mars 1956 um brottför hersins og uppsögn „varnarsamningsins“ enda hafði Framsókn þá fengið viðbótarsamkeppni frá Þjóð- varnarflokknum. Eins og í fyrsta bindi þessa verks, þá gefur Eysteinn ekki mikið af sjálfum sér í þessari sögu og lýsingar af samferðarmönnun- eru frásagnirnar af Vilhjálmi Þór í véfréttarstíl þeim hinum knappa sem þeir flokksbræður hans hafa tileinkað sér um manninn. Vilhjálmur Hjálmarsson leitar alloft eftir viðhorfum Eysteins í dag til umdeildra mála og er þar allt á sömu bók. Halda mætti að Eysteinn hafi aldrei skipt um skoðun á nokkru máli. Nokkuð sem sumir myndu kalla staðfestu en aðrir eintrjáningshátt. Af þessari sögu mætti ætla að Eysteinn hafi alltaf fylgt meiri- hlutanum innan Framsóknar á umræddu tímabili, - nema meirihlutinn hafi fylgt honum? Allmikið er um endurtekning- ar í sögunni og alltof mikið lesmál í sjálfsagða hluti; réttlætingar á afstöðu flokksins í formi gamalla ræðubúta af þinginu og þess hátt- ar. Sumt nálgast banalitet eins og þegar Framsóknarmenn ákveða að leggja í kosningar (1953): „Höfuðmarkmið þeirra var að efla Fratnsóknarflokkinn og ná þannig sterkari stöðu á Alþingi". Það er ljóst þegar þessi Fram- sóknarsaga lengist, þá falla fleiri blettir á flokkinn, hann er ekki sá glæsti flokkur á fimmta áratugn- um sem hann var á þeim hinum fjórða. Ætli þeim hefði ekki vegnað betur, hefði þeim auðnast að hlíta ráðum Hermanns um nýjan jafnaðarmannaflokk? -óg VERÐTRYGGÐUR fatíl raxi tareikn # mgur VÖRNGEGNVERÐBÓLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. Betrí kjörbjóðast varla. v\/ . • IKVII

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.