Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 18
islenska járnblendifélagið hf.
óskar að ráða
RAFEINDAVIRKJA
til viðgerða og viðhalds á ýmsum rafeindabúnaði í
verksmiðju félagsins á Grundartanga, svo sem PLC-
kerfum, rafeindavogum, tölvum ofl.
Nánari upplýsingar gefur Adolf Ásgrímsson tækni-
fræðingur í síma 93-3944.
og
BIFVÉLAVIRKJA
til starfa á fartækjaverkstæði við viðhald og viðgerðir á
ýmsum vinnuvélum.
Nánari upplýsingar gefur Adolf T ómasson tæknif ræð-
ingur í síma 93-3944.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k.
Umsóknareyðublöð fást í Bókaverslun Andrésar Ní-
elssonar h/f, Akranesi og skrifstofum félagsins í
Reykjavík og á Grundartanga.
Notum ljós
í auknum mæli
— í ryki, regni,þoku
og sól.
UMFERÐAR
RÁÐ
SpanSeb
festíngar
Fyrir smábáta eða mótorhjól og
____________| | vélsleða
Hver festing fyrir
500 kg.-20 tonn.
Enga spotta -
Heldur handhægar
og öruggar festingar
Ósal Reykjavík
BYKO Kópavogi & Hafnarfirði
Axel Sveinbjörnss. hf. Akranesi
K.B. byggingavörur, Borgarnesi
Matthías Bragason, Ólafsvík
Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði
Þórshamar hf., Akureyri
Shell-stöðin, Neskaupstað
K.A.S.K. Hornafirði
Reykjavíkurnnótið
Björn og Guð-
mundur sigruðu
Björn Eysteinsson og Guð-
mundur Sv. Hermannsson urðu
Reykjavíkurmeistarar í tvímenn-
ingskeppni 1984. Þeir sigruðu í
keppni 40 para, sem spiluð var
um síðustu helgi. Röð efstu para
varð þessi:
stig:
1. Björn Eysteinsson -
Guðm. Sv. Hermannss. 288
2. Jón Hjaltason -
Hörður Arnþórsson 263
3. Guðmundur Páll Arnarson -
Þórarinn Sigþórsson 257
4. Guðmundur Pétursson -
Hörður Blöndal 240
4. Jón Asbjörnsson -
Símon Símonarson 233
6. Asmundur Pálsson -
Karl Sigurhjartarson 219
7. Jakob R. Möller -
Haukur Ingason 177
8. Jón Páll Sigurjónsson -
Sigfús O. Arnason 155
9. Jón Þorvarðarson -
Þórir Sigursteinsson 130
10. Hjalti Elíasson -
Orn Arnþórsson 117
11. Hermann Lárusson -
Hrólfur Hjaltason 116
12. Hallgrímur Hallgrímsson -
Sigmundur Stefánsson 110
Fleiri pör voru ekki yfir 100
stiga markinu.
Peir Björn og Guðmundur
náðu aðeins einu sinni forystu í
þessu móti og það skeði í síðustu
umferð. Mest- allt mótið leiddu
þeir Jón Hjaltason og Hörður
Arnþórsson, sem spilað höfðu
mjög vel. Fyrir síðustu umferð
höfðu þeir Jón og Hörður um 20
stiga forskot á þá Björn og Guð-
mund, en gengið er fallvalt og
barometerinn ber nafn sitt með
rentu. Björn og Guðmundur
fengu sinn stærsta plús í síðustu
umferð á meðan Hörður og Jón
töpuðu sinni setu.
Öll sterkustu pör landsins tóku
þátt í þessu móti. Mikil vandræði
steðjuðu að þessu móti frá upp-
hafi, vegna áhugaleysis spilara.
Er ljóst að miklar breytingar
verða gerðar á fyrirkomulagi
Reykjavíkurmóts í tvímenning
næsta ár. Það rýrir þó ekki góðan
sigur þeirra Björns og Guðmund-
ar, og góða frammistöðu annarra
para. Þátturinn óskar Birni og
Guðmundi innilega til hamingju
með góðan sigur.
Keppnisstjóri og útreiknings-
meistari var Agnar Jörgensson og
honum til aðstoðar var Halla
Bergþórsdóttir. Þeirra starf í
þessu móti verður seint fullþakk-
að. Fullvíst má telja, að með
þessu móti hafi stórir barometrar
(40 pör eða stærri) gengið sér til
húðar. Skortur á fólki sem er fært
um að taka að sér útreikning í
móti sem þessu gerir það að verk-
um, að mótshaldarar (venjulega
bridgesambandstjórn og Reykja-
víkurdeildin) hugsa sig tvisvar
um áður en lagt er út í verkefni
sem þetta. Röfli einsog heyrst
hefur eftir (og fyrir) mótið, að
rangt hafi verið staðið að þessu
móti (fjölgun keppenda og fækk-
un samtölu spila) er vísað til föð-
urhúsanna. í fyrra var til að
mynda haldið úrtökumót fyrir
Reykjavíkurmótið í tvímenning,
þarsem 27 pör öðluðust þátttöku-
rétt í úrslitum. Aðeins 39 pör
mættu í þá úrtökukeppni, þannig
að heildarfjöldi para varð 40 á
síðasta ári. Þetta er sami fjöldi
para og nú í ár, nema nú spiluðu
ÖLL pörin í úrslitum. Það telur
þátturinn vera framför. Reykja-
víkurmót er og mun verða mót
fjöldans frekar en einhver útvöld
keppni fárra úrvalsspilara, sem
„nenna“ ekki að vera að gutla í
þessu með óæðri spámönnum.
Þetta er hættulegt hugarfar, jafnt
fyrir úrvalsspilarana sem mót-
shaldara og leiðir ekki til neins
nema stöðnunar. Og þeir sem
vilja, vita að stöðnun er íslensku
bridgelífi erfiðasti andstæðingur,
ásamt þeirri einangrun sem við
búum við í landfræðilegu tilliti.
Næsta skrefið í Reykjavíkur-
mótum framtíðarinnar verður
endurskoðun á þróun (ferli)
keppna í þessu móti og hvernig
best er að bregðast við því áhuga-
leysi sem virðist ríkja á þessu
móti. Er helst áð grípa niður í
tímasetningu mótsins, en þetta
mót hefur ávallt verið spilað í
desember. Kannski lausnin liggi
þar. Nánar síðar.
íslandsmótið í
einmenningskeppni
Eftirtaldir einstaklingar munu
spila í A-riðli (16 efstu) í 3. um-
ferð íslandsmótsins í ein-
menningskeppni, sem lýkur á
mánudaginn kemur:
stig
Hannes R. Jónsson 237
Eggert Benónýsson 222
Júlíana Iscbarn 221
Sverrir Kristinsson 206
Bernharður Guðmundsson 205
Erla Ellertsdóttir 205
Gunnar Þorkelsson 205
Stefán Guðjohnscn 204
Arnar Ingólfsson 196
Sveinn Jónsson 196
Ólafur Lárusson 195
Sigrún Pétursdóttir 190
Kristján Jónsson 190
Óli Valdimarsson 188
Valdimar Elíasson 188
Þorsteinn Kristjánsson 184
Til vara: Magnús Sigurjónsson
184 stig.
Athygli er vakin á því að spilað
verður í eins mörgum riðlum og
spilarar mæta í. Þó með því for-
orði að þeir sem mætt hafa áður
ganga fyrir um þátttökurétt. Spil-
að er í 16 manna riðlum, 2 spil '
milli para.
Spilað er í Domus Medica á
mánudag og hefst spilamennska
kl. 19.30. Spilað er án endur-
gjaldsfyrirþátttakendur. Keppn-
isstjóri er Agnar Jörgensson.
Fró Bridgesambandi
Reykjavíkur
Reykjavíkurmótið í sveita-
keppni, undanrásir, hefst þriðju-
daginn 8. janúar í Domus Me-
dica. Þeir sem hafa áhuga á að
vera með í þessu móti, sem jafn-
framt er undankeppni fyrir ís-
landsmótið í sveitakeppni 1985,
eru vinsamlegast beðnir um að
láta skrá sveitir sínar til Ólafs
Lárussonar hjá Bridgesambandi
fslands (s: 18350) fyrir 1. janúar
n.k.
Áætlaðir spiladagár í sveita-
keppninni (undankeppni) eru: 8.
janúar, 16. janúar, 19. janúar,
23. janúar, 26. janúar og 27. jan-
úar.
Spilaðir verða 3x10 spila leika,
allir v/ alla í undanrásum og 6
efstu sveitirnar munu síðan kom-
ast í úrslit og spila þar allir v/alla.
32 spila leik um Reykjavíkur-
hornið.
Stefnt er að þátttöku yfir 20
sveita og er skorað á spilara í
Reykjavík að fjölmenna í þetta
mót og gera veg þess sem mestan.
Einsog sést af upptalningu spila-
daga í undanrásum, verður lítið
um helgarspilamennsku, en það
hefur aðallega staðið í spilurum
hér á höfuðborgarsvæðinu fram
að þessu. Einnig er rétt að vekja
athygli á því að þetta mót er einn-
ig undankeppni fyrir íslandsmót-
ið í sveitakeppni 1985. Keppnis-
stjóri verður að venju Agnar
Jörgensson.
Keppnisgjaldi verður haldið í
lágmarki pr. sveit. Spilað verður
um silfurstig.
Frd Briedgefélagi
Reykjavíkur
Eftir 11 umferðir í aðalsveitak-
eppni félagsins, er staða efstu
sveita þessi:
stig
1 .Sv. Úrvals 239
2 .Sv. Þórarins Sigþórssonar 228
3. Sv. Jóns Baldurssonar 203
4. Sv. Júlíusar Snorrasonar 197
5. Sv. Sturlu Geirssonar 180
6. Sv. Ólafs Lárussonar 168
7. Sv. Stefáns Pálssonar 167
8. Sv. Sigurðar B. Þorsteinss. 163
Næstu 3 umferðir verða spilað-
ar næsta miðvikudag og mætast
þá m.a. sveitir Úrvals-Júlíusar,
Þórarins-Jóns Hj., Sturlu-Þórar-
ins og Úrvals-Ólafs.
Aðalsveitakeppninni lýkur svo
miðvikudaginn 9. janúar. Tvo
þar næstu miðvikudaga á eftir
(16. jan. og 23. jan.) mun félagið
lána til Reykjavíkursambands-
ins, í undanrásir fyrir Reykjavík-
urmótið.
Fró Bridgesambandi
íslands
Eftirtaldar bækur' fást hjá
Bridgesambandi íslands þessa
dagana:
Bridge the Modern game
Reese/Bird kr. 500
Hringsvíningar/Hrærings-
þvinganir, G.Herm. kr. 400
The Complete Book of
Patience, Morehead kr. 100
Improve your bidding skill
Kantar kr. 250
Play Bridge
with Reese Reese kr. 150
Bridge play for beginners
Sheinwould kr. 150
Spilaðu bridge við mig
Reese, (S.Guðjohnsen) kr. 350
Winners and losers
at bridge, Goldman kr. 200
The Bridge players
Alphabetical handbook
Reese/Dormer kr.400
Bridge Course Complete
Mollo kr. 400
Bridge Conventions Horton kr. 200
Öryggisspilamennska
í bridge, Reese/Trezel
(E.Guðmundsson) kr. 100
First book in bridge
Sheinwould kr. 200
Winning Declarer play
D.Hayden-Truscott kr. 200
Reese on play Reese kr. 300
Bridge is my game Goren kr. 300
Point count bidding Goren kr. 250
Master play Reese kr. 180
Precision club We kr. 100
Introduction to bridge Gore kr. 100
Lög um keppnisbridge
þýð. Jakob R. Möller kr. 100
Kennslubók í keppnisbridge
þýð. Kristj. Jónasson kr. 150
Auk þessara titla, er á leiðinni
frá USÁ glæný sending af nýjum
bókum, sem vonandi nást fyrir
jólin. Skrifstofa Bridgesambands
íslands er að Laugavegi 28,
3.hæð. Síminn er þar 91-18350
(Ólafur).
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. desember 1984