Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 17
LEÐARAOPNA
Pétur Sigurgeirsson biskup
Aldrei kjarnorkuvopn á íslandi
Notum frelsið til þjónustu í kœrleika
„Sá grundvöllur sem afstaða
kirkjunnar til vígbúnaðarmála
byggir á er Jesús Kristur.
Kristur var maður friðarins og
barátta hans var háð á vegum
kaerleikans. Sá hugsunarhátt-
ur er grundvöllur alls friðar",
sagði PéturSigurgeirsson
biskup, þegar Þjóðviljinn innti
hann eftir afstöðu kirkjunnar
til kjarnorkuvopna á Islandi.
„Mér datt í hug ritningargrein
úr Galata-bréfinu í þessu sam-
bandi: „Þér voruð brœður kallað-
ir til frelsis. Notið ekki aðeins
frelsið tilfærisfyrir holdið, heldur
þjónið hver öðrum í kœrleika“.
Menn eiga ekki aö nota frelsið í
þágu eigingirninnar heldur til
þjónustu í kærleika, sem er und-
anfari alls friðar.
Ég byggi öll mín viðhorf til
átaka, stórra sem smárra á þess-
um forsendum. Þar hefur kirkjan
sitt hlutverk á grundvelli friðar-
boðskapar Krists.
Kjarnorkuvopn hafa algjöra
sérstöðu hvað ógn og skelfingu
varðar. Kirkjan hefur beint
kröftum sínum að því að firra
heiminn þessu böli. Mér hefur
alltaf fundist ísland hafa sérstöðu
sem friðarboði í heiminum. Við
eigum elsta lýðræðisþing
heimsins sem gerði upp um
ágreining með friðsamlegum
hætti. Kristnitakan var þannig
ákveðin og við háðum baráttu
okkar fyrir frelsi á grundvelli rétt-
arfars og án vopna. Við tókum
upp vináttusamband við herra-
þjóðina, Dani, sem er til fyrir-
myndar og við náðum rétti okkar
í landhelgismálinu með friðsam-
legum hætti.
Það er því mín skoðun að slík
ógnarvopn eins og kjarnorku-
vopnin eru, geti aldrei og megi
aldrei vera á okkar landi, enda
liggja upplýsingar fyrir um að
verði slík vopn notuð sé saga
þessarar heimskringlu þar með
öll.
Það er fyrir mér ekkert vafa-
mál að við eigum að skipa okkur í
flokk með þeim ríkjum, sem ráða
málum sínum með lýðræðis-
legum hætti, en jafnframt vil ég
benda á þá stóru hættu í lýð-
ræðinu sem ég vitnaði til í upp-
hafi: notum ekki frelsið fyrir
eigingirnina heldur til að þjóna í
kærleika. Það breytir því hins
vegar ekki að mesta ófriðarhætt-
an er með þeim þjóðum þar sem
alræði ríkir, og þar sem frelsi
mannsins til að tjá skoðanir sínar
er ekki virt.“
ólg.
Guðrún Agnarsdóttir þing-
maður Kvennalista sagðist
eindregið þeirrarskoðunarað
það væri Alþingis fremur en
utanríkisráðherra að marka
stefnu íslands í afvopnunar-
málum. Okkar skoðun er sú
að ísland eigi að vera kjarn-
orkuvopnalaust svæði á láði
og legi jafnt á friðar- sem ó-
friðartímum. Jafnframttelég
eðlilegt að ísland sé hluti af
kjarnorkuvopnalausu svæði
Norðurlandanna, slíktyrði að
Guðrún Agnarsdóttir
Alþingi móti stefnuna
Ríkisstjórnin hefur ekki borið stefnu sína
í öryggis- og varnarmálum undir Alþingi
minnsta kosti táknræn viljayf-
irlýsing.
Hafa íslendingar mótaða
stefnu í afvopnunar- og öryggism-
álum?
Ja, það má segja að ríkisstjórn-
in hafi ákveðna stefnu, en Al-
þingi hefur ekki mótað stefnu í
þessum málum með svipuðum
hætti og gerst hefur á flestum
þjóðþingum nágrannaríkja okk-
ar á undanförnum árum, en ást-
andið í heiminum hefur gefið
ærið tilefni til þess. Við gerðum
tilraun til þessa hér á þinginu í
fyrra, en hún tókst ekki.
Eru þœr framkvæmdir sem nú
eru á döfinni í herstöðinni í Kefla-
vík a samræmi við islenska örygg-
ismálastefnu?
Þessar framkvæmdir hafa ekki
verið til umfjöllunar á Alþingi,
þær eru hluti af stefnu ríkisstjórn-
arinnar reikna ég með.
Telur þú að herstöðin í Kefla-
vík hafi breytt um eðli á síðari
árum?
Þetta er spurning sem við hljót-
um að spyrja og leita svara við.
Við Kvennalistakonur erum á
móti allri aukningu framkvæmda
og hernaðarumsvifa af hálfu
Bandaríkjamanna hér á landi.
Þar má meðal annars telja olíu-
birgðastöðina í Helguvík og rat-
sjárstöðvarnar sem nú eru á dag-
skrá.
Það skyldi enginn trúa því að
þessar framkvæmdir séu til þess
gerðar að þjóna íslenskum sam-
göngum. Ráðamenn hafa hingað
til haldið því fram að herstöðin
skuli til varnar, en æ fleiri líkur
benda nú til þess að hernaðarlegt
mikilvægi hennar sé ekki síður til
varnar.
ólg.
Ellert B. Schram
Stefna okkar er stefna NATO
Fréttin um kjarnorkusprengjurnar 48 gefur okkur
tilefni til að taka sjólfstceða afstöðu
Ég hef skrifað upp á tillögu
þess efnis að Alþingi árétti þá
stefnu sína að hér skuli ekki
geymd kjarnorkuvopn. Ég
held að um það ríki ekki á-
greiningur á meðal íslenskra
stjórnmálamanna eða þjóðar-
innar, sagði Ellert B. Schram,
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins við spurningu Þjóðviljans.
Hafa íslendingar fastmótaða
stefnu í afvopnunar- og öryggis-
málum?
Já, það er hafið yfir allan vafa,
- stefnan er fólgin í samstarfinu
innan NATO, ég fylgi þeirri
stefnu.
Hefur hlutverk herstöðvarinn-
ar í Keflavík ekki breyst á síðari
árum?
Ég hugsa að herstöðin hafi haft
það hlutverk að vera til eftirlits
og varna. Það átti sér viss
breyting stað þegar sjóherinn tók
við stöðinni og það gefur auga
leið að gera hefur þurft breyting-
ar til þess að aðlaga herstöðina að
nútíma tæknibreytingum.
Nú er því haldið fram að olíu-
birgðastöðin i Helguvík eigi að
þjóna bandarískum flugvéla-
móðurskipum í Norðurhöfum og
langfleygum bandarískum
sprengivélum sem bera langdræg
kjarnorkuflugskeyti sem eru œtl-
uð Sovétríkjunum. Erþetta ísam-
rœmi við upphaflegan tilgang her-
stöðvarinnar?
Þarna gefur þú þér ákveðnar
forsendur í spurningunni sem ég
tek ekki afstöðu til. En vilji ís-
lendingar á annað borð verjast
með því að taka þátt í varnarsam-
starfi hinna lýðfrjálsu þjóða, þá
þarf að haga vörnunum í sam-
ræmi við það.
Hvað um nauðsyn niðurgraf-
innar stjórnstöðvar á vellinum
sem geti staðist gjöreyðingarstríð
og eiturefnahernað. Er hún
nauðsynleg fyrir varnir íslands?
Ég hef ekki séð að þessar fram-
kvæmdir séu til þess að breyta því
hlutverki herstöðvarinnar sem ég
nefndi og viðurkenni ekki að þær
séu í öðrum tilgangi gerðar.
Hvað með upplýsingarnar um
kjarnorkusprengjurnar 48?
Það verður að fá upplýst hvaða
fótur er fyrir upplýsingum Ark-
ins. Reynist þær réttar er það al-
varlegt brot, sem gefur okkur til-
efni til að árétta fyrri stefnu og
taka sjálfstæða afstöðu í þessum
málum. Það er þess vegna sem ég
skrifaði upp á tillöguna um ítrek-
un á afstöðu Alþingis. ólg.
Haraldur Ólafsson
ísland er stefnulaust í öryggismálum
Endurskoða þarf hlutverk herstöðvarinnar
Ég er því tvímælalaust
hlynntur að hér verði sett lög
um bann við staðsetningu
kjarnorkuvopna. Það er í
rauninni það samaog Danir
hafa verið að velta fyrir sér.
Síðan þurfum við að kanna
möguleikann á því að Norður-
löndin verði kjarnorkuvopna-
laust svæði, en til þess þarf
sérstaka milliríkjasamninga,
sagði HaraldurOlafsson
þingmaður Framsóknar-
flokksins.
Telur þú að ísland hafi
fastmótaða stefnu í afvopnunar-
og öryggismálum?
Nei, það skortir mikið á að hér
sé mótuð stefna í þessum efnum.
Við höfum verið margátta, en
augljóst er að við þurfum að ná
víðtækri samstöðu þjóðarinnar í
þessum efnum. Það hefur einnig
veikt stöðu okkar útávið að
flokkar hafa reynt að gera þetta
að innanríkismálum og marka sér
sérstöðu á þeim vettvangi.
Eru þœr framkvæmdir sem nú
eru í gangi eða bígerð í herstöð-
inni ekki dœmi um ákveðna
stefnu íslendinga í þessum efn-
um?
Nei, þvert á móti, þær marka
einmitt stefnuleysið. Það liggur
ekki ljóst fyrir hvað þær þýða
fyrir öryggi landsins. Hvaða þýð-
ingu hafa 11 nýir eldsneytis-
geymar í Helguvík?, hvers vegna
þarf að byggja nýja niðurgrafna
stjórnstöð fyrir herinn í Kefla-
vflc?, hvers vegna er svo mikil
nauðsyn á því að byggja hér fleiri
ratsjárstöðvar? Við þessum
spurningum liggja ekki óyggjandi
svör. Höfum við í rauninni reynt
að átta okkur á því hvort hlutverk
herstöðvarinnar í Keflavík sé að
breytast?
Telur þú að svo sé?
Já, mér finnst að viss breyting
hafi átt sér stað með þessum
miklu framkvæmdum sem nú er
stefnt að. Og við skulum gera
okkur grein fynr því að það er
mikill munur á eftirlitsstöð ann-
ars vegar og stjórnstöð og bakvígi
fyrir kjarnorkuhernað hins veg-
ar. Meginatriðið er að brýn nauð-
syn er nú á því að endurskoða
hlutverk herstöðvarinnar í Kefla-
vík og þar með öryggismál ís-
lands í heild sinni. ólg.
Sunnudagur 16. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 17