Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 6
Fyrir réttum tuttugu árum var ungur maður á leið í flugvél frá Austur- Þýskalandi til íslands. Þeg- arflugvélin varyfir Vestmannaeyjum leit mað- urinn út um gluggann, sá Heimaey og hugsaði með sjálf um sér: - Þetta er ekki stór staður, hvernig á tón- listarmaður að geta þrifist þarna? Það gerði hann samt á sjötta ár. Þetta var verðandi organisti Landa- kirkju, Martin Hunger, sem nú heitir Marteinn Friðriks- son og er dómorganisti í Reykjavík. „Ég kom hingað árið 1964, í desember, frá námsborg minni Leipzig, þá nýútskrifaður organ- isti. Ástæðan fyrir komu minni voru gömul tengsl Páls ísólfs- sonar við skólann minn. Kennari Páls, Grisch, starfaði við skólann og hafði verið í heimsókn hjá Páli og var þá spurður hvort hann gæti ekki útvegað organista, það van- taði einn slíkan til Vestmanna- eyja. Það varð úr að ég færi, ég var ráðinn til tveggja ára í fyrstu. Þetta var spennandi fyrir ungan mann, en þegar ég sá Heimaey út um gluggann á flugvélinni brá mér. Hvernig gat tónlistarmaður þrifist á svona litlum stað? Ótti minn reyndist ástæðulaus, Vestmannaeyingar reyndust mér vel. Ég var hjá þeim í hálft sjötta ár, lék á orgelið í kirkjunni, stjórnaði Samkór Vestmannaeyja og kenndi við tónlistarskólann. “ Af kirkjufólki kominn - Hvað réð því að þú komst til íslands? „Ég veit það ekki. Ævintýra- löngun kannski. Það gæti verið eitthvað af ævintýrablóði í ætt- inni, langafi minn var td. trúboði á Grænlandi í 17 ár.“ - Ertu af kirkjufólki kominn? „Já, afi minn var prestur í Þýskalandi, svona gamall og ynd- islegur sveitaprestur. Faðir minn var ekki prestur en hann og móð- ir mín voru kirkjurækið fólk.“ - Er tónlist í ættinni? „Nei, ég hlaut þetta ekki í arf eins og Bach sem var kominn af organistum langt aftur í ættir. Móðir mín söng að vísu í kirkju- kór, en það sem réð mestu um að ég fór í tónlistarnám var að það var ýtt mikið undir það á þessum árum og mjög algengt að börn væru látin læra tónlist. Organist- ar náðu sér gjarnan í aukastörf við einkakennslu og ég var send- ur til organista að læra á píanó. Aðalkennari minn og fyrirmynd var organisti við dómkirkjuna í fæðingarbæ mínum, Meissen. Mér fannst þetta starf vera skemmtilegt svo ég hélt áfram í nárninu." - Uppeldisár þín eru stríðið og eftirstríðsárin, voru þau ekki erf- ið? „Stríðsárin fóru alveg framhjá mér, ég var svo lítill, en auðvitað var mér sagt mikið frá þeim eftirá. Meissen slapp óskemmd en hún er rétt hjá Dresden sem sprengd var í rústir. Á eftirstríðs- árunum var næg atvinna en matur af skornum skammti og margar fjölskyldur í sárum. Eg missti föður minn í stríðinu en það stóð svipað á í flestum fjölskyldum. Ég slapp við að upplifa sorgina, hún var falin fyrir okkur börnun- um. Eins var matarskorturinn ekki látinn bitna á börnunum, þeir fullorðnu neituðu sér frekar um mat. Annars á ég erfitt með að gera mér grein fyrir því hvort við liðum mikinn skort, ég hef engan samanburð við það hvern- ig ástandið var annars staðar á þessum tíma.“ - Þú kemur úr trúuðum for- eldrahúsum og elst upp í ríki sem kennir sig við sósíalisma. Lentuð þið ekki í neinum árekstrum við yfirvöld? Trúin og ríkisvaldið „Jú, það kom fyrir. Það má margt gott segja um Austur- Þýskaland. Þar er gott skólakerfi og tryggingakerfi og næg atvinna. Allt er þetta til fyrirmyndar. En öðruhvoru braust út hjá yfirvöld- um hræðsla við kirkjuna og það bitnaði ma. á skólagöngu minni. Það stóð ekki til að börn kirkju- fólks kæmust áfram í skólakerf- inu og ég átti ekki að fá að ganga í menntaskóla. Svo þegar ég var kominn á háskólaaldur var búið að setja á kvóta eftir stéttum. Það þýddi td. ekki fyrir mig að sækja um í háskóla nema ég hefði fyrst gerst verkamaður. Aðrar reglur giltu hins vegar um tónlistarhá- skóla, þar var það undirbúning- urinn sem farið var eftir við inn- töku. Ár mín í tónlistarháskólanum voru yndislegur tími. Síðustu 5 árin var ég á styrk frá ríkinu sem létti mikið á móður minni. Áður hafði ég verið í kirkjuskóla og móðir mín orðið að greiða fyrir uppihald mitt á heimavist. Þegar ég lít til baka get ég ekki sagt annað en að það hafi verið gott að vera unglingur í Austur- Þýskalandi, að því frátöldu að þessi ótti yfirvalda við kirkjuna birtist í því að unglingar frá trú- uðum heimilum fengu minni fyr- irgreiðslu en aðrir. Mér hefur alltaf fundist þessi ótti ástæðu- laus, en svona er þetta því miður í sósíalísku ríkjunum, þar eru trúmálin feimnismál. Ég hef líka orðið var við þetta hjá Þjóðviljanum," segir Mar- teinn og lítur út undan sér á blað- amann. „Hér áður fyrr var oft erfitt að fá inni fyrir fréttir af kirkjustarfinu íÞjóðviljanum. Ég hef tekið eftir því að fólk sem tengist Þjóðviljanum og Alþýðu- bandalaginu afneitar ekki guði, en það er ósátt við kirkjuna sem stofnun. Þess vegna verða trú- málin feimnismál fyrir því.“ Kirkjutónlistin er svo falleg - Var ekkert erfitt fyrir þig að fá leyfi til að flytjast til íslands? „Fyrst hélt ég að það væri bók- staflega ekki hægt að flytja úr austantjaldslandi yfir í Natóland eins og fsland. En það var mikið unnið að málinu hér á landi og eftir nokkurt þref gekk það.“ - Ætlaðir þú þér strax að setj- ast hér að? „Nei, ég var ráðinn til tveggja ára og ætlaði þá heim aftur. Ég Sorgin var falin fyrir börnunum Marteinn Friðriksson dómorganisti ólst upp í stríðshrjóðrí Mið- Evrópu en er nú orðinn allra manna íslenskastur 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. desember 1984 Sunnud

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.