Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 7
átti mér draum um aö verða org-
anisti við stóra kirkju í Þýska-
landi og var reyndar byrjaður að
iáta hann rætast. Ég vann sem
kirkjuorganisti í hálft ár meðan
ég beið eftir að komast til íslands.
Sennilega hefði ég ekki flenst
hér nema vegna þess að ég fékk
starf í Reykjavík. Það var fyrir
algera tilviljun. Það var auglýst
eftir organista við Háteigskirkju.
Ég sótti um og fékk starfið. Þegar
ég kom til Reykjavíkur fannst
mér ég geta gert það sem mig
hafði dreymt um.“
- Var það fyrst og fremst trúin
sem fékk þig til að einbeita þér að
kirkjutónlist?
„Nei. Auðvitað á það sinn þátt
að ég er trúaður. En aðalástæðan
er sú að mér finnst kirkjutónlist
svo falleg og starf kirkjutónlistar,
manns getur verið frjálst og til-
breytingaríkt. Ég held að það sé
ansi þreytandi að spila á böllum
eða þegar maður leikur sömu óp-
eruna í 30 skipti. Sem kirkjutón-
listarmaður getur maður mótað
sitt starf og valið að leggja
áherslu á kórstarfið, orgel-
leikinn, samvinnu kórs og hljóm-
sveitar eða tekið upp samstarf við
tónskáld. Þessu ræður maður
sjálfur."
Nauðsynleg
tengsl
- Þú kemur frá Mið-Evrópu
þar sem ríkir sterk hefð fyrir kir-
kjutónlist. Finnst þér ísland ekki
vera einangrað að því leyti?
„Nei, þegar ég kom hafði verið
unnið mikið brautryðjendastarf
hér á sviði tónlistar. Þar voru að
verki menn á borð við Pál ísólfs-
son og flóttamenn frá nasisman-
um, Róbert Abraham Ottósson,
Victor Urbancic og Hans Edel-
stein. Á sviði kórsöngs verður að
nefna Ingólf Guðbrandsson og
Pólýfónkórinn hans. Tónlistarfé-
lag Reykjavíkur hafði einnig haft
mikil áhrif. íslenskt tónlistarlíf
var því komið á hátt stig þegar ég
kom inn í það. Ég kynntist líka
fljótt góðum tónlistarmönnum.
Á síðustu árum hef ég lagt
áherslu á tengslin við útlenda
tónlistarmenn, enda er það orðið
auðveldara en áður. Hér í Dóm-
kirkjunni efnum við árlega til
Tónlistardaga á haustin og bjóð-
um yfirleitt þangað erlendu tón-
listarfólki. Það er auðvitað kostn-
aðarsamt en við teljum það
nauðsynlegt til þess að við séum
ekki alveg ein. Kórinn styður mig
í þessari viðleitni og það er hann
sem fjármagnar heimsóknirnar,
við njótum engra styrkja, heldur
renna þær greiðslur sem kórinn
fær fyrir söng sinn til þess að
kosta tónlistardagana."
Töluvert samið
af kirkjutónlist
Samtal okkar Marteins fer
fram í litiu herbergi í turni Dóm-
kirkjunnar, inn af safnaðarher-
berginu sem er í risinu ofan við
kirkjuskipið. Húsbúnaður er fá-
brotinn og lítið um skraut á
veggjum. Þó hanga á einum stað
nokkrar teikningar sem Marteinn
vekur athygli mína á.
„Þetta er nýja orgelið sem við
fáum væntanlega á næsta ári,“
segir hann og ákafinn leynir sér
ekki. „Tilkoma þess hefur í för
með sér að við getum kinnroða-
laust boðið hingað góðum organ-
istum. Við erum hálffeimin við
að bjóða þeim upp á gamla orgel-
ið, því þótt okkur þyki vænt um
það er það engan veginn
sambærilegt við það sem gerist
erlendis. Gunnar heitinn Thor-
oddsen vann að því síðustu árin
sem hann lifði að tryggja okkur fé
til orgelkaupanna og aðrir
stjórnmálamenn hafa lagt því lið,
td. Ragnar Arnalds fyrrum fjár-
málaráðherra."
- Áttu mikið samstarf við ís-
lenska tónlistarmenn?
„Já, við látum td. semja verk
fyrir Tónlistardagana á hverju
ári. Ég hef gert mikið af því að
hvetja tónskáld til að semja
kirkjutónlist og það hefur smitað
)ur 16. desember 1984 pJÓÐVILJINN - SÍÐA
út frá sér, kollegar mínir gera það
sama.“
- Er mikið samið af kirkjutón-
list hér á landi?
„Já, það er töluvert um það. Á
því sviði liggur mest eftir þá Þor-
kel Sigurbjörnsson, Jón Asgeirs-
son og Leif Þórarinsson, já og
Gunnar Reynir Sveinsson hefur
líka samið kirkjuleg verk. Menn-
ingarsamstarf Norðurlandanna
hefur ýtt undir þessa þróun. Kór-
ar hafa fengið kirkjuleg verk eftir
íslenska höfunda og flutt þau hér
og erlendis þar sem þau hafa vak-
ið athygli. Við erum stolt af því
að geta flutt ný, íslensk tónverk.
Þarna hefur orðið mikil
breyting á síðustu árum. Það er
ekki langt síðan nútímatónlist var
viðurkennd hér á landi. Þess
vegna er ánægjulegt að finna hve
mikill áhugi er á nýjum verkum
og að íslendingar vilja sýna öðr-
um þjóðum hvað gert er á þeim
vettvangi.“
Stöndumst
samanburð
- Hvað veldur þessum aukna
áhuga?
„Fyrst og fremst aukið tónlist-
aruppeldi. Það er til fyrirmyndar
hve mikill áhugi er sýndur tón-
listarnámi barna og unglinga. Nú
eru risnir tónlistarskólar úti um
allt land og vel búið að tónlist-
inni. Þetta hefur líka skilað þeim
árangri að fsland stenst fyllilega
samanburð við stærri þjóðir. Við
eigum góða einleikara, einsöngv-
ara og kóra.“
- Er starf dómorganista ís-
lensku þjóðarinnar fullt starf?
„Nei, ég er aðeins í hálfu starfi,
kenni líka í Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Ég tel það miður að
starf organista sé aðeins hluta-
starf. Það er nauðsynlegt að hann
hafi góðan tíma til að sinna
kirkjutónlist. Á þessu sviði er ís-
land styst á veg komið á Norður-
löndunum. í Noregi eru dómorg-
anistar td. ríkisstarfsmenn. Hér
eru organistar starfsmenn safn-
aðanna. Þetta er ekki fyrir áhuga-
leysi kirkjunnar, það er ríkið sem
ekki vill bæta við starfsmönnum.
Kirkjan hefur ekki það fjármagn
sem þarf til að ráða okkur í fullt
starf.“
Tala íslensku
við Þjóðverja
Eins og áður segir hefur Mar-
teinn dvalið hér í tuttugu ár og er
fyrir alllöngu orðinn íslenskur
ríkisborgari. En er hann í raun og
veru orðinn íslendingur?
„Ég hef frá upphafi reynt að
haga mér ekki sem útlendingur.
Ég hef td. forðast að bera saman
lífið hér og erlendis, það er ekki
hægt og veldur því bara að manni
fer að líða illa. En mér líður vel,
ég er ánægður og það skiptir
mestu. Ef maður er ánægður með
starf sitt skiptir minna máli hvað
maður fær borgað fyrir það.
Ég er orðinn svo mikill íslend-
ingur að ég tala við aðra fyrrver-
andi Þjóðverja á íslensku. Mér
finnst rangt að útlendingar hópi
sig saman og myndi með sér eigið
samfélag. Maður á að aðlagast
því samfélagi sem maður lifir í.
Það mótar mann, enda er ég eng-
inn Þjóðverji lengur, ég hugsa
allt öðruvísi. Jú, mér finnst ég
veraa orðinn íslendingur.“
- Hefurðu ekki heimsótt þínar
gömlu heimaslóðir?
„Jú, ég hef gert það og það er
orðið auðveldara eftir að
stjórnmálasamband komst á milli
ríkjanna.“
- Hvarflar aldrei að þér að
flytja þangað aftur?
„Nei, og heldur ekki til ann-
arra landa, alls ekki til Vestur-
Þýskalands. Ég þyrfti þá að að-
laga mig upp á nýtt og á því hef ég
engan áhuga. Ég kann vel við
hugsunarhátt og lífsviðhorf ís-
lendinga. Annars staðar skiptir
það mestu máli hvaða stétt mað-
ur tilheyrir eða af hvaða ætt mað-
ur er, en hér byggir maður sjálfan
sig upp.“
Enginn
prússneskur agi
- En fer smæð þjóðarinnar og
kunningjasamfélagið ekki í
taugarnar á þér?
„ Auðvitað hef ég tekið eftir því
að það er gott að maður þekki
mann, en mér finnst það
mannúðlegra og eðlilegra heldur
en að setja efst hvort maður er úr
réttri stétt eða réttum flokki. Ég
hef kynnst mjög góðu fólki hér á
íslandi og vinahópurinn hefur
stækkað ár frá ári. Ég hef alltaf
fundið að fólk vill hjálpa mér en
ekki að það komi fram við mig
sem útlending."
- Þú ert fjölskyldumaður,
finnst þér íslenskt fjölskyldulíf
vera frábrugðið því sem þú þekk-
ir?
„Nei, það er ekki svo frábrugð-
ið þýsku fjölskyldulífi. Ég á konu
og þrjú börn og ég el mín börn
upp eins og íslendinga, tala ein-
göngu við þau íslensku."
- Þýskt uppeldi er orðlagt fyrir
strangan aga.
„Ég ólst ekki upp við mikinn
aga. Faðir minn var félagsráð-
gjafi og móðir mín fóstra. Þau
fóru seint að eignast börn og ég er
yngstur svo ég hef sennilega verið
fordekraður. Ætli ég endurtaki
það svo ekki á mínum börnum.“
- ÞH
7
Láttu okkur athuga hvenjar þarfir þínan eru á sviöi hugbúnaðar og
tölvukerfa. Við hjálpum þér að undirbúa jarðveginn þannig að
þegan þú kaupir tölvu þá nýtist hún sem allna best.
Hjá okkur slaerðu þrjár y$w%(íz^kié$w*k) ' einu höggi:
1 . Hugbúnað 2. Tölvur 3. Pjónustu
Okkar þekking í þína þágu
fiífiI I .I .IOHNSFN
n í
TÖLVUBÚNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF
SMIÐJUVEGI 8 - P.O. BOX 397 - 202 KÓPAVOGI - SlMI 73111
Auglýsingastofa Gunnars