Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 19
MINNING
Grétar
Kristjáns-
son
Fœddur
7/7 '65
Dáinn
27/11 '84
Stúlka saknar vinar. Vinar
sem var henni kær. Vinar sem
var rólegur, íhugull, en á-
kveðinn. Greindari en flestir.
Engum líkur.
Pegar sérlega vel lá á hon-
um sagði hann stúlkunni
sögur. Hann sagði skemmti-
lega frá og hún hló.
Stundum sagði hann henni
sögur af bróður sínum og
frænda, litlum uppátækja-
sömum guttum, dálitlum eld-
ingum sem erfitt var að
hemja. Hún skemmti sér.
Sjálf átti hún litla systur.
Hann talaði fagurt mál,
lágri, rólegri röddu. Hann átti
auðvelt með að laða fram
mynd af því sem honum var
kært. Þegar hann talaði um
sveitina, bæinn sinn, þá töfr-
aði hann stúlkuna inn í heim
sinn. Sveitin varð hennar,
bærinn hans hennar bær.
„Amma“, „afi“, orð sem voru
honum svo töm, vöktu hjá
henni þrá til þess sem hann
átti en hún hafði farið á mis
við.
Stundum sátu þau og
þögðu. Henni fannst gott að
þegja með honum. Þá laum-
aðist hún til að virða hann
fyrir sér, þennan dula en hlýja
pilt sem sýndist svo mikið
eldri og þroskaðri en árin
sögðu til um.
Hann deyr.
Hún sem áður átti auðvelt
með að gráta og grét oft, græt-
ur ekki því þó hún finni til þá
finnur hún nú til á allt annan
hátt en áður.
Hún sér hávaxna dökk-
hærða pilta á götu og þegar
hún er að því komin að þjóta
að þeim, grípa í handlegg
þeirra og segja fagnandi:
„Grétar!“, þá man hún að
hann er dáinn.
Stundum horfir hún upp í
himininn og hugsar um sveita-
bæ norður í landi þar sem pilti
sem henni þótti vænt um
fannst gott að vera. Þar er fólk
sem býr við meiri sorg en hún.
Hún veit af harmi lítilla
drengja, fjölskyldna, vina.
Einhvern dag sefast sorgin,
en það að láta huggast er ekki
það sama og að gleyma.
Pilturinn lék á flautu.
Flaututónar eru ljúfir og
minna á margt fallegt. Þeir
munu ætíð minna á vin.
Vinkona
Heimilislíf í koti nálægt Reykjavík árið 1862. Mynd úr bókinni Gamlar
þjóðlífsmyndir
Gamlar þjóðlífsmyndir
Árni Björnsson þjóðháttafrceðingurog
Halldór J. Jónsson yfirmaður
'myndadeilóar Þjóðminjasafns hafa
sentfrá sér bók
Komin er út hjá bókaútgáf-
unni Bjöllunni bókin Gamlar
þjóðlífsmyndir eftir þá Árna
Björnsson þjóðháttafræðing
og Halldór J. Jónsson yfir-
mann myndadeildar Þjóðminj-
asafns. í henni eru gamlar
myndir af fólki við störf, áhöld-
um og mannvirkjum sem eiga
að lýsa lifnaðarháttum og
lífskjörum á íslandi fyrir tækni-
byltingu 20. aldar.
Myndirnar eru flestar eldri en
ljósmyndatæknin enda er ein-
göngu um að ræða teikningar og
grafískar myndir svo sem málm-
stungur og steinprent.
Flestar myndanna eru því eftir
útlenda ferðamenn og draga þeir
gjarnan fram það sem þeim hefur
þótt óvenjulegt á íslandi. Halldór
sá um val myndanna en Árni
skrifar texta. í bókinni eru alls
192 myndir og er hin fróðlegasta.
-GFr
■ vGo
"íwM':
‘ttv***
Þíngvellir-staðír og leiðir
Þegar Björn Th. Björnsson kveður sér hljóðs
leggja bókaunnendur við hlustir
— og þegar efniviðurinn er sögufrægasti staður
þjóðarinnar — Þingvellir —
þá má vænta stórtíðinda.
í bókinni Þingvellir — staðir og leiðir —
sýnir Björn okkur stað, sem við
héldum okkur þekkja, í algerlega nýju Ijósi.
Gullfallegar litmyndir og fróðleg kort
fylla síðan myndina.
Búanilkirkja - þingkirkja?
Ilorfi nordurrfur
Sikulátarxja iuiiuó
Ármuiinsfrlli. \crua
mymliiuu. iuktir
jramttiilamli klnunum.
rr Sikulásarpymir.
Iinðiirtgrufrrtriir.
.. Wmmúaitr Abbry
lltlilll rru Ktinargjá og
ikömgjá.m
Pmtattigur mitli
ftrtrru Djúpa jardfullid
nð Miðminidaliin.
rfstlilhirgii.tr
íhinskidalur
einnig sjá af skrúÓa hcnnar. að hún var ckki ncin „húandkirkja"
örfánicnnrar sóknar: þrcnn mcssuklæöi, fjórar kórkápur. tvcir skvppar. cn
innan kirkju líkneskjur Ólafs konungs. Maríu mcyjar. Andrésar postula.
glitaður altarisdúkur og annar þjiSnustubúnaður á við hinar veglegn kirkjur.
Þvi hcfur þctta alla tið vcríð cin og sama kirkjan, Ólafskirkja. þingkirkja og
sóknarkirkja í scnn.
öxará hcíur löngum verið ágeng við kirkjugarðinn. og þar kom.
scnnilcgaáþriðjaáratugi 16. aklar.aðkirkjan varnuttúrkirki—
og upp á hraunbunguna. þar scm hún stcndur en»
hin upphaflcga þingmannakirkja h:*f'
prcstskapartíð Alexíus’- °'
Ála.cinso- -—"
b'S*"""'
sMátíu***
pori'r’
o‘w”’
\-t 'G vt Svc '°n * \ttva''c"' . súé'*""
Bókaúfgáfa
ÞINGVELLIR
STÓRBROTIN
œrraiair=m=r
/MENNING/1RSJÓÐS
BÓK SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK • SÍMI 6218 22