Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 8
Gefðu þig fram Gabriel Ný skóldsaga eftir Snjó- laugu Bragadóttur frd Skdldalœk Út er komin ný skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk er heitir Gefðu þig fram Gabriel. Sögusviðið er mestmegnis erlendis. íslenska sveitabarnið Linda, sem verður kjördóttir bresks blaðakóngs og síðan þekktur blaðamaður með allan heiminn að vettvangi, virðist eiga sér verndarengil. Hver erhinn dular- fulli Gabriel, sem alltaf fylgist með henni og gerir vart við sig á ólíklegustu stöðum? Eftir flugslys dvelst Linda um hríð hjá innfæddum á Tristan da Cunha og brátt verður sögu- þráðurinn all-flókinn, fullur af ævintýrum, ráðgátum og fróð- leik. HUGLÆKNIRINN OG SJAANDINN Slgurrós Jóhannsdðttir Frásagnir af duásýnum og Ixkníngaferli ' ir -*f : ■■■1 Huglœknir og sjóandi Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér bókina „Huglcekni- rinn og sjáandinn, Sigurrós Jó- hannsdóttir“. Þórarinn Elís Jóns- son frá Kjaransstöðum skráði. Bókin fjallar um Sigurrósu Jó- hannsdóttur, sem starfað hefur sem huglæknir yfir 40 ár. Sagt er frá lækningaferli hennar, draumum og dulsýnum. Þá eru í bókinni frásagnir fólks, sem hlotið hefur lækningu fyrir henn- ar tilstilli, einnig blaðaviðtöl við hana. í bókinni er eftirmáli höf- undar, Þórarins Jónssonar á Kjaransstöðum, þar sem hann fjallar um drauma, dulsýnir og huglækningar Sigurrósar. Á valdi auðs og óstar Enska skáldkonan Georgette Heyer hefur um langt skeið verið einn alvinsælasti höfundur skemmtisagna víða um lönd. Nú hefur bókaforlagið Vaka sent frá sér fyrstu bókina eftir hana sem út kemur í íslenskri þýðingu Ás- geirs Ingólfssonar. I fréttatil- kynningu segir m.a.: Á valdi auðs og ástar er dæmi- gerð fyrir metsölubækur Georg- ette Heyer. Spennandi söguþ- ráður, lifandi persónur, heitar til- finningar og ljúf rómantík, Og ekki má gleyma því að stfllinn leiftrar af kímni sem gerir and- rúmsloft sögunnar einkar nota- legt. Á bókarkápu er vitnað í um- mæli ýmissa heimskunnra blaða og tímarita um rithöfundinn Ge- orgette Heyer. Gagnrýnandi Time Magazine sagði: „Þegar þú velur Georgette Heyer kaupirðu ekki aðeins bók, heldur sérstaka veröld. Þar er líklegt að þú setjist að til langframa.“ í Sunday Times stóð meðal annars: „Það sem sögur Georgette Heyer hafa um- fram ástarsögur annarra þekktra höfunda er stflsnilldin, gaman- semin og skýrar myndir af mann- legum söguhetjum.“ Gagnrýn- andi Newsweek hafði þetta að segja: „Bækur Georgette Heyer verða alltaf metsölubækur og eiga það fyllilega skilið." Treystu mér, ástin mín Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn- arfirði, hefur gefið út nýja skáld- sögu eftir Theresu Charles, Treystu mér, ástin mín. Eftir þennan vinsæla höfund hafa áður komið út margar bækur hjá Skuggsjá og flestar þeirra eru enn fáanlegar. Daníel MacCraig, stofnandi hins blómstrandi öryggisfyrir- tækis „Escorts", var hrífandi per- sónuleiki og Alidu Burnham þótti gott að vinna með honum, en það var yngri frændi hans, Brock, sem hún hefði getað elsk- að. Hvers vegna forðaðist Brock hana, þegar áhugi þeirra á hvoru öðru virtist vera gagnkvæmur, og helgaði sig Beryl Grainger? Treystu mér, ástin mín var þýdd af Andrési Kristjánssyni. ^eustu mér. Shuggsjá Konurnar og hrœðslan við sjálfstœðið Öskubuskurnar Kvennahreyfing nútímans hef- ur getið af sér margvíslegar bækur og ein þeirra sem allfræg hefur orðið er Óskubuskuáráttan eftir Colette Dowling. Þar er sá kjarni máls að konur fái ekki not- ið hæfileika sinna og komist áfram í lífinu eins og það heitir vegna þess hve skilyrtar þær eru af ótta. Ótta við að taka áhættu, ótta við hið óþekkta, ótta við að standa á eigin fótum. „Ógnvekj- andi hræðsla er orðin svo samofin kvenlegu eðli, að hún er eins og dulin plága. Þessi hræðsla hefur fylgt okkur svo lengi og er orðin svo viðtekin að við gerum okkur ekki einu sinni grein fyrir því hvað kom fyrir“ segir í nýútko- minni þýðingu þessarar bókar á íslensku (þýðandi Jónína Leós- dóttir, útgefandi Ægisútgáfan, Bókhlaðan). Höfundur er kannski ekki að leita að sökudólgum fyrst og fremst, en þeir eru að sjálfsögðu hafðir með. Það er fyrst og fremst hin hefðbundna verkaskipting kynjanna og uppeldishefðir margra alda sem að mati Colette Dowling verða til þess að konur finna sér allskonar smugur til að komast hjá frama og sjálfstæði. Og eru ýmsar athuganir hennar óneitanlega fróðlegar og upplýs- andi. Mér er til dæmis til efs að margir geri sér grein fyrir því, að það eru einmitt greindar stúlkur sem þjást mest af vanmetakenn- dum og að það eru konur sem allvel eru settar um menntun og efnahag sem óttast sjálfstæði um- fram alþýðukonur. Gallinn við þessa bók er hins- vegar sá, að þegar greint hefur verið frá höfuðatriðunum eru þau ítrekuð hvað eftir annað án þess að lesandinn hafi það á til- finningunni að hann sé að fá nýj- ar upplýsingar. í annan stað er það óneitanlega nokkuð þröngt sjónarhorn að mæla sjálfstæði kvenna eftir vilja þeirra eða getu til að tryggja sér starfsframa í fyrirtækjum. Það bólar hvergi á efasemdum um að slíkur frami sé feiknalega eftirsóknarverður, mannaforráð einhverskonar það sem allir hljóti að keppa að. Heilrœðin Og eins og að líkum lætur eru þau heilræði sem höfundur gefur um leiðina út úr Öskubuskuár- áttu kvenna ekkert sérlega sannfærandi - er það reyndar sameiginlegt einkenni á mörgum heilræðabókum sem taka að sér að höggva á lífshnútana í snatri. Lokaorð bókarinnar eru á þessa leið: „Ég er búin að komast að því að frelsi og sjálfstæði fær maður aldrei frá öðrum, hvorki frá þjóðfélaginu í heild né frá karl- mönnum, heldur verður maður að þróa það með sér sjálfur- ...Kona, sem hefur trú á sjálfri sér... er raunsæ, byggir á traustum grunni og henni þykir vænt um sjálfa sig. Hún býr nú loksins yfir frelsi til þess að geta elskað aðra, vegna þess að hún elskar sjálfa sig“. Þessi almenna ræða getur svo sem staðið í hvaða sjálfs- traustsvangaveltum sem vera skal. Það gæti reyndar verið ó- maksins vert að yfirfæra „Ösku- buskuáráttuna" á karlpening líka - því vissulega er enginn skortur á körlum sem hafa, meðal annars sakir þess að þeir hafa verið „of- verndaðir“ í uppeldi, augljósa óbeit á því sjálfstæði sem Colette Dowling telur svo eftirsóknar- vert. Hvað sagði ekki sá greindi Rússi, Anton Tsjékhof: frá því ég man eftir mér hefi ég verið að berja niður í mér þrælslundina sem settist til í mér þegar ég var barn. Ótti við að standa á eigin fótum, sem getur svo meðal ann- ars komið fram í þörf fyrir vernd og sterkan foringja, er kannski, þegar allt kemur til alls, mikill þáttur í fari flestra manna enda erum við yfirleitt alin upp öll við einhverskonar valdakerfi og meira eða minna hátimbraða lag- skiptingu í yfirmenn og undir- gefna. Á hvaða leið Ekki svo að skilja að það sé ekki full ástæða til að taka sjálf- stæðismál kvenna og verndarþörf fyrir, því vissulega er það ekki nema satt og rétt að eins þótt hver mennsk kind sé sköpuð í kross þá hafa konur sérstöðu og verri stöðu í þeirri tilveru, sem ætlast til þess að menn séu á uppleið eða minnsta kosti geti tekið ábyrgð á eigin lífi. Sumir telja, að Ösku- buskuáráttan hafi hopað á hæli fyrir þeirri jafnréttisbylgju sem farið hefur um flest lönd á seinni árum - en svo eru þeir líka til sem telja að árátta þessi sé að sækja í sig veðrið aftur, vegna þess hve dýrkeypt nýtt frelsi hafi reynst mörgum konum. Ekki verður neitt um það fullyrt hér. Aftur á móti gæti það verið að einskonar Öskubuskuárátta verði mjög áberandi og stækkandi samnefn- ari ofverndaðra barna af báðum kynjum í hinum litlu fjölskyldum velmegunarþjóðfélaganna, þar sem töluverð sveit fullorðinna hoppar í kringum hvert barn, passar að ekkert komi fyrir það og ruglar það í ríminu. Þetta gæti orðið næsti hnúturinn í vandam- álareipinu sem mannkynið fléttar áfram til að blessaðir elsku sál- fræðingarnir og félagsráðgjafarn- ir hafi nóg að starfa. Colette Dowling segir reyndar furðusögu úr sálfræðinni og hjú- skaparráðgjöfinni sem ég get ekki stillt mig um að vitna til. Meðferðin er sem hér segir á hjónatetrum í vanda: „Fyrsta mánuðinn búa þau sitt í hvoru lagi, en eru hvort öðru trú. Þann tíma eiga þau að nota til að þróa sitt eigið líf. Annan mánuðinn mega þau eiga í kyferðislegum samböndum. Ef þau kæra sig um, geta þau notað þennan tíma til að kanna möguleikana á annars konar ástarsambandi. Þriðja mánuðinn verða þau aftur að vera hvort öðru trú. Þann tíma eiga þau að nota til að endurmeta stöðuna og komast að raun um, hvað þau fá út úr sambandinu og hvað ekki“. Dæmi þetta er tilvalið fyrir Flosa Ólafsson að leggja út af í vikuskammti. En það er óþarft að taka það fram að Colette Dowling stekkur ekki bros. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.