Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 4
Á beini dagsins (mjúku hæg- indi f Alþingishúsinu) situr Guð- mundur Einarsson þingmaður Bandalags jafnaðarmanna úr Reykjaneskjördæmi. Viðtalið byrjaði kurteislega. - Til hvers er Bandalag jafnað- armanna eiginlega til í dag? Til hins sama og í byrjun; að halda fram hugmyndafræði gegn hagsmunagæslu og samtryggingu flokkanna í kerfinu. Þegar Bandalag jafnaðar- manna fór af stað, iagði Vilmund- ur Gylfason stundum áherslu á nauðsyn þess að flokkakerfið yrði stokkað upp - ertu á sama máli? - Já, mér sýnist íslenska flokk- akerfið einmitt vera í slíkri gerjun í dag að það hlýtur að hafa upp- stokkun í för með sér. Sjáðu t.d. Sjáifstæðisflokkinn sem nú er svipur hjá sjón frá því gömlu leiðtogarnir Ólafur og Bjarni réðu ríkjum. Núna er þetta sund- urtætt skrímsl ólíkra hagsmuna- hópa. Þetta á allt saman eftir að fokkast upp. Mörgum finnst þið hafa annað yfirbragð í vetur heldur en í fyrra, finnst að þið hafið verið að þokast til hægri og í því sambandi er bent á ýmis stórmál; álmálið, skattfríðindi til fyrirtækja, auglýsingaútvarp... ? - Eg held að það sé rangt að við höfum verið að færast til hægri eins og þú kallar það. Þó viður- kenni ég að vegna þessara mála mætti álykta sem svo en það er einfaldlega vegna þess að þessi mál hafa verið á döfinni, en ekki vegna þess að við höfum breytt um afstöðu til þeirra. Sé hins veg- ar litið til lengra tímabils sést að það er samkvæmni í okkar mál- flutningi. Við erum ekki í því hólfi sem flokksmálgögnin vilja setja okkur í; það er ekki hægt að sjóða okkur niður í þær pólitísku niðursuðudósir sem flokkarnir hinir setja svo merkimiða á hægri eða vinstri. Ég minni á að Morg- unblaðið kallaði okkur í fyrra att- aníossa Alþýðubandalagsins. Er það ekki til marks um að þið hafið þokast til hægri? - Nei alls ekki. Ekkert af þeim málum sem þú tilgreinir hefur kallað á breytta afstöðu af okkar hálfu, þau eru öll þannig skýr- greind í málefnadrögum BJ, að við höfum ekkert þurft að endur- skoða okkar afstöðu. Við erum sjálfum okkur samkvæm. I álmálinu svo dæmi sé tekið, lýsið þið ykkur efnislega andvíg velflestum atriðum í álsamningn- um, en engu að síður réttið þið upp hendur einsog Sjálfstæðis- flokkurinn, kallarðu þetta sam- kvæmni? - Láttu ekki svona. Við vorum óánægð með fjölmörg atriði í ál- samningnum en saga álmálsins er hins vegar þannig að við áttum ekki aðra kosti. Annað hvort var að samþykkja þennan samning sem gefur nokkra orkuverðs- hækkun í aðra hönd, ellegar þá eiga á hættu að loka verksmiðj- unni, við vildum ekki axla ábyrgð af slíku. í umræðunum um þennan samning kvartaði einn þing- manna BJ undan því að opinber- lega hefði verið sagt frá efnisat- riðum varðandi samskipti ál- hringsins við íslensk stjórnvöld. Hér áður fyrri þóttust þið vera prinsippsmenn í upplýsingamál- um, og töluðuð um upplýsinga- skyldu stjórnvalda. Á hún bara stundum við? - Þú verður að gæta að því að á viðkvæmu stigi í stjórnmálum og viðskiptum verður að ríkja ein- hver lágmarkstrúnaður, það gef- ur auga leið. Ég býst við að um- ræddur þingmaður hafi bara átt við það. Það hefði verið hægt að segja meira án þess að skaða við- ræðurnar. Þegar þið talið um frelsi er erf- itt að skilja ykkur öðruvísi en sem svo að þið eigið einungis við frelsi fjármagnsins, þið styðjið skatt- fríðindi fyrirtækjanna, þið styðj- ið auglýsingaútvarp og annað þar sem peningurinn ræður en ekki fólkið? Hvaða, hvaða læti eru þetta. Sjáðu nú til, skattfrelsið fyrir fyr- irtækin sem þú kallar svo er bara til þess að hvetja fólk til að fjár- festa í atvinnulífinu og fá þar meiri áhrif. Lög og reglur um slík atriði eru í öllum nágranna- löndum okkar. Já, en Guðmundur samhengið hér á landi er þó það að launafólk hefur á skömmum tíma fengið skert laun um fjórðung, í ná- grannalöndunum sem þú vitnar til er kaupmáttur launanna alltað helmingi hærri en hér. Hverjir eru hér aflögufærir í hlutabréfa- braskið? Þú mátt ekki blanda þessu tvennu saman: Peningarnir eru til, það er betra að þeir fari í atvinnulífið en lúxusinn. Eruð þið að leggja snörurnar fyrir skattsvikarana að fjárfesta í atvinnulífinu? - Þú blandar saman tveim hlutum. Annars vegar á að gefa fólki kost á að fjárfesta í atvinnu- lífinu. Hins vegar er annað mál og eitthvert mesta hagsmunamál þjóðarinnar að koma á virku og réttlátu skattakerfi. Það á að koma lögum yfir skattsvikarana. Erum við ekki að tala um launaþjóðina ísiensku sem hefur lengri vinnutíma en launastéttirn- ar í nágrannalöndunum, ber minna úr býtum heldur en þær og hins vegar um fyrirtæki hérlend sem njóta vaxandi fyrirgreiðslu á kostnað launaþjóðarinnar? - Jú, en það þarf að byggja upp heilbrigt atvinnulíf með þátttöku sem flestra annars vegar og hins vegar þarf að tryggja að einstak- lingar og fyrirtæki taki eðlilegan þátt í samneyslu okkar. Það gera þau ekki nú m.a. vegna skatt- svika. Mér finnst enn gæta mótsagnar í málflutningi þínum. Hér á landi er við lýði velferðarkerfi fyrir- tækjanna meðan frekar er gengið á velferðarþjóðfélag launafólks- ins? - Það er útaf fyrir sig rétt, en það breytir ekki því að það þarf að hafa fleiri möguleika til at- vinnulífs og -þátttöku í landinu. Velferðarkerfi fyrirtækjanna byggir á pólitískum aðgangi að sjóðum og lánakerfi; við viljum jafna slíkan aðgang og koma á faglegu mati. Við verðum að líta á fyrirtækin sem eðlilegan hluta af þjóðarökonomíunni. Og ekki má gleyma stóru samflotunum og samningakerfinu sem losar fyrir- tækin við að greiða eðlileg laun. Hræðist þú ekki eða efast um afleiðingarnar af fjölmiðiastefnu BJ um auglýsingaútvarpið, nú þegar við sjáum þegar að voldug- ustu fyölmiðlarnir í einkaeign byggja á ofurveldi í auglýsingum og voldugustu fjármagnseigend- urnir hafa stofnað með sér hring, ísfilm? - Við hræðumst það ekki. Auðvitað veltir maður hins vegar fyrir sér hvaða umhverfi verði hér í framtíðinni. Auglýsingamálin skipta ekki svo miklu máli heldur hitt hvernig tæknimálin þróast; við erum að tengjast al- heimsvæddu fjölmiðla- og upp- lýsingakerfi. Auglýsingamáttur er ofmetinn og ég bendi á að landshlutablöðin hafa tekið við auglýsingum án þess að það komi niður á dagblöðunum. En það eru þó neytendur vör- unnar og þjónustunnar sem borga viðbótarkostnað af auglý- singum og hefur þú einhverja hugmynd um hugsanlegan tekjus- amdrátt hjá ríkisútvarpinu ef ís- film kæmi inná þennan markað? - Nei, ég hef ekki heyrt neinar kenningar um það, en við viljum líka skoða þessi mál mun betur en þegár hefur verið gert, neytendur borga auglýsingarnar hvort sem þær koma í ríkisútvarpinu eða hjá Isfilm. Uppáhaldsumræðuefnið þitt, samningamálin. Hverju vill BJ fórna til samvinnu og samstarfs við stjórnarandstöðuna - hinn hlutann? - Bandalag jafnaðarmanna var ekki stofnað til eilífðarnóns. Flokkakerfið er í gerjun og ekki ólíklegt eftir einhvern tíma að leiði til nýrra valkosta, en það er lengra í það en margur hyggur. Við í stjórnarandstöðunni þurf- um að vera mun örvæntingarfyllri en við nú erum til að eitthvað nýtt gerist í þeim efnum. En strandar þetta ekki meira á hugmyndafræðilegum ágrein- ingi, að ykkar hugmyndafræði sé skyldari frjálshyggju Sjálfstæðis- flokksins en félagshyggju Alþýðu- bandalagsins, Kvennalistans, Al- þýðuflokksins og jafnvel hluta F ramsóknarflokksins? - Nei, við eigum mikilsverðari mál sameiginleg með stjórnar- andstöðunni. Það er brýnast í ís- lensku þjóðfélagi að leiðrétta ó- réttlætið í skattamálum, lífeyris- sjóðsmálum, húsnæðismálum að ekki sé minnst á það hvernig sjálfsvirðingu vinnandi fólks hef- ur verið misboðið með því að fullfrískt fólk getur ekki unnið sér til framfærslu jafnvel þó unnið sé myrkranna á milli. Nei, við eigum eira sameiginlegt með fé- lagshyggjuflokkunum. Hefurðu nokkuð heyrt nýjustu kjaftasögurnar um Frjálslynda flokkinn sem Sjálfstæðismenn eru að hleypa af stokkunum? - Já, ég heyrði nokkrar góðar í gær, blessaður komdu í kaffi... -óg fátt sameigin- t m©3 flokknum Guðmundur Einarsson þingmaður Bandalags jafnaðarmanna situr á beininu 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.