Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 14
BÆJARROLT
Kristinn
Sigmundsson
ó hljómplötu
Út er komin hjá Erni og Örlygi
hljómplata með söng Kristins
Sigmundssonar. Jónas Ingi-
mundarson leikr.r með á píanó.
Á plötunni eru vinsæl íslensk og
erlend iög, svo sem „Fögur sem
forðum", „í fjarlægð“, „On the
road to Mandalay" og „The
foggy, foggy dew“, einnig lög
eftir Tosti og Richard Strauss.
Alls eru á plötunni 16 lög. Mjög
hefur verið vandað til útgáfunnar
og m.a. fer pressun fram á sér-
stakan gæða vínyl sem ekki h$fur
verið notaður hérlendis áður og
gefur plötunni tærari og hreinni
tón og betri endingu. Allir textar
eru prentaðir og fylgja með þýð-
ingar. Hljóðritun annaðist Hall-
dór Víkingsson að Logalandi í
Reykholtsdal í Borgarfirði í sum-
ar, en þar er úrváls hljóðfæri af
gerðinni Steinway & Sons. Upp-
takan er einnig fáanleg á kas-
settu.
Njóttu lífsins
Iðunn hefur gefíð út nýja bók
eftir norska unglingasagnahöf-
undinn Evi Bögenœs. Nefnist hún
Njóttu lífsins. Margrét Jónsdóttir
þýddi.
Evi Bögenæs er kunnur og vin-
sæll höfundur í Noregi og víðar
og allmargar sagna hennar hafa
áður verið þýddar á íslensku. Þær
fjalla yfirleitt um ungar stúlkur
og svo er um þessa nýju sögu. Um
efni hennar segir svo í kynningu
forlagsins: „Anna Elín er nítján
ára. Hún býr yfir miklum tónlist-
arhæfileikum og dreymir um að
verða píanóleikari. Samt er hún
óhamingjusöm. Þá hittir hún
Andrés, ungan og glæsilegan pilt.
Kápumynd á Njóttu lífsins
gerði Brian Pilkington.
(fftl
BSAB
Aöalfundur almennrar deildar (væntanlegir
byggjendur) Byggingasamvinnufélagsins
Aðalbóls, B.S.A.B., veröur haldinn mánu-
daginn 17. desember n.k. kl. 20.00 í mötu-
neyti félagsins í Kringlunni 87 (vestan
Hvassaleitis).
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin
Hjúkrunarfræðingar
Ráðgert er að stjórnunarnám fyrir hjúkrunarfræðinga
hefjist í Hjúkrunarskóla íslands á vorönn 1985.
Gert er ráð fyrir þriggja missera námi, ca. 10 einingar á
misseri.
Umsóknareyðublöð, ásamt upplýsingum um námið,
fást í Hjúkrunarskóla (slands, Eiríksgötu 34, 101
Reykjavík.
Skólastjóri
Frá Vísindasjóði
Umsóknarfrestur um styrki ársins 1985 rennur út 1.
febrúar 1985. Athugið breytingu á umsóknarfresti frá
því sem verið hefur undanfarin ár. Upplýsingar um
styrkina veita Þorleifur Jónsson bókavörður á Lands-
bókasafni fyrir Hugvísindadeild og Sveinn Ingvarsson
konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir Raun-
vísindadeild.
Vísindasjóður.
Kalt er Kvennaráð
Ég sat á löngum borgar-
stjórnarfundi í fyrri viku og bar
þar margt merkilegt á góma eins
og gerist og gengur og var margt
viturlegt sagt. Samt voru umræð-
urnar nú hálf sofandalegar á
köflum og þá vildi hugurinn
hvarfla víða, jafnvel langt út í
ómælisgeim. Svo fór maður að
dunda sér við að skotra augum á
háttvirta kvenborgarfulltrúa,
ekki þó alla jafnt. Það er nú bara
mannlegt.
' Allt í einu glaðvaknaði ég og
það var reyndar kvenfólkið sem
því olli. Ekki svo að skilja að
amor hefði skotið ör í hjarta. Sei,
sei, nei, nei. Það var annars kon-
ar ör sem mér var skotið í hjarta
og það gerði borgarfulltrúi Guð-
rún Jónsdóttir.
Hún var að lýsa tillögum
Kvennaframboðs og þar kom
máli hennar að hún lagði til að
stofnað yrði nýtt yfirráð í borg-
inni sem kallað yrði Kvennaráð.
Ég sperrti eyrun.
Kvennaráð á að vera forsvars-
og frumkvæðisaðili um þau mál-
efni borgarinnar sem snerta kon-
ur sérstaklega og hafa eftirlits-
skyldu gagnvart öðrum ráðum
borgarinnar að framlfvæmdir
verði samþykktir um hvað eina
sem verða má til að bæta hag
kvenna.
Þetta var svo sem gott og bless-
að en hitt var verra að eingöngu
áttu að sitja konur í þessu ráði.
Þetta snerti viðkvæman streng í
brjósti mínu. Ég fann hvernig
léttur roði færðist upp í kinnar og
hjartað sló aðeins örar.
Ástæðan fyrir geðshræringu
minni var sú að ég haf talið mér
trú um að ég væri lýðræðissinni
og tilhugsunin um að ætti að úti-
loka mig frá opinberri nefnd
vegna kynferðis gerði mig óðan.
Já, svei mér þá. Ég var verulega
sár út í þær Gunnu og Sollu sem
ég hef þó að öðru leyti hinar
mestu mætur á.
Ég get nefnt sem dæmi að mig
hefur lengi dreymt um að verða
fjármálaráðherra og ef það ætti
enginn að fá að gegna því emb-
ætti sem ekki er annaðhvort við-
skiptafræðingur eða forstjóri eða
þá kominn yfir sextugt hefði ég
sáralitla möguleika. Að útiloka
MIG frá ráðherradómi vegna
menntunar, kynferðis, litarháttar
eða aldurs væri hneyksli. Ég segi
nú bara ekki margt.
Já, borgarfulltrúi Guðrún
Jónsdóttir kom blóðinu svo sann-
arlega á hreyfingu í mér og eftir
þetta var ég glaðvakandi í blaða-
mannastúkunni langt fram á nótt
og hlustaði á hvert orð sem sagt
var - hvort sem í hlut áttu karlar
eða konur.
Ég er ekki bara lýðræðissinni
heldur líka sósíalisti en ég er
þeirrar skoðunar að í sæmilega
upplýstu landi eins og íslandi eigi
einn hópur ekki að hafa vit fyrir
öðrum nema hann Sé til þess kos-
inn í almennum kosningum. Ég
gæti til dæmis vel sætt mig við að
borgarstjórn Reykjavíkur og all-
ar hennar nefndir og ráð væru
skipuð konum - en því aðeins að
þær væru kosnar til viðkomandi
embætta. Mjög skynsamlegt hjá
mér!
Þegar ég gekk út í milda vetrar-
nóttina klukkan að ganga þrjú
sagði ég upphátt án þess að nokk-
ur heyrði um leið og ég reyndi að
koma bflnum í gang: Kalt er
Kvennaráð. -Guðjón
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Börn og barnafólk
Opið hús
Kristín
Þórhallur
verður á Hverfisgötu 105'laugardaginn 15. desember kl. 14-17.
Myndverkstæði, leikfangahorn, veitingar svo og sérstök barna-
dagskrá milli kl. 14 og 15. Söngur, upplestur o.fl. verður í umsjá
Silju Aðalsteinsdóttur, Kristínar Ólafsdóttur og Þórhalls Sigurðs-
sonar. M.a. verður flutt þula Theódóru Thoroddsen „Tíu litlar Ijúf-
lingsmeyjar". Hvílið ykkur frá jólainnkaupunum og lítið inn í Opna
húsið! ABR
Flokksfélagar
Greiðið gjöldin!
Ágætu flokksfélagar í AB. Munið
að greiða heimsenda gíróseðla
vegna flokks- og félagsgjalda
ársins. Gíróseðla má greiða í
öllum pósthúsum og bankaútibú-
um. Markmiðið er að allir verði
skuldlausir um áramót. - Gjald-
kerar.
Stjórn ABR
Stálfélagið hf. auglýsir:
Aöalfundur Stálfélagsins hf. verður haldinn þriðjudag-
inn 18. des. 1984 kl. 17.30 í Domus Medica, Egilsgötu
3, Reykjavík.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf.
1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram reikningar félagsins.
3. Umræður um framangreind atriði.
4. Lagabreytingar.
5. Stjórnarkjör og kjör endurskoðenda.
6. Önnur mál.
Stjórnin
Lilli
jdln-
pnkkinn
STAFA-
SPILIÐ
Þroskandi
Spennandi
ódýrt
Í-S/MLQiG
Sími 91-73411