Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 3
Stjórnarslit um útvarpslög? Margur er orðinn hissa á hvað „útvarpslagafrumvarpið" hef- ur tafist lengi í menntamála- nefnd neðri deildar. Hefur því verið svarað til að svo margt þurfi að skoða í sambandi við frumvarpið að eðlilegt sé að það taki langan tíma að af- greiða það. Ástæðan mun samt vera allt önnur. Bullandi ágreiningur er milli stjórnar- flokkanna um þetta mál sem flestönnur. Þingflokkur Fram- sóknar með Höllustaða Pál í broddi fylkingar hefur lýst sig andvíganfrumvarpi Ragnhild- armenntamálaráöherra. Hall- dór Blöndal hefur hótað því ef Framsóknarmenn ætla að múðra um frumvarpið þegar það kemur til 1. umræðu, að lýsa því yfir á Alþingi að þar með sé stjórnarstarfinu slitið. Þetta hefurtafið málið í nefnd. Nú allra síðustu daga hefur svo komið til tals að nota það sem verslunarvöru milli stjórnarflokkanna. Ef Fram- sóknarmenn samþykkja vaxtahækkunina, þá fallist Sjálfstæðismenn á að salta útvarpslagafrumvarpið. ■ SÍS framleiðni Auglýsingin með þeim Sverri Hermannssyni og Steingrími J. Sigfússyni, þar sem þeir hæla íslenskum skóm hefur vakið nokkra athygli. Aftur á móti ætluðu framleiðendurnir aö fá þá saman í auglýsing- una Sverri og Hjörleif Gutt- ormsson, núverandi og fyrr- verandi iðnaðarráðherra, en Hjörleifur neitaði... Ýmsir hafa bent á að til lítils hafi Sverrir eytt tímanum í maraþonræður sínar hér um árið þegar hann þóttist vera málsvari fagurrar íslensku. Nú krjúpi hann á kné, hnýti skóþveng sinn og hæli ís- lenskum skóm sem heita - Act Soft -. Þegar Sverri var bent á þetta sagði hann: Þetta gerir ekkert til, það er SÍS sem framleiðir skóna. ■ Kommarnir bestir Jón G. Sólnes fellir netta lau- flétta sleggjudóma í bókinni Dagleidin langa inní nótt EUGENE O'NEILL Leikrit í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Þetta mikla leikverk var sýnt í Þjóðleik- húsinu. m o co Bökaútgáfa /MENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7« REYKJAVfK • SlMI 621822 sem er nýlega komin út í skrásetningu Halldórs Hall- dórssonar. Ef einhverjir eru sem Jón Sólnes hrósar upp í hástert í sleggjudómum þess- um eru það kommarnir. Garð- ar Sigurðsson er skemmtilegasti maður þings- ins, Ólafur Ragnar Grímsson er ákaflega lifandi, notalegur og gott að kynnast honum, Gils Guðmundsson mætur og notalegur maður, þeir Stefán Jónsson eru einstakir vinir, Lúðvík Jósepsson er stórbrot- inn hæfileikamaður, Geir Gunnarsson er stórkostlegur karakter og stórkostlegur hæfileikamaður, Svava Jak- obsdóttirmjög mikilhæf, Helgi Seljan ósköp mætur og góður drengur, Svavar Gestson ein- lægur og ágætur og helvíti mikill pólitíkus og Sigurður Magnússon stórsterkur strák- ur. ■ Afskaplega sléttur og felldur Og háðið er á sínum stað hjá Sólnes. Áður er getið um að hann mundi treysta Eggert Haukdal sem bílstjóra og um Tómas Árnason segir hann: „En hann ristir nú ekkert djúpt, en hann er góður fjöl- skyldumaður og sér um sína.“ Um launþegadeildina í Sjálf- stæðisflokknum (Guðmund Garðarsson og Pétur sjó- mann): „Ég hef afskaplega mikinn ímugust á henni og leiðist hún óskaplega mikið. Þeir voru svo hjáróma." Jón Helgason dómsmálaráðherra afgreiðir hann með einni setn- ingu: „Afskaplega sléttur og felldur." ■ GERIÐ SKIL SEM FYRST HAPPDRÆTTI PJÓÐVILJANS 1984 Miðaverð 100 krónur Nr. 17200 VINNINGAR: 1. Corona tölva 2. Faneðill frá Samvinnuferdum-Landsýn 3. Húsgögn frá Islenskum húsbúnadi hf. 4. Húsgögn frá Furuhúsinu hf. 5. Húsgögn frá Árfelli hf. 6. Heimilistceki frá Fönix sf. 7. HljómUeki frá Japis hf. 7.-13. Bókaútiektir hjá Bókaútgáfu Máls og menningar kr. 5.000.00 hver Verðgildi kr. 92.000.00 30.000 00 30.000.00 30.000.00 30.000.00 30.000.00 30 000.00 30.000.00 Dregid verður 23. des. 1984. Vpplýsingar í síma 81333. Samtals kr 502.000.00 Fjöldt mida 32.000 Vinningar óskast sóttir fynr 23 junt 1985 Hægt er að gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105, hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eða pósthúsi (sjá sýnishorn um útfyllingu). Á Reykjavíkursvæðinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekið við þeim beiðnum í síma 81333. GOTT TÆKIFÆRI GOTTVERÐ GOÐ VARA Nú gefst tækifæri til hagstæðra innkaupa á ýmsum hlutum viðkomandi tölvum. Eftirfarandi verðlisti sýnir einingaverð á nokkrum þeirra. Disketta 1 kr. 239.- Disketta 2D kr. 279,- Disketta 2D í PC kr. 212,- Litaband í PC kr. 336.- 500 bls. A4 pappír kr. 207.- Að sjálfsögðu býðst enn betra verð með magn- kaupum eða t.d. PC pökkum. PC-pakki I PC-pakki II 20 stk. diskettur 2D 30 stk. diskettur 2D 500 bis. A4 pappír 500 bls. A4 pappír 2 stk. litabönd á kr. 4.560,- 3 stk. litabönd á kr. 6.950.- Gríptu þetta tækifæri, hafðu sambandí síma 91-68 73 73, það borgar sig. EE ......EE EE IBM á íslandi, Skaftahlíð 24, E ==F EEEE Reykjavík, sími (91) 68 73 73. FORLAGIÐ FRÁKKASTÍG 6A, SÍMh 9I-25I88

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.