Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 9
SUNNUDAGSPISTILL Þegar á líður konur mega gestirnir sjálfir flýta fyrir því að piltarnir fækki fötum. Þar sem strákar fella föt Konum hefur lengi veriö illa við fatafellusýningar sem víða tíðkast á næturklúbbum og telja þær óvirðingu við konur. Til er það, að konum sé gefinn kostur á að gjalda líku líkt og víst er, að þegar eru til nokkrir næturklúbbar þar sem ungir piltar fella föt sín með til- heyrandi tónlist og hálf- klæmnum hreyfingum. Einn slíkur staður er í Ham- borg að sjálfsögðu og heitir Crazy Boys. Þar koma fram níu ungir menn og tvisvar í viku er öllum körlum bannaður aðgangur, svo að kvenlegir gestir staðarins geti skemmt sér í friði. Að loknum upphitunarnúmer- um og tilburðum tl að leika til að mynda frægar myndastyttur fá gestirnir að taka þátt í að afklæða hina ungu menn og þykir þá við hæfi, að sú sem stendur uppi með nærbuxur eða annað slíkt plagg veifi þeim sigri hrósandi. Og af því að þetta gerist í Hamborg þá er einnig mögulegt fyrir gesti að leigja sér fylgd einhverra hinna ungu manna til sérherbergja þar sem enginn truflar. Það er reyndar svo, að þegar efnt var fyrir nokkrum árum í tímarit sem áttu að vera einskon- ar kvennatilbrigði við þau nekt- arblöð sem karlar hafa lengi verið að gægjast í, leynt og ljóst, þá urðu vinsældir þeirra miklu minni en búist var við. Sálfræðingar út- skýrðu þetta með því að konur hefðu miklu minni áhuga á því að skoða nekt hins kynsins en karlar - rödd og snerting og fleira þess- háttar væri þeirn miklu meira virði. Engu að síður eru nektar- blöðin enn við lýði, og nætur- klúbbar eins og Crazy Boys minna á það, að þau tækifæri sem til eru fyrir kaupmenn kynþokk- ans munu ekki lengi látin ónotuð - hvenær sem breytingar á lögum eða smekk leyfa. JÓLAGJÖFIN í ÁR ICENWOOD I ELDHUSIÐ HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD_ (hIhekiahf IAUGAVEGI 170- 172 SÍMAR 11687 • 21240 SAGA REYKJA- VÍKURSKÓLA IV. BINDI HEIMIR ÞORLEIFSSON Lokabindi ritverksins um sögu Menntaskólans í Reykjavík. í fjórða bindi Sögu Reykjavíkur- skóla er sagt í máli og myndum frá skólalífi í Menntaskólanum á árunum 1946-1980. í þessu bindi er nafnaskrá og atriðis- orðaskrá fyrir öll fjögur bindin. Bókaútgáfa /VIENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7« REYKJAVÍK • SÍMI 6218 22 S0B teiknistofa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.