Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 10
Sjómaðurinn getur orðið fangi sfns eigin vinnustaðar Rœtt við Óskar Vigfússon formann Sjómannasombonds ísiands Um næstu áramót eru kjara- samningar allra sjómannafé- laga í landinu lausir. Sjóm- annasamband íslands hefur þegar gengiö frá kröfugerð sinni og mun innan tíðar senda kröfur sínar til LÍÚ. Að þessu sinni eru kröfursjó- manna sérstakar að því leyti að höfuðkrafan er að kauptrygging sjómanna verði tvöfölduð. Sjómenntelja stöðu sína þannig eftir að kvótakerfið var sett á, að ekki verði hjá því komist að legja höfuðáherslu á þetta atriði. Sjómenn telja að kjör sín hafi aldrei verið verri en nú og á þingi Sjómannasambands ís- lands fyrr í haust var tónninn í sjómönnum þannig að þeir vi rðast ætl a að I áta sve rf a ti I stáls varðandi sín kjör, verði fyrirstaða um að bæta þau. Til að ræða þessi mál fórum við á fund Óskars Vigfússonarfor- manns Sjómannasambands- ins og báðum hann fyrst lýsa því hvernig kjörsjómanna væru um þær mundir þegar lagt er uppí kjarasamninga með tvöföldun kauptrygging- arsem höfuðmál. Vökulögin að engu höfð Það er staðreynd sem enginn reynir að bera á móti, að kjör sjómanna hafa versnað á síðustu tveimur árum, umfram það sem gerst hefur hjá fólki í landi. Um þetta er ekki deilt. Við teljum að tekjurýrnun sjómanna hafi orðið 15%-20% umfram það sem gerst hefur í landi. Hitt er svo annað mál að þetta er nokkuð misjafnt eftir veiðigreinum. Þeirsem verst hafa farið útúr þessu eru bátasjó- menn. Tekjur togarasjómanna hafa einnig lækkað verulega, en þeir hafa nokkuð geta bjargað sér á þann hátt að fækka afleysingar- mönnum. Þetta teljum við slæma þróun, en með þessu móti hafa togaramenn getað hækkað laun sín. Leggja á sig meiri vinnu og fá þar af leiðandi meiri laun. Áttu við tneð þessu að menn virði ekki lengur vökulögin? Það fer ekkert á milli mála að eftir þeim er ekki farið lengur á minni togurunum. Það er viður- kennt af öllum sem til þekkja að erfiðari vinna er vart til en á þess- um togurum með 15-16 manna áhöfn. Þetta er afleiðing þess að þegar minni togararnir komu fyrst til landsins fóru menn á þeim inní hin svo kölluðu báta- kjör, sem varð til þess að vöku- lögunum var hent fyr>r róða. Og vinnutími bátasjómanna er ómældur í dag og þá um leið á minni togurunum. Hefur þessi neikvœða þróun í kjörum sjómannastéttarinnar orðið til þess að sjómannastarfið er ekki eins eftirsótt og það var? Það er ekkert vafamál. Það sem hefur komið í veg fyrir að sjómenn gangi almennt í land er að þeir hafa ekki getað fengið þau störf í landi sem henta þeim. Þar fer saman að þröngt er nú um á vinnumarkaði og menn, sem hafa stundað sjó öll sín mann- dómsár, eiga ekki svo létt með að taka hvaða starfi sem er. Það hljóta allir að sjá. Hitt veit ég líka að sjómennskan ér ekki lengur þetta hvetjandi veiðimannastarf sem það var, áður en fiskveiði- stjórnunin hófst árið 1979. Með þeim aðgerðum var öll keppni veiðimannsins fyrir bí, og um leið lækkaði kaupið. Ég er ekki með þessu að ásaka neinn, þetta er einfaldlega afleiðing minnkandi afla, minnkandi afraksturs fiski- stofnanna. Þess vegna tel ég, og það gera margir fleiri, að hið gamla hlutaskiptakerfi sé gengið sér til húðar. Ég tel að allt frá því að skrapdagakerfið var tekið upp, og mönnum var meinað að fara í þær fisktegundir sem gáfu best af sér, hafi hlutaskiptakerfið ekki átt rétt á sér. Sjómenn til í slaginn Það vekur nokkra athygli að aðal krafa ykkar nú er tvöföldun kauptryggingar. Já, ég skil það vel, en hún er beinlínis til komin vegna þeirrar þróunar em ég var að lýsa. Það er vissulega stór hópur sjómanna sem ekki er tilbúinn að kasta hlutaskiptakerfinu fyrir borð. En menn gera sér líka ljóst að áhætt- an fyrir sjómenn eykst sífellt við að stunda sjó ef þeir ætla að tryggja lágmarks afkomu sína og sinna heimila. Þar af leiðir að við teljum að fullkomin rök séu fyrir því að fara fram á hækkun á kauptryggingu, þessari einu bak- tryggingu sem sjómenn hafa. Hin aðalkrafa okkar er að endur- heimta þann stóra hlut sem tek- inn hefur verið af sjómönnum, til að rétta hlut útgerðarinnar. Stjórnvöld hafa í vaxandi mæli farið útá þá braut að leysa vanda útgerðar með því að taka af hlut sjómanna og færa yfir til útgerð- arinnar. Við teljum að vandi út- gerðarinnar sé vandi allra lands- manna en ekki sjómanna einna. Við getum til að mynda borið niður þar sem eru bráðabirgða- lögin frá 27. maí 1983, þar sem sjómönnum var gert að taka á sig 29% kostnaðarhlutdeild í vanda útgerðar. Þetta viljum við endur- heimta og að þetta komi aftur til skipta. Viðbrögð þeirra útgerðar- manna, sem hafa tjáð sig um kröf- ur ykkar, hafa verið afar nei- kvœð. Oft hefur verið talað um að samtakamáttur sjómanna sé lítill, heldur þú að sjómenn séu tilbúnir til átaka til að rétta hlut sinn að þessu sinni? Sem svar við þessari spurningu get ég einungis vísað til þess að á þessu ári leituðum við hjá Sjó- mannasambandinu út til sjó- manna sjálfra. Við heimsóttum félög sjómannasambandsins vítt og breitt um landið í sumar er leið og héldum fundi með þeim sjó- mönnum, sem voru í landi. Þar voru kjaramálin rædd og enda þótt ég ætti von á óánægju sjó- manna með sín kjör, þá reyndist hún meiri en ég átti von á. í máli sjómanna kom fram að þeir eru nú reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum til að bæta kjörin, til- búnir að berjast gerist þess þörf. Kemur þá við fleiri en sjómenn Ýmsir hafa haldið því fram að kvótakerfið bindi hendur sjó- manna, þeir geti ekki beitt sér sem skyldi undir því. Útgerðarmenn geti tekið sinn kvóta hvenœr sem er, efsjómenn stoppa, hverterþitt álit á þessu? Ég hygg að líta þurfi til fleiri átta en bara útgerðarmannsins ef til þess kemur. Sú barátta sem við eigum fyrir höndum og ég vona að sjómenn beri gæfu til að standa saman í, hún beinist ekki eingöngu að útgerðarmönnum. Hún beinist ekki síður að ríkis- valdinu, sem við teljum að eigi stærstan þátt í því hvernig komið er í sjávarútvegi. Eins grunar mig að það heyrist hljóð úr horni víða í þjóðfélaginu ef fiskiskipin stöðvast. Ef við snúum okkur aðeins að öðru. Nú virðist margt benda til þess að breyta eigi togurunum í svokölluð frystiskip, sem þýðir gerbreytingu á okkar útgerðar- háttum og fiskvinnslu. Hvert er þitt álit á þessu máli? Við teljum það í hæsta máta vafasamt að ætla að flytja út á sjó þá vinnu við fullvinnslu hráefnis, sem hefur verið uppistaðan í at- vinnumálum heilla byggðarlaga. Við höfum haldið að fullvinnsla um borð í fiskiskipunum væri lið- in tíð. Við munum vel þegar aflinn var allur saltaður um borð, það er liðin tíð, en mér sýnist á öllu að þetta sé að koma upp aft- ur í breyttri mynd. Eins og þetta hefur verið rekið um borð í þess- um fáu frystiskipum, þá eru það sjómenn sem tekið hafa að sér störf frystihúsafólks. Það eru okkar menn sem leggja á sig aukna vinnu, það er ekki frysti- húsafólk um borð í þessum togur- um. Það hefur verið fjölgað mannskap um borð í frystitogur- unum úr 16 í 24. Og þessir 24 menn vinna að því að veiða fiskinn eins og áður, blóðga og slægja og síðan fara þeir í störf frystihúsafólksins, flaka, snyrta, vigta og pakka. Það er unnið á vöktum 24 tíma á sólarhring alla daga, virka sem helga. Og við skulum ekki gleyma því að þarna er verið að taka að sér hlutverk 70-80 manna frystihúss. Með þessari ógurlegu vinnu fá sjó- menn að vísu betri laun, sitt hvað væri nú, en gróði útgerðar er aft- ur á móti margfaldaður. Og hvað ætla menn að gera fyrir fólk í landi sem missir vinnu vegna þessarar þróunar? Eru menn búnir að hugsa það dæmi til enda? Að mínum dómi er þetta alvarleg þróun, þar sem vegið er að undirstöðuatvinnuvegi þjóð- arinnar. Við getum ekki bara 10 SÍÐA - ÞJÓÐViLJINN Sunnudagur 16. desember 1984 horft til stundargróðans, það verður að líta á þetta mál í víðara samhengi. Skerðing hlutaskiptanna Hlutaskiptin hafa um langt ára- bil verið uppistaðan í launum sjó- manna. Nú er svo komið að 40% aflans fara framhjá skiptum; hvað er langt síðan farið var að krukka í hlutaskipti sjómanna? Það mun hafa byrjað 1960. Fyrir þann tíma var þessu hagað þannig að sjómenn sömdu beint við útgerðarmenn um fiskverð þeirra í milli, en síðan sömdu út- gerðarmenn við fiskkaupendur. Oft var mikill munur þarna á og því þótti þetta ófært. Á þeim árum voru skörp skil á rnilii út- gerðarmanna og fiskverkenda. Nú er þetta breytt, því að í dag eiga um 80% útgerðarmanna fiskvinnslu í landi. Eins og menn eflaust muna var orðið slíkt sjóðafargan í útvegsmálum árið 1975 að alls óviðunandi var fyrir sjómenn, og þá var því mótmælt með því að sigla flotanum í land. Þetta hreif og þáverandi stjórnvöld lofuðu að beita sér fyrir uppstokkun á sjóðakerfinu. Því miður var sú uppstokkun með þeim hætti að útúr henni kom ekki annað en sárindi. Það virðist vera svo að þegar búið er að koma sjóðum á er útilokað að leggja þá niður. Okkur tókst ekki nema að hluta til að lækka hina svokölluðu stofnsjóðsfjár- greiðslu, sem rann til útgerðar- innar fyrir vöxtum og afborgun- um af skipum, en þetta var tekið af hlutaskiptakjörunum. Þannig hafa sjómenn verið látnir greiða þetta niður fyrir útgerðina með sínum aflahlut. Önnur ófreskja, sem einnig átti að aflífa, var olíusjóðurinn. Við höfum oft minnst á það nafn sem félagi okkar Ingólfur Ingólfs- son gaf þessum sjóði - sósíalismi andskotans. Eftir heimsiglingu flotans 1975, var þessi sjóður færður beint út í fiskverðið að kröfu sjómanna. f þeirri hug- mynd fólst viss viðurkenning á vanda útgerðar og sjómenn lækk- uðu sína skiptaprósentu um 4%. Þetta var árið 1976 ogmásegjaað síðan hafi jafnt og þétt verið klip- ið af skiptaprósentunni. Við héldum að eftir að við höfðum gefið 4% eftir af hlutaskiptunum væri búið að jarða sjóðakerfið. En strax á næsta ári, 1977, var hafist handa að nýju. Þá hét það að vísu ekki sjóður, heldur var það nefnt olíugjald. Og, eins og ég sagði áðan, á hverju ári síðan hafa verið sett einhver lög sem skert hafa hlut sjómanna uns svo er komið nú að 40% af afla fer framhjá hlutaskiptum, eða beint til útgerðarinnar, aðeins 60% koma til skipta. Slœmt kerfi en veit ekki um annað betra Hvernig líst þér á þá hugmynd ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 að sjómenn og útgerðarmenn semji saman beint við fisk- kaupendur og Verðlagsráð sjáv- arútvegsins verði lagt niður? Mér líst illa á þá hugmynd. f því sambandi vil ég vísa tií þess að þessi 15%-20% útgerðarmanna, sem enn selja sinn afla óskyldum aðila, þ.e. eiga ekki fiskvinnslu sjálfir, hafa getað komið því svo fyrir að þeir fá allt annað og hærra verð fyrir fiskinn en sjó- menn þessara báta fá. Þetta hefur verið í formi veiðarfæra, olíu og annarrar fyrirgreiðslu, sem auðvelt er að koma framhjá skiptum. Einnigþekkjast greiðsl- ur undir borðið til þessara út- gerðarmanna. Þetta yrði gert í ríkara mæli ef fiskverð yrði ákveðið með þeim hætti sem þú nefndir. Ég veit það vel að sjómenn eru óánægðir með ríkjandi kerfi, Verðlagsráð sjávarútvegsins, og ég get tekið undir það. En samt get ég ekki bent á neitt kerfi sem er betra. Þú sagðir áðan að stjórnun fisk- veiða sem hófst 1979 hafi skert mjög kjör sjómanna, en ef við tökum kvótakerfið útúr, hefur það farið verr með sjómenn en skrapdagakerfið ? Já, það held ég að fari ekki á milli mála. Skrapdagakerfið var þannig að sjómenn gátu hagað sínum störfum með þeim hætti, að það tryggði þeim betri afkomu en kvótakerfið. Kvótakerfið, það er að segja aflamarks-kerfið, er með þeim hætti að sjómenn eru algerlega háðir ákvarðanatöku útgerðarmannsins. Óvissa um af- komu er meiri undir aflamarki en sóknarmarki, en á því byggist skrapdagakerfið. Undir kvóta- kerfi er það þannig að útgerðar- maðurinn ákveður hvenær skip hans tekur þann afla sem það á, og því ákveður hann um leið hve- nær sjómaðurinn verður að fara í land. Og menn mega ekki gleyma því að samkvæmt sjómannalög- unum er uppsagnarfresturinn að- eins 7 dagar. Utgerðarmaðurinn segir sem svo, nú verður þú að fara í land vinur, ég ætla að geyma það sem ég á eftir af kvót- anum þangað til_og þá hittumsi við aftur. Og meira að segja getur útgerðarmaðurinn hengt upp auglýsingu í skipi sínu úti í sjó, þannig að þegar skipið kemur að eru liðnir þessir 7 dagar og sjó- maðurinn stendur uppi atvinnu- laus um leið og hann kemur í land. Þó er þessi 7 daga upp- sagnarfrestur hugsaðuf sem um- þóttunartími fyrir sjómanninn til að leita sér að annarri vinnu. Svona eru nú lögin. Uppsagnar- tíminn getur því sjómaðurinn verið fangi síns eigin vinnustaðar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hef- ur okkur ekki tekist að fá þessum lögum breytt. Hvað er verkalýðshreyfing? Menn tala, Óskar, um sam- stöðuleysi sjómanna, menn tala líka urn samstöðuleysi verkalýðs- hreyfingarinnar í heild; er íslensk verkalýðshreyfing á undanhaldi, er sókninni lokið? Þessari spurningu get ég ekki svarað nema með annarri spurn- ingu: Hvað er verkalýðshreyf- ing? Er það ekki samtök vinnandi fólks? Hver sá vinnandi maður sem talar um að sóknin sé búin og undanhald hafið, hann ætti að líta íeigin barm. Forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar ná aldrei lengra en félagarnir leyfa. Það er alveg ljóst. Ég vil í þessu sam- bandi benda á að ég hef í nafni míns sambands farið með forseta ASÍ, Ásmundi Stefánssyni, um landið og haldið fundi með vinn- andi fólki. Þar margendurtók Ás- mundur á fundum að hann og aðrir forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar næðu ekki lengra í baráttunni en fólkið sj álft leyfði. Það væri verið að berjast fyrir launum þess, og það eitt réði því hve langt yrði gengið hverju sinni í baráttunni. Ásmundur hvatti fólk á öllum þessum fundum til samstöðu um kjaramálin. Ég spyr því: hvað er hægt að gera meira sem forystumaður? Ef beita þarf verkfallsvopninu, þá er það ekki til neins fyrir forystu- menn að lýsa yfir verkfalli ef um- bjóðendur þeirra vilja það ekki. Þetta hljóta allir að sjá. Þess vegna er það ósanngjarnt að ásaka forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir undanhald, eins og oft er gert. Á þessum fundum sem við Ás- mundur vorum á kom það fram að fólk segist ekki getað stoppað, það er með skuldaklafa á bakinu og þolir ekki stopp. Það vantaði ekki að í upphafi funda voru menn með ásakanir á forystu- mennina um linkind, en þegar þeir hinir sömu voru beðnir að lýsa því yfir, að þeir væru tilbúnir að berjast, kom allt annað hljóð í strokkinn og þeir viðurkenndu sinn eigin veikleika. Menn ásaka verkalýðs- hreyfinguna í dag fyrir að hafa gert verðbólgúsamninga. Ég full- yrði að öðru vísi samningar stóðu ekki til boða. Þessi svokallaða skattalækkunarleið stóð verka- lýðshreyfingunni alls ekki til boða. Það er hræsni að halda því fram. Þeir sem sáu þann niður- skurðarlista, sem gerður var af sérstakri nefnd sem kannað skattalækkunarleiðina, vissu full vel að sá listi færi aldrei í gegn á Alþingi. Það hefði komið upp þverbrestur í öllum flokkum hefði það veri reynt. Þetta vissi ríkisstjórnin full vel. Það eru hrein ósannindi að halda því fram að þessi leið hafi verið fær. Verkalýðshreyfingin átti því eng- ra annarra kosta völ en að semja eins og hún gerði. Séu það verð- bólgusamningar þá eru þeir ekki henni að kenna. -S.dór STÓRVIRKI UM SKAEJÁRELDA SKAFARELDAR S/<^TT?\R- 1783-1784 RITGERÐIR OG HEIMILDlR^ Tvær aldir eru liðnar frá lokum Skaftárelda, og er þess minnst með útgáfu þessa stóra verks með ritgerðum og heim- ildum um eldana og Móðuharðindin. Hér skrifa margir okkar bestu fræðimanna á sviði sagnfræði, jarðfræði, læknisfræði og landafræði um þetta mesta gos frá því land byggðist og afleiðingarþess. Sagt er frá nýjustu jarðfræðiniðurstöðum um eðli gossins, gerð grein fyrir áhrifum þess á byggð, bændur og búalið, og rakin viðbrögðstjórnvalda í Kaupmannahöfn og ,,aðstoð“ ein- okunarverslunarinnar. Þá er i bókinni itarlegur og áhrifamikill heimildahluti með samtímalýsingum á gosinu og ástandi is- landsárin 1783 —1784. Þessi sérlega eigulega bók er prýdd fjölda mynda, bæði svarthvitra og í litum, og i henni eru mörg kort. Bókin er i senn handbók, visindarit og fróðleiksnáma um einhverja mestu hörmungartima íslandssögunnar. Ritnefnd hennar skipuðu þeir Sveinbjörn Rafnsson, Þorleifur Einarsson, Gylfi Már Guð- bergsson, Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Sigurður heitinn Þór- arinsson. Verökr. 2500.- NB Tilboðsverð fram til l.april 1985: kr. 1995,- Mál cjefumíjóðarbœkur og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.