Þjóðviljinn - 24.01.1985, Síða 1
HEIMURINN
FURÐUR
Sjómenn
Inneign í olíusjóði
Sjómannasamband Islands fullyrðir að 260 miljóna
Þegar útgerðarmenn
l
hafa
greitt allan olíukostnað fiski-
skipaflotans eiga þeir 260 miljón
krónur eftir miðað við þá upp-
hæð sem tekin er framhjá
skiptum til sjómanna og rennur í
olíusjóð.
króna afgangur verði í olíusjóði
Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn-
unar mun allur olíukostnaður ís-
lenska fiskiskipastólsins nema
rúmum 1.7 miljörðum króna árið
1985 er sú upphæð sem rennur í
olíusjóð útgerðarinnar og er
tekin af óskiptum afla fiskiskipa
og því framhjá sjómönnum auk
styrkj-a nemur rúmum 1,9 milj-
örðum króna. Þannig eiga út-
gerðarmenn eftir 260 miljónir
króna.
Sjómannasamband íslands lét
reikna þetta dæmi út samkvæmt
spá Þjóðhagsstofnunar og iögðu
þessar niðurstöður fyrir þá
Steingrím Hermannsson forsæt-
isráðherra og Halldór Ásgríms-
son sjávarútvegsráðherra á fundi
sem þessir aðilar áttu í fyrradag.
Hér er um algerlega nýjar upp-
lýsingar að ræða og munu þessar
niðurstöður hafa komið ráðherr-
um á óvart. Þess má geta að allur
aflahluti íslenskra fiskimanna
nemur 2.1 miljarði króna. -S.dór
Sjá bls. 3.
Kísiliðjan
Sverrir bakkar
með starfsleyfið
Hefur lofað Náttúruverndarráði að
veita ekki leyfiðfyrr en málið hefur ver-
ið rættnánar við ráðið. Fréttin um
starfsleyfið komfrá undirmönnum ráð-
herra sem hlupu á sig
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra hefur lofað Náttúru-
verndarráði því að starfsleyfi til
Kísilgúrverksmiðjunnar við Mý-
vatn verði ekki veitt fyrr en eftir
ýtarlegar viðræður við ráðið.
Sem kunnugt er kom um það
frétt í hljóðvarpinu í fyrrakvöld
að ráðherra hefði veitt verk-
Bandaríkin
Mafían
í upplausn
Áhrifamikill mafíósi í Banda-
ríkjunum ákvað fyrir skömmu að
segja frá fóiskuverkum samtaka
sinna og hafa uppljóstranir hans
leitt til handtöku 350 glæpa-
manna á Sikiley og í Bandaríkj-
Sjá bls. 5.
smiðjunni 15 ára starfsleyfi, en
Náttúruverndarráð vill ekki veita
leyfi nema til 1991 með skilyrðum
þó um að fram fari rannsóknir er
ljúki 1988.
Fréttin í hljóðvarpinu mun
vera komin frá undirmönnum
ráðherra í ráðuneytinu. Ástæðan
fyrir því er sú að bak við tjöldin
mun Sverrir Hermannsson hafa
verið búinn að ákveða að veita
verksmiðjunni 15 ára starfsleyfi
og hafði kynnt þá ákvörðun í
ríkisstjórninni. Veitingin hafði
samt ekki farið fram.
Harkaleg viðbrögð, bæði Nátt-
úruverndarráðs og landeigenda
við Mývatn mun hins vegar hafa
orðið til þess að ráðherra ákvað
að fresta leyfisveitingunni og
ræða frekar við Náttúruverndar-
ráð um málið, enda munu slíkir
hlutir vera að gerast í lífríki Mý-
vatns að náttúruverndarmönnum
stendur ekki á sama og vilja mjög
ýtarlegar rannsóknir í vatninu.
-S.dór
Elliðaárdalur
Frestun samþykkt
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis-
málaráði urðu við tilmœlum borgarstjóra
um frestun á friðlýsingu
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
Umhverfismálaráði sam-
þykktu í gær gegn atkvæðum
minnihlutaflokkanna að „fresta“
um óákveðinn tíma stofnun fólk-
vangs í Elliðaárdal. Þess í stað
leggur meirihlutinn áherslu á að
endurvekja gamla landamerkja-
deilu um Vatnsendahólma og
komu ekki fram nein haldbær rök
fyrir þessum sinnaskiptum Sjálf-
stæðismanna sem á sínum tíma
studdu fólkvangsstofnunina ein-
dregið.
Allar tillögur um að halda
áfram undirbúningi að staðfest-
ingu friðlýsingarinnar voru felld-
ar á fundinum, einnig tillögur um
að setja ákveðin tímatakmörk á
frestunina. í bókun fulltrúa Al-
þýðubandalagsins kemur fram að
málatilbúnaður meirihlutans sé
ekki á neinum rökum reistur og
þær ástæður sem tíndar séu til
tómar tylliástæður. -v.
Sjá bls. 13.
Nýr heimur kannaður
Þeir víluðu það ekki fyrir sér að stökkva út í Atlantshafið piltarnir tveir á myndinni, þótt lofthiti væri vel undir
frostmarki. Á morgun verða þeir mættir við þriðja mann í Glætuna og segja frá sínu hjartans mali:
sportköfun. (Mynd: E.ÓI.)