Þjóðviljinn - 24.01.1985, Page 5

Þjóðviljinn - 24.01.1985, Page 5
Grœðir 170 miljarði dollara á ári - Samheldni glœpafjölskyldnanna tekin að bila - Afdrifaríkar uppljóstranir Enginn mun nokkru sinni geta gert sér grein fyrir heildarumsvifum glæpafélags eins og Mafíunnar í Bandaríkj- unum. En hin skipulagða glæpastarfsemi, sem samein- ast undir þessum hatti og nær frá stjórnmálaskúmum til sorphreinsunar, þykir svo um- fangsmíkil að sumir telja að forsetakosningar ráði minna um það „hver stjórnar sýning- unni“ í stórum hluta landsins. William Webster, yfirmaður Al- ríkislögreglunnar, FBI, hefur komist svo að orði að „það eru næsta fá fyrirtæki í okkar landi sem eru ekki undir áhrifum skipulagðra glæpasamtaka". Sérstök nefnd sem fjallar um glæpastarfsemi og er skipuð af forsetanum telur, að Mafían hirði í tekjur um það bil 170 miljarði dollara á ári. Það er meira en samanlögð þjóðarframleiðsla landa á borð við Grikkland og Austurríki. Þetta er þó varlega áætlað. Nýleg málaferli gegn að- eins einni Mafíufjölskyldu í New York leiddu í ljós, að Mafían tekur mikinn skatt af veitinga- húsum, flutningafyrirtækjum og byggingafyrirtækjum í borginni. Annað mál gaf til kynna að Maf- íuskattur hækkaði útgjöld vegna sorphreinsunar í aðeins einni til- tekinni sýslu um tíu miljónir doll- ara á ári. Erfið glíma Samt eru þetta allt taldir vasa- peningar í samaburði við þær tekjur sem glæpahringurinn hef- ur af eiturlyfjasölu. Tekjur af heróíni og kókaíni tryggja þær tekjur sem nægja til að múta þeim embættismönnum, sem annars gætu flækst fyrir Mahunni og ekki er hægt að meðhóndla á venjulegan bófahátt (ef þú ert ekki með þá verður þér kálað lagsi - eða syni þínum o.s.frv.). Aðalvandinn í viðureigninni við Mafíuna er sá, að óttinn við hinn langa hefndararm glæpafjöl- skyldnanna voldugu genr pað einatt nær óvinnandi verkefni að safna þeim gögnum og vitnis- burði sem þarf til að koma lögum yfir hyski þetta. Til dæmis að taka gerðu lögreglumenn nýlega hús- leit hjá einum Mafíuhöfðingja í New York og fundu þar ljósritan- ir af lögregluskýrslu um náunga þennan sem „vinsamlegur" leynilögreglumaður hafði útveg- að. Mafíósi þessi náði í ljósritin meðan hann var undir rannsókn sem meiriháttar eiturlyfjasali. Hann stjórnaði í félagi við nokkra menn öðrum eiturlyfja- hring sem var talinn velta 20 milj- ónum dollara á mánuði. Ekki tókst að hafa hendur í hári þeirra fyrr en þeir reyndu að selja heró- ín dulbúnum erindrekum lögregl- unnar. Einnfor að tala Eins og kunnugt er á Mafían bandaríska ættir sínar að rekja til Ítalíu, nánar tiltekið til Sikileyj- ar. Og það er haft fyrir satt að engum öðrum en Mussolini hafi tekist að veita Mafíunni verulega þung högg: hann leit á Mafíuna sem ríki í ríkinu og gat sem ein- ræðisherra unnið henni skrá- veifur sem réttarríki reynast um megn. Þess ber reyndar að geta, að sjaldan eða aldrei fyrir hefur ít- alska og bandaríska lögreglan unnið betur saman að Mafíumál- um en síðustu mánuði. Ástæðan er sú, að áhrifamikill Mafíósi, Tommasso Buscetta, sem hefur unnið fyrir glæpahringinn bæði á Sikiley, í Bandaríkjunum og í Brasilíu, ákvað að kjafta frá því sem hann vissi. Og það var mikið. Svo mikið, að bandaríska lög- reglan geymir hann nú í „virki“ á Manhattan þar sem rafeindabún- aður og vopnuð lögregla gætir hans vandlega. Byssumenn hafa enn ekki náð honum - en þeir eru búnir að skjóta til bana mág hans suður í Palermo. Það heitir að „syngja“ þegar glæpamaður segir frá samsektar- mönnum sínum. „Söngur“ Busc- etta hefur nú þegar leitt til þess að 350 manns hafa verið handteknir suður á Sikiley og í helstu Mafí- umiðstöðvum Bandaríkjanna. Hann hefur einnig gefið mjög verðmætar upplýsingar um það, hvernig Mafían starfar og þá um það, hvernig sérstakur Sikileyjar- hópur, sem nú hefur mikið um- leikis, gerir Mafíuna enn viðsjár- verðari en hún hefur nokkru sinni verið. Hinar gömlu Mafíufjölskyldur Bandaríkjanna voru bundnar saman í fjölskyidutengslum, með ströngum hegðunarreglum, þar sem þagnarskyldan var fyrsta lífsregla. Þessar fjölskyldur hafa auðgast mikið og þær hafa átt í erfiðleikum með að finna nýja menn til að vinna verkin, vegna þess að synirnir hafa hlotið góða menntun og vilja stunda lögmæt störf. Meðal þeirra eru margir lögmenn, sem vissulega þjóna Mafíunni á sinn hátt, en þeir standa þó ekki í verstu skítverk- unum. Eldri og yngri bófar Til að fylla auð pláss neðarlega í Mafíustiganum hafa verið teknir inn nýlegir innflytjendur frá Sik- iley. Þeir eru utan við hina ströngu fjölskyldusiði, þeir eru enn gráðugri og grimmari en þeir eldri og gera sér enn síður grillur út af því hvaðan peningar koma eða með hvaða aðferðum. Til að mynda voru margir hinna eldri „guðfeðra" andvígir því, að Maf- ína stundaði eiturlyfjasölu, en hin nýja Sikileyjardeild hefur stefnt í þveröfuga átt. Hún er í nánum tengslum við alþjóðlegan eiturlyfjamarkað og fram- leiðslustöðvar í Rómönsku Am- eríku og Asíu. Þetta lið lætur her- óín og kókaín flæða yfir Banda- ríkin í stórum stíl og stendur í blóðugum götubardögum við alls konar keppinauta (Því margir innflytjendahópar hafa líkt eftir Mafíufordæminu eins og rakið er hér á öðrum stað). Þessi nýja og villta kynslóð Sik- ileyinga er að sumu leyti hættu- legri en eldri Mafíósar, en að sumu leyti er auðveldara fyrir lögregluna að klófesta þá. Þeir eru að minnsta kosti fúsari en eldri kynslóðin til að brjóta lögmál þagnarskyldunnar. Talið er að Tommasso Buscetta sjálfur hafi gerst uppljóstrari vegna þess að hann vildi hefna fyrir morð 14 ættmenna sinna. - Þeirra á meðal tveggja sona sinna. Aðrir hafa „sungið“ fyrir lögregluna í skiptum fyrir vægari dóma og fyrir loforð um að þeir yrðu verndaðir fyrir hefndaraðgerðum glæpabræðra sinna um ókomna framtíð. ÁB þýddi og endursagði. Pizzusambandið komst í klandur Lítið dœmi úr Mafíusögunni „Söngfuglinn" Tommasso Buscetta hefur meðal annars tekið þátt í að koma undir lás og slá foringjum nýlegrar lítill- ar Sikileyjargreinar Mafíunnar, sem hér skal sagt stuttlega frá. Meðlimir þessarar Mafíu eru Sikileyingar sem flust hafa til Bandaríkjanna fyrir 15-20 árum. Þeir réðu sig ekki hjá bandarísk- um mafíósum heldur héldu áfram tryggð við guðföður nokkurn á Sikiley, Gaetano Badalamenti. Þeir sneiddu hjá hefðbundnum glæpamiðstöðvum (New York, Chicago) en leituðu í staðinn fyrir sér í fimm smærri borgum í Mið- vesturríkjunum. Þar komu þeir á fót pizzusölum og höfðu þær sem felubúnað yfir eiturlyfjasölu upp á miljónir doll- ara. Mest versluðu þeir með her- óín. Heróínið fengu þeir frá Ba- dalamenti, sem flúði reyndar frá Sikiley til Brasilíu 1981 eftir harða valdabaráttu við aðra mafí- ósa. Fyrir þrem árum féll grunur á lið þetta, sem yfirfærði furðu mikla peninga til Sviss og gerði undarlegar símapantanir á osti, tómatsósu og pizzudeigi - sem náttúrlega voru lykilorð fyrir eiturlyf. Símahleranir og upp- ljóstranir Buscetta hafa leitt til þess að um 40 manns úr „pizzu- sambandinu“ hafa verið hand- teknir. í gömlu og grónu Mafíunni eru hins vegar alls um 24 fjölskyldur. Fullgildir og innvígðir meðlimir eru 2-4 þúsundir en undirsátar eru taldir um tuttugu þúsund. -áb UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN Fimmtudagur 24. janúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.