Þjóðviljinn - 24.01.1985, Blaðsíða 9
FURÐUR
Vélknúin þríhjól, framleidd af uppfinningamanninum Clive Sinclair, voru sett á markaðinn í síðustu viku í Bretlandi.
Samgöngur
Rafknúið þríhjól
Rafknúin þríhjól komu á enskan markað í
síðustu viku.
Ná nœr20 km hraða. Fara 40 km á hleðslu.
Kosta 20 þúsund
Eru rafknúin þríhjól það sem
koma skal í umferð stórborg-
anna?
Það heldur hinn heimsþekkti
uppfinningamaður Clive Sinc-
lair, sem hefur gert fjöldan allan
af uppgötvunum á sviði tölvu-
tækni, og setti á síðasta vetri á
markað sjónvarpstæki sem hægt
var að bera í ól, í stað armbands-
úrs.
Nú er hann búinn að gera vél-
knúið þríhjól, eins og það sem
sést á myndinni. Hjólið er þeim
ágæta kosti búið, að það gengur
fyrir rafmagni og vélin í því er
einföld, enda afskaplega lík drif-
vél ósköp venjulegra þvotta-
maskína. Þríhjólið er tveir metr-
ar á lengd, getur farið hátt í 40
kflómetra á einni hleðslu, og há-
markshraðinn er nálægt 20 kfló-
metrum á klukkustund.
Sinclair setti það á markaðinn í
síðustu viku og stykkið kostaði
einungis tæpar 20 þúsund krónur.
Um hundrað þúsund hjól verða
framleidd á þessu ári.
-ÖS
Þjófavörn
Vörumerkjaþjófar gómaðir
Vörusvik með fölsuðum vörumerkjum kosta framleiðendur og neytendur
23 biljónir dala í Bandaríkjunum. Ný tœkni, sem byggist á því að „fingraför“ vöru-
Óvandaðar vörur, sem kosta
lítið í framleiðslu, eru búnar til
vítt um veröid og seldar dýrum
dómum á ólögmætan hátt undir
þekktum, dýrum vörumerkjum.
Á þann hátt er bæði stolið frá
neytendum og fyrirtækjum sem
framleiða hina raunverulegu
gæðavöru.
Breiðskífur með stolnum upp-
tökum þekktra hljómsveita úr
poppbransanum og upp í galla-
buxur eru á meðal vara sem á
þennan hátt eru sviknar inná
grunlausa viðskiptavini. Einung-
merkjanna eru
is í Bandaríkjunum er talið að
svikin nemi um 23 biljónum doll-
ara árlega.
Þjófavörn
Fyrirtæki í Los Angeles, Ligat
Signatures, er nú búið að þróa
tækni sem gerir vörusvikurum af
þessu tæi mun erfiðara um vik í
framtíðinni. Tæknin byggist á
nokkurs konar tölvulöggu, sem
getur greint „fingraför“ efnisins í
vörumerkinu, og kannað hvort
það er falsað eða ekki.
Grundvöllurinn er sú upp-
?sin, getur komið
götvun, að samsett efni eins og
klæði eða pappír eru öll gerð af
trefjum, sem hafa sína sérstöku
lögun og form. Trefjarnar í hverj-
um tveimur bútum af sama efni
eru aldrei eins. Með öðrum orð-
um: Það má nota trefjagerð í
vörumerkjunum eins og fingraför
á mannfólkinu.
„Fingrafara“-skraning
Fyrirtækin sem framleiða til-
tekna vöru nota sérstaka tölvu frá
Light Signature, sem skráir „fin-
í veg fyrir þetta
graför“ trefjanna í efninu sem er
notað í vörumerkið.
Tækið byggist á afar sterku
Ijósi, sem er Iýst gegnum vöru-
merkið hjá framleiðendunum,
áður en það er sent til búðanna.
Ljósið nemur trefjagerð vöru-
merkisins, sem er skráð í smá-
tölvu. Hún spýtir því síðan úr sér
sem sérstakri tölu sem er stim-
pluð á merkið og til frekara ör-
yggis er hún á sérstöku dulmáli
sem er mjög erfitt að brjóta.
Þegar kaupandinn tekur svo
við sendingunni les önnur vél
númerin á hverri einstakri vöru-
eininguogskráir á tölvudisk. Tal-
van hefur svo samband við móð-
urtölvuna hjá framleiðendum,
sem er skráður á vörumerkið.
Með einfaldri samkeyrslu gegn-
um síma má finna út, hvort vöru-
merkið er raunverulegt eða fals-
að.
Vélarnar geta lesið 100 þúsund
stykki á klukkustund, þannig að
þetta tekur ekki mikinn tíma og
mun vonandi geta sparað
neytendum og framleiðendum
gífurlegar upphæðir. -ÖS
Þingvallavatn
Vissirðu þetta?
Þingvallavatn er stærst ís-
lenskra vatna, enda 83.7 fer-
kílómetrar að stærð. Mesta
dýpi þess eru 114 metrar en
meðaldýpið er 34 metrar.
Mesta lengd vatnsins eru
14.5 kílómetrar en mesta
breidd þess 9.5 kílómetrar.
Vatnið er kaldast í janúar og er
þá 0-2°C en heitast í byrjun ágúst
og er þá 9-10°C. Síðla í desember
leggur vatnið yfirleitt og það er
ekki fyrr en seint í mars eða í aprfl
að ísinn tekur af. Samkvæmt út-
reikningum tekur það vatnið að
minnsta kosti 290 daga að endur-
nýja sig.
Kísilþörungar eru mest áber-
andi í jurtasvifinu í vatninu en í
dýrasvifinu eru svifkrabbar mest
áberandi: Tvær tegundir árfætla
Dýralíf
sem nefnast rauðdfli og augndfli
og auk þess ein vatnsfló, lang-
halaflóin svokallaða. Nokkrar
hjóldýrategundir eru líka áber-
andi.
Næst fjörunni (á harðbotnin-
um, 0-10 metra dýpi), er vatna-
bobbinn í mestu magni hvað
þyngd varðar, þó rykmý og ánar
séu langalgengust dýra með tilliti
til fjölda. -ÖS
Himbrími, toppönd og minkur
Himbrima ber ósjaldan fyrir brimapör við vatnið. Af öndum
augu þeirra sem leggja leið munutoppendurveraalgeng-
sína til Þingvallavatns, en að astar. Hettumávar eru al-
staðaldri verpa nokkur him- gengir og fýlar sjást þar
gjarnan svífa yfir vatnsborð-
inu, en í Nesjaey munu nokkr-
ir tugir fýlapara verpa reglu-
lega.
Af þeim fuglategundum sem
nytja vatnið eru þó svartbakar og
sflamávar algengastir, en báðar
tegundirnar verpa í Sandey.
Við Þingvallavatn er töluvert
af mink, en honum smakkast fátt
betur en nýveidd murta og er því
glaðari sem hann þarf að hafa
minna fyrir því að veiða hana.
Þeir eru enda ekki svo fáir sem
hafa lent í því að landa nokkrum
murtum og snúið sér veiðiglaðir
að því að draga næsta fisk úr
djúpum Þingvallavatns, en ekki
gætt að því að hauglatur minkur
er gjaman í næsta nágrenni og
ævinlega reiðubúinn til að næla
sér í ránsfeng. _ÖS
Hilmar J. Malmquist líffræðingur hristir Þingvallamurtu úr neti. Ásamt öðrum
vinnur Hilmar að rannsóknum á lífríki Þingvallavatns. Mynd Skúli Skúlason.
24. jWMMT 1985 ÞJÓBWUmM - MftA 9