Þjóðviljinn - 24.01.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
MÓDVIUINN
Flmmtudagur 24. janúar 1985 19. tölublað 50. árgangur
Ágreiningur um niðurskurð
meðal fiskeldismanna
Jón í Lárósi: Klakfiskur var einnig seldur úr Kollafjarðarstöðinni. En
13 prósent klakfisks fundust sýkt af nýrnaveikinni
Fiskeldi
Hrogn, seiði og líka klakfískur
voru seld úr Kollafjarðar-
stððinni til annarra fískeldis-
stöðva, þannig að ákveði fisk-
sjukdómanefnd að skera niður í
Kollafírði þá verður líka að skera
í þeim stöðvum. Hins vegar er
óhætt að segja að meðal okkar
fiskeldismanna eru skiptar skoð-
anir um hvort eigi að grípa til
niðurskurðarins eða ekki. En við
munum auðvitað sætta okkur við
úrskurð Fisksjúkdómanefndar.
Þetta sagði Jón K. Sveinsson,
formaður Landssambands Fisk-
eldis- og hafbeitarstöðva, en við-
brögð þeirra við nýrnaveikinni
voru rædd á fundi sem haldinn
var í Torfunni fyrr í vikunni.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans hallast flestir fiskeldis-
manna að því að grípa beri tafar-
laust til niðurskurðar til að kom-
ast fyrir veikina. -ÖS
Stjórn Landssambands Fiskeldis- og hafbeitarstöðva á fundi í Torfunni, þar
sem hið alvarlega nýrnaveikivandamál var rætt. Frá vinstri Sigurður Helgson,
fisksjúkdómafræðingur, Jón K. Sveinsson í Lárósi, Sigurjón Höskuldsson,
Róbert Pétursson, Olafur Skúlason í Laxalóni, Ingimar Jóhannesson og Sig-
urður St. Helgason frá Húsatóftum. Mynd -eik.
Bláa lónið
Fullbókað
í sumar
Norðmenn ogSvíarflykkjast í
heilsubað en íslendingar ekki
eins áhugasamir
Góð aðsókn hefur verið að gisti-
heimilinu við Bláa lónið nú
eftir áramótin og þegar er orðið
fullbókað á heimilinu stóran
hluta á komandi sumri. Það eru
einkum Norðmenn sem ætla að
baða sig í Bláa lóninu í sumar.
„Þetta hefur verið ansi þungt í
vöfum fram til þessa en nú er að-
sóknin með ágætum og ég hef trú
á því að það verði fullbókað hjá
mér í allt sumar“, sagði Þórður
Stefánsson gistihaldari við lónið
er haft var samband við hann í
gær.
10 herbergi eru á gistiheimilinu
og er verið í 8 þeirra núna. Flestir
gestirnir eru starfandi við undir-
búning fyrir fiskeldistöð í næsta
nágrenni en strax í vor er von á
fyrstu útlendingunum til að baða
sig.
„Það eru aðallega Norðmenn
sem sækja þetta hingað erlendis
frá og einnig nokkuð um Svía.
Það hefur verið mikið skrifað um
lónið og lækningamátt þess í blöð
og tímarit í þessum löndum og
fólk er greinilega mjög hrifið og
áhugasamt. í fyrrasumar dvöldu
hér þó nokkrir Norðmenn og
Bláa lónið mun fyllast af útlendingum
í sumar sem hingað koma til að leita
sér lækninga við húðsjúkdómum.
Ljósm. eik.
voru mjög ánægðir með árangur-
inn. Þeir hafa flestir skrifað okk-
ur kveðju, þakkað fyrir dvölina
og segjast ætla að koma aftur“,
sagði Þórður Stefánsson. -Ig.
Farmenn
Boða verkfall 30. janúar
Ef til verkfalls kemur mun það ná til 45 farskipa
Undirmenn á farskipum hafa
boðað verkfall frá og með 30.
jan. nk. hafí samningar ekki tek-
ist fyrir þann tíma. Verkfallið ef
af verður mun ná til 45 íslenskra
farskipa að sögn Guðmundar
Hallvarðssonar formanns Sjó-
mannafélags Reykjavíkur.
Guðmundur sagði að á þeim
samningafundum sem haldnir
hefðu verið undanfarið hefði ým-
islegt verið rætt, en málin gengu
ekki upp og allt hefur hlaupið í
baklás og því ekki um annað að
gera en boða verkfall.
Deila yfirmanna á farskipum
hefur enn ekki verið send til ríkis-
sáttasemjara, en þeir viðræðu-
fundir sem haldnir hafa verið til
þessa með öllu árangurslausir.
Guðlaugur Gíslason hjá Stýri-
mannafélagi íslands sagði í gær
að engin ákvörðun hefði enn ver-
ið tekin um verkfallsboðun, en að
því myndi draga ef ekkert þokað-
ist í samningamálunum.
-S.dór
Olía
Stór-
hækkun
í Rotter-
dam
Vilhjálmur Jónsson:
Sleppum trúlega
við hœkkun
í kjölfar hinna miklu kulda
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum
hefur verð á olíu nú hækkað veru-
lega á Rotterdammarkaði eftir að
það hafði staðið í stað ogjafnvel
lækkað töluvert í lok sl. árs.
Sem dæmi má nefna að frá því
um áramót og fram undir miðjan
þennan mánuð hefur gasolíut-
onnið í Rotterdam hækkað um 20
dollara.
Að sögn Vilhjálms Jónssonar
forstjóra Olíufélagsins var síðasti
gasolíufarmurinn hingað til lands
keyptur skömmu fyrir áramót á
hagstæðu verði. Næsti farmur
verður ekki tekinn fyrr en um
miðjan febrúar. „Ég er ekki
hræddur um að við fáum að finna
fyrir kuldakastinu í hærra olíu-
verði hér heima. Ég hef trú á því
að verðið fari að falla aftur og
verði komið niður í það sem það
var áður þegar við tökum næsta
farm eftir miðjan febrúar“, sagði
Vilhjálmur. -|g.