Þjóðviljinn - 25.01.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Page 2
FRETTIR Málmiðnaðarmenn Fangelsanir fordæmdar Sambönd málmiðnaðarmanna á Norðurlöndum senda áskorun til yfirvalda í S-Afríku Formenn sambanda málmiðn- aðarmanna á Norðurlöndum hafa sent Botha forseta minni- hlutastjórnar hvítra manna í Suður Afríku áskorun um að sleppa þegar úr haldi og fella nið- ur ákærur á hendur tveggja for- ystumanna málmiðnaðarmanna þar í landi sem handteknir voru meðan á tveggja daga friðsam- legri vinnustöðvun stóð í nóvem- ber sl. Það voru þeir Moses Mayekiso ritari sambands málmiðnaðar- manna í Transvaal og Jerry Kau starfsmaður Renaults-verksmiðj- anna og stjórnarmaður í lands- sambandi starfsmanna í bílaiðn- aði sem voru fangelsaðir meðan á verkfallinu í nóvember stóð. Moses hefur verið sleppt og á yfir höfði sér ákæru er varðar 25 ára fangelsi en Jerry Kau er enn í haldi. í áskorun sambanda málmiðn- aðarmanna á Norðurlöndum segir m.a. að óraunhæfar ákærur sem beitt er til að brjóta niður starfsemi löglegra verkalýðsfé- laga verði einungis til þess að ýta undir ofbeldi og beina reiði al- mennings um heim allan gegn því samfélagi sem fordæmt hefur ver- ið og áfram mun verða fordæmt fyrir apartheidstefnu sína. -íg Reykingar Minnka meðal gmnnskóla Þorvarður Örnólfsson greindi frá því á fundi Tóbaksvarna- nefndar með fjölmiðlafólki nú ný- lega að athuganir bentu til þess, að tóbaksreykingar grunnskóla- nema hefðu stórlega minnkað. Minna væri þó vitað hversu þessu liði á landsbyggðinni en naumast ástæða til að ætla að þar horfði neitt lakar. Þetta þýðir að unglingar byrja seinna að reykja en áður og er það út af fyrir sig ærinn ávinningur. Talið er að um 40% af íslend- ingum, 18 ára og eldri, reyki og er það svipað eftir kynjum. Um 300 manns deyja árlega á íslandi úr sjúkdómum, sem rekja má til tó- baksreykinga og hefur dánartala aukist mjög síðustu áratugina. Farmgjöld Hvert er lægstaboð? Þórður Sverrisson fulltrúi hjá Eimskip hafði samband við Þjóð- viljann í gær vegna frétta hér í blaðinu sem og öðrum fjölmiðl- um um að skipafélagið Víkur væri með lægsta tilboðið í flutn- inga á frystum fiski til Bandaríkj- anna fyrir SH. Sagði Þórður að taka þyrfti til- lit til fjölmargra annarra þátta í tilboðunum, en bara sjálfs flutn- ingsgjaldsins. Sjálft flutnings- gjaldið væri aðeins hluti af því sem kalla mætti heildarflutnings- gjald. Þar inní kæmu atriði eins og söfnun á ströndinni, flutning- ur frá uppskipunarhöfn á áfang- astað, geymslukostnaður, hve tíðar ferðirnar eru og margt fleira sem taka verður tillit til, þegar tilboðin eru metin í heild, sagði Þórður. -S.dór Halldór Ásgrfmsson sjávarút- vegsráðherra hefur afhent Slysavarnafélaginu að gjöf 2000 eintök af sérunnu korti af fisk- veiðilandhelgi íslands sem sjávar- útvegsráðuneytið hefur látið gera í samvinnu við Landmælingar ríkisins. Auk þess hefur Slysa- varnafélaginu verið veittur útgáf- uréttur að 8000 eintökum til við- bótar. „Þessi góða gjöf verður von- andi til stórstyrktar félaginu og við óskum þess að kortinu verði vel fagnað þegar félagar okkar munu bjóða það til sölu. Hér er um mjög merkilegt og vandað kort að ræða“, sagði Hannes Haf- stein hjá Slysavarnafélaginu. Kortið er sett saman af um 13 sérkortum. Það stærsta sýnir haf- dýpi kringum landið að 200 míl- um, heita og kalda strauma og útbreiðslu hafíss. Átta sérkort sýna hrygningarstöðvar og göngur helstu nytjafiska og tvö þeirra sýna framleiðni svifþör- unga og magn rauðátu í sjónum. -«g- T0RGIÐ Hvort skyldi hafa meiri um- framorku Landsvirkjun eða Jón Páll? Ibúðir Nýja kortið yfir fiskveiðilandhelgina er nær meter að flatarmáli og utan um aðalkortið er á annan tug fróðlegra korta og upplýsinga um fiskveiðar og fiskvinnslu. Mynd -eik. Slysavarnafélagið Stórgjöf til fjáröflunar Sjávarútvegsráðuneytið veitir SVFI viðurkenningu. Fœrsölu- og útgáfurétt á nýju merkilegu landhelgiskorti Yngri eigendum fækkar Ungu fólki, sem getur keypt sér íbúð fer nú fækkandi, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Að óbreyttri kaupgetu þess munu einungis 60-70% þeirra, sem nú eru undir þrítugu geta búið í eigin húsnæði. Hingað til hefur 80-85% ís- lendinga búið í eigin húsnæði og telur Fasteignamatið að það hlut- fall sé með því allra hæsta sem þekkist í okkar heimshluta. Þá er á það bent að breytt vaxtakjör og mikill skortur á lánsfé skapi íbúðakaupendum mikla erfiðleika, en auk þess valdi rýrnandi kaupmáttur því að mörgum veitist æ erfiðara að standa í skilum með afborganir og vexti af lánum sínum. í nýju fréttabréfi frá FMR, koma einnig fram merkar upplýs- ingar um mat á fasteignum í landinu. Af þeim er ljóst að gífur- legur munur er á fasteignamati eftir byggðarlögum. Nákvæmur samanburður er nokkuð erfiður, en í fljótu bragði virðist munur- inn á sambærilegum eignum á t.d. Akureyri og Reykjavík geta verið a.m.k. 50%. Fasteigna- matið er eins og kunnugt er skatt- stofn sem sveitarfélögin nota við álagningu fasteignagjalda. Mis- munandi fasteignamat þýðir því mishá fasteignagjöld eftir sveitarfélögum. Þannig getur Da- víð Oddsson borgarstjóri auðveldlega veitt borgarbúum „afslátt“ á fasteignagjöldum, en innheimt eigi að síður mjög há gjöld, þar sem skattstofninn er miklu hærri en víðast annarsstað- ar. hágé. Svar við athugasemd borgarstjóra Athugasemd gavíðs borgarstjora Q Þjóðviljinn er blað sem stendur öllum opið. Þessvegna birti blaðið í gær einstaklega rætna og ómálefnalega athugasemd Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Þar ræðst hann gegn fréttaflutningi Þjóðviljans af frestun á friðlýs- ingu Elliðaárdalsins, og lætur sér sæma að ráðast með óbóta- skömmum á blaðamann Þjóðvilj- ans, S.dór. Málflutningur í slík- um umbúðum dæmir auðvitað harðast þann sem heldur á penna. Eftir stendur þetta: 1. Davíð Oddsson á í harðvít- ugum deilum við flokksbræður sína í Kópavogi útaf því að hann vill eyðileggja Fossvogsdal með því að leggja hraðbraut um hann, þvert gegn vilja íbúanna. 2. Davíð Oddsson greiddi á sínum tíma atkvæði með því að Elliðaárdalurinn yrði friðlýstur sem fólkvangur. Með því hefði endanlega verið komið í veg fyrir svonefnda Elliðaárdalsbraut sem átti að verða framhald hrað- brautarinnar sem hann vill leggja í Fossvogsdalnum. Nú hefur Da- víð skipt um skoðun. Hvers- vegna? Þessari spurningu hefur borgarstjóri enn ekki svarað, og eru þó margir flokksbræður hans furðu lostnir. 3. Af ummælum Davíðs í Morgunblaðinu fyrr í vikunni má ráða að hann vill hafa frjálsar hendur um ráðstöfun Elliðaár- dalsins. Þar með er auðvitað gamla Elliðaárdalsbrautin komin á dagskrá, og meðan Davíð kem- ur ekki með trúverðuga skýringu á skyndilegum sinnaskiptum sín- um varðandi friðlýsingu Elliðaár- dalsins hníga öll rök að því, að í bígerð sé að ráðast í samtengda hraðbraut um Elliðaárdal sem myndi tengjast hraðbrautinni í Fossvogsdalnum. Þetta óttast margir innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Of- stækisfull viðbrögð borgarstjóra við upplýsingum Þjóðviljans sýna það eitt að Davíð er búinn að koma sér í erfiða klípu. Þess vegna virðist hann um stund hafa glatað rósemi hugans jafn illilega og kom fram í persónulegum á- rásum hans á blaðamann Þjóð- viljans í fyrrnefndri athugasemd. Ritstj. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.