Þjóðviljinn - 25.01.1985, Page 24

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Page 24
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Föstudagur 25. janúar 1985 20. tölublað 50. örgangur DJQÐVIUINN Olíufélögin Eins og gorkúlur á haug Kristján Ragnarssonformaður LIU: Olíufélögin óskapnaður sem þenst út. Olíufélögin ekki að biðja um hœkkun vegna kostnaðarhœkkana, heldur bara hœrri álagningu fyrir þau sjálf. Mcr þykir það nú heldur lítil- mótlegt að persónugera mig fyrir LÍÚ og ráðast að mér per- sónulega, eins og Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins gerir í Þjóðviljanum í gær. Það sem málið snýst um er ein- faldlega það, að við höfum upp- lýst það sem leynt átti að fara að sú hækkunarbeiðni sem olíufé- lögin biðja nú um er ekki vegna gengisfellingar eða sigs, hvað þá kostnaðarhækkana hér innan- lands. Þau eru einfaldlega að biðja um hækkun á álagningu sinni á olíu hér innanlands. Ein- ungis 4 aurar eru vegna gengis- breytinga. Annars eru þessi olíufélög orðin óskapnaður sem þenst út eins og gorkúlur á mykj- uhaug, sagði Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ í samtali við Þjóðviljann í gær. Kristján sagði að þegar hækk- unarbeiðni olíufélaganna var til- búin hafi þau neitað að leyfa LÍÚ að sjá hana og það sama gerði verðlagsstofnun fyrst eftir að beiðnin barst til hennar. Það er einnig í hrópandi mót- sögn að olíufélögin skuli biðja um hækkun nú, þegar verð á bensíni og olíu fer lækkandi um allan heim, sagði Kristján Ragnarsson. -S.dór Verölag Ysan á toppnum Verðlagsráð hefur samþykkt ýmsar hækkanir á vöru og þjón- ustu sem eru á bilinu 5-50%. Hækkanirnar hafa þegar tekið gildi. Þjónustugjöld vöruflutn- inga skipafélaganna hafa verið hækkuð um 15% og vöruflutn- ingar með flutningabifreiðum um 5-12%. Þá hafa fargjöld í innanlands- flugi Arnarflugs verið hækkuð um 11.5% og fargjöld sérleyfis- bifreiða um 16.6% og fargjöld í hópferðaakstri um 17.8%. 1 kjölfar fiskverðshækkunar hefur útsöluverð á ýsu og þorski í fiskbúðum stórhækkað. Há- marksverð á ýsu hækkaði um 40.7-42.3% og hámarksverð á þorski um 18.9-20.7%. Einnig hefur harðfiskur úr þorski verið hækkaður um 34.6% og úr ýsu Glætan leit við á Rás 2 í gærkvöldi þegar vinsældalisti hlustenda rásarinnar var í mótun. Starfsmenn og skólafólk í starfskynningu sátu við með sveittan fót og skrifuðu niður óskalög hlustenda. Árangurinn gefur að líta í Glætunni í dag, bls. 7-8. Frá vinstri, Alvar, Stefán, Kristján, Ingibjörg. Guðný, Asgeir og Páll. Ljósm. E.OI. Hœstiréttur Uppsagnir heimilaðar Samkvœmt Hœstaréttardómi mega fyrirtœkin búa til atvinnuleysi. Pórir Daníelsson VMSÍ: Nú er að fá lögunum breytt! Hæstiréttur hefur með dómi úr- skurðað að atvinnurekendum i fískvinnslu sé heimilt að segja starfsfólki sínu upp vegna hráefn- isskorts, þó svo að hráefnisskort- urinn sé af þeirra eigin völdum. Hinn 18. júlí 1980 tilkynntu forráðamenn Fiskvinnslunnar h/f á Seyðisfirði verkakonum sínum að þær yrðu teknar af launaskrá Akureyri Afslátftur Bæjarráð Akureyrar hefur nú til umfjöllunar tillögu frá full- trúa Kvennaframboðsins þar í bæ um athugun á lækkun strætis- vagnafargjalda. Lára Ellingsen fulltrúi V- listans í stjórn Strætisvagnanna hefur lagt til að í tilefni árs æskunnar verði gerð könnun á möguleikum þess að fargjöld 12- 16 ára unglinga verði hin sömu og í strætó? hjá börnum. Fargjald fyrir full- orðna er 18 kr. hjá Strætis- vögnum Akureyrar eins og hjá SVR. Greiða unglingar nú sama fargjald en barnafargjald er 6.00 kr. Afsláttarfargjöld fullorðinna eru 15.00 kr., barna 4.00 kr. og aldraðra 7.40 kr. ef keypt eru kort með 20 eða 25 miðum. hágé. eftir tíu daga vegna fyrirsjáan- legrar vinnslustöðvunar. Þessu vildi Verkamannafélagið Fram ekki una, og krafðist þess að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka og konunum greidd töpuð laun. I ársbyrjun 1983 féllst undirréttur á skilning félagsins sem taldi að forsendur hefði skort fyrir uppsögninni, hráefnisskort- urinn væri til kominn vegna að- gerða forráðamanna Fiskvinnsl- unnar. Þeir hafi látið tvo togara, sem lagt höfðu upp hjá fyrirtæk- inu, landa annarsstaðar. Annar togarinn var í eigu fyrirtækisins, hinn í eigu annars fyrirtækis en sömu hluthafar áttu að langmestu leyti bæði fyrirtækin og sami maður var stjórnarformaður beggja. Hæstiréttur hengir hatt sinn á að annar togarinn hafi verið í eigu sjálfstæðs fyrirtækis, sem ekki hafi viljað láta hann landa hjá Fiskvinnslunni h/f vegna skulda. Skilyrðin fyrir rekstri Fiskvinnsl- unnar hafi því verið brostin, og uppsögnin þess vegna lögmæt. Þessi dómur Hæstaréttar stað- festir enn öryggisleysi verkafólks í fiskvinnslunni og ekki síður hitt að með skipulagskúnstum geta þeir sem fyrirtækin eiga vikist undan allri ábyrgð. Þórir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- bandsins, sagði í samtali við blað- ið, að þessi dómúr flýtti fyrir því að reynt yrði að fá lögum um upp- sagnarfrest breytt. hágé. Kjaradómur BHM-deilan þingfest Kjaradeila Bandalags Háskóla- manna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins verður væntanlega þingfest í Kjaradómi n.k. mánu- dag 28. janúar að sögn Benedikts Blöndals formanns Kjaradóms. Kjarasamningur BHM og ríkisins rennur út 1. mars n.k. og verður dómurinn að vera búina að skila úrskurði sínum fyrir 21. febrúar n.k. Hér er um aðalkjar- asamning að ræða en óvíst er enn- þá hvort sérkjarasamningum verði einnig vísað til Kjaradóms. í Kjaradómi eiga sæti 5 aðilar, þrír skipaðir af Hæstarétti, einn af BHM og einn af fjármálaráðu- neyti. -«g.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.