Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 1
VIÐHORF MANNLfF HEIMUR ÍÞRÓTTIR Nokkrir starfsmanna RÚV á blaðamannafundinum í gær: Ævar Kjartansson, ögmundur Jónasson, Dóra Ingvadóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Gunnar Baldursson. Mynd: eik. Dómskerfið Pólitísk aðgerð Starfsmenn Ríkisútvarpsins: með málshöfðun ríkissaksóknara er hafin aðför að samtökum launamanna- alvarlegt mál sem vekur spurningar um starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga á Islandi. RÚV-menn skiptimyntí ráðabruggi valdsmanna um einkaútvarp? Margt bendir til að hér sé um pólitíska aðgerð að ræða fremur en venjulega málshöfðun, segja starfsmenn útvarps og sjón- varps um málshöfðun Þórðar Sverrissonar ríkissaksóknara á hendur sér. Þeir undrast vinnubrögð sak- sóknara og spyrja hvers vegna þeir einir séu lögsóttir af þeim stóra hópi sem svaraði ákvörðun Stefnt er að helmingsfækkun starfsfólks hjá áhaldshúsi Vita- og hafnarmálastofnunar og töluverðum tilfærslum í helstu stjórnunarembættum stofnunar- innar, samkvæmt áfangaskýrslu sem Rekstrarstofan í Kópavogi hefur nýlega lagt fram og kynnt hefur verið fyrir Hafnarráði. Skýrsla þessi hefur verið í smíð- um frá um mitt sl. sumar og er unnin á vegum Matthíasar Bjarnasonar samgönguráðherra. Kristján Kristjánsson starfs- fjármálaráðherra um að greiða ekki laun í október með því að leggja niður vinnu. Þeir benda á að saksóknari hefur spyrt saman tvö ólík mál, vinnustöðvunina og ólögleg einkaútvörp, og segja þá spurningu áleitna „hvort ákveðið hafi verið að gera starfsmenn út- varps og sjónvarps að skiptimynt í einhvers konar hagsmunabar- áttu“. maður Rekstrarstofunnar sem hefur unnið að úttekt á starfsemi Vita- og hafnarmálastofnunar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að lagt væri til að ýmis stjórn- unarstörf yrðu stokkuð upp og menn fluttir á milli starfa. Þá yrði stefnt að töluverðum samdrætti hjá áhaldahúsi stofnunarinnar í Kópavogi en þar vinna nú um 20 manns. Reiknað væri með 10-12 föstum stöðugildum en engum yrði sagt upp störfum heldur reynt að koma mönnum fyrir Á blaðamannafundi sem félög starfsmanna á ríkisfjölmiðlunum héldu í gær kom ennfremur fram að allflestir starfsmenn hafa vott- fest með undirskrift sinni að ákvörðun um vinnustöðvun 1. október hafi verið fullkomlega lýðræðisleg og starfsmenn staðið nær einhuga að baki. Ákæra ríkissaksóknara var send dagblöðunum 11. janúar sl., annars staðar og ráða ekki í lausar stöður. Töluverður samdráttur hefur orðið í starfsemi áhaldahússins eftir að dýpkunarskipið Grettir sökk á Faxaflóa fyrir rúmu ári. í skýrslu Kristjáns er lagt til að ekki verði ákveðin kaup á nýju dýpkunarskipi strax. í fjárlögum fyrir þetta ár er gert ráð fyrir nær helmingi minna framkvæmdafé til hafnarmála en var að raungildi á liðnu ári. -lg- en hefur enn ekki borist hinum ákærðu. „Þessi vinnubrögð eru sjaldgæf og nánast einsdæmi um meðferð sakamála hér á landi“, segir í fréttatilkynningu starfs- mannanna. Á blaðamannafundinum var bent á að nokkrum sinnum áður hefur komið til þess að útsend- ingar ríkisfjölmiðlanna hafa stöðvast vegna kjaradeilna (út- varp ’82 í tæknimannadeilu, sjón- varp ’76 í setuverkfalli) án þess starfsmenn hafi fengið fangelsis- hótanir. Nú sé hinsvegar brotið blað, - á sama tíma og saksóknari neitar að fallast á ósk BSRB um opinbera rannsókn á meintum lögbrotum á Keflavíkurflugvelli. „Við mundum ganga út aftur“, sagði Ögmundur Jónasson á fundinum, „vinnuveitandinn stóð ekki við lögbundnar skyldur sínar um launagreiðslur, og því fórum við þessa leið“. f iok fréttatilkynningar sinnar spyrja starfsmenn útvarps og sjónvarps, hvort nú sé „runninn upp sá tími þar sem fólk sem tekur þátt í lýðræðislegri kjara- baráttu megi búast við því að standa stöðugt frammi fyrir dóm- stólum”, og hvetja „alla þá sem vilja að á íslandi fái að starfa sjálfstæð og frjáls verkalýðs- hreyfing að staldra nú ögn við og íhuga þessi mál af kostgæfni því að ljóst er að hafin er grimmileg aðför að samtökum íslenskra launamanna”. - m Vita- og hafnarmálaskrifstofan Fækkun starfsfólks Úttekt Rekstrarstofunnar: Tilfœringar á toppnum Starfsmönnum áhaldahússins verðifœkkað um helming Ekkertnýtt skip íbráðina ístað Grettis Farskip Undir eriendum fana Um þessar mundir sigla ein 6 íslensk farskip undir erlendum þjóðfánum. Ástæðurnar fyrir þessu eru fleiri en ein. Tveir af fossum Eimskipafé- lagsins sigla undir Bahamafána vegna þess að íslensk lög kveða svo á að íslenskir aðilar verði að eiga 33% í skipunum svo þau megi sigla undir íslenskum fána. Aðrir tveir fossar sigla undir þýskum fána vegna þess að lög í Þýskalandi segja svo til um að skip smíðuð þar í landi skuli sigla undir þýskum fána í 8 ár, ef þau eru leigð. Allir þessir fossar eru á leigusamningum hjá Eimskip. Þá munu ein tvö skip hjá Nes- skip sigla undir Panamafána vegna þess að þau eru á einhvers- konar kaupleigusamningi og eignarhlutur Nesskips er ekki orðinn 33%. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.