Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR
Singapore
Mikill hagvöxtur
Ásmundur Stefánssonforseti ASÍ: Nánast algert einrœði í Singapore.
Japanirþjóta áfram í tœkninni. Lífskjör góð í Japan. Skýrstefna í atvinnumálum;
fær leið til að ná miklum hagvexti
að er augljóst mál að hagvöxt-
ur hefur verið gífurlegur í
Singapore á undanförnum árum.
Með margvíslegum aðgerðum
hafa stjórnvöld laðað að erlenda
aðila til að fjárfesta í iðnaði, en
erlend fyrirtæki eiga nú um 70%
alls iðnaðar í landinu, sagði Ás-
mundur Stefánsson forseti Al-
þýðusambandsins í samtali við
Þjóðviljann í gær, nýlega heim-
kominn frá Japan og Singapore.
Iðntæknistofnun fslands skipu-
lagði nýlega hálfsmánaðar ferð til
Singapore og Japan, í því skyni
að gefa þátttakendum kost á að
kynna sér iðnað þessara ianda. í
hópnum sem fór voru meðal ann-
arra þrír fulltrúar Alþýðusam-
bands íslands, þau Guðríður Elí-
asdóttir og Magnús Geirsson auk
Ásmundar.
Þá sagði Ásmundur: Japanir
þjóta áfram í tæknivæðingunni á
meðan vesturlönd nærri sitja
kyrr. Laun eru há í iðnaði,
50.000-60.000 kr. á mánuði. Lífs-
kjör eru greinilega mjög góð,
húsnæði að vísu bágborið og dýrt
á okkar mælikvarða. í fram-
leiðslunni leggja þeir áherslu á
gæði og aftur gæði. Innra samráð
í fyrirtækjum er mikið og verka-
fólk virðist geta treyst því að það
fái ávinning af aukinni framleiðni
og tækni. Laun í Singapore voru
hækkuð um 20% á ári árin 1979-
1981. Verðbólga erlítilþannigað
kaupmáttur hefur aukist. Félags-
legt öryggi er hins vegar mjög
lítið, þó að í landinu sé öflugur
lífeyrissjóður með 20-25% fram-
lagi frá hvorum, verkamönnum
og atvinnurekendum. Sjóðurinn
fjármagnar umfangsmiklar fé-
lagslegaríbúðarbygginar. Ástæð-
an fyrir áhuga erlendu aðilanna á
fjárfestingum í landinu er góð
staðsetning, öflug opinber þjón-
usta við atvinnulífið og pólitískur
stöðugleiki, því að í landinu er
nánast algert einræði, og hagþró-
unin fullkomlega ríkisstýrð. Þó
að lífskjör fari batnandi eru þau
að sjálfsögðu ekki á nokkurn hátt
sambærileg við það sem við
þekkjum.
I Japan gilda allt aðrar venjur
en við þekkjum. Um 20-25%
vinnandi fólks vinnur í stórfyrir-
tækjum þar sem æviráðning er
ríkjandi hefð. Þvf fylgir vissulega
atvinnuöryggi en miklir erfið-
leikar á að skipta um starf. Starfs-
þjálfun er mjög öflug og vinnu-
verndarmálum vel sinnt í Japan.
„Hvaða lærdóma er hœgt að
draga af því sem þið sáuð og
heyrðuð í ferðinni?"
„Meðal annars að skýr stefna í
atvinnumálum og breið samstaða
um að hrinda henni í framkvæmd
er fær leið til að ná miklum hag-
vexti“, sagði Ásmundur Stefáns-
son að lokum.
hégé.
1345
Fulltrúar minnihlutans í útgerðarráði fengu ekki einu sinni að vita að til stæði að ræða sölu togarans á fundinum. Beiðni um frestun var hafnað.
BÚR
Ögurvík kaupir
Ingólf Amarson
Meirihluti útgerðarráðs ákvað að taka tilboði upp á 77 miljónir kr.
Sigurjón Pétursson: Greinilega stefnt aðþvíað leggja útgerð B ÚR niður
Utgerðarfélagið Ögurvík h.f.
hefur sent Bæjarútgerð
Reykjavíkur kauptilboð í skut-
togarann Ingólf Arnarson RE
uppá 77 miljónir króna. Trygg-
ingarverð togarans er 81,2 milj-
ónir. Á aukafundi hjá útgerðarr-
áði BÚR í gærmorgun ákvað
meirihluti Sjálfstæðismanna í
ráðinu að taka þessu tilboði. Sig-
urjón Pétursson fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í ráðinu bar fram
tillögu um að fresta ákvarðana-
töku í eina viku en það var fellt.
Ástæðan fyrir því að Sigurjón
bar þessa tillögu fram er sú að
þegar boðað var til þessa auka-
fundar ráðsins, s.l. laugardag,
fengu fulltrúar minnihlutans í
ráðinu ekki að vita hvert fundar-
efnið væri. Þeir fengu því engan
tíma til að skoða tilboðið né mál-
ið í heild.
Sigurjón Pétursson sagði í sam-
tali við Þjóðviljann í gær, að ljóst
væri nú orðið að Sjálfstæðismenn
stefndu að því að leggja útgerð
BÚR niður. Hverjum vanda sem
að höndum bæri væri mætt með
því að skera niður og selja skip.
Sem kunnugt er var togarinn
Bjarni Benediktsson seldur í
sumar er leið.
í tilboði Ögurvíkur í togarann
Ingólf Arnarson er farið fram á
að seljandinn, BÚR, standi
straum af öllum kostnaði sem
fylgja þeim viðgerðum sem Ög-
urvik h.f. vill að framkvæmdar
verði á skipinu og var það sam-
þykkt af útgerðarráði. Mun sá
kostnaður ekki verða undir 1,5
milj. kr.
Þá má að lokum geta þess að
veiðikvóti skipsins er seldur með
því en hann er fyrir árið 1985
3.952 lestir.
-S.dór
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriaiudagur 29- janúar 1984
í Póllandi höfðu þeir líka ríkis-
Isaksóknara sem þekkti tak-
markanir frjálsra verkalýðsfé-
laga.
Þjóðviljinn
vann
Mogga
Á sunnudag var með pompi og
pragt haldið fjölmiðlamót í
innanhússknattspyrnu í Haga-
skóla. DV vann NT í úrslita-
leiknum með 5 mörkum gegn 2,
en af öðrum úrslitum ber að
nefna frækilegan sigur Þjóðvilja-
liðsins á Morgunblaðsmönnum,
7-2.
Keppt var í tveimur riðlum og
tóku DV, Alþýðublaðið, Helg-
arpóstur, Frjálst framtak og
Ríkisútvarpið-2 þátt í öðrum,
sem DV-liðið sigraði, en í hinum
Ríkisútvarpið-1, NT, Morgun-
blaðið og Þjóðviljinn, og varð
NT-liðið efst í þeim riðli. Þjóð-
viljinn vann RÚV 6-3, tapaði
naumlega fyrir NT 2-3 og gjör-
sigraði Morgunblaðið.
Ýmsir þekktir fjölmiðla- og
knattspyrnumenn léku listir sínar
í Hagaskóla, Ómar Ragnarsson
(RÚV), Ingólfur Margeirsson
(HP), nafni hans Hannesson
(RÚV), Eiríkur safnvörður Jóns-
son (DV), Magnús Ólafsson
(DV), Hjörtur Gíslason (Mbl.),
Ágúst I. Jónsson (Mbl.), Friðrik
Indriðason (Abl.), - Jim Smart
(HP) og svo framvegis. Hið
frækna Þjóðviljalið skipuðu
Frosti Eiðsson, Hreiðar Sig-
tryggsson, Lúðvík Geirsson,
Mörður Árnason og Víðir Sig-
urðsson. _m
Olíuverð
Vill ekki
olíulækkun
Samband sveitar-
félaga mótmœlir
harðlega hugmynd
forsœtisráðherra
um niðurfellingu
landsútsvars afolíu
Samband íslenskra sveitarfé-
laga hafnar alfarið þeirri hug-
mynd Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra að fella
eigi niður landsútsvar af olíu til
þess að lækka olíuverðið.
Stjórn sambandsins segir í á-
lyktun sem hún hefur gert um
málið, að hún muni aldrei ljá
máls á því að landsútsvar olíufé-
laganna verði lagt niður. Segir
þar ennfremur að þar sem olíufé-
lögin greiða ekki aðstöðugjald til
sveitarfélaga, heldur landsút-
svar, þá séu engin rök fyrir því að
fella það niður og olíufélögin ein
fyrirtækja verði undanþegin
skattgreiðslum til sveitarfélaga.
Nær væri, ef forsætisráðherra
vill láta olíufélögin fá sérstöðu
varðandi skattgreiðslur til hins
opinbera, að lækka skatta olíufé-
laganna til ríkissjóðs. c j -