Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Við þurfum nýjan valkost Alþýöubandalagiö hefur haft frumkvæöi að því að boðatil viðræðufunda með hinum stjórn- arandstöðuflokkunum um möguleikana á því að mynda nýtt landstjórnarafl á vettvangi ís- lenskra stjórnmála. Fjölmörgum samtökum verkalýðshreyfingarinnar voru einnig kynntar viðræðurnar og fulltrúm þeirra boðin þátttaka. Markmið fundanna er auðvitað það eitt, að kanna hvort hægt sé að finna málefnalegan grundvöll fyrir aukinni samvinnu þessara hreyf- inga með það fyrir augum að geta boðið íslensk- um almenningi upp á nýjan valkost í stjórnmálum, - afl, sem byggði á sjónarmiðum félagshyggju og mannúðar og hægt væri að styðja til höfuðs núverandi stjórnarflokkum. Innan Alþýðubandalagsins er óskoraður vilji til að freista þess að mynda slíkt landsijórnarafl í samvinnu við aðrar skyldar hreyfingar. Sá vilji kristallaðist meðal annars í ræðu formanns flokksins, Svavars Gestssonar, á flokksráðs- fundi í nóvember. Þar voru hugmyndir um við- ræðurnar kynntar og síðan samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta af flokksráðsfundinum. Þannig að vilji Alþýðubandalagsins sem hreyf- ingar er ótvíræður. Innan verkalýðshreyfingarinnar eru undir- tektir við hugmyndir um myndun nýs land- stjórnarafls einnig jákvæðar. Það þarf ekki ann- að en rninna á ályktun sem þing Alþýðusam- bands íslands samþykkti með miklum meiri- hluta í nóvember síðastliðnum. Þar er talið „brýnt, að pólitískum valdahlutföllum á íslandi verði breytt" og hvatt til þess að launafólk sam- fylki öllum sem aðhyllast hugsjónir félags- hyggju til að mynda nýtt landstjórnarafl. Afstaða Alþýðusambands (slands er því jafn ótvíræð í þessu máli og afstaða Alþýðubandalagsins. Engum dylst sem les málgögn stjórnarflokk- anna, að viðræðurnar, sem eru að síga af stað þessa dagana, hafa skotið nokkrum skelk í bringu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Báðir þesir flokkar eygja auðvitað þann mögu- leika, að yrðu hinir ólíku straumar íslenskrar félagshyggju stemmdir að sama ósi, þá kynni sameiginlegt afl þeirra að verða svo sterkt, að gömlu flokkunum yrði fleytt til hliðar. í annan stað er svo rétt að minna á, að innan Sjálfstæðisflokksins hafa um langa hríð verið uppi straumar sem vilja leita samstarfs við Al- þýðubandalagið. Þessi öfl telja það bestu leiðina til að múlbinda verkalýðshreyfinguna. Þess er að minnast að það eru ekki giska mörg ár síðan Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, svipti sænginni ofan af Sjálfstæðis- flokknum og bauð Alþýðubandalaginu að gera svp vel. Því boði var ekki tekið. í Sjálfstæðisflokknum eru ennþá öfl sem vilja leita samstarfs við Alþýðubandalagið. Og eins- og Morgunblaðið bendir á um helgina, þá eru líka til menn innan Alþýðubandalagsins sem telja rökréttustu undankomuleiðina úr myrkvið- um efnahagsóreiðu núverandi stjórnar vera slíkt samstarf. Það er hins vegar hægt að full- yrða að þessar raddir hafa til þessa verið fáar og veikróma og þær hafa ekki heyrst innan stofn- ana Alþýðubandalagsins. Það er heldur ekki nema eðlilegt. Þau pólit- ísku rök sem hníga að slíku samstarfi eru illséð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum árum haft forgöngu um endurteknar árásir á launafólk og skipulagt gífurlega tilfærslu á fjár- magni frá launafólki til fésýsluaflanna í þjóðfé- laginu. Kjararánið er raunar enn í fullum gangi. Þannig er því spáð að kaupmáttur á yfirstand- andi ári muni enn lækka um 4 prósent, og hlut- fall kaupmáttar af þjóðartekjum muni fara iækk- andi þriðja árið í röð. Það þarf ekki frekari vitna við: Sjálfstæðisflokkurinn er kjararánsflokk- ur. Þessu hefur stór hluti íslensks launafólks gert sér grein fyrir. Þessu hefur Alþýðusamband ís- lands gert sér grein fyrir. Og þessu hefur Al- þýðubandalagið líka gert sér grein fyrir. Einmitt þess vegna er nauðsynlegt að reyna til þrautar að ná upp frekari samvinnu með félagshyggju- öflunum í landinu. Núverandi stjórnarflokkar hafa einfaldlega sýnt, að þá er ekki hægt að brúka til að bæta kjör launafólks. KLIPPT OG SKORIÐ Frá ráðstefnunni á laugardaginn: frá vinstri - sendiherrar Finnlands, Svíþjóðar og Noregs, Hirschfeld frá Bandaríkjunum, framsögumennirnir Páll Pétursson, Geir Hallgrímsson og Þórður Yngvi Guðmundsson (Ijósm. E.ÓI.). Framsóknarráð- stefna Framsóknarmenn héldu ráð- stefnu um þá hugmynd að lýsa Norðurlönd kjarnorkuvopna- laust svæði á laugardaginn. Allt fór það vel fram og skikkanlega og að því er Framsóknarmenn sjálfa varðar mjög í þeim gamal- kunna anda, að vitanlega viljum við frið og afvopnun og engin kjarnorkuvopn, en það er margt að varast og veður öll válynd og ekki víst að það sé í rauninni hægt að gera neitt. Svo var þó að heyra á þeim sem tóku til máls, og þá ekki síst ein- um framsögumanna, Páli Pét- urssyni þingflokksformanni, að þeir voru mjög á því að íslending- ar þyrftu að taka þátt í þessari umræðu um kjarnorkuvopnalaus svæði með virkum hætti, þeir mættu ekki skiljast við önnur Norðurlönd í þessu máli. Atli Gíslason lagði t.d. á það þunga áherslu að fslendingar hefðu ekki gert neitt sem kalla mætti eigið framlag til afvopnunarmála, þeir hefðu til dæmis setið hjá þegar greidd voru atkvæði hjá Samein- uðu þjóðunum um tillögu Sví- þjóðar og Mexíkó um frystingu kjarnorkuvígbúnaðar, og mætti ekki minna vera en menn tækju undir þá viðleitni að gera Norð- urlönd að nokkru fordæmi með yfirlýsingu um að þau yrðu jafnan kjarnorkuvopnalaus. Kaþolskari en páfinn Þórður Yngvi Guðmundsson stjórnmálafræðingur tók mjög aðra stefnu í umræðunni. Hann fór mörgum orðum um það hve flókið málið væri og erfitt í fram- kvæmd eins og reyndar allt sem lyti að samkomulagi um afvopn- unarmál. Hann fann hugmynd- inni sem til umræðu var flest til foráttu og lét sig ekki muna um að slá því fram, að það væri eðli- legt framlag íslendinga til Nató að halda opnum möguleikunum til að hingað séu flutt kjarnorku- vopn á viðsjártímum. Ekki vakti þessi afstaða upp neinn sérstakan fögnuð - Páll Pétursson lét þess meira að segja getið, að Þórður Yngvi væri í þessu máli kaþólsk- ari en sjálfur Björn Bjarnason og 'þótti langt til jafnað. Sérfræðin Nokkrar orðahnippingar urðu líka út af því að Þórður Yngvi fór niðrandi orðum um svonefnda „sjálfskipaða sérfræðinga" um afvopnunarmál sem honum fannst bersýnilega þyrla upp moldviðri í afvopnunarmálum, enda Allaballar einna helst. í því sambandi var á það minnt að sér- fræðingar störfuðu ekki í tóma- rúmi (Gerður Steinþórsdóttir), upplýsingar þeirra væru fyrr og síðar túlkaðar af þeim sjálfum og öðrum til stuðnings misjöfnum sjónarmiðum. Sérfræðingar og sérfræðingar ekki, sagði Stein- grímur Hermannsson forsætis- ráðherra: ég verð nú að segja það að eftir því sem maður les meira um þessi mál þeim mun ráð- villtari verður maður... Varfærni Þetta var heldur friðsamleg ráðstefna, að minnsta kosti þar til klippari þurfti að yfirgefa stað- inn. Eftir hádegi töluðu Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, sendiherrar þriggja Norðurlanda og svo Sovétríkjanna og sérfræð- ingur frá Bandaríkjunum, Thom- as Hirschfeld. Hver og einn þess- ara ræðumanna var í sínu fastmótaða hlutverki eins og lög gera ráð fyrir, en ekki þar fyrir: ýmislegt fróðlegt kom fram í máli þeirra. Það var líka eftirtektar- vert að sérfræðingurinn banda- ríski og sendiherrann sovéski voru einkar varfærnir í orðum og óralangt frá fúkyrðaskothríð undanfarinna missera. Frumkvæði smáríkja Umræða af því tagi, sem Fram- sóknarmenn efndu til, hlýtur reyndar að verulegu leyti að snú- ast um það, hvers virði frum- kvæði smærri ríkja er, og hve háð þau eru uppáskrift stórvelda um hvaðeina. Það kom fram hjá flestum þeim sem til máls tóku, að þeir telja nauðsynlegt að hafa samráð við kjarnorkurisana um einskonar löggildingu kjarnorku- vopnalausra svæða (Rómanska Ameríka er nú þegar slíkt svæði og Suðurskautslandið). En veru- legur blæbrigðamunur er á því, hve mikið menn treysta á eigin frumkvæði ríkja af til dæmis Norðurlandastærð. Satt best að segja sveif sú ár- átta, að vilja bíða eftir risunum, mjög yfir Framsóknarvötnum nú um helgina. Engu að síður var frumkvæði þeirra vafalaust já- kvætt, ekki síst að því er varðar viðleitni íil að komast hjá því, að ísland sé í slíkum málum slitið frá Norðurlöndum og fært yfir í Am- ríkudálkinn. Eins og menn vita eru það nor- rænir kratar sem hafa í vaxandi mæli byggt undir sjálfstraust til frumkvæðis í afvopnunarmálum og Natóhöfðingjar hafa litið þá þróun mjög hornauga. Þeir geta þó huggað sig við það að hafa nú eignast hauk í horni þar sem nýr formaður Alþýðuflokksins ís- lenska er. Hann sat á dögunum fund norrænna krataformanna. Þar kom Anker Jörgensen fram með tillögu um stuðning við hug- myndina um kjarnorkuvopna- laus svæði og Gro Harlem Brundtland tók undir. En þá var Jóni Baldvin að mæta. Hann reis upp og sagði (skv. NT) „að þessi tillaga vœri svo vitlaus að það vœri ekki nokkur leið að sam- þykkja hana. Þá var gert fundar- hlé og varð mikill pilsaþytur og lœti. En þeir urðu að lúffa og breyta þessu“. Breytingin var fólgin í því að flytja málið yfir á viðræður Nató og Varsjárbandalagsins, að því er segir í fyrrgreindu samtali NT við Jón Baldvin. Og loks er eins og ekkert hafi gerst. Nema hvað ís- lendingar vita nú, að Jón Baldvin er fjögurra stórkrataforingja maki: þegar hann byrstir sig lúffa þeir. - ÁB. DJÓÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. < Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvasmdastjóri: Guðrún Guómundsdóttir. Skrtfstofustjóii: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óiadóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjórl: Baldur Jónasson. Afgrslðsla: Bóra Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmasður: Bergljót Guðjónsdóttir, Óiöf Húnfjörð. Innhslmtumsnn: Brynjóffur Vilhjáimsson, ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, augiýsingar, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Vsrð í lausasöki: 30 kr. Sunnudagsvsrð: 35 kr. Áskrtftarvsrð á mánuðl: 300 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Þriðjudagur 29. janúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.