Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. MÓDVIUINN Þriðjudagur 29. janúar 1985 23. tðlublað 50. árgangur LÍÚ Vill afnema helgarfrí LÍÚ vill lengja kauptryggingar- tímabilið úr einum mánuði í tvo mánuði Landssamband ísl. útvegs- manna lagði á dögunum fram kröfur um breytingar á núver- andi sjómannasamningum. Tvö aðal atriðin í kröfum LÍÚ eru að helgarfrí sjómanna á neta- bátunum verði afnumin, en nú eiga sjómenn frí frá því að þeir koma að landi síðdegis á laugar- degi og fram á sunnudagskvöld. Þetta vill LÍÚ afnema. Hin aðal krafan er að kauptryggingartímabilið verði lengt úr einum mánuði í tvo. Nú er kaup gert upp mánaðarlega. Ef vel veiðist í einn mánuð, þá fá sjómenn hlut eins og vera ber. Ef gert væri upp á tveggja mánaða fresti gæti svo farið að vel veiddist annan mánuðinn en illa hinn og væru sjómenn þá allan tímann bara á kauptryggingu. Hér áður fyrr var gert upp við sjómenn í vertíðarlok en þeir fengu þessu breytt 1977, þeim til mikils hægð- arauka. Nú vill LÍÚ breyta þessu aftur. Báðar þessar kröfur LÍÚ eru kröfur um beinar kauplækkanir hjá sjómönnum, eins og Óskar Vigfússon formaður SSÍ hefur bent á. -S.dór Vinnuaðstaða Við byggingarframkvæmdirnar komu sprungur f loftplöturnar og þar bæði rignir og snjóar inn. Búið er að leggja plast yfir svo skiptiborðin fari ekki á flot. Ingibjörg Hinriksdóttir bendir á loftið en við skiptiborðið sitja þær Birna Björns- dóttir og Sigrún Brún. Mynd-eik. Ingibjörg Hinriksdóttir sagði í hefði ekki ennþá fengist nein gær að þrátt fyrir ítrekaðar kvart- staðfesting á úrbótum. anir við stjórnendur spítalans -lg. Heldur hvorki vatni né vindi Starfsstúlkur á skiptiborði Landspítalans látnar vinna í kulda og trekki í allan vetur Kvörtunarbréfifrá því í haust í engu svarað Símon Steingrímsson forstjóri Ríkisspítalanna: Vissulega bagaleg aðstaða en þetta er að ganga yfir Petta húsnæði heldur hvorki vatni né vindi og sú vitleysa sem hér hefur verið látin við- gangast hefði aldrei þurft að koma til ef hlustað hefði verið á okkur og starfsemin flutt héðan meðan á þessum byggingarfram- kvæmdum stendur, sagði Ingi- björg Hinriksdóttir vaktstjóri á skiptiborði Landspítalans er hún lýsti þeim aðstæðum sem starfs- stúlkurnar á skiptiborðinu hafa orðið að búa við í allan vetur. Frá því í haust hafa staðið um- fangsmiklar byggingarfram- kvæmdir við móttöku Land- spítalans. Hefur orðið bæði að brjóta niður loft og veggi þannig að um tíma ýmist rigndi eða snjó- aði inrtá skiptiborðið. Þar fyrir utan hefur ekki verið hægt að opna glugga á vistarverunum og starfsfólkið orðið að þola mikið loftleysi. f október var stjórnarnefnd ríkisspítalanna ritað bréf þar sem kvartað var undan vinnuaðstöðu- nni og óskað skjótra úrbóta. Því bréfi hefur enn ekki verið svarað þrátt fyrir eftirgangsemi. „Þetta er vissulega bagaleg að- staða sem starfsfólkið býr við en þetta er nú óðum að lagast", sagði Símon Steingrímsson for- stjóri ríkisspítalanna í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að kvörtunarbréfi starfsfólksins yrði svarað á næstu dögum en það hefði ekki verið hægt að svara því formlega þar sem menn hefðu ekki getað sagt nákvæmlega til um hvernig leysa ætti þetta vandamál. „Ef við hefðum vitað að þetta myndi valda svona mik- illi truflun á starfseminni þá hefði verið brugðist við á einhvern máta en þetta er að ganga yfir“, sagði Símon. Hagnýt hagfræði 40 st. Birgir Bjöm Sigurjónsson Mánud. ogfimmtud. kl. 20-21:30 Bókhald fyrir byrjendur 40 st. Örn Guðmundsson Laugardaga kl. 10-13 Fjárreiður og skattaskil heimila 40 st. Mánud. og fimmtud. 17:30-19 Stofnun og rekstur smærri fyrirtækja 20 st. Þórður Vigfússon Mánud. 20-21:30 Ættfræði 40 st. Þorsteinn Jónsson Þriðjud. og fimmtud. 17:30-19 Þjóðháttafræði 40 st. Guðný Gerður Gunnarsdóttir Mjöll Snæsdóttir Mánud. og föstud. 17:30-19 Listasaga og listfræði 40 st. Guðbjörg Kristjánsdóttir Miðvikud. og föstud. kl. 20-21:30 Mannréttindi og siðfræði 40 st. Karl Sigurbjörnsson Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19 Hagnýt sálarfræði 40 st. Gunnar Gunnarsson Þriðjud. og föstud. kl. 17:30-19 Trúfræði20 st. BirgirÁsgeirsson Miðvikud. kl. 20-21:30 Hagnýt lögfræði 40 st. Skúli Thoroddsen Þriðjud. og fimmtud. kl. 17:30-19 Garðrækt 40 st. Hafsteinn Hafliðason Miðvikud. og föstud. kl. 20-21:30 Hönnun og bygging eigin húsnæðis 40 st. Björn Helgason Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19 Skrautritun 20 st. Þorvaldur Jónasson Miðvikud. kl. 17:30-19 Frjáls útsaumur 40 st. Kristín Jónsdóttir Þriðjud. ogföstud. kl. 17:30-19 Kórmennt, nótnalestur og fleira 40 st Smári Ólason Mánud. og fimmtud. kl. 20-21:30 Videótaka og myndbandagerð 40 st. Karl Jeppesen Laugard. kl. 10-13 Fjölmiðlun og blaðamennska 40 st. Guðrún Birgisdóttir Jón Ásgeir Sigurðsson Mánud. og Miðvikud. kl. 20-21:30 Ræðumennska, framsögn og fundarsköp 40 st. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson Mánud. og föstud kl. 20-21:30 Ritsmíðarog skapandi skrif 40 st. Sveinbjöm I. Baldvinsson Þriðjud. og föstud. kl. 20-21:30 Myndlist fyrir byrjendur 40 st. Ingiberg Magnússon Þriðjud. og fimmtud. kl. 20-21:30 Modelteiknun 40 st. Ingiberg Magnússon Miðvikud. og föstud. kl. 21 -21:30 Málun 40 st. Ingiberg Magnússon Laugard. kl. 13-16 Leiklist fyrir áhugafólk 40 st. Þórhildur Þorleifsdóttir ArnarJónsson Miðvikud.ogföstud. kl. 17:30-19 Framsögn og upplestur 40 st. Þórhildur Þorleifsdóttir ArnarJónsson Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19 Leikrit og leikhús 40 st. ÞórhildurÞorleifsdóttir ArnarJónsson Þriðjud. og fimmtud. kl. 20-21:30 Farsæll ferðaundirbúningur. - Land, þjóð og tunga, Danmörk 20 st. Anna S. Ámadóttir Miðvikud. kl. 17:30-19 Þýskaland 20 st. Unnur Úlfarsdóttir Þriðjud. kl. 17:30-19 Spánn 20 st. Fimmtud. kl. 20-21:30 Ítalía Ólafur Gíslason Þriðjudkl. 20-21:30 Holland Miðvikud. kl. 17:30-19 Vorönn: 4. febrúar til 20. apríl Staður: Laufásvegur7 (Þrúðvangur) Innritun: frá 23. til 29. janúar í síma 621488 og að Pósthússtræti 9 (Galleri Borg v./Austurvöll) frá kl. 12:30-19:30. Þátttökugjald: Greiðist við innritun Þátttaka: Minnst 10 þátttakendur þarf til að námskeið verði haldiö en hópar verða ekki stærri en 15 í hverjum. Próf: Þátttakendum verður gefinn kostur á að taka próf í lok anna ef þeir æskja þess. Félagslíf: Að sjálfsögðu. Geymið auglýsinguna 1ÓM5TUNDA SKOUNN Sími 621488

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.