Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 5
Skattleggjum auglýsingar Við róttæklingarnir erum þekktari fyrir neikvæða gagnrýni en uppbyggilegar tillögur, en nú í skammdeginuer meiri þörf fyrir það síðarnefnda, svo ég kem hér með á framfæri tillögu, sem ég held að víðtæk samstaða gæti náðst um. Með tillögunni er að vísu ekki ráðist gegn höfuðmein- semd samtímans, þ.e. hróplegri misskiptingu þjóðartekna, en hins vegar bent á, hvernig fara má betur með fé á tilteknum svið- um. Það kom fram síðastliðið sum- ar, að íslensk fyrirtæki verja mun minni hluta veltu sinnar til rannsókna en tíðkast með ná- grannaþjóðum. Háskóli íslands stundar heldur engar rannsóknir svo heitið geti, og verði hér ekki breyting á, verða íslenskir at- vinnuvegir ósamkeppnisfærir þegar fram í sækir. Þá eiga nýskapandi listir afar erfitt uppdráttar hér á landi. Það litla, sem fer til þessara mála, er veitt til viðurkenndra lista- manna, sem gætu lifað á verkum sínum og eru aukinheldur oftast orðnir ófrjóir. Hið nýja og frjóa í listum er unnið í sjálfboðavinnu, og þrengir mjög að því á þessum tímum kjaraskerðingar. Með þessu móti er framtíð sköpunar- gleði hér á landi í hættu, og mun það draga dilk á eftir sér, hvað varðar nýsköpunarmátt atvinnu- vega. Hins vegar viðgengst hér á eftir Gest Guðmunasson „íslenskfyrirtœki bœta í raun ekki framtíðarstöðu sína meðþvíað slást með látum og skrumi um þessa fáu neytendur“. landi gífurleg sóun fjármuna í hvers kyns auglýsingastarfsemi. Svo er nú komið, að ekki er hægt að koma einföldustu skilaboðum til fólks án þess að berja bumbur, birta heilsíðu litmyndir í blöðum og tímaritum og kaupa rándýrar sekúndur af senditíma sjónvarps. Þá hefur þessi fjáraustur til auglýsinga leitt til þess að fjöl- miðlun hefur bólgnað út, án þess að gæðin hafi batnað að sama skapi. Eitt versta dæmið eru glanstímaritin, þar sem auglýs- ingarnar sjálfar eru oft skárri lesning en sá ambögulegi texti, sem fyllir upp á milli auglýsinga og oft er dulbúin auglýsing líka. Mér hefur dottið í hug hug- mynd, sem gæti leyst þessi þrjú- fjögur vandamál á einu bretti: Auglýsingar verði skattlagðar, þannig að hverri fjárhæð sem var- ið er til auglýsinga og (dulbúinna) kynninga, fylgi jafnstór fjárhæð, sem sett er í sérstakan sjóð. Þessi sjóður fjármagni í fyrsta lagi rannsóknir á öllum vísindasvið- um, í öðru lagi nýsköpun í listum, og í þriðja lagi kynningarstarf- semi á vegum óháðs aðila (t.d. verðlagsstjóra) um raunveru- legan gæða- og verðmun þess varnings sem er í framboði. Á þennan hátt má ekki einung- is færa fjármagn til á skynsam- legan hátt, heldur eru þessi mál í raun nátengd. íslensk fyrirtæki bæta í raun ekki framtíðarstöðu sína með því að slást með látum og skrumi um þessa fáu neytend- ur. Verði hins vegar rannsóknir og frumleg hugsun efld, mun það skila sér í vaxandi hugkvæmni í atvinnulífi. Það dettur heldur engum í hug nema Ragnhildi Helgadóttur, að besta þróunar- form listsköpunar sé auglýsinga- gerð. Jafnframt verður með þessu móti dregið úr árásum auglýsing- aiðnaðar á sálarlíf landsmanna, og geti fjölmiðlar ekki staðið undir sér, án þess að styðjast við hækjur auglýsinganna, verða þeir að hætta starfsemi. Allir frjáls- hyggjumenn, sem kunna að hugsa sig um, ættu að vera sam- mála því að losa samkeppni fjöl- miðla þannig undan óeðlilegum áhrifum. Allir sannir kratar ættu hins vegar að geta fylkt sér um þá meginhugsun tillögunnar, að ríkisvaldið hjálpi hér með kapít- alismanum til að fara sér ekki al- gerlega að voða. Gestur Guðmundsson er félagsfræðingur og starfar í Kaupmannahöfn. Pólitískir Pavlov-hundar og fom-egypskur vatnsveitusósíalismi eftir Guðmund Ólafsson Nýverið rituðu Guðmundur Hallvarðsson og Birna Þórðar- dóttir greinar í Þjóðviljann, þar sem Margrét Björnsdóttir er sökuð um NATÓ-þjónkun og tækifærismennsku varðandi utanríkismál vegna greinar henn- ar í sama blaði, þar sem Margrét leyfir sér að halda því fram, að félagshyggjufólk geti rætt og hugsanlega unnið saman að lífs- hagsmunamálum alþýðu, þrátt fyrir ágreining í utanríkismálum. Þau Birna og Guðmundur gera Margréti margfaldlega upp skoð- anir, en ekki ætla ég að elta ólar við þessháttar óheiðarleika í mál- flutningi. Engu að síður... Engu að síður eru greinar Birnu og Guðmundar forvitni- legar af sögulegum ástæðum, því viðhorf þeirra eiga sér djúpar rætur. Viðhorf kommúnista og/eða sósíalista til NATÓ mótuðust mjög fyrir hartnær 40 árum. Þeir byggðu afstöðu sína fyrst og fremst á því, að NATÓ væri stofnað til höfuðs Sovétríkjun- um, sem verja bæri í líf og blóð, því þau væru eina markverða til- raun mannkynsins með paradís á jörðu. Þetta trúarlega hlutverk Sovétríkjanna var reyndar grunnur að hugmyndaheimi kommúnista og síðar sósíalista hér á landi, sem og víðar. Auðvit- að varð að klæða þessa sovét- dýrkun í fræðilegar neytend- „Við hin, sem viljum aflétta því okifátækt- ar og misréttis sem nú er verið að innleiða af öðrum stórasann- leiksmönnum í nafni frelsisins verðum að standa þéttsaman og varpafyrir borð gömlum trúarrollum sem hafa sundrað okkur“ aumbúðir og því var NATÓ skil- greint sem: „Hernaðarbandalag auðvaldsríkja V-Evrópu og N- Ameríku sem ætlað er að verja hagsmuni heimsvaldasinna", með tilvísun í heimsvaldastefnu Leníns, allt í góðu samræmi við helgar bækur og heilaga menn. Þessi tengsl við Sovétríkin er óþarft að rekja hér, því þeim er gerð góð skil í tímaritinu Sögu, þar sem Svanur Kristjánsson og Valdimar Unnar Valdimarsson fjalla um þessi mál fyrir skemmstu. Nú um stundir... Flestum mun ljóst nú um stundir, að Sovétríkin geta aðeins orðið víti til varnaðar í umræðu heiðarlegra manna. Samt reynir Guðmundur Hallvarðsson að bjarga Sovéttrú sinni með tilvís- un í einhverskonar „skrifræði" - að Sovétríkin séu í eðli sínu góð en allt illt megi rekja til þess, að þar í landi sé fyrirkomulagi á skrifstofuvinnu ábótavant. Árni Bergmann tók af mér ómakið að andæfa þessari grunnhyggnu skoðun í stórgóðri grein nýlega. Samt er ég ekki jafn viss og Árni um að rekja megi flest illt í So- vétríkjunum til alræðis Komm- únistaflokksins. Ég held raunar að þar í landi hafi sósíalismi aldrei verið á dag- skrá, nema þá sem einhverskonar forn-egypskur vatnsveitusósíal- ismi, þjóðfélag sem fær ekki stað- ist án þess að allir þegnarnir séu ánauðugir þrælar fámennrar prestaklíku. Aldrei hef ég heyrt að nokkur vilji koma á þessháttar kerfi hér á landi, þó svo hug- myndir um „sögulegar sættir“ (Þrastar Ólafssonar) minni stundum örlítið á þessháttar „þjóðarsátt um þrælahald" eins og einn óbreyttur Dagsbrúnar- maður nefndi þær nýlega. Engu að síður virðist Guðmundur Hallvarðsson byggja NATÓ- andstöðu sína á því, að Sovétrík- in séu: „verkalýðsríki með sósíal- ískan grundvöll", þrátt fyrir að skrifræðið hafi kostað tugi milljóna mannslífa og tákni alls- herjar tugthús fyrir alla íbúa þar eystra. Pavlovhundar Birna Þórðardóttir byggir NATÓ-andstöðu sína á klisjum um „hernaðarbandalag auð- valdsríkja, sem ætlað er að standa vörð um hagsmuni heimsvaldasinna", án þess að minnast aukateknu orði á Sovét- ríkin. Henni er farið líkt og hund- um Pavlovs, sem fóru að slefa og urra ef kveikt var á peru, þótt engan sæju þeir matinn. Hún fer að urra um heimsvaldastefnuna um leið og minnst er á NATÓ, þótt Sovétríkin séu henni ekki Framhald á bls. 6 Þriðjudagur 29. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Orku- skandallinn og Dallas Markús Örn Antonsson var einu sinni kallaður gullhrútur Reykjavík- uríhaldsins, því það lagði honum allt fyrirhafnarlaust upp í hendur. En hann sýndi líka í staðinn, að hann var trúr þjónn og dyggur sem vann sín verk án þess að mögla, hvers eðlis sem þau voru. Svo er það enn. Þcgar Markús var gerður að útvarpsstjóra lagði Sjálf- stæðisflokkurinn á borð með honum að vegarnesti, að hann ætti sem fyrst að koma bærilegri skikkan á vinstra- dótið sem taugaveiklaðir ritstjórar í Aðalstræti sjá gægjast hala og horn- um skrýtt úr öllum kimum Útvarpsins við Skúlagötu. Og það hefur sannast að gull- hrúturinn er jafn verklaginn og áður. A þeim tæpa mánuði sem Markús Örn hefur gcgnt hlutverki varðhunds við Skúlagötuna hefur honum tekist að hundsa áskoranir nær eitt hundrað útvarpsmanna um að ráða vinsælan og dugandi starfsfélaga í stöðu fram- kvæmdastjóra. Þess í stað réði hann auðvitað gamla vinkonu sína úr Menntaskólanum í Reykjavík sem þar að auki spillti ekki fyrir sér með því að geta framvísað læknisvottorði upp á að hafa tekið íhaldsbakteríuna strax í æsku. Aftur á mót er ólíklegt að Markús Örn þurfi að leggja i harðan slag til að spúla ímynduðu vinstrabatteríi út úr Sjónvarpinu. Þar hefur íhaldið ncfni- lega þvílíkt haustak að varla nokkur maður þorir að anda á kerfíð. Þessi silkihanskapólitík Sjónvarps- ins hefur sést einkar vel í meðhöndlun þess á orkuskandalnum, sem fulltrúi Alþýðubandalagsins í stjórn Lands- virkjunar afhjúpaði rækilega á dög- unum. Eftir ítarlega umfjöllun er hverju mannsbarni orðið það Ijóst, að snarvitlausar ákvarðanir stjórnar Landsvirkjunar hafa kostað þjóðina miljarða, eða til að vera nákvæm: andvirði 30 skuttogara!’. I öllum siðuðum þjóðfélögum hefði fjölmiðill einsog sjónvarpið gert þessu máli góð skil. 1 sjálfu sér sýnist sem ekki hefði þurft dirfsku Tarsans ap- afóstra til að hafa einsog einn umræð- uþátt um málið. Og þó, - þá hefði náttúrlega verið nauðsynlegt að spyrja einfaldra spurninga einsog: hver ber ábyrgðina? Þarmeð væri málið auðvitað komið út á hálar brautir því óneitaniega hefðu þá bönd fljótlega borist að hans herradómi, Jóhannesi Nordal, orkup- áfa Landsvirkjunar. Og gamla gull- hrútnum honum Krúsa var auðvitað ekki att á garða Ríkisútvarpsins til að stugga við slíkum pamperum. Þannig að sjónvarpið mun væntanlega ekki sjá sér fært að hafa sérstakan umræð- uþátt um orkuskandal Landsvirkjun- ar í nánustu framtíð. Aftur á móti sá það sér fært að veita innflytjanda Dallas þáttanna ókeypis auglýsingu á fréttatíma í síðustu viku. Við því var auðvitað ekkert sagt, cnda Pamela í Dallas greinilega öllu me|k- ara viðfangsefni í augum Markúsar Arnar en fímm miljarða sóun Lands- virkjunar. RAUÐHETTA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.