Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 7
Dansandi í miðri viku Þjóðdansafélagið með námskeið í finnskum dönsum. Læra um 5 dansaákvöldi „Hvað kommer eftir det?“, var oft spurt á æfingum hjá Þjóðdansafélaginu fyrir helgi. Þangað var Anna-Liisa Salla- vuori þjóðdansakennari frá Finnlandi komin og kenndi ís- lenskum að stíga sporin á finnskan hátt. 30 manna hópur, sem greini- lega var í góðri æfingu, bætti við kunnáttu sína nýjum spor- um og snúningum og lærði um 5 dansa á kvöldi í síðustu viku meðan Anna-Liisa var með honum. Flóknar skiptingar; herrar í eina áttina, dömur í hina - sveifla í hring, þrjú skref til hægri og sex til vinstri, aftur til hægri o.s.frv. Þetta flókna munstur líkamshreyfinga sýndist okkur að þeim þætti ofur auðvelt viðureignar. Eftir að Anna-Liisa hafði farið tvisv- ar sinnum yfir sporið dansaði hópurinn samstíga við undir- leik Wilmu Young og Þorvaldar Björnssonar. Hjá Þjóðdansafélaginu er fólk á öllum aldri dansandi og sífellt að læra eitthvað nýtt. Dans- kennsla er fyrir hópa frá 4 ára aldri og upp úr. Kolfinna Sigur- vinsdóttir kennari sagði okkur að henni fyndist skipta miklu máli að fá nemendur unga að árum í kennslu. „Þá eru þau svo opin og eiga auðvelt með að tjá sig í hreyfingum“. Þjóðbúningasaumaskapur er einnig stundaður af félögum, sem eiga mikið úrval búninga. Þjóð- dansafélagið hefur unnið að því að safna búningum og sauma eftir heimildum sem m.a. hafa fengist hjá Þjóðminjasafninu. Nú er Þjóðdansafélagið að byggja með Farfuglum við Sund- laugaveg. Húsið er orðið fokhelt. Sverrir M. Sverrisson sagði okk- ur að mikil sjálfboðavinna hefði verið unnin þar, bæði í byggingarvinnu og einnig við sýn- ingar og fleira sem greiðsla hefur fengist fyrir. -jp. Plógmannadans. Kolfinna Sigur- vinsdóttir, íþrótta- og þjóðdansa- kennari, og Sverrir M. Sverrisson endurskoðandi túlka hér í dansi þegar bóndinn kemur bakveikur og þreyttur heim af akrinum. í fyrri hluta dansins hangir herrann á dömunni og stynur þungan en síðan hressist hann allur þegar á líður. Þau Kolfinna og Sverrir segja þetta ágæta samlíkingu, því oft gerist það að þau mæti þreytt í dansinn en hressist ævinlega á skömmum tíma. Sverrir hefur dansað þjóðdansa í 30 ár og Kol- finna í 20 ár. Þau kynntust í Þjóð- dansafélaginu og hafa síðan dansað saman í gegnum lífið. Hún hefur kennt dans öll þessi ár og hann var lengi formaður fé- lagsins. Mynd: eik. ..og halla svo til vinstri, hægt- hægt.... Um að gera að vera jafn léttur á sér og lundin er létt! Mynd: - eik - UMSJÓN: JÓNA PÁLSDÓTTIR Þrlðjudagur 29. janúar 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.