Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN Til sölu íbúðarhús á Selfossi Tilboð óskast í húseignina Sólvelli 3, Selfossi ásamt til- heyrandi leigulóðaréttindum. Stærð hússins er 215,8 m2 (íbúðarhús 192,5 m2, bílskúr 23,3 m2). Brunabótamat er kr. 2.800.000.- Húsið verðurtil sýnis dag- ana 30. og 31. janúar milli kl. 4-7. Tilboðseyðublöð liggja frammi á staðnum á skrifstofu bæjartæknifræðings Selfoss- kaupstaðar og á skrifstofu vorri. Kauptilboð þurfa að hafa borist skrifstofu vorri fyrir kl. 11:30 f.h. fimmtudaginn 7. febrúar n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Sjúkraliðar takið eftir Óskum að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar. Uppl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333 eða á kvöldin í síma 96-41774. Sjúkrahúsið á Húsavík Þroskaþjálfi Laus er staða þroskaþjálfa við vistheimilið Sólborg Akureyri frá 1. mars n.k. Upplýsingar í síma 96-21755 alla virka daga frá kl. 9.00- 17.00. Forstöðumaður Bæjarlögmaður Keflavíkurbær óskar eftir að ráða bæjarlögmann. Þarf að hafa umsjón með innheimtu. Frekari upplýsingar veitir undirritaður. Bæjarritari SÍMNOTENDUR í REYKJAVÍK Símanúmer innheimtunnar er 28000 Símstöðin í Reykjavík. Fóstrur Búðahreppur Fáskrúðsfirði auglýsir eftir forstöðukonu að leikskóla sveitarfélagsins. Kaup og kjör samkvæmt nánara samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Búðahrepps Skólavegi 53, Fá- skrúðsfirði fyrir 15. feb. Upplýsingar veitirsveitarstjóri í síma 97-5220. Vinum mínum, fyrrum samstarfsmönnum, frændum mínum og fjölskyldu þakka ég inni- lega hlýjar kveðjur og góðar gjafir á átt- ræðisafmæli mínu þann 21. desember s.l. Ég óska ykkur góðs og gleðilegs árs. Þorsteinn Ö. Stephensen • Blikkiðjan m m Iðnbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SÍMI 46711 IRLANDSMAL ■ ■ ■ ■ ■ um aö írar eru reiðir yfir því að hinni kurteislegu röksemda- færslu þeirra hefur verið vísað á bug eins og hverju öðru skítti. Breska stjórnin sýnir ekki lit á málamiðlunarvilja, hún heldur til streitu gömlum formúlum um innanlandsumbætur á Norð- ur-írlandi. Flokkur kaþólikka og stjórnin í Dublin eiga barasta að gefast upp og styðja hið dauða- dæmda og óstarfhæfa þing í Belf- ast, Stormont. Um þessa fram- göngu segir Kevin Toolis í grein í breska blaðinu Guardian: „Frú Thatcher og ráðherrar hennar hafa misskilið írska þjóð- erniskennd með svo herfilegu ensku kæruleysi og hún hefur niðurlægt svo opinberlega henn- ar sterkasta hugsanlega pólitíska bandamann (FitzGerald) að þetta háttalag verður ekki aðeins kallað dæmi um stórkostlega óhæfni - það er blátt áfram glæp- ur, glæpur sem írar, breskir her- menn og norðurírskir lögreglu- menn munu gjalda fyrir með lífi sínu“. Og það er sprengt Og í Belfast heldur allt áfram sem fyrr - stríðið er löngu orðið hversdagslegt og hefur óaftur- kræf áhrif á viðhorf og viðbrögð yngri kynslóðarinnar. Sáttakon- urnar Maireead Corrigan og Betty Williams, sem fengu friðar- verðlaun Nóbels fyrir sína við- leitni, eru flúnar af hólmi. Og fimmti hver maður á Norður- írlandi er atvinnulaus, og annar hver maður í hinum kaþólsku hverfum Vestur-Belfast er at- vinnuleysingi. Lögreglan er eini aðilinn sem spyr eftir auknu vinn- uafli. Á Norður-írlandi eru nú starfandi átta sinnum fleiri fanga- verðir en fyrir fimmtán árum.... ÁB Irsk tunga stendur höllum fæti Eins og kortið sýnir er Gaeltacht, byggðir þar sem írska er notuð hvunndags, ekki stórt svæði. Margir vildu kunna málið vel en árangurinn lœtur á sér standa Talið er, að um 100 þúsund manns noti írsku í daglegum samskiptum, en allmiklu fleiri segjast kunna málið. Þessi keitneska tunga var notuð af miklum meirihluta íra fram undir 1800, en bresk ný- lendupólitík, hungursneyð og landflótti lögðust á eitt um að útrýma málinu - um 1890 var svo komið að 85% lands- manna kunnu aðeins ensku. Síðan þá og ekki síður eftir að Suður-írland varð sjálfstætt ríki hefur barátta fyrir endurreisn tungunnar verið mjög á dagskrá hjá þjóðernissinnum af flestum tegundum. En árangurinn hefur ekki verið mikill. Það mun reyndar rúmlega áætlað að 100 þúsundir manna noti írsku í dag- legum samskiptum, og eru þeir flestir í þeim byggðum á vestur- strönd landsins sem kallast Ga- eltach og njóta ýmiskonar fyrir- greiðslu og styrkja. Vafasöm miljon írska er opinbert mál í írska lýðveldinu og það er ljóst að margir skammast sín fýrir að kunna það ekki. f könnun sem gerð var árið 1981 kom í ljós að rúmlega miljón manns, eða 31,6% af landsmönnum, töidu sig tala írsku. Öllum ber saman um að þessi tala sé fjarri öllum veruleika. í grein eftir Máirtin Ó Murchú, sem nýlega birtist í Ire- land Today er talið, að þessa tölu beri að skilja svo, að margir þeirra sem skilja sitthvað í málinu en tali það ekki lýsi sig mælandi á írsku. I raun og veru, segir í þess- ari grein, gæti það legið nærri að um 10% kunni málið allvel og noti það þó nokkuð, önnur 30% hafi sæmilega en fyrst og fremst Ovirka þekkingu á málinu, en 20- 30% hafi lágmarkskunnáttu í málinu. (Þess skal getið að flestir munu fá einhverja nasasjón af máli feðra sinna í skólum, en írskuvinir kvarta mjög yfir því að sú kennsla sé mest til mála- mynda.) Velviljaður slappleiki Nýleg könnun sýnir svofellda afstöðu landsmanna til stöðu írsku í skyldunámsbekkjum skóla: Allt sé á ensku 3% frska sé aðeins ein námsgreina 72% Sum fög að auki á írsku 4% Jafnmörg fög séu kennd á írsku og ensku 16% Sum fög á ensku 1% Enska sé aðeins ein af námsgreinum 4% Þetta er fróðleg útkoma og ír- skuvinir geta að minnsta kosti huggað sig við það, að mjög fáir vilja með öllu segja skilið við mál feðranna. Hitt er erfiðast fyrir endur- reisnarmenn, að þeim börnum hefur fækkað mjög sem heyra írsku að ráði í sínu uppeldi. Mjög margir þeirra, sem enn teljast nokkurnveginn írskumenn, voru aldir upp í plássum og fjöl- skyldum sem notuðu málið hvunndags - en þetta svið hefur þrengst með uggvænlegum hraða hin síðari ár. Áb Ritstjórar Moming Star reknir úr breska kommúnistaflokknum Ritstjórar breska kommún- istablaðsins Morning Star, Tony Chater og David Eithfi- eld, hafa verið reknir úr flokkn- um og fjórir aðrir áhrifamenn í flokknum í London. f samþykkt framkvæmdanefndar flokksins um málið segir, að Morning Star hafi verið „þröngt og sértrúar- flokkslegt“ blað og málpípa þeirra sem stundað hafi klíku- starfsemi. Þá var framkvæmda- nefndin óánægð með að Morning Star hefur skrifað um sósíalísk ríki gagnrýnislaust með öllu og án þess að viðurkenna nauðsyn þess að byggja upp sósíalískt lýðræði. Ritstjórarnir hafa semsagt beðið ósigur fyrir Evrópukom- múnistum í breska flokknum en ýmisleg skeyti hafa gengið á milli þeirra og Sovétvina í lesenda- dálkum blaðsins að undanförnu. Má vera að í hönd fari kiofningur í Kommúnistaflokki Bretlands, sem talinn er hafa um 16 þúsund meðlimi. Hann á ekki sæti á þingi en nýtur talsverðra áhrifa í sumum verkalýðsfélögum, m.a. meðal kolanámumanna. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. janúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.