Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 13
Götubardagi í Belfast: 2400 eru fallnir. írlandsmál Forsætisráöherrarnir Margareth Thatcherog Garret Fitzgerald. Fyrir skömmu hafnaöi Mar- grét Thatcher þrennskonar hugmyndum um framtíð Norð- ur-lrlands, sem forsætisráð- herra írlands, Garret FitzGer- ald, lagði fyrir hana og allmikl- ar vonir voru tengdar við á ír- landi. Þetta gerðist um svipað leyti og lögreglusveit reyndi að rífa írska fánann af líkkistu gamals manns í bænum Lurg- an á Norður-írlandi. Bæði þessi tíðindi voru túlkuð á þann veg, að herskáir mót- mælendur, sem mega ekki heyra annað nefnt en að engu verði breytt um samband Norður-írlands og Bretlands fari sínu fram með frekju á hin- um ýmsu vígstöðvum írlands- mála. Næstum því tólf árum eftir að borgarastríðsástand á Norður- írlandi varð til þess að Bretar leystu þing þessara sex sýslna upp og tóku að stjórna bejnt frá London, er það enn ólöglegt frum í vissum hlutum lands þeirra að sýna hinn þrílita fána Irland eða jafnvel tala gelísku. Lögregl- an sem reyndi að taka fánann af líkkistunni var að framfylgja lögum í ríkishluta, þar sem 40% íbúanna telja sig fra og vilja sam- einingu írlands. Tillögur frá Dublín Neikvæð afstaða til írskrar menningar og sérstöðu hefur vit- anlega skapað mikla beiskju á Norður-írlandi. Og eftir að Mar- grét Thatcher hafnaði síðustu sáttahugmyndum stjórnarinnar í Dublin með nokkrum þjósti eins og hennar var von og vísa, þá mun gremjan verða mikil einnig í írska lýðveldinu. Sumir frétta- skýrendur telja að svör járnfrúar- Frú Thatcher hafnar tillögum írskra stjórnmála- flokka Sinn Fein og þar með herská þjóðernishyggja eflist innar muni kosta Garret FitzGer- ald, leiðtoga borgaraflokksins Fine Gael, forsætisráðherrastól- inn, en hann hafði verið nokkuð drjúgur yfir því að hann væri góð- ur vinur Margrétar Thatcher og gæti talað hana til. írar lögðu til grundvallar við- ræðna milli forsætisráðherranna skjal sem nefnist „Nýja írlands- skýrslan“. Þetta skjal nýtur stuðnings þriggja helstu pólitísku flokka írska lýðveldisins og svo SDLP, helsta flokks kaþólskra á Norður-írlandi. Því mátti halda fram, að þrír af hverjum fjórum kjósendum á samanlögðum sýsl- um írlands stæðu á bak við til- lögur sem í skýrslunni voru. Þetta átti að vera lokatromp stjórnar- innar í Dublin og „löghlýðinnar“ írskrar þjóðernisstefnu. Þjóðarsátt og róttækni Hálft annað ár hefur stjórnin í Dublin undirbúið málflutning sinn af kappi og virðist hafa verið farin að trúa því að Margrét Hver er hvað á Norður-írlandi? Hálf önnur miljón býr á Norður-írlandi. 60% þeirra eru mótmælendur, flestir afkom- endur Skota sem fluttir voru til írlands og fengu á sínum tíma jarðir sem írar voru flæmdir frá. 40% íbúanna eru kaþól- skir. Af sögulegum ástæðum ræður uppeldi í tiltekinni kirkju mestu um pólitísk viðhorf manna. Norðurírska þingið, Stormont, starfar ekki. Einn ráðherra í bresku stjórninni fer með mál Norður-írlands. Þar eru kosnir 17 þingmenn á þingið í London. Þeir skiptast með þessum hætti: 11 eru „Opinberir Sambands- menn“ mótmælendur, miðju- og hægrisinnaðir. Takmark þeirra er óskert samband við Bretland. 3 eru Demókratískir sam- bandsmenn. Mótmælendur, lengst til hægri. Þeir vilja óskert samband við Bretland, en heima- stjórn og heimalöggjöf að auki. 1 þingmaður er óháður sambands- maður. 1 kemur frá SDLP,Sósíaldem- ókratíska verkamannaflokkin- um, sem er kaþólskur miðju- og vinstriflokkur. Takmark hans er sameinað írland. 1 er frá Sinn Fein,sem er hinn pólitíski armur ÍRA, frska lýð- veldishersins. Tekur ekki sæti á þinginu í London. Yfirburðir mótmælendaflokka í kosningum umfram skiptingu íbúa eftir trúaflokkum, eiga sér skýringu m.a. í því einmennings- kjördæmafyrirkomulagi sem kos- ið er eftir. Yfirleitt er öllum kosn- ingum svo háttað á frlandi, að mótmælendur fái sem allra mest úr sínum atkvæðum en kaþólskir sem allra minnst. IRA, írski lýðveldisherinn, berst É'rir sameinuðu og sósíal- ísku lrlandi. Önnur vopnuð samtök kaþólikka er INLA Þjóð- frelsisher írlands. UDF,Varnarher Ulster, heita vopnuð samtök mótmælenda sem berjast gegn IRA. í RUC, lögreglunni, eru 8000 manns í breska hernum 9500 f UDF, Varnarherfylki Ulster 700 manns. Síðan 1968 hafa 2400 manns fallið í átökunum. Meira en helmingur þeirra eru óbreyttir borgarar. Mótmælendasveitir hafa drepið 560 þeirra, IRA og skyldar sveitir 490, öryggissveitir (herinn, lögreglan) 160. Ekki er vitað um 140 óbreytta borgara, hver þeim kom úr heimi. (Byggt á Guardian) Thatcher mundi fallast á ein- hverja nýja lausn. Um leið veit stjórnin vel af því, að máiamiðl- anir hennar hafa vakið gremju þeirra þjóðernissinna sem rót- tækastir eru. Flokkurinn Sinn Fein, sem er pólitískur bakhjarl IRA, írska lýðveldishersins, er í sókn og gæti kannski truflað þá „þjóðarsátt“ sem stóru flokkarn- ir hafa setið á í nær sextíu ár. Allan þann tíma hafa valda- flokkarnir tveir, Fina Gael og Fi- anna Fail, viðurkennt í verki, að háskinn af breskum hefndarað- gerðum stæði í vegi fyrir samein- ingu írlands - en ekki fyrir réttin- um til sameiningar. Þetta þýðir að sameiningin er stefnumál sem ekki var talið þorandi að halda til streitu. En ýmislegt breyttist með átökunum áNorður-frlandi, ekki síst þegar IRA-maðurinn Bobby Sands var kosinn á breska þingið meðan hann var í hungurverk- falli. Hungurverkföllin fengu herskáa þjóðernishyggju til að blossa upp aftur. Auðmýking Ýmsir fréttaskýrendur telja að vaxandi áhrif Sinn Fein boði ekk- ert gott fyrir FitzGerald og kol- lega hans, og þeir hafi viljað nota það sem tromp á Margréti Thatc- her að það væri þó skárra að semja við skikkanlega borgara írska eins og þá, heldur en ein- hverja sem róttækari eru. En járnfrúin brást vonum hinna írsku stjórnmálamanna. Hún brá við hart og títt og hafnaði öllum þeim hugmyndum sem settar voru fram í skýrslunni um Nýtt írland. Hún hafnaði hugmynd- inni um sameinað írland. Hún hafnaði hugmyndinni um írland sent bandalagsríki. Hún hafnaði hugmyndum um sameiginlega bresk-írska framkvæmd ríkis- valdsins á Norður-írlandi. Það var kannski ekki nema von að Haughey, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar á írska þinginu segði við FitzGerald forsætisráð- herra: „Þú hefur leitt þetta land út í þá verstu auðmýkingu sem við höfum þolað á seinni tímum“ „Það er glæpur“ Mörg fleiri dæmi mætti rekja UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.