Þjóðviljinn - 29.01.1985, Side 3
FRETTIR
Alþingi
Byrja
eftir
jólaleyfi
Efnahagstillögur
ríkisstjórnarinnar
ífœðingu.
Alþingi kom saman til reglu-
legra funda á ný eftir jólaleyfi
þingmanna í gær. Mjög deyfðar-
legt var yfir stjónarliðinu og virt-
ust tillögur ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum ekki enn hafa séð
dagsins ljós. Eftir stuttan fund
var boðað til þingflokksfunda
þarsem tillögurnar munu hafa
verið kynntar þingflokkum
stjórnarliðsins.
Jón Kristjánsson tók sæti Tóm-
asar Árnasonar Seölabanka-
stjóra sem sagt hefur af sér þing-
mennsku. Þá tók Margrét Frí-
mannsdóttir sæti áfram á þingi í
veikindaforföllum Garöars Sig-
urðssonar, t>órður Skúlason
sveitarstjóri tók sæti Ragnars
Arnalds sem er erlendis, sömu-
leiðis Vigfús Jónsson fyrir Hall-
dór Blöndal og-Kristín S. Kvaran
tók sæti sitt að nýju (eftir fæðing-
arorlof) af Kristófer Má Krist-
inssyni.
f gær var talið líklegt að Fram-
sóknarmenn færu langt með að
samþykkja athugasemdalaust til-
lögur ríkisstjórnarinnar, en að
þær myndu enn standa að ein-
hverju leyti í Sjálfstæðisflokkn-
um. Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra hefur verið er-
lendis og mun ekki hafa haft tæki-
færi til að gera ítarlegar athuga-
semdir við tillögurnar. -óg
Nú byrjum við aftur. Þingmenn
Kvennalista, Guðrún Agnarsdóttir,
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
og Kristín Halldórsdóttir, heilsa
Guðmundi J. Guðmundssyni
þingmanni Alþýðubandalagsins.
(E.ÚI.).
Nýja Dehli
Grikkir ætla að losa sig
við kjamoiioivopnin
Yfirlýsing Papandreú áfriðarfundi sexþjóðarleiðtoga. Framhald affrumkvœði alþjóðlegra
þingmannasamtaka undir forsœti Ólafs Ragnars Grímssonar
Afundi sex þjóðarleiðtoga um
starfsáætlun sem miðast að
því að stöðva kjarnorkuvígbún-
aðarkapphlaupið lýsti Papand-
reú forsætisráðherra Grikklands
því yfir, að ríkisstjórn sín ætlaði
að koma öllum kjarnorkuvopn-
um af grísku landi. Vopnin væru
þar í óþökk Grikkja og mundi
þeim komið burt með einhliða að-
gerðum ef ekki næst um málið
samkomulag.
í Nýju Dehli eru samankomnir
leiðtogar Argentínu, Grikk-
lands, Indlands, Svíþjóðar, Mex-
íkó og Spánar. Þetta „Friðar-
frumkvæði fimm heimsálfa“ er
skipulagt af alþjóðlegum sam-
tökum stjórnmálamanna, PWO,
en forseti þeirra er Ólafur Ragn-
ar Grímsson.
Fundurinn, sem fram fer undir
forsæti Rajivs Gandhi, er niður-
staða sex mánaða undirbúnings-
vinnu fulltrúa þjóðarleiðtoganna
fimm. Hann er og framhald af
yfirlýsingu sem leiðtogarnir gáfu
út í maí í fyrra, þar sem þeir hétu
því að leita í sameiningu færra
leiða til að stöðva vígbúnaðar-
kapphlaupið í trú á að „þriðju að-
ilar“, þ.e.a.s. ýmis smærri og
meðalstór ríki, geti haft veiga-
miklu hlutverki að gegna í samn-
ingaviðræðu um kjarnorkuvíg-
búnað. í yfirlýsingunni sagði
m.a. á þá leið, að leiðtogarnir
vildu gera það sem í þeirra valdi
stæði til að auðvelda samkomu-
lag milli kjarnorkuvelda, og um
leið var það tekið fram að „þetta
vandamál er of mikilvægt til að
hægt sé að láta kjarnorkuveldin
ein um það“.
Að loknum fundinum í Dehli
munu a.m.k. þrír leiðtoganna
halda til Aþenu og hitta þar að
rháli um 40 áhrifamenn af ýmsum
sviðum. Þeim fundi er ætlað að
treysta alþjóðlegan stuðning við
áform leiðtoganna sex og til að
efla samstarf milli þjóðarleiðtoga
og hinna ýmsu hópa og samtaka
sem vinna að afvopnunarmálum.
Meðal þeirra sem hafa með já-
kvæðum hætti tekið undir „Frið-
arfrumkvæði fimm heimsálfa“
eru Jóhannes Páll páfi, Felipe
Gonzales forsætisráðherra Spán-
ar, Helmut Schmidt fyrrum
kanslari og de Cueillar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna.
f samtökunum „Þingmenn
með nýrri heimsskipan", POW,
eru þingmenn frá 31 landi. Bæki-
stöðvar samtakanna eru í New
York og forseti þeirra er sem fyrr
segir Ólafur Ragnar Grímsson.
-áb
Kaffihneykslið
Rannsoknin
áSÍS
langt
komin
Rannsókn gjaldeyriseftirlits
Scðlabankans á gjaldeyrisskilum
vegna umboðslauna fyrir kaffi-
baunakaup SÍS á liðnum árum er
komin vel á rekspöl, að sögn Sig-
urðar Jóhannessonar hjá Seðla-
bankanum.
Sigurður sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær að
rannsókninni væri ekki að fullu
lokið en komið væri að síðari
hluta hennar. Hann vildi ekki
gefa neitt upp varðandi niður-
stöður rannsóknarinnar, sagði að
málið yrði sent skattrannsóknar-
stjóra og hann myndi vísa málinu
áfram teídi hann ástæðu til.
-•g-
Sjómannasambandið
Umboð til verk-
fallsboðunar
Formannaráðstefna Sjómannasambandsins
samþykkti að veita samninganefnd SSIfullt
umboð til verkfallsboðunar til 18. febrúar
Fiskvinnsla
Ný frystiaðferð
Tekur aðeins 8 mínútur að hraðfrysta við 195° kulda
Sjómannasamband íslands
boðaði til formannaráðstefnu á
sunnudaginn var og þar var sam-
þykkt cftirfarandi tillaga: Fund-
ur haldinn með formönnum og
starfandi sjómönnum sam-
bandsfélaga SSÍ, að Borgartúni
18 sunnudaginn 27. janúar 1985,
samþykkir að beina þeim tilmæl-
umi til allra sambandsfélaga innan
SSÍ að þau gefi nú þegar samn-
ingancfnd SSÍ umboð til verk-
fallsboðunar. Mun umboðið
gilda til 18. febrúar n.k..
Þetta þýðir að sögn Hafþórs
Rósmundssonar hjá Sjómanna-
sambandinu að samninganefndin
hefur heimild til að boða til verk-
falls fram til 18. febrúar. Hafi hún
ekki boðað verkfall fyrir þann
tíma munu félögin aftur taka
þetta umboð til sín og beita því þá
eins þeim þykir réttast.
Hafþór sagði að nákvæmlega
ekkert hefði mjakast í kjara-
samningamálum sjómanna. Nýr
sáttafumdur hefur verið boðaður
í dag. -S.dór
Fram til þessa hefur lausfryst-
ing með fljótandi köfnunarefni
aðallega verið notuð við frystingu
á , kjötáleggi, hamborgurum,
skelfiski og grænmeti en nýlega
keypti Skarbjörns Fryseri í Ála-
sundi í Noregi köfnunarefnis-
frystivél sem notuð er aðallega
við lausfrystingu á sfid, laxi og
rækju. Fram að þessu hefur þessi
frystiaðferð verið talin dýrari
heldur en að frysta með ammoní-
aki eða freon, en nýja aðferðin er
mun fljótvirkari.
Köfnunarefnisfrystivélin laus-
frystir um 3500 kg á klst.. Afurð-
irnar ganga á færibandi í gegnum
frystivélina. Fyrst ganga þær í
gegnum fljótandi köfnunarefni
þar sem kuldastigið er 195° á sels-
íus. Þaðan ganga þær áfram á
færiböndum og heldur frystingin
áfram með hjálp hinnar niður-
kældu lofttegundar sem myndast
eftir köfnunarefnisbaðið. Áð síð-
ustu vatnsúðar vélin það sem
fryst hefur verið og koma afurð-
irnar með 1 millimeters klakhúð
út úr vélinni 8 mínútum eftir að
þær fóru inn á færibandinu.
Köfnunarefnisnotkunin er
sögð 0,8-1,0 kg á hvert kg sem
fryst er. Köfnunarefnið breytist í
fljótandi form við mínus 195
gráður. Vélinni fylgja tveir ein-
angraðir geymar sem samanlagt
taka 90 tonn af fljótandi köfnun-
arefni. Geymarnir og leiðslur frá
þeim í vélina eru sögð hafa svo
góða einangrun að rýmun í kulda
sé aðeins 0,2% á sólarhring.
Fiskets Gang/-J.J.E. Kúld
Þriðjudagur 29. janúar 19841 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3