Þjóðviljinn - 29.01.1985, Blaðsíða 6
VIÐHORF
FLÓAMARKAÐURINN
Til sölu
Atonic Easy skíði 180 sm að lengd,
rauð að lit ásamt stöfum og Nordica
skíðaskóm. Skíðin eru svo til ónotuð
og því mjög vel með farin. Sanngjarnt
verð. Ath.: skórnir þurfa ekki að selj-
ast með skíðunum. Upplýsingar í
síma 75270.
Ódýrt gólfteppi
13 ferm. til sölu, mjög vel útlítandi
nælon-teppi. Verð 1000 kr. Uppl. í
síma 39536.
Tuskumottur
Tek að mér að vefa tuskumottur.
Breidd allt að 75 sm og lengd eftir
pöntun. Gott verð, margir litir. Uppl.
gefur Berglind í síma 39636.
4 herb. íbúð til leigu
laus strax. Engin fyrirframgreiðsla.
Tilboð merkt „Laugardalur" sendisttil
auglýsingadeildar Þjóðviljans fyrir
31.jan.
Til sölu
Hókus-Pókus stóll og 3 rimlarúm
með stoppuðum dýnum. Mjög vel
með farin. Uppl. í síma 77783.
Sófasett óskast
Óska eftir litlu rauðu sófasetti og litl-
um fataskáp. Uppl. í síma 31536.
Óska eftir
vel með förnu rimlarúmi. Hringið í
síma 46348.
Aukastarf
Maður vanur ritstörfum og prófarka-
lestri óskar eftir vel launaðri helgar-
vinnu. Uppl. í síma 42109 á kvöldin
og um helgar.
Einbýlishús eða raðhús
óskast á leigu á Rvík.-svæðinu.
Reglusemi og snyrtileg umgengni.
Meðmæli ef óskað er. Uppl. í síma
687507.
Geymsluherbergi óskast
Ung hjón vantar nauðsynleg
geymsluherbergi til leigu fyrir litla
búslóð. Uppl. í síma 14402.
íbúð óskast á leigu
2-3 herb. á sanngjörnu verði. Uppl. í
síma 20275.
Reiðhjól tapaðist
- reiðhjól óskast
Reiðhjólið mitt „Speeder" tapaðist á
Kárastíg fyrir u.þ.b. mánuði og þess
vegna vantar mig reiðhjól, gefins eða
á góðu verði. Hefur þú kannski séð
gamla hjólið mitt?
Ingólfur 5 ára, sími 38455.
Myndarammar
og málverkaprentanir
á góðu verði.
Myndabúðin Njálsgötu 44. Opið frá
kl. 16-18.
Til sölu
frístandandi bókahillur. Um er að
ræða 2 uppistöður, 3 mjóar hillur, 1
breiðhillu og blaðahillu. Verð 500 kr.
(allt). Einnig 2 rúllugardínur úr basti,
breidd 120x180 sm á kr. 250 stk. Sími
39917 e.kl. 18.
Electrolux frystikista
til sölu, 280 I. Uppl. í síma 84412.
Tvöfaidur stálvaskur
notaður, til sölu með áföstu 45 sm
stálborði. Verð 2000 kr. Uppl. i síma
40163. Einnig fæst gefins notaður tví-
breiður svefnsófi á sama stað.
Yamaha YC 30
hljómsveitarorgel til sölu, 1 borð, 5
áttundir + 2 áttundir, stiglaus slide.
Fæst á góðum kjörum. Uppl. í síma
81827.
Bíiskúr óskast á leigu
í vesturbæ eða á Seltiarnarnesi.
Uppl. hjá Indriða í símum 44944
(vinna) og 28321 (heima).
Prjónavél og frystikista
til sölu. Electrolux frystikista 312 I á
10 þús. kr., Toyota prjónavél K-787
með öllum fylgihlutum á 14-15 þús.
Má greiða í tvennu lagi. (Má greiða
eftir mánaðamót). Uppl. gefur Mar-
grét í síma 28321.
Barnakojur
Gamlar barnakojur fást gefins. Sími
43188, eftir kl. 17.
Páfagauksbúr óskast
til kaups, með eða án fugla. Einnig
svart-hvítt sjónvarp. Uppl. í síma
79510 og 75525.
Til sölu
símaborð með Ijósi og skáhillu fyrir
skrifborð til sölu. Smíða bókahillur og
fl. eftir pöntunum. Sími 35742.
Vilt þú læra tauþrykk?
Komdu þá á námskeið núna. Kenns-
la hefst á þriðjudagskvöldið 5. febrú-
ar kl. 20 til 22.30 eða fimmtudags-
kvöldið 7. febrúar á sama tíma. Hvort
námskeið stendur yfir í 6 vikur. Upp-
lýsingar í símum 77393 e.kl. 18 og
81699 á daginn.
Óska eftir stúlku
til að gæta 3 ára telpu, stöku sinnum
á kvöldin. Bý í Efstasundi. Vinsam-
legast hringið í Áslaugu í síma 39137
eftir kl. 17.
Samtök
um kvennaathvarf
halda námskeið fyrir félagsmenn
sína helgina 2.-3. febrúar nk.. Nánari
upplýsingar fást á skrifstofu samtak-
anna i síma 23720 milli kl. 14 og 16
virka daga.
Dekk til sölu
2 stk. negld snjódekk til sölu, stærð
13x590. Uppl. í síma 72072.
Áskrifendur og
aðrir lesendur
Flóamarkaður Þjóðviljans er 2svar í
viku, á þriðjudögum og
fimmtudögum. Þetta er ókeypis þjón-
usta fyrir áskrifendur, en kostar 200
kr. fyrir aðra, og þurfa þeir að koma á
auglýsingadeild Þjv. Síðumúla 6 og
staðgreiða auglýsinguna.
Góð orð
duga skammt.
Gott fordæmi
skiptir mestu
máli
yUMFERÐAR
RÁÐ
Framhald af bls. 5
lengur matur, öðru nær. Hún
reynir að draga jafnaðarmerki
milli hersins og NATÓ með frá-
leitri túlkun á 4. grein N-
Atlantshafssáttmálans. Jafn-
framt fullyrðir hún að enginn
greini þarna nokkurn mun. Má í
því sambandi minna á málatil-
búnað margra sorta marx-
lenínista, t.d. í Noregi og jafnvel
hér heima, auk þess sem augljóst
er að herinn og NATÓ eru að-
greind fyrirbæri, þótt tengd séu.
Dæmin sanna að fyllsta ástæða
sé til þess að óttast hernaðarí-
hlutun Sovétríkjanna og fráleitt
að vestræn ríki svo sem Danmörk
og Noregur, sem Birna kallar
sjálfsagt heimsvaldasinnuð
auðvaldsríki, hafi ekki einhver
samráð um það hvernig bregðast
eigi við þessari hættu. Það er jafn
augljóst, að skiptar skoðanir
hljóta að vera uppi um það
hvernig skuli að því staðið og hve
mikil hættan er. Ég hygg til dæm-
is, að Rússar hyggi fremur á land-
vinninga í suðurátt til Indlands-
hafs en vestur á bóginn. Þangað
virðast þeim leiðirnar greiðari af
ýmsum ástæðum, meðal annars
vegna manna eins og Guðmund-
ar Hallvarðssonar, sem ekki
treystir sér til þess að mótmæla
„lestrarherferðinni" í Afganistan
með hinum óhreina „Heimdall-
arskríl“. Auk þess hafa Rússar
verið á þessari leið í tæp 400 ár.
Þegar minnst er á að vinstri-
menn láti ekki ágreining í utan-
ríkismálum hamla samstarfi um
lífsspursmál íslensks verkafólks,
þá rísa hinir pólitísku Pavlov-
hundar upp á afturlappirnar, rétt
eins og til þess að árétta orð Marx
um að hugmyndir lifi oft góðu lífi
löngu eftir að þær hafa misst allt
sögulegt inntak.
Það er löngu tímabært að hætt
sé að draga baráttu íslenskra
launamanna fyrir mannsæmandi
lífi austur á Volgubakka. Þeim
fer vonandi að fækka, sem ekki
vilja einu sinni tala við aðra en
þá, sem hafa forkláraðar trúar-
hugmyndir í stjórnmálum.
Óskandi væri að þær blaðagrein-
ar yrðu fátíðari sem segja í raun-
inni lítið annað en: „Spegill,
spegill, herm þú mér, hver rót-
tækastur sé á landi hér.“
Þá neyðin er
stærst er
hjalpin næst
Margur maðurinn hefur verið
sósíalisti á trúarlegum forsend-
um, en gert ýmsa góða hluti samt,
sbr. Kommúnistaflokkinn sál-
uga, og ekki má skilja greinar-
korn þetta sem fyrirlitningu á
þeim stórasannleiksmönnum, því
mér er heldur hlýtt til þeirra. En
ef menn geta ekki hugsað sér sós-
íalisma án þess að eiga sér jarð-
neskt vonarland - hið fyrirheitna
land trúarinnar - þá má minna á
spádóma Karls nokkurs Marx um
að hið sósíalíska verkalýðsríki
muni rísa á rústum háþróaðs
tæknivædds auðvaldsþjóðfélags.
f þeim skilningi væru Bandaríki
Norður-Ameríku margfalt sósí-
alískara vonarland en Rússland
nokkurntíma, auk þess sem
marxisminn öðlaðist aftur nýtt
gildi í stað þess að bíða herfilegt
niðurlag þar eystra á hverjum
degi. Æfðum trúarfrömuðum
ætti ekki að verða skotaskuld úr
því að koma á slíkri siðbót.
Við hin, sem viljum aflétta því
oki fátæktar og misréttis, sem nú
er verið að innleiða af öðrum
stórasannleiksmönnum í nafni
frelsisins, verðum að standa þétt
saman og varpa fyrir borð
gömlum trúarrollum, sem hafa
sundrað okkur. í dag er ekki
spurt um það hvað stefnan heitir
né hvort stjórnmálamaðurinn sé
ofan eða neðan við miðju.
Krafan er árangur og ekkert
annað.
P.S. Þegar ég er að ganga frá
þessum pistli berst mér í hendur
grein ungs menntamanns með al-
þýðuna í munninum, Páls Hall-
dórssonar, jarðeðlisfræðings.
Grein hans sver sig mjög í ætt
við gjamm annarra Pavlovhunda
við að verja Sovétríkin án þess að
gera sér grein fyrir því, að því er
best verður séð.
Þessa grein mætti að öðru leyti
draga saman í stutta bæn: „Ó,
Guð, ég þakka þér, að ég er rót-
tækari en aðrir menn“.
Guðmundur Ólafsson
MINNING
Helgi Eggertsson
F. 14. júlí 1932 - D. 18. janúar 1985
Þann 18. þessa mánaðar lést í
sjúkrahúsi í Reykjavík, Helgi
Éggertsson stýrimaður, en hann
hafði um árabil átt við vanheilsu
að stríða.
Helgi var fæddur í Reykjavík
14. júlí 1932 og voru foreldrar
hans ísfold Helgadóttir ættuð úr
Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði
og Eggert Bjarni Kristjánsson frá
Bíldudal.
Systkini Helga voru 10 og kom-
ust 8 þeirra til fullorðinsára.
Helgi tók próf frá Stýrimanna-
skóla íslands 1957 og stundaði
það starf til ársins 1962, en þá hóf
hann störf hjá Skýrsluvélum
ríkisins og Reykjavíkurborgar og
vann þar til dauðadags.
Hann giftist sama ár eftirlif-
andi eiginkonu sinni Jóhönnu Jó-
hannesdóttur, sem ættuð er úr
Skagafirði, og er ein af 7 dætrum
Moniku á Merkigili, sem þjóð-
kunn er.
Helgi og Jóhanna eignuðust 6
mannvænleg börn, sem öll eru nú
komin yfir tvítugt og flest búin að
stofna sín eigin heimili og barna-
börnin eru orðin 7.
Þau hjónin reistu sér hús að
Fagrabæ 16 á fyrstu árum eftir að
byggð fór að rísa í því hverfi.
Árið 1978 gekk Helgi fyrst form-
lega til liðs við Fylki, en það ár
var hann kosinn í stjórn knatt-
spyrnudeildar félagsins.
Á sama tíma var ég að láta af
störfum sem formaður Fylkis, en
þrátt fyrir það fór ekki fram hjá
mér og öðrum, sem fylgdust með
stafi félagsins, að til leiks var
mættur liðtækur maður, sem bar
titilinn „stýrimaður" með sæmd.
Frá athöfnum hans stafaði
ferskum andblæ, sem varð til að
glæða starfsemi Fylkis nýju lífi.
Hann átti frumkvæði að ýms-
um nýjungum og má þar nefna
fjáröfíun í formi auglýsinga, sem
reynst hefur mikil lyftistöng, út-
vegun á upptöku- og myndband-
atækjum til upptöku á leikjum og
öðru efni, sem gætt hafa húsa-
kynni félagsins lífi og laðað að.
Hann átti hugmynd að viður-
kenningarskjölum félagsins og
annaðist gerð þeirra.
Hann sameinaði virka stuðn-
ingsmenn Fylkis undir heitinu
Jarlar Fylkis, sem nú er einskon-
ar bakvarðasveit.
Þá skal nefndur sá þáttur, sem
hefur mest varanlegt gildi, en það
snertir útbreiðslu og skipulags-
mál, og er þá átt við árlega útgáfu
á leikskrám, þar sem greint er frá
leik og starfi í deildum félagsins
og hefur ómetanlegt sögulegt
gildi.
Hér skal lokið upptalningu,
sem gæti verið mun lengri.
Helga var félagshugsjónin í
blóð borin og hafði hann glögga
yfirsýn yfir flest, sem snertir
mannleg samskipti.
Verk hans báru vitni um víð-
sýni og hugkvæmni og hann lagði
hlutlægt mat á aðstæður hverju
sinni og brást við í samræmi við
það.
Hann virti hefðbundnar
leikreglur, en lét ekki lagafor-
skriftir hefta athafnafrelsi sitt,
því að það að hjakka í sama far-
inu var sama og afturför að dómi
Helga Eggertssonar.
Ein deild í íþróttafélagi var of
þröngt svið fyrir athafnir Helga
og má raunar segja, að öll starf-
semi félagsins hafi verið það líka.
Hann beitti sér fyrir auknu
samstarfi innan Fylkis og lagði
einnig rfka áherslu á samvinnu
við önnur félög í hverfinu, því slík
samstaða þjónaði hagsmunum
okkar, sem ættum heima f „af-
skekktri“ byggð.
Helgi hafði fastmótaðar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
gafst ekki upp við að koma því
fram, sem hann taldi horfa til
bóta, þó á móti blési í bili.
Öll hans samskipti við aðra
einkenndust af drenglyndi, og sá
eðlisþáttur í fari hans aflaði hon-
um trausts og virðingar sam-
ferðamanna.
Það er mikill sjónarsviptir að
manni, sem búinn er jafn góðum
kostum og Helgi Eggertsson var,
en eftir standa sporin, sem vísa
þeim, er við taka, fram á veginn.
Kynni okkar Helga voru nær
eingöngu tengd félagsstörfum, en
þó leit ég á hann sem einn af mín-
um persónulegu vinum og fyrir
þá, sem tengjast félagsmála-
vafstri, er það mikil og ánægjuleg
lífsreynsla að kynnast slíkum
manni og undir það munu margir
af félögum mínum í Fylki taka.
Jóhönnu og afkomendum
þeirra hjóna sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur okkar, jafn-
framt vænti ég þess, að tengslin
við fjölskylduna muni ekki rofna
við fráfall okkar ágæta félaga.
íþróttafélagið Fylkir
Hjálmar Jónsson.
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. janúar 1984