Þjóðviljinn - 29.01.1985, Qupperneq 9
MANNLIF
Hvorki voru það Matthildar-muffins né Mannlífs-muffins sem gestir Jóns Páls gæddu sér á um helgina. I veislu sterkasta
manns í heimi var auðvitað rjómaterta eins og þær gerast bestar og stærstar á boðstólum. Enda fjöldi manns mættur til
að samgleðjast Jóni Páli. Mynd-E.ÓI.
Meira
muffins
í uppskrift frá Matthildi Guð-
mundsdóttur í Grundarfirði sem
birtist í síðasta Mannlífi varð
prentvilia hjá okkur. Höfðum við
bæði 3 dl af hveiti og einnig 100 gr
af því, en áttum að sjálfsögðu við
smjörlíki sem ekki var annars
staðar nefnt í uppskriftinni.
Muffins Matthildar er því rétt
svona:
Efni:
2 egg
2 dl strásykur
1 dl mjólk
100 gr. smjörlíki
3 dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
2. tsk. vanilludropar
2 msk. kakó
Aðferð
Hitið ofninn í 200°C. Bræðið
smjörlíkið. Hrærið saman eggj-
um og sykri. Blandið mjólk og
smjörlíki saman við. f>á er þurr-
efnunum blandað í. Deiginu hellt
í lítil pappírsform (muffins), sem
raðað er á plötu úr ofninum. Úr
þessu verða um 40 kökur. Bakað
í miðjum 200°C heitum ofni í 12
mínútur.
Mannlíf á einnig aðra útgáfu af
muffins (sem eru kökur í litlum
pappírsformum). Hún er eins og
muHins Matthildar nema helm-
ingi meira er af hveiti, lyftidufti
og mjólk í Mannlífs-muffinsinu:
Efni:
100 gr. bráðið smjörlíki
2 dl sykur
2 egg
6 dl hveiti
4 tsk. lyftiduft
2 dl mjólk
2 tsk. vanilludropar
Deigið passar í 24-28 mót.
Aðferð:
1) Hitaðu ofninn í 175°C (350°F)
2) Bræddu smjörlíkið við lítinn
hita.
3) Láttu smjörlíkið og sykurinn í
skál og hrœrðu það vel.
4) Brjóttu eggin, láttu út í og
hrœrðu aftur vel.
5) Helltu mjólkinni með vanillu-
dropunum út í.
Láttu hveitið út í.
Blandið vel saman.
6) Raðaðu pappírsmótunum á
plötu og láttu deigið í þau með
skeið. Þau mega vera hálffull.
7) Láttu plötuna neðarlega í ofn-
inn og bakaðu í 15 mín.
Tilbreyting:
Uppskriftina má bæta með
ýmsu móti og þá verður hver að
velja fyrir sig. Mannlíf mælir með
eftirfarandi tilbreytingum:
1) 1 dl afrifnu súkkulaði blandað
síðast í deigið.
2) 1 dlaf rúsínum sem hristar hafa
verið upp úr svolitlu hveiti (í
plastpoka eða skál) bœtt í deigið.
3) V2 dlafkakó bœtt við hveitið og
sett með því í deigið.
4) l/2 tsk. af góðu ávaxtamauki
látin ofan á hverja köku.
-jp
Gangur
lífsins!
Táknmál umferðarmer-
kjanna hefur löngum verið tal-
ið ótvírætt. Nýja merkingu má
þó finna eins og textinn hér að
ofan sýnir.
Við rákumst á þennan „gang
lífsins" í JC fréttum sem bárust á
ritstjórn Þjóðviljans. Húmorinn
höfðaði til meginþorra blaða-
manna-var það vegna kynferðis
þeirra, karlrembusví....??
-ÍP
Kvöldvaka
Astin eykst... Þaðvaraðeins
um eitt hugsað...
... að halda burt. Égbauðuppá
tjald...
Það var dama
framundán.
orlofskvenna
Orlofsnefnd húsmæðra
kynnir starfsemina og heldur
upp á 25 ára afmæli sitt á
fimmtudaginn. Þá verður
kvöldvaka á Hótel Sögu, Súln-
asal. Verður hún með hætti
oriofsvöku þar sem söngur og
hljóðfærasláttur, kvæðalestur,
samtalsþættir og danssýning-
ar hafa verið þátttakendum til
skemmtunar.
Húsmæður hafa á sumrin farið
í viku ferðir og gist í heimavistar-
skólum víða um land, síðustu tvö
sumur á Hvanneyri í sjö hópum.
Um 60 konur dvelja þar saman
eina viku í senn. Á hverju ári hafa
um 400 konur farið í sumarfrí á
vegum orlofsnefndar húsmæðra.
„Sérhver kona, sem veitir eða
hefur veitt heimili forstöðu, á rétt
á að sækja um orlof“, segir í
lögum um orlof húsmæðra sem
sett voru fyrir 25 árum síðan. Or-
lofsnefndin skorar á allar hús-
mæður að mæta á kvöldvökuna
og rifja upp gömul kynni.
-jP
Þriðjudagur 29. janúar 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13
Hún sagðist
vera á pillunni.
Með fullu trukki.
Hún sagði stopp...
.. .svo hinn.
... það var hætta á
ferðum.
Þaðvarðekki Tólin á loft...
aftur snúið.
Húnlaug. Hún Heimurinn nrundi
var ekki á pillunni. yfirmig.
9 mánuðum seinna hringdi ég á Það urðu tvíburar... .. .og erfiðið hófst. Hverersvo
sjúkrabíl. tilgangurinn?