Þjóðviljinn - 06.02.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Page 1
LANDHD MENNING Húsnœðismál aldraðra Aldraðir í Reykjavík eiga undir högg að sækja. Engin einasta íbúð fyrir þá hefur verið tekin í notkun síðan árið 1982. Ljósm. Ál. Neyðarástand í Reykjavík: 800 einstak- lingar á biðlista. Kjörtímabil Davíðs: Engin ný íbúð tekin í notkun fyrir aldraða Síðan árið 1982 hefur ekki ein einasta íbúð verið tekin í notk- un fyrir aldraða í Reykjavík. Gífurlega slæmt ástand ríkir í húsnæðismálum aldraðra. Þann- ig hefur einstaklingum sem eru á biðlista eftir húsnæði fjölgað úr 502 í janúar 1982 í 800 í janúar 1984. En einsog menn muna vann Sjáifstæðisflokkurinn meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1982 og hefur því verið við völd á þessu tímabili. Fjöldi háaldraðra í fyrrnefnd- um hópi hefur vaxið sérstaklega mikið, eða farið úr 182 í 371 og því rösklega tvöfaldast. Fjöldi þeirra sem eiga við svo bágar aðstæður að stríða að talið er mjög brýnt að veita þeim skjóta úrlausn hefur vaxið enn meir á tímabilinu, eða fjórfald- ast, úr 23 í 99 manns. í grein sem Guðrún Agústs- dóttir skrifar í Þjóðviljann í dag um þessi mál kemur fram, að hún telur neyðarástand ríkja í hús- næðismálum aldraðra. Að tillögu meirihluta síðustu borgarstjórnar var hafin bygging smáhýsa í tengslum við dvalar- heimili fyrir aldraða í Seljahverfi, sem eiga að koma í gagnið árið 1986. Hins vegar verða öll smá- hýsin seld þannig að þau munu einungis koma þeim hluta aldr- aðra til góða sem er sæmilega efnaður. Ástandið í málum efna- lausra gamalmenna er því mjög alvarlegt. Þessar upplýsingar koma fram í grein eftir Guðrúnu Ágústsdóttur borgarfulltrúa í blaðinu í dag. -ÖS Sjá bls. 14 Grunnskólakennarar Fáekki leiðréttingar Hundruð kennara bíða enn leiðréttinga á launum sem gilda áttufrá 1. nóvember Hundruð kennara á grunn- skólastigi hafa ekki ennþá fengið leiðréttingar á kjörum sín- um sem ákveðin voru í sérkjara- samningum í byrjun janúar og eiga að gilda frá því í nóvember sl. „Þetta er alveg óviðunandi ástand og margt sem bendir til þess að þessar leiðréttingar komi til með að dragast fram í mars“, sagði Valgeir Gestsson formaður Kennarasambandsins í gær. Valgeir sagði að skýringin á þessum seinagangi væri fyrst og fremst sú að ekki væri nægur mannafli til að yfirfara þessar leiðréttingar á launakjörunum hjá launadeild fjármálaráðuneyt- isins og grunnskóladeild mennta- málaráðuneytisins. „Við erum eina félagið sem hefur ekki fengið þessi mál að fullu leiðrétt ennþá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo er, en nú eru menn alveg að gefast upp á þessu. Það segir sig sjálft að menn geta ekki þolað það að samningar sem gilda frá 1. nóvember verða ekki að fullu leiðréttir fyrr en einhvern tíma í mars“, sagði Valgeir. - |g. Myndbandaleigur Skattsvik og falsanir Harðar ásakanir komafram áAlþingi. Ráðherrar kanna málin. Skipafélög „Aurkast Hafskips“ „í rökþroti sínu grípur stjórn- arformaðurinn til þess eina úr- ræðis sem hann nú hefur, að ata samkcppnisaðila auri, einkurn skipadeild Sambandsins“. Þannig kemst Axel Gíslason framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins m.a. að orði í harð- orðri athugasemd sinni við um- mæli Ragnars Kjartanssonar stjórnarformanns Hafskips í Sunnudagsblaði Þjóðviljans. - óg Sjá bls. 2 Amörgum myndabandaleigum þrífst stórkostleg fölsun, skattsvik og brot á höfundarrétt- arlögum. Yfirvöld hafa ekki fylgst með þróuninni sem skyldi og láta þessi lögbrot afskipta- laus“, sagði Pétur Sigurðsson al- þingismaður í umræðum í gær. Pétur fullyrti að ríkissaksókn- ari gerði óeðlilega miklar kröfur til rétthafa sem kærðu brot á höfundarréttarlögum og sagði að myndbandaleigurnar héldu ekki einu sinni bókhald. Þá fullyrti hann að merkimiðar Kvikmynda- eftirlitsins væru falsaðir og þann- ig lætt inn á fólk ofbeldismyndum sem væru bannaðar. Jón Helgason varði ríkissak- sóknara og upplýsti að á síðustu mánuðum hefði aðeins einu kærumáli af sex verið vfsað frá. Hann sagðist þó myndu kanna fullyrðingar þingmannsins betur og leita til hans um nánari upplýs- ingar til að fá úr þessu bætt. Ragnhildur Helgadóttir sagði hins vegar að fölsun á merkimið- um Kvikmyndaeftirlitsins heyrði undir dómsmálaráðuneytið, - það væri ekki sín deild. Eftir mikla eftirgangsmuni sagði ráðherrann þó að það væri sjálf- sagður hlutur að afla nánari upp- lýsinga um þetta mál. Fjármála- ráðherra lét fullyrðingunum um skattsvik ósvarað. -Á1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.