Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 7
Mér finnst spennandi aö fást viö þessi nýju píanóverk, en maður gengur dálítið öðru vísi að þeim en verkum sem eru samin á hefðbundinn hátt. Sumir segja að það komist upp í vana en í þeim eru alltaf einhver ný merki sem tón- skáldin eru að finna upp svo að ég er nú ekki orðin alveg vön þessu ennþá. Þettasegir AnnaÁslaug Ragnarsdóttir píanóleikari en í kvöld spilar hún 5 íslensk píanóverk á Myrkum músíkdögum á Kjar- valsstöðum. Anna Áslaug Ragnarsdóttir stundaði píanónám hjá föður sín- um, Ragnari H. Ragnar á fsa- firði, og síðar hjá Árna Krist- jánssyni í Reykjavík. Að loknu einleikaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík stundaði hún nám í London, Róm og Þýska- landi. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Munc- hen 1976 og hefur starfað þar síð- an við kennslu og píanóleik. Við hittum hana að máli nú í vikunni og höldum áfram að inna hana eftir nýju verkunum. - Já, mér finnst svolítið spenn- andi að flytja tónlist sem ekki er alltaf verið að spila þó að ég sé náttúrlega eindregið fylgjandi því að spila gömlu músíkina áfram. En það fylgir því líka mikil ábyrgð og tónskáldin eru mjög upp á það komin að flutningurinn takist vel svona í fyrsta sinn, ekki síst hér á landi þar sem svo fáir eru til að flytja verkin. Það verð- ur að skila þeim þannig að þau fái notið sín. Breiðari áheyrendahópur hér - Er nútímatónlist áberandi í Pýskalandi þar sem þú býrð? - Hún er mikið flutt en er kann- ski ekki mjög áberandi. Ég bý í Úr sónötu eftir Jónas Tómasson sem Anna Ás- gagnrýnl- Það er m.a. þess vegna laug frumflytur í kvöld. sem eg er svohtið hikandi við að koma mikið fram. *) /ítfii** „Hef hugsað mér að koma reglulega til íslands", segir Anna Áslaug en hún býr í Munchen. Ljósm.: eik. Spennandi að flytja ný pídnóverk Anna Áslaug við píanóið: Því fylgir mikil ábyrgð að flytja tónlist í fyrsta sinn. AnnaÁslaug Ragnarsdóttir pí- anóleikari í viðtali við Þjóðviljann en hún ermeð ein- leikstónleika á Kjarvalsstöðum í kvöldávegum Myrkramúsík- daga Munchen og þar er það helst í Tónlistarháskólanum og í fé- laginu Musica Viva sem er í tengslum við útvarpið. Ýmsir taka það líka upp hjá sjálfum sér að halda tónleika. - Eru slíkir tónleikar vel sóttir? - Það er mikið sama fólkið sem fer á þá, ég hugsa að hlutfallslega sé áheyrendahópurinn breiðari hér, eftir því sem maður getur dæmt um sem tónleikagestur. En í Berlín er meira um þetta og Berlínarbúar eru opnari fyrir nýj- ungum en aðrir Þjóðverjar. Ann- ars er svo geysimikið af tón- leikum í Þýskalandi að það er erf- itt að koma öllu að og þá kannski enn síður því sem fólk hefur for- dóma fyrir en töluvert er um þá gagnvart nýju tónlistinni. - Fcerð þú sjálf tœkifæri til að koma fram í Pýskalandi? - Ég er ekkert mjög dugleg að koma mér að, en það er svona einn og einn konsert. - Maður þinn er frœgur píanó- leikari og kennari? - Já, hann heitir Ludwig Hoff- man og er prófessor við Tónlist- arháskólann í Múnchen. Hann hefur geysilega góðan nemenda- hóp og sjálf spila ég alltaf fyrir hann ef ég þarf að koma fram. Hann er mjög gagnrýninn og ég er alltaf svolítið hrædd við hans Kem reglulega til íslands - Pú ert þá ekkert á heimleið? - Nei, ekki er það beinlínis í bígerð en ég kem mjög oft til ís- lands, kannski tvisvar á ári og í fyrra kenndi ég í forföllum í þrjá mánuði heima á ísafirði. - Og þú ert líka að kenna þar ytra? - Já, ég kenni við tónlistar- skóla og í einkatímum. Það er stundum erfitt að koma því við að fara heim til íslands en ég er að reyna að auka einkakennsluna til þess að koma því betur við. Ég hef hugsað mér að halda áfram að koma reglulega til íslands. - Hvað geturðu sagt mér um verkin sem þú flytur á tónleikun- um á Kjarvalsstöðum? - Þetta eru allt verk frá síðustu 25 árum, það elsta er sónata eftir Leif Þórarinsson, sem samin var 1957, en yngsta verkið fékk ég nýtt í hendurnar eftir Jónas Tóm- asson um síðustu áramót. Hin verkin eru eftir Þorkel Sigur- björnsson, Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Það var á tímabili samið mjög lítið af íslenskri píanótónlist en undan- farin 3-4 ár hafa komið fram fleiri píanóverk en áður. Þar á meðal eru verkin Gloria eftir Atla Heimi, sónata eftir Jónas og 5 prelúdíur eftir Hjálmar en þessi verk flyt ég á hljómleikunum. Ég flutti þrjár af prelúdíunum eftir Hjálmar, bróður minn, hjá Mus- ica Nova fyrir fáum árum en nú hafa tvær bæst við og hinar verið endurbættar þannig að meiri heildarsvipur er kominn yfir þær. - Hvað um íslenska píanókons- erta? - Jórunn Viðar og Jón Nordal hafa áður samið konserta en nú veit ég til þess að þrír slíkir séu í smíðum. Einn er eftir Atla Heimi og er fyrir píanó og kammer- hljómsveit, annar eftir Áskel Másson fyrir píanó og hljómsveit og sá þriðji er eftir Jónas Tómas- son fyrir 2 píanó og hljómsveit. Fyrr á árum voru píanóverk einkum samin fyrir Rögnvald Sigurjónsson, ég veit til þess að bæði Páíl Isólfsson og Leifur Þórarinsson sömdu fyrir hann og svo á tímabili var einkum samlð fyrir Halldór Haraldsson. - Að lokum Anna, þú hefur margoft komiðfram með Sinfóní- uhljómsveitinni og haldið tón- leika víða um land. Megum við búast við að heyra í þér oftar á nœstunni? - Verkin sem ég flyt á Kjarvals- stöðum voru flutt um daginn fyrir eldri nemendur Tónlistarskólans á ísafirði og hugsanlegt er að tón- leikarnir verði endurteknir á Ak- ureyri. Meira er nú ekki á dag- skrá í bili en í fyrra fór ég t.d. um alla Vestfirði og hélt einleikstón- leika sem gengu ágætlega. - GFr. UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Miðvikudagur 6. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.