Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Nú er Ijóst að óðfluga vaxa fylkingar þeirra sem andæfa byggingu ratsjárstöðvanna sem ríkisstjórnin hyggst reisa í samvinnu við erlent herlið á völdum stöðum á Vestfjörðum og Norð- austurlandi. Vott þess var meðal annars að finna í skoðanakönnun DV sem birt var í síðustu viku og sýndi svo ekki varð um villst, að fylgis- menn hinna fyrirhuguðu hernaðarmannvirkja eru í minnihluta meðal landsmanna. Það þarf heldur ekki sérstaklega spámann- legan vöxt til að spá því að innan tíðar muni andstaðan eflast enn meir. Tákn þess er meðal annars að finna í því að andstæðingum ratstjár- stöðvanna berst nú vaxandi liðsauki úr herbúð- um stjórnmálaafla sem hingað til hafa verið talin helstu boðberar aukinna umsvifa bandarísks herliðs hér á landi. Einn slíkur liðsmaður er séra Jakob Hjálm- arsson á ísafirði, yfirlýstur sjálfstæðismaður, sem ásamt öðrum prestum á Vestfjörðum hefur gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni gegn rat- sjárstöðvum vestra. í grein í Morgunblaðinu þann 30. janúar gerir hann einmitt að umtalsefni að þeir sem skirrast við að meðtaka fagnaðar- boðskapinn um ratsjárstöðvar séu „allir reknir í eina rétt og stimplaðir kommar og komma- dindlar eða eitthvað í þá átt“. Séra Jakob átelur þetta með réttu, því það er auðvitað mikil fjar- stæða að andstaðan við ratsjárstöðvar sé ein- ungis bundin við vinstri sinna. Eða einsog hann benti á í viðtali við Þjóðviljann um síðustu helgi: hóp“. I Morgunblaðsgreininni átelur séra Jakob einnig harðlega þá leynd sem stjórnvöld hafa reynt að hjúpa um ratsjárstöðvarnar. „Læðu- pokagangur, leynimakk og áhersla á aukaat- riðum hefur einkennt meðferð málsins“,segir séra Jakob. Þetta er hárrétt og þessu til stað- festu er rétt að rifja örlítið upp laumuspilið í kringum ratsjárstöðvarnar fyrir vestan. í byrjun ágúst var þyrla ameríska herliðsins vestur á Bolungarvík við mælingar fyrir ratsjár- stöð. Þegar fregna var leitað um tilgang þyrl- unnar var það svar gefið á flugvellinum vestra að hér væri einungis um „standard" æfingar að ræða. Bæjarstjórinn á Bolungarvík, Guðmund- ur Kristjánsson taldi þá af og frá í viðtali við Þjóðviljann að þyrlan ynni við undirbúning rat- sjárstöðvarbyggingar og reyndi að telja blaða- manni trú um að hér væri einungis um ískönn- unarflug að ræða! Hinn 14. ágúst neitaði Sverrir Haukur Gunn- laugsson hjá svokallaðri varnarmáladeild því einnig alfarið í viðtali við Þjóðviljann að búið væri að taka ákvörðun um ratsjárstöð í Bolung- arvík. Vikunni á eftir hafnaði svo meirihluti bæjarstjórnar Bolungarvíkur beiðni frá fulltrúa Alþýðubandalagsins um að bæjarstjóra yrði fal- ið að afla upplýsinga um rannsóknir bandaríska hersins við Bolungavík. Rökstuðningurinn fyrir frávísuninni var sá, að engar rannsóknir hefðu farið fram! Þetta voru hins vegar hrein og klár ósannindi. Ákvörðunin um að byggja ratsjárstöð við Bol- ungarvík var þá þegartekin og raunar miklu fyrr. Eftirgrennslan andstæðinga stöðvanna hefur upplýst meðal annars að hún var tilkynnt fjórum bæjarfulltrúum meirihlutans í Bolungarvík á leynifundi sem varnarmáladeild hélt með þeim á ísafirði þegar í maí. Allar síðari neitanir um tilvist ratsjárstöðvar við Bolungarvík eru því bláköld ósannindi. Þannig hefur allt málið verið. Leynd, leyni- makk og jafnvel lygar. Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra hefur haldið því fram að ratsjár- stöðvarnar myndu gegna sérstöku hlutverki við upplýsingamiðlun til flugmálastjórnar og Land- helgisgæslunnar. Einnig þetta er algerlega rangt. Malcolm Spaven, virtur sérfræðingur við háskólann í Sussex í Englandi, hefur upplýst að ratsjárstöðvarnar komi landvörnum íslands ekkert við. Þær séu hins vegar hluti af ratsjár- keðju sem Bandaríkin nota til að fylgjast með mögulegum árásum sovéskra flugvéla á Bandaríkin, - en ekki ísland. Ratsjárstöðvarnar hafa því ekkert varnargildi fyrir ísland. Þær eru einungis til að afla Banda- ríkjamönnum upplýsinga í ófriði. Þannig gefur jafnframt auga leið, að þær yrðu skotmark í stríði. Fylgjendur ratsjárstöðva eru því um leið að stuðla að því að gera heimabyggð sína að skotmarki í eyðingarstyrjöld. Gera menn sér grein fyrir því? ÖS KUPPT OG SKORID Leyndin um ratsjárstöðvamar Sjálfstæðismönnum fer fjölgandi í þessum Siðbótin Fjármálaráðuneytið hefur riðið á vaðið með auglýsingaher- ferð gegn skattsvikum - og finnst sumum glæfralega að staðið. Pessar auglýsingar keppa á mark- aðnum við hinar auglýsingarnar frá ríkissjóði um að verðbréfa- bras borgi sig, m.a. í skattalegu tilliti. Það er nefnilega sumt lög- legt þó það sé siðlaust. Enda eru syndsamlegir okurvextir lög í landinu. M.a. þess vegna finnst mörgum að fjármálaráðuneytið hafi lent í villu hins tvöfaida sið- gæðis, - þó í sjálfu sér sé þakkar- vert að reyna að koma í veg fyrir skattsvik. Sviðsljósið Auglýsingarnar frá ráðuneyt- inu hafa kveikt í mönnum neista, svo sem sjá má í grein Jóns Magnússonar varaþingsmanns Sjálfstæðisflokksins í Morgun- bíaðinu í gær. Jón leggur útaf auglýsingunni „Hann verður ör- ugglega í sv'ðsljósinu" og notar Steingrím nokkurn sem lykilper- sónu: „í sjálfu sér er hann ekkert á móti því að vera í sviðsljósinu en vill fá að ráða hvaða hlið hann sýnir á sér. Það fær hann ekki núna, því athyglinni verður fyrst og fremst beint að því sem hann helst af öllu vill fela og hafa út af fyrir sig - og óstjórn hans. Fram- sóknarmaddamman kona hans, mun fylgja bónda sínum í þessa fjölmiðlaraun. Steingrímur sér um að slá ryki í augu almennings og fela óþægilegar staðreyndir, en hún aðstoðar hann dyggilega með því að styðja hann í hví- vetna“. Samviskan „Aðaláhyggjuefni hennar er magaverkir hans sem stafa af of miklu þambi á útsölukaffi frá SÍS 1 Iwrnig verOui' arió lijá Eiríki? Hann venður örugglega í sviðsljósinu! Kiríkur x C\ Auðbjörg rf l'na rsi k JÁKMÁIARÁÐUNEYnÐ en gerir sér ekki mikla rellu út af því meðan Steingrími gengur svona vel að útvega atkvæði. Frænka Steingríms, Samviska, hefur eyðilagt fyrir honum ófáar afmælis- og fermingarveislur í fjölskyldunni með því að beina talinu að Kröfluvirkjun, þör- ungavinnslu, sjóefnavinnslu í Reykjanesi, utanlandsferðum embættismanna, offjárfestingum í orkumálum og halda fram hlutum sem eru beinlínis móð- gandi fyrir Steingnm eins og ný- sköpun í atvinnumálum, sérstak- lega landbúnaði og sjávarút- vegi“. Setuliðið Varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins kallar þessa fjölskyldu „setuliðið" og vísar þar með til þrásetunnar í ríkisstjórn. í lok greinarinnar segir hann:„Þó Steingrímur sé sérstaklega gerð- ur að umræðuefni hér þá er það eingöngu vegna þess að hann er fyrirliði setuliðsins, en í stað nafns hans hefði eins mátt setja Albert, Alexander o.s.frv“. Vansæll Ein áhrifaríkasta persóna í þessari króniku varaþingmanns- ins er Vansæll er. Hann segir: „En auðvitað gerði ekkert til þótt Steingrímur fengi að heyra úr fleiri áttum hvað fólki finnst um framferði hans. Vansæll er óá- nægður, honum finnst lífskjör sín vera að versna, skattheimta að aukast og hann sér ekki fram á betri tío meðan Steingrímur ræður ferðinni". Svona lítur dómurinn út frá varaþingmanni Sjálfstæðis- flokksins um ríkisstjórn íslands. í höndum fjármagnsins Fyrst minnst er á auglýsingar, þá er ekki úr vegi að geta greinar eftir annan Jón um auglýsingar, sem birtust í NT í gær. Jón Guð- mundsson skrifar þar um auglýs- ingar og áróður með nútíma fjöl- miðlunartækni: „Sprottið hefur upp ný grein innan stjórnunarfræði sem fæst við rannsóknir á sölutækni og hagnýtingu sálarfræðinnar í þágu auglýsinga. Niðurstöður flest- allra rannsókna og kannana um áhrifamátt auglýsinga hafa leitt í ljós að lítið þýðir fyrir okkur sem viljum sjálf ráða hvað við kaupum eða hvernig við hugsum, að vera á móti auglýsingum eða reyna að láta þær sem vind um eyru þjóta“. „..Lögmálið virðist vera það, að vilji einhver auglýsa einhverja vöru eða þjónustu, reka áróður fyrir einhverjum málstað eða jafnvel boða trú, þá sé nóg fyrir þann sama að hafa peninga til að gera áhrifamiklar auglýsingar". Þá er að vona að fjármálaráðu- neytið hafi nóga pengina. Valdið „I vissum skilningi má skoða auglýsingar sem ákveðið val. Það að auglýsa á áhrifaríkan hátt má skoða sem valdbeitingu. Ef ein- hver hefur vald yfir öðrum þá hlýðir sá sem beittur er valdi“. Vonandi hafa þingmenn þetta til umhugsunar áður en ísfilm og kó er veitt þetta vald, sem hér er gert að umfjöllunarefni. -óg ÞJQÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljó8myndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 6. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.