Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 6
ffð Félagsstarf aldraðra jSj í Reykjavík Námskeið að Norðurbrún 1: 1. Almennt námskeið í teiknun og málun frá 15. feb. - 26. apríl. Kennlustaður: Norðurbrún 1. Kennslutími:föstudagar frá kl. 13 - 17. Kennari: Ari Halldórsson. 2. Námskeið í matreiðslu fyrir karlmenn frá 15. feb. - 29. mars. Kennslustaður: Álftamýrarskóli. Kennslutími: föstudagar kl. 10 - 12.30. Kennari: Álfheiður Sigurgeirsdóttir. Upplýsingar veittar í Norðurbrún 1, sími 686960. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Hjúkrunarfræðingar takið eftir: Hjúkrunardeildarstjóri óskast sem fyrst, einnig hjúkr- unarfræðingar. Skurðstofuhjúkrunarfræðingur óskast frá 1. júlí 1985 til 1. sept. 1986. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333 eða á kvöldin í síma 96-41774. Sjúkrahúsið á Húsavík Sjúkraliðar takið eftir: Óskum að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333 eða á kvöldin í síma 96-41774. Sjúkrahúsið á Húsavík. M ■ I Námstefna í tréiðnaði Námstefna fyrir eigendur og starfsmenn trésmíða- verkstæða verður haldin á vegum Trétæknideildar Iðntæknistofnunar íslands mánudaginn 11. febrúar. Viðfangsefni: Spónsog Brennsla á spæni Lakkþurrkun Loftræsting í lakkherbergi Fyrirlesarar eru danskir sérfræðingar frá Finn Rose og Nord Fab og Eiríkur Pétursson verkfræðingur. Kynntar verða nýjungar og veitt ráðgjöf. Námstefnan verður í húsi Iðntæknistofnunar á Keldnaholti kl. 9.00 - 16.00. Nánari upplýsingar og skráning hjá Trétæknideild ITÍ í síma 68-7000. Auglýsið í Þjóðviljanum Blikkiðjan Iðnbúö 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 46711 LANDIÐ Zetor Nam hér land 1962 Vélar framleiddar síðan 1920 Fyrirtæki það í Tékkóslóvak- íu, sem annast sölu og útflutn- ing á Zetor-dráttarvélum - en að þeim er vikið hér í blaðinu, í dag - heitir Motokov. Er það eitt stærsta útflutningsfyrir- tækið þar í landi. Zetor-verksmiðjurnar eru í Brno og Martin og eru með stærstu dráttarvélaframleiðend- um í Evrópu, framleiða árlega 90 þús. vélar. Um 60% fram- leiðslunnar er flutt út og eru vél- arnar nú seldar í flestum löndum heims. Þær gerðir dráttarvéla, sem mest er framleitt af, eru frá 47 upp í 65 hestöfl. En Zetor framleiðir einnig vélar upp í 120 hestöfl. Hingað hafa verið fluttar nokkrar 100 ha. vélar fyrir verk- taka og stærri bú. Zetor-fyrirtækið hefur sam- setningarverksmiðjur í ýmsum löndum m.a. í Indlandi og írak. Fyrirtækið hefur framleitt vél- ar síðan 1920 og er orðið mjög rótgróið í Tékkóslóvakíu. Hlé varð á starfseminni á styrjaldar- árunum en þá var verksmiðjan skylduð tii þess að framleiða vopn fyrir Þjóðverja. Árið 1945 hófst á ný framleiðsla á dráttar- vélum. Fyrstu Zetor-vélamar, sem hingað voru fluttar, komu 1962. Mun eitthvað af þeim enn vera í notkun. Samskipti ístékk við Zetor- verksmiðjurnar hafa verið mjög góð og ráðamenn þeirra sýnt skilning á vanda og aðstöðu ís- lenskra bænda, sem m.a. sést á því, að reynt hefur verið að stilla verði vélanna mjög í hóf og hefur það sparað landbúnaðinum mikl- ar fjárhæðir. Til að undirstrika þessi Fyrirtækið Blær í Reykjavík hefur brotið upp á skemmti- legri nýbreytni. Er það fram- leiðsla á glösum með inn- brenndum hestavísum og myndum. Vísurnar, sem eru á annað hundrað, hafa vakið mikla at- hygli að sögn Eiðfaxa og getur ánægjulegu samskipti hafa ístékk og Zetor efnt til bændaferða til Tékkóslóvakíu og hafa um 100 íslenskir bændur notið gestrisni Tékka á liðnum árum. Því má svo bæta við að ístékk hefur umboðs- og viðgerðamenn um allt land til þess að þjóna notendum vélanna. Hafa þeir viðgerðamenn, sem og þjónustumenn Glóbus hf., hlotið þjálfun í viðgerðum á vegum Zetor-verksmiðjanna bæði hér heima og í Tékkóslóvakíu. - mhg. undirritaður vottað að svo sé. Myndirnar eru teiknaðar af þeim Huldu Sigurðardóttur og Hauki Hannessyni, ágætlega gerðar. Þá mun Blær framleiða glös með „drykkjuvísum og Amors- glettni“. Einnig gerir það sérs- taka hestaplatta. - mhg Iðnaður Hestavísur á glösum Tímarit Freyr áttræður í tveimur síðustu tbl. Freys, sem okkur bárust samtímis, kennir ýmissa góðra grasa og er útilokað að geta nema ör- fárra þeirra. Athygli skal vakin á einkar fróðlegu og skemmtilegu viðtali Júlíusar J. Daníelssonar ritstjóra við dr. Halldór Pálsson fyrrum búnaðarmálastjóra, en það er í báðum blöðunum. Árni G. Pét- ursson, hlunnindaráðunautur segir frá sögunarstöð fyrir reka- við, sem komið hefur verið upp í fjárhúsum að Miðfjarðarnesi á Langanesströnd. Þar vinna þeir Indriði Þóroddsson í Miðfjarð- arnesi og Sigurbjörn Þorsteins- son á Hellulandi, „að sögun með búskapnum eftir því sem tími gef- ur og þörf krefur fyrst um sinn“, segir Árni. Matthías Eggertsson ritstjóri ræðir við Erlend Eysteinsson, bónda á Stóru-Giljá í A- Húnavatnssýslu. „Erlendur byggði fyrir nokkrum árum fjár- hús á jörðinni, sem kunn hafa orðið fyrir frumlega og hug- vitssamlega innréttingu og vinnu- aðstöðu og rúma þau um 1000 fjár“. Um þessi hús og búskapinn á Stóru-Giljá yfirleitt spjalla þeir Matthías og Erlendur. Freyr hefur nú komið út í 80 ár. Fyrstu eigendur og útgefendur blaðsins voru þeir Einar Helga- son garðyrkjufræðingur, Guðjón Guðmundsson ráðunautur og Magnús Einarsson dýralæknir. Þótt Freyr háfi nú fyllt áttunda áratuginn hefur hann aldrei verið yngri en nú síðustu árin. - mhg. Athuqasemdir Blaðafulltrúi Bændasamtak- anna, Agnar Guönason, taldi sumt af því ekki allskostar rétt, sem Þorgrímur Starri sagði í viðtali hér í blaðinu nú fyrir skömmu, þar sem hann ræddi um kaup bóndans o.fl. í fyrsta lagi væri launaliður Agnars Guðnasonar bóndans í verðlagsgrundvellinum 36,7% en ekki 30%. í annan stað er fjármagns- kostnaður bóndans reiknaður 19% af gjöldum grundvallarbús- ins. í þriðja lagi: Miðað við bú- reikninga síðustu ár hafa laun sauðfjárbóndans, eftir að kostn- aður hefur verið greiddur, numið 38% af grundvallarverðinu. Vonandi tekur Þorgrímur Starri þetta til greina því ekki efa ég að hann vill heldur hafa það, sem sannara reynist, sagði Agnar Guðnason. - mhg. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.