Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR ■ — Handbolti Ovænt tap V.Þjóðverja Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóöviljans í V.Þýskalandi: Hollcndingar lögðu Vestur- Þjóðverja óvænt að velli í lands- leik í handknattleik um helgina, 18:16. Leikið var í Hollandi en þjóðirnar mættust allar þrívegis og voru hinir tveir leikirnir í V.Þýskalandi. Þá unnu Vestur- Þjóðverjar báða, 22:16 og 27:22. í leikjunum þremur voru Neitsel og Schwalb atkvæðamestir hjá Vestur-Þjóðverjum og skoruðu alls 13 mörk en Erhard Wunderl- ich kom næstur með 8 mörk. Körfubolti Breiðablik gegn KFÍ? Tveir leikir voru háðir nýlega í 2. deild körfuknattleiks. UÍA fékk Breiðablik í heimsókn austur á Egilsstaði. Blikarnir voru undir alveg fram á síðustu mínútu en þeir komust yfir og sig- ruðu með 71 stigi gegn 69. Á Bolungarvík léku ísfirðingar og Borgnesingar um helgina. ís- firðingarnir sigruðu í hörkuviður- eign, skoruðu 10 síðustu stigin í leiknum og komust þar með yfir og sigurinn þeirra, 100 gegn 94. Halldór Sveinbjörnsson skoraði 44 stig fyrir ísfirðinga. S Breiðablik er sigurstranglegá^k í sínum riðli og hafa þeir unnið alla sína leiki. í hinum riðlinum er mikil bar- átta. ísfirðingar hafa tapað eik- um leik, en Borgarnes og Snæíðl hafa tapað 2 leikjum hvor. Allt getur því skeð því margir leikir eru eftir. -gsm. Stuttgart Körfubölti Hnúturinn byrjaður að herða að..... Það er enn eftir að leika fjórar umferðir af úrvalsdeildinni í körfuknattleik - fjórar nánast til- gangslausar umferðir. Keppnin hefur þróast þannig að þaö liggur nokkuð Ijóst fyrir hvaða lið leika saman í undanúrslitunum og hverjir leika um fallið. Njarðvíkingar verða í efsta sætinu, nema þeir fari að tapa fyrir ÍR og ÍS, og fá því heimaleik fyrst í undanúrslitunum - örugg- lega gegn KR. KR-ingar lenda ef- laust í fjórða sætinu. Haukar verða númer tvö og Valur númer þrjú þannig að þessi félög leika saman, fyrst í Hafnarfirði. Það hefur legið lengi fyrir að ÍR og ÍS leiki úrslitaleikina um fallið og á6í öllu eðlilegu fá ÍR-ingar fyrst heimaleik. Þetta sýnir vel framá fáránleik ----------------------;------------ þess fyrirkomulags sem leikið er eftir. Körfuknattleiksforystan er á sjálfseyðingarbraut, rétt eins og kollegarnir hjá HSÍ, því áhorfend- um hefur farið snarfækkandi í vetur og varla verða þeir margir í þeim fjórum umferðum sem eftir eru af sjálfri úrvalsdeildinni. Það er örugglega einsdæmi í heiminum að lið sem hafnar í þriðja neðsta sæti í deildakeppni skuli með því öðlast rétt til að leika um meistaratitilinn. Svona fyrirkomulag getur viðgengist í fjölmennari deildum - en ekki í sex liða deild. Að tvö neðstu liðin skuli síðan leika úrslitaleiki um fallið er lítið gáfulegra. Eins og er, ræður frammistaða liðanna á 95 þrósentum af keppnistímabilinu litlu um hvar meistaratitillinn hafnar að lokum. Það er síðasta vikan sem skiptir öllu máli, liðið sem þá er í bestu 1 formi verður meistari. Hvað er orðið af allri vinnunni og álaginu sem leikmenn leggja á sig allan veturinn ef skyndileg forföll koma síöan upþ í liðinu síðustu viku mótsins? Lífæð körfuknattleiksins eins og annarra íþrótta er aðsóknin á leiki. Án áhorfenda koma engir peningar í kassann, engin stemmning ríkir á leikjum og leik- menn missa áhugann þegar þeir leika hvað efrir annað frammi fyrir nokkrum hræðum sem ekki þurftu að borga sig inn. Átakan- legasta dæmið í vetur er þegar einn ágætur íþróttafréttamaður taldi upþ í umsögn sinni um einn leikja úrvalsdeildarinnar alla sjö áhorfendurna með nafni! Sniöugt - en um leið naþurt. íþróttir, eins og margar aðrar tómstundir, eiga í auknum mæli í vök að verjast. Samkeþpnin frá öðrum sviðum fer sívaxandi - fólk fær sífellt úr meiru að velja til að verja stnurn frístundum. Þess vegna er mikilvægt að forystu- menn körfuknattleiksins og ann- arra íþróttagreina séu vel á verði og standi vörð um sína íþrótt, sjái til þess að hún verði ekki undir í samkeppninni. Því miður standa flestöll sérsamböndin innan ÍSÍ sig illa á þessu sviði - körfubolta- menn eru svo sem ekki einir um það. En með núverandi keppnis- fyrirkomulagi í úrvalsdeildinni hafa þeir lagt snöruna um eigin háls - og hnúturinn er byrjaður að herða að.... - VS Æ Handbolti Skagamenn unnu í Mosó Tveir gera samning Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðvilj- ans í V.-Þýskalandi Karl-Heinz Förster, fyrirliði Stuttgart, og Hel- mut Roleder, markvörður liðsins, hafa riðið á vaðið og skrifað undir nýja samninga við Stutt- gart. Eins og við höfum áður sagt frá, renna samn- ingar flest allra leikmanna Stuttgart, nema Ásgeirs Sigurvinssonar, út í vor og mikið óvissuástand hef- ur ríkt hjá félaginu. „Ég fékk gott tilboð frá félaginu og ákvað að taka því. Mig langaði líka alltaf til að vera áfram hjá Stuttgart og ég vona bara að hinir skrifi líka undir nýja samninga“, sagði Karl-Heinz. Hann og Roleder sömdu til þriggja ára og samningar þeirra renna því út árið 1988 en Ásgeir er samningsbund- inn Stuttgart til ársins 1987. Bernd Förster með litla bróður, Karl-Heinz, á bakinu. Nú hefur Karl-Heinz skrifað undir nýjan samning við Stuttgart og Bernd fer líklega að fordæmi hans. i: .»> áU?'■ ’ .V '44»*íSS®| Akurnesingar sigruðu Aftur- eldingu 23:22 í þýðingarmiklum leik í A-riðli 3. deildar að Varmá á fímmtudagskvöldið. Aftur- elding komst í 7:2 en Skagamenn unnu það upp og Hlynur Sigur- björnsson skoraði sigurmark þeirra 15 sek. fyrir leikslok. Þeg- ar venjulegum leiktíma var lokið þrumaði Axcl Axelsson þjálfari Aftureldingar í þverslá Skagam- arksins úr aukakasti. Þessi úrslit þýða að bæði lið eiga mjög góða möguleika á sæti í úrslitunum, Reynismenn þurfa að sigra bæði með miklum mun til að komast í 1. eða 2. sætið. Úrslit um helgina í 3. deild: lA ...7 6 0 1 200:142 12 Afturelding ...6 5 0 1 168:97 10 ReynirS ...7 5 0 2 232:137 10 Njarðvík ...8 3 0 5 208:200 6 Sindri ...4 1 0 3 66:127 2 Ogri ...8 0 0 8 88:259 0 B-riðill: Skallagrímur-lR... 15 :20 (H-ÍBK 22 :24 Týr ...7 7 0 0 143:106 14 IR ...8 7 0 1 185:150 14 IBK ...8 4 0 4 184:177 8 Selfoss ....7 2 1 4 138:140 5 IH ...8 2 0 6 153:191 4 Skallagrímur ...8 0 1 7 140:179 1 A-rlðill: Sindri-ögri 26:15 Afturolding-ÍA 22:23 Sindri-Njarðvik 15:25 Reynir S.-Ögri 43:12 Skailagrímsmenn, með þjálfarann Björgvin „Gutta“ Björgvinsson fremstan í flokki, eru á mikilli uppleið og þeir stóðu lengi vel í ÍR-ingum. Leikur ÍH og ÍBK í Hafnarfirði var spennandi en úthaldið brást hjá Hafnfirðingum í lokin og Keflvíkingar tryggðu sér sigur. - VS England Chelsea féll! Chelsea var óvænt slegið útúr ensku bikarkeppninni í knattspyrnu er liðið tapaði á heimavelli, 2:3, gegn Millwall sem leikur i 3. deild. Nigel Spackman og Paul Canoville skoruðu fyrir Chelsea en Steve Lovell 2 og John Fashanu fyrir Millwall. Chelsea fékk vítaspyrnu rétt fýrir leikslok en David Speedie brenndi af og þar með er bikardraumur Chelsea úti þetta árið. Millwall fær nú 1. deildarlið Leicester í heimsókn í 5. umferð. Utandeildalið Telford gerir það Skíði Enn gull til Sviss Sigurganga Svisslendinga í heimsmeistarakeppninni í alpa- greinum sem fram fer á Ítalíu, heldur áfram. Þeir hafa hlotið öll gullverðlaunin til þessa, Pirmin Zurbryggen, sem sigraði í bruni karla á sunnudaginn, sigraði í tví- keppni (svigi og bruni) sem lauk í gær. Blak Þróttur og ÍS berjast HK úr leik Þróttur og ÍS berjast nú eina ferðina enn um meistara- titilinn í blaki karla. HK er úr leik eftir tap fyrir ÍS um helg- ina, 3:0, og Þróttur vann Vík- ing 3:0. í 1. deild kvenna unnu Þróttarstúlkurnar Víking 3:0. Fimleikar Dómara- námskeið Hefst í kvöld Dómaranámskeið í alþjóð- legum reglum í fimleikum kvenna verður haldið í húsi UMFÍ, Mjölnisholti 14, Reykja- vík, dagana 6.-17. febrúar. Nám- skeiðið hefst í kvöld, miðviku- daginn 6. febrúar, kl. 20. Þátt- taka tilkynnist til FSÍ eða í í- þröttahús Gerplu í Kópavogi áður en námskeiðið hefst. Knattspyrna Afturtapa A.Þjóðverjar Nú í Bólivíu Austur-Þjóðverjar töpuðu sínum öðrum leik í Suður- Ameríkuferðinni - 2:1 gegn Bólivíu í La Paz í fyrrakvöld. Ernst skoraði mark A.Þjóð- verja á síðustu mínútu leiksins en þeir höfðu áður tapað 3:0 fyrir Uruguay. ekki endasleppt. í gærkvöldi lagði það Darlington að velli, 3:0, og er komið í 5. umferð. Einstæður árang- ur, en Telford sækir efsta lið 1. deildar, Everton, heim í 5. umferð- inni. West Ham er einnig komið í gegn eftir 2:1 sigur á Norwich. Geoff Pike og Ray Stewart skoruðu mörkin en þetta var fyrsta bikartap Norwich í vetur - liðið er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Louie Donawa skoraði fyrir Norwich. West Ham heimsækir annað Lundúnalið, Wim- bledon, í 5. umferðinni þann 16. fe- brúar. - VS Knattspyrna Guðni í Breiðablik Breiðablik hefur fengið liðs- styrk fyrir 2. deildarkeppnina í knattspyrnu á sumri komanda - Húsvíkingurinn Guðni Arason hefur gengið til liðs við félagið. Guðni er öflugur varnarmaður, miðvörður, sem gæti komið í stað Lofts Ólafssonar sem er genginn í Þrótt. - VS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.