Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Blaðsíða 16
Helgarskák Egill vann Eglll Þorsteins vann helgar- skákmótið á Akranesi, fékk sex vinninga af sjö mögulegum. Hann tapaði ekki skák um helgina, vann Hauk Angantýsson, Snorra Bergs og bróður sinn Karl, gerði jafntefli við Dan Hansson og Ró- bert Harðarson. í ööru sæti á mótinu varð bol- víkingurinn Halldór Grétar Ein- arsson meö sex vinninga einsog Egill en lægri að stigum. Næstir urðu Haukur, Karl og Róbert með fimm vinninga. Kvenna- verðlaun hlaut Ólöf Þráinsdóttir. - m Hin umdeildu Don Cano föt í Víði í Mjóddinni. Kaupmenn í Reykjavík eru æfir vegna þess að Víðir selur fötin á „of lágu verði“! Ljósm.: E.OI. Lífeyrissjóbir Mismunandi reglur Fólkþarfað verafrá 6 mánuðum uppí2V2 ár ísjóðunum til að öðlast lánarétt. Peningar milli sjóðaflýta ekkifyrir lánamöguleikum ær eru æði misjafnar reglurn- ar sem lífeyrissjóðirnir hafa varðandi lánveitingar til sjóðsfé- laga. Þannig þarf fólk í lífeyris- Ríkið Aftur og nýbúið Áfengi hcekkar um 15% og tóbak um 10-15%. Hœkkar bensínið ídag? Afengi og tóbak var hækkað í gær í annað skipti á skömmum tíma. Að meðaltali er hækkunin um 15% á áfengi og píputóbak en 10% á sígarettur og vindla. Og samkvæmt heimildum Þjóðviljans verður bensínið hækkað í dag. Heilflaska af íslensku brenni- víni kostar nú 680 kr. en fyrir hækkun 590 kr. Flaska af algengu vodka hækkar úr 710 kr. í 820, og flaska af algengu wisky hækkar úr 790 kr. í 890. Hækkunin á léttu vínunum er nokkuð mismunandi en sem dæmi má nefna að algeng rauðvínstegund hækkar úr 270 kr. flaskan í 310. Þá hækka amerískar sígarettur uppí 76.30 kr. pakkinn en þær frönsku Royale eru enn mun ódýrari og kosta eftir hækkunina 53.30 kr. Þessi hækkun á áfengi og tó- baki á að gefa ríkissjóði 150 milj- ónir í aðra hönd og var ákveðin í fjárlögum rétt fyrir áramót. Síð- ast hækkaði ríkisstjórnin þessar vörur 12. desember sl. Þá hækk- aði áfengi um 12,5%, tóbak um 19% og reyktóbak um 25%. Á innan við tveimur mánuðum hef- ur áfengi því hækkað um nær 30% og tóbak um nær 31%. - Ig sjóðum innan SAL, (Sambands almennra lífeyrissjóða) ekki að vera nema 6 mánuði í sjóðnum til að geta fengið lífeyrissjóðslán. Aftur á móti þarf fólk að vera 2Vi ár í lífeyrissjóði borgarstarfs- manna til að geta fengið lán. Það flýtir ekkert fyrir í þeim sjóði, þótt fólk flytji með sér per.inga úr öðrum lífeyrissjóði. Þannig var það fyrir 1980 en eftir að verð- tryggingvar tekin upp var því hætt. Jafnframt var lánabiðtím- inn styttur úr 5 árum í 2Vi. Þannig mun þetta einnig vera hjá lífeyrissjóðum sem eru utan SAL. Áftur á móti má segja að lífeyrissjóðirnir innan SAL, séu orðnir einn sjóður, því sömu regl- ur, réttindi og skyldur eru hjá þeim öllum. - S.dór Flugmál Fyrstaþotan seld úr landi TF Gullfaxifyrta þotan sem íslendingar eignuðust seld til Bandaríkjanna Það var mikið tilstand á Reykjavíkurflugvelli þann 24. júní 1967. Tilefnið var að fyrsta þotan sem íslendingar eignuðust kom til landsins þann dag. Þar með hófst þotuöld á íslandi, flugtíminn frá íslandi til Evrópu styttist um helming. Þessi fyrsta þota landsmanna, sem Flugfélag Islands keypti, Boeing 727 hlaut nafnið Gullfaxi. í dag flýgur þessi elsta þota landsins til Ameríku, þar sem nýr eigandi, Taglasins Corp., tekur við henni. Vélin var seld þessu félagi fyrir ári síðan en Flugleiðir endur- leigðu síðan vélina og notuðu til leiguflugs innanlands í Nígeríu, þar sem íslensk áhöfn stjórnaði vélinni. Þessu verkefni er nú lok- ið að sögn Sveins Sæmundssonar hjá Flugleiðum og vélin því af- hent eigandanum í dag. - S.dór Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Miðvikudagur 6. febrúar 1985 30. tðlublað 50. árgangur Efnahagstillögurnar Bjargar bjórinn stjóminni? Sala á áfengu öli myndifœra ríkissjóði 900 miljónir Hugmyndir forsætisráðherra um að heimila bjórsölu sem lausn á efnahagsvandanum hafa vakið almenna forundran. Ráðherrann hefur látið reikna út að ef hver Islendingur, sem orð- inn er 16 ára drekkur 40 lítra af áfengu öli á ári, fái ríkissjóður í sinn hlut heilar 900 miljónir króna! Þingflokkur Bandalags jafnað- armanna sendi frá sér ályktun í gær þar sem mótmælt er „þeirri mannfyrirlitningu og aulaskap" sem í þessum vangaveltum birtist og krefst BJ þess að forsætisráð- herra biðji „þjóðina afsökunar á þessum dónalega málflutningi strax“. Að frátalinni þessari „gerjun“ bólar lítt á tillögum ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum og þó þingflokkur Framsóknar hafi þegar veitt formanni sínum og forsætisráðherra fullt umboð til að ganga frá tillögunum, fullyrtu þingmenn Sjálfstæðisflokks í gær að þeir hefðu enn ekki séð allan pakkann. Voru menn því vonlitl- ir um að tillögurnar sæju dagsins ljós í þessari viku, en þær voru sem kunnugt er boðaðar fyrir þingsbyrjun í ár. - ÁI Frjáls samkeppni Kaupmenn klaga Verðið á Don Cano fatnaði í Versluninni Víði sagtoflágt Kaupmenn í Reykjavík hafa kvartað til fataverksmiðjunnar Scana hf. sem framleiðir Don Cano föt, og hótað að kaupa ekki þennan fatnað af verksmiðjunni ef verslunin Víðir í Mjóddinni fái að selja fötin. Ástæðan fyrir þessu er að Víðir selur fatnaðinn á mun lægra verði en aðrar versl- anir. Forráðamenn Scana hf. hafa rætt við forráðamenn Víðis og fett fingur út í verðið hjá verslun- inni. Segjast Scana-menn vilja ræða málið frekar við forráða- menn Víðis áður en verslunin fái að kaupa meira af verksmiðj- unni. Sem dæmi um verðmun má nefna að fóðraður vetrarjakki kostar 3.450 krónur í Víði en um og yfir 4 þúsund krónur í fata- verslunum þeim sem kvartað hafa yfir verðinu í Víði. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.